Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 20
20
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
Préttir
Varðskipsmenn tóku
Sirius á vald sitt
- Greenpeace-menn fóm í óleyfi inn fyrir hafnarmórk Reykjavíkur
Tólf varðskipsmenn af Óðni fóru um
borð í skip Greenpeace-samtakanna,
Sirius, og tóku það á vald sitt við
Akurey klukkan 10.20 í morgun.
Grænfriðungar höfðu þá óhlýðnast
fyrirmælum Landhelgisgæslunnar um
að fara ekki inn fyrir sjöbaujuna svo-
kölluðu, ytri mörk Reykjavíkurhafn-
ar.
Landhelgisgæslunni barst tilkynn-
ing klukkan 8.45 um að Sirius hefði
farið úr Hafnarfjarðarhöfn án hafri-
sögumanns, án þess að greiða hafnar-
gjöld og án skipsskjala, sem voru í
vörslu hafnsögumanns. Virtist þá Ijóst
að Greenpeace-menn ætluðu að sigla
inn í Reykjavíkurhöfn, væntanlega til
að ná athygli heimspressunnar.
Varðskipið Óðinn og þyrlan Sif fóru
til móts við Sirius. Varðskipið Týr fór
í viðbragðsstöðu við Örfirisey. Skip-
herra þess, Sigurður Ámason, stjórn-
aði aðgerðum.
Landhelgisgæslan sagði Greenpe-
ace-mönnum að þeir hefðu brotið
alþjóðalög með því að fara úr Hafnar-
fjarðarhöfn án mælibréfs, eins skips-
skjala, sem verða að vera um borð í
öllum skipum á siglingu.
Jafhframt var þeim tilkynnt að þeim
væri óheimilt að fara inn fyrir mörk
Reykjavíkurhafhar. Þau fyrirmæli
höfðu grænfriðungar að engu, sam-
kvæmt upplýsingum Landhelgisgæsl-
unnar.
Varðskipsmenn höfðu fyrirmæli um
að stöðva Sirius með öllum tiltækum
ráðum færi skipið inn fyrir hafnar-
mörkin. Varðskipið Týr sigldi í veg
fyrir Sirius og neyddi hann til hægja
á sér. Óðinn lagðist svo upp að Siriusi
og tólf varðskipsmenn stukku yfir.
Ekki kom til átaka þegar varðskips-
menn tóku skipið undir stjóm sína.
Sigldu þeir því út á Faxaflóa. Var
ætlunin að fara ekki með það í höfh
fyrr en eftir klukkan 15 þegar mesta
umstangið vegna leiðtoganna væri
yfirstaðið.
Greenpeace-menn sögðu ffétta-
mönnum að þeir hefðu ætlað að vekja
athygli á baráttu samtakanna gegn
Varðskipin Oðinn og Týr neyða Sirius til að stöðva við Akurey í morgun. Skömmu siðar tóku varðskipsmenn skip kjamorkuvopnum.
grænfriðunga á sitt vald. DV-mynd S -KMU
DV skoðaði Itfið í miðbænum í gærkvöldi
Aðsókn á skemmtistaðina minni
en búist var við en landinn mætti
Vonir starfsfólks og eigenda á veit-
ingahúsum og skemmtistöðum um
miklar annir í kjölfar þess að hingað
kæmu hátt í tvö þúsund blaðamenn
vegna leiðtogafundarins virðast hafa
bmgðist að nokkm leyti. DV brá sér
í bæinn seint í gærkvöldi og kann-
aði ástandið á nokkrum veitjnga-
húsum í Reykjavík. Það var ekki að
sjá að íslendingar létu það á sig fá
þó hér væm staddir tveir mektar-
menn til að ræðast við, landinn tók
út sína helgi að vanda. Þeir erlendu
fjölmiðlamenn sem við hittum á
þessu rölti okkar vom flestir þreytt-
ir eftir annir undanfarinna daga og
sögðust því miður ekki hafa haft
mikinn tíma aflögu til að kynnast
skemmtanalífinu í höfðuborginni.
Öll borð upptekin
Veitingastaðurinn Við sjávarsíð-
una var sneisafullur og vom nær
eingöngu útlendingar þar inni. Yftr-
þjónn staðarins sagði okkur að það
hefði verið mjög mikið að gera hjá
þeim alveg frá því að fyrstu ffétta-
mennimir kornu til landsins og
nánast öll borð upptekin hvert
kvöld. Hún sagði að fiskréttimir
þeirra nytu greinilega mikilla vin-
sælda og það mætti segja að gestimir
pöntuðu ekkert annað en fiskinn.
ítalskur blaðamaður, sem við hitt-
um, sagði okkur að starfsfélagar
hans væm yfir sig hrifhir af landinu
og langflestir þeirra ráðgerðu ferð
hingað síðar þegar þeir gætu gefið
sér tíma til að skoða landið á annan
hátt en núna.
Hvíta húsið og Time
Á Lækjarbrekku vom bæði ís-
lenskir og erlendir fjölmiðlamenn
þegar við litum þar inn í gærkvöldi.
Við eitt langborðið sátu saman
nokkrir starfsmenn Hvíta hússins
og blaðamenn ffá Time Magasine.
Þau vom sammála um það að að-
staða þeirra hér væri alveg til fyrir-
myndar og það væri kraftaverki
líkast hvað Islendingum hefði tekist
að gera á þessum stutta tíma. „Þetta
er betra en í Genf,“ sögðu þau. Við
vorum spurð hvaða dansstað við
mæltum með, blaðamaður tiltók tvo,
þrjá staði og bætti því síðan við að
þau þyrftu að mæta frekar snemma
til að lenda ekki í biðröð. „Biðröð,
nei takk.“ Þar fór það, enda sögðust
þau vilja fara heim og hvíla sig eftir
erfiðan dag.
íslendingar i meirihluta
Við komum við á kránum í mið-
bænum og þar var landinn mættur
að vanda. Við Gaukinn var hin sí-
gilda biðröð og töluverð örtröð á
öðrum stöðum. Á Fógetanum var
okkur sagt að aðsóknin hefði verið
ffekar dræm undanfama daga, en í
gærkvöldi var svipaður fjöldi þar og
venjulega. { Duus var sama sagan,
svipaður fjöldi og venjulega og mest
Islendingar.
Á Gullna hananum við Suður-
landsbraut var hvert borð skipað og
sagði Birgir, einn eigandi staðarins,
að íslendingar hefðu mætt vel und-
anfama daga og þeir hefðu ekki
verið með mikið af útlendingum í
mat. Við hittum þar starfsmenn frá
NBC sem vom á leið austur í Hvera-
Á veitingastaðnum Við sjávarsíðuna, en þar voru nær eingöngu erlendir
fjölmiðlamenn. DV-myndir Brynjar Gauti
NBC fólkið slakaði á eftir erfiðan dag á barnum á Gullna hananum á
meðan það beið eftir borði.
gerði en þeir gista á Hótel Örk. „Við
erum að hvíla okkur eftir erfiðan
vinnudag," sagði einn þeirra og
bætti síðan við miklu hrósi um ís-
lenska fiskinn og matreiðslu á
honum.
Rólegt í íþróttahúsinu
íþróttahúsi Hagaskóla var lokað
rétt eftir miðnætti en þar hefur fjöl-
miðlamönnunum verið boðið upp á
léttar veitingar og ýmsar uppákom-
ur. Þar var samt slæðingur af fólki
í gærkvöldi og að sögn starfsmanns
meira en á föstudags- og fimmtu-
dagskvöld. Að sögn þjónsins á
bamum vom erlendu fjölmiðla-
mennirnir lítt hrifhir af þeirri
hugmynd hans að skella sér á dans-
leik að loknum vinnudegi. Þeir
sögðust vilja fara heim og hvíla sig
en ef það væri opið firam eftir í kvöld
þá mundu þeir svo sannarlega skella
sér á dansleik.
Móttaka á Kjarvalsstöðum
I dag verður móttaka á Kjarvals-
stöðum hjá Matthíasi Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra og Davíð Odds-
syni borgarstjóra fyrir fjölmiðla-
menn í tilefhi leiðtogafundarins.
-SJ
Hvita húss mennirnir vinstra megin við borðið og Time fólkið hægra megin
á Lækjarbrekku í gærkvöldi.
Hans Peter Rieze frá ARD - vestur-þýska útvarpinu og Andreas Lorenz
frá Spiegel-Magazin voru á Kreml og sögðu þetta vera fyrsta kvöldið sem
þeir gæfu sér tima til að kanna skemmtanalifið í Reykjavík.