Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 19
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. 19 Fréttir Austurríski triðarboðinn Waluliso er þekktur meðal fréttamanna um allan heim. Alls staðar þar sem þingað er um heimsmálin mætir hann ótrauður til leiks. DV-mynd BG Friðarsinninn Waluliso: „Ég er fómar- lamb friðarins" „Það er of seint að byrja að hugsa þegar sprengjan situr á höfðinu á þér,“ sagði hinn þrælhressi friðarsinni Waluliso í samtali við DV í miðri Bakarabrekkunni. Hann er sjötíu og þriggja ára gamall og hefur árum sam- an lagt á sig óteljandi ferðalög og ómælt erfiði til þess að kynna mönnum heimsfriðinn. Við komuna til íslands væri synd að segja að honum hefði verið fagnað á sama máta og friðar- boðunum tveimur úr'austri og vestri Waluliso var stöðvaður í tollinum og fékk ekki að fara inn í landið fyrr en skeyti frá Vínarborg staðfesti að hann væri einn almesti íriðarsinni heimsins. „Ég er fómarlamb síðari heimsstyrj- aldarinnar og fæddist í þeirri fyrri,“ heldur Waluliso áfram. „Og nú er ég fómarlamb friðarins. Sem hermaður barðist ég á austurvígstöðvunum og særðist þar. Núna helga ég líf mitt friðarboðskapnum í heiminum og veit að ef allir hugsuðu eins og ég væri aldrei stríð. Friðurinn fyrst Alls staðar þar sem heimspressan saíhast saman við meiri háttar tæki- færi skýtur þessi aldni friðarboði upp kollinum, ævinlega í hvítum serk, með lárviðarkrans á höfði og epli í hægri hendinni. Fjarlægðir skipta litlu máli þegar friðurinn er annars vegar og sama gildir um íjárhæðir. Varla geta ferðalögin verið útgjaldalaus fyrir Waluliso? „Ég er kominn á þann aldur að fá launagreiðslur frá ríkinu. Sumir kjósa að eyða peningunum í át, fatakaup eða jafrivel skartgripi. Ég segi bara friðinn fyrst og lúxusinn svo!“ Og þetta er ekki síðasta skrefið hjá þeim aldna kappa því hann er ekkert að gefast upp. „Síðast var ég í Sviss þegar Genf- arviðræðumar stóðu yfir og nú vona ég bara að mér endist aldur til þess að mæta í Washington þegar Reagan og Gorbatsjov hittast næst. Verði ég á lífi verð ég í Washington.“ -baj Gestgjafi friðarboðans: „Hvað ertu með?“ „Mér brá fyrst alveg hroðalega," sagði húsmóðir í austurbænum í við- tali við DV þegar hún innt eftir því hvemig henni hefði litist á nýja leigj- andann. Hún er ein þeirra sem fór út í það að leigja erlendum gestum í til- efhi leiðtogafundarins og friðarboðinn Waluliso reyndist hennar hlutur í kaupunum. Þess skal getið að í útliti er friðarsinninn þannig að engin hætta er á því að hann hverfi í fjöld- ann. „Þegar ég opnaði dymar og sá að út úr leigubílnum steig maður í hvítum kyrtli með lárviðarsveig á höfði og koparlugt og epli átti ég ekki til orð í eigu minni. Ég spurði samt leigubíl- stjórann hvað hann væri eiginlega að færa mér! Hann var hinn rólegasti og sagði mér að maðurinn væri gersam- lega hættulaus. Ég gat ekki stillt mig um að fara inn í stofu til gestanna minna og segja þeim að koma og heilsa nýja leigjandanum." Það em nú nokkrir dagar liðnir og Wa'.uliso vekur mikla athygli hvar sem hann fer í Reykjavík. Reyndar er hann í vandræðum með íslensku lög- regluna sem handtekur hann alltaf annað slagið en sleppir honum jafhan fljótlega aftur. „Núna finnst mér hann mjög indæll og það er gott að hafa hann,“ sagði leigusali friðarboðans að lokum, en hún vill ekki láta nafns síns getið. „Hann hræðist að fá ekki afgreiðslu héma á veitingahúsum og þess vegna elda ég alltaf súpu handa honum dag- lega. Hann er mesta gæðablóð.“ Þess skal getið að títtnefndur friðarboði er eini leigjandinn á því heimilinu. -baj STÓRKOSTLEGIR örbylgjuofnar með DELTAWAVE dreifingu frá ^Oóíuba Sparnaður, hagkvæmni, árangur og kennsia eins og best verður á kosið. Leiðbeiningarog uppskriftir á íslensku. Upp- skriftaklúbbur fyrir Toshibaeigendur. Persónulegkennsla. Kvöldnámskeiðfyrir bæðihjóninán endurgjalds. Þú nærðgóðum árangri. 10 gerðir af ofnum. Verð frá 12.900,- stgr.. Úrvals kjör: útborgun frá 5.000,-, eftirstöðvar á 6 mánuðum. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐAST RÆT I I0A - SlMI 16995 Hver er munurinn á páfagauki og SK-1 hljómborði ?????? iiiiiiiii pe)|JBUi)|ej9 i)|S uo uinQofiijsuueui qqz q tj n ijqa juuai| jnjaB uuumineBejed :jbas er ekki fyrir hermikrákur SK1 gefur _ _ _ sköpunargáfunni lausan .. Q i||| tauminn og gerir tónverkin að leik. I\f. (J ■ f UU SK-1 er óviðjafnanlegt svo að páfagaukurinn fell- ur i stafi við samanburðinn. Páfagaukur getur að sjáifsögðu likt eftir mannsröddum en til sam- anburðar getur þú með notkun SAMPLINGS eiginleikanna útsett og fullgert tónverk, allt und- ir þér sjálfum komið. -1 CASIO Laugavegi 26. Sími 91-21615. SAMPLIIMG KEYBOARD Möguleikarnir eru margvislegir. Byrjaðu með að nota innbyggða hljóðnemann til að geyma öll hljóð sem þú hefur áhuga fyrir i innbyggða minniskubbnum, hvort heldur mannsraddir eða önnur hljóð sem þú getur siðan breytt i tónverk á hljómborðinu. Þetta er mjög auðvelt og skemmtilegt og útkoman er siðan undir þér kom- in. Þú getur einnig valið um átta mismunandi inn- byggð hljóðminni sem hafa fimm gerðir af PCM (pulse, code, modulation) raunverulegum hljóð- færum og þér til stuðnings getur þú valið um ellefu sjálfvirka hljóðtakta (rythma).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.