Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986. 9 Utlönd Wole Soyinka. Bókmenntaverð- laun Nóbels til Nígenumanns Sænska bókmenntaakademían til- kynnti í gær að nígeríski rithöfimd- urinn Wole Soyinka hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Woyinka er fyrsti Afríkumaðurinn sem verðlaunin hlýtur en um árabil hafa nokkrir aðrir afrískir höfundar verið orðaðir við þau, þar á meðal Leopold Senghor í Senegal og sam- landi Woyinkas, Chinua Achebe. Afkastamikill leikritahöfundur Soyinka, sem fæddur er árið 1934, er afkastamikill leikritahöfundur en hefur einnig skrifað skáldsögur (The Interpreters, 1965, Season of Anomy, 1973) og ljóðabálka (Idanre, 1967, Ogun Abibiman, 1976), auk þess sem nokkur ritgerðasöfn hans hafa verið gefin út (Myth, Literature and the African World, 1976). Soyinka er af Yoruba ættbálki sem hefur látið mikið að sér kveða í níg- erískum menningarmálum en hefur ævinlega áréttað að góður rithöf- undur sé hafinn yfir þjóðemi sitt. Hann telur sjálfan sig alþjóðlegan rithöíúnd en ekki sérlegan talsmann svörtu Afríku, þess sem Leopold Senghor nefndi „négritude". Soyinka hlaut menntun sína í há- skólunum í Ibadan og Leeds og á öndverðum sjötta áratugnum var hann tengdur Royal Court leikhús- inu í London en þar var fyrsta leikrit hans sett á svið. Fyrstu leikrit Soyinkas em gam- anleikir sem gerast meðal sveitafólks en í seinni leikritum, sem oft eru skrifuð fyrir leikfélög í háskólum, færist hann meira í fang, bæði hvað form og hugmyndir snertir. Rauði þráðurinn í þessum leikrit- um, svo og fleiri bókmenntaverkum Soyinkas, er togstreitan milli þjóð- legrar og alþjóðlegrar menningar, en hvomga vill hann gefa upp á bátinn. Aðgengilegt frásagnarform Jafnframt leikritun hefur Soyinka gott lag á einföldu og aðgengilegu frásagnarformi, eins og glöggt kem- ur fram í sjálfsævisögu hans, Aké, sem út kom árið 1981. Soyinka hefur ennfremur gert nokkrar kvikmyndir með aðstoð bandarískra blökkumanna. í borgarastríðinu í Nígeríu var Soyinka fangelsaður i tvö ár og seg- ir frá fangelsisdvöl sinni i „Maður- inn sem dó: Fangelsisminningar", 1972. Soyinka hefur jafiian verið á skjön við ýmsar þær hugmyndir sem verið hafa efst á baugi meðal menntaðra Afiíkubúa og því hefur hann oft- sinnis |sætt harkalegri gagnrýni. En málsmetandi sérfræðingar í ensk-afrískum bókmenntum telja engan núlifandi höfund hafa lagt eins mikið af mörkum til þeirra og Wole Soyinka. Ekki er vitað til þess að verk Soy- inkas hafi verið þýdd á íslensku. -ai Holland Vonbrigði vegna niðurstöðu fundarins Sigiún Harðaidóttir, DV, Amsterdam: Mikil spenna hefur verið hér í Holl- andi undanfamar vikur vegna fundar Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík um síðustu helgi. Holland er eitt þefrra Evrópulanda sem fóstra kjamorku- vopn. Stendur til að bæta við nokkrum meðaldrægum kjamaflaugum með staðsetningu í Woensdrecht. Andstæðingar kjamorkuvopna bundu vonir við að niðurstöður fund- arins í Reykjavík yrðu til þess að áætlun um niðursetningu meðal- drægra kjamaflauga í Woensdrecht yrði felld niður en ljóst er nú að fundi loknum að engar breytingar verða á kjamorkuvígbúnaðaráætlunum í nánustu framtíð og þykir íslands- fundurinn misheppnaður. I fjarveru utanríkisráðherra sendi Lubberrs, forsætisráðherra Hollands, hollenska þinginu bréf síðastliðinn mánudag þar sem hann segir fundinn í Reykjavík hafa óumdeilanlegá verið árangursríkari en í upphafi hefði mátt búast við. Er yfirlýsing forsætisráðherra í and- stöðu við umíjöllun fjölmiðla sem telja njikilvægu tækifæri til samninga um samdrátt kjamorkuvopna hafi verið glatað. Vegna fundar Reagans og Gor- batsjovs í Reykjavík hefur ísland sem ríki og íslendingar sem sjálístæð þjóð einnig verið í sviðsljósinu. Sjálfstæðis- barátta íslendinga fyrr á öldinni dregin fram og rómantísk utnfjöllun um land fagurra kvenna, samanber ungfrú heimur, Hólmfríður Karlsdótt- ir, og sterkra karlmanna, samanber Jón Páll, sterkasti maður heims, hefúr þótt blaðamatur. Samningastaðurinn Höfði hefur einnig fengið sinn skerf af áhuganum, ýmist sem draugahús eða timburhús sem þykir heldur fá- tæklegt og skopteikningar af drauga- húsinu Höfða birtust í NRC Handelsblad síðastliðinn mánudag. Það þótti mikil bjartsýni hér í Holl- andi að halda fund valdamestu manna heims á íslandi þar sem íslenska lög- reglan er ekki vopnum búin og enginn her í landinu til að annast öryggis- vörslu, og það þótti bara fyndið að Hjálparsveit skáta skyldi annast þann lið. Að afstaðinni helgi er til þess tekið hversu vel hafi tekist til með allt skipulag og framkvæmd fundarins af íslendinga hálfu, þrátt fyrir herleysið og þessi hugmynd að halda fund valda- mestu manna heims á Islandi hafi ekki verið svo fjarstæðukennd þegar upp er staðið. FARSÆLL FORYSnJMAÐUR tryggjum ✓ Birgi Isleifí Gunnarssyni glæsilega kosningu í prófkjörinu -STUÐNINGSMENN-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.