Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Ólgufundur hjá Byggung:
Stjórnarförmaður
hrópaður niður
Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri Byggung talar yfir bálreiðum húsbyggjendum á ólgufundinum í gærkvöldi.
DV-mynd KAE.
Formaður stjómar Byggung, Ámi
Þór Ámason, var hrópaður niður í
upphafi fundar hjá byggingarsam-
vinnufélaginu í gærkvöldi sem
haldinn var til að skýra bakreikn-
inga sem íbúar við Seilugranda og
Rekagranda hafa verið að fá í hend-
ur að undanfömu. Stjómarformað-
urinn hafði tilnefnt sjálfan sig
fundarstjóra, lagt fram drög að
skipulagi fundarins og óskað eftir
að fréttamenn DV yrðu látnir víkja
af fundi þegar fúndarmenn tóku af
honum völdin. Var skipaður nýr
fundarstjóri og stjómarformaðurinn
settur út í sal.
Ibúar í Byggungblokkum úti á
Granda hafa verið æfir að undanf-
ömu vegna bakreikninga sem þeim
hafa borist og nema frá 200 þúsund
krónum og upp í rúma milljón. Una
íbúamir þessu illa og neita að greiða.
Stórslys?
Á fundinum í gærkvöldi var stjóm
Byggung og endurskoðendur harð-
lega gagnrýndir fyrir vinnubrögð
sem flestum fundarmönnum þóttu
fyrir neðan allar hellur:
„Við ættum ekki að þræta um
hvemig tölur em framreiknaðar og
upphæðum deilt niður á íbúðir.
Miklu nær er að reyna að fá botn í
hvemig stendur á þessum gífurlega
byggingarkostnaði hjá Byggung,"
sagði einn fundarmanna. „Hér hljóta
að hafa orðið stórfelld mistök eða
stórslys. Stjómarformanni væri nær
að biðjast afsökunar frekar en ráð-
ast á viðstadda blaðamenn. Stjómin
er ekki starfi sínu vaxin né frekar
endurskoðendur. Við ættum að af-
skrifa þá vegna þess að þeir kunna
ekki til verka. Byggung er að verða
brandan."
Nauðsyn að rukka
Nýráðinn framkvæmdastjóri
Byggung var harðlega gagnrýndur
á fundinum en hann varðist fimlega
og sagði meðal annars: „Ég er ný-
kominn til starfa og þekki ekki
byggingarsögu þessa hóps sem hér
um ræðir. Ég veit það eitt að þegar
ég fór að líta á bókhald fyrirtækisins
varð mér ljóst að einhverja varð að
mkka. Það er erfitt að fá upplýsing-
ar um hvemig staðið hefur verið að
þessu í upphafi vegna þess að fyrrum
framkvæmdastjóri og stjómarfor-
maður (Þorvaldur Mawby, innsk.
DV) og endurskoðandi (Helgi Magn-
ússon, innsk. DV) em báðir hættir
störfum.“
Fé flutt tll
í máli fulltrúa endurskoðunar-
skrifstofu Helga Magnússonar, er
mættur var á fundinn, kom meðal
annars fram að oft væri erfitt að sjá
hvar greiðslur frá byggjendum lentu
í stórfelldum framkvæmdum fyrir-
tækisins. Hann viðurkenndi að fyrir
kæmi að greiðslur væm fluttar á
milli áfanga til að halda verkum
gangandi. Kjörinn endurskoðandi
húsbyggjenda sjálfra upplýsti á
fundinum að hann hefði skrifað und-
ir ársreikninga Byggung í trausti
þess að stjómendur fyrirtækisins
væm sómamenn sem mætti treysta.
Og hann bætti við: „Það er margt
ótrúlegt sem maður hefur séð í þess-
um reikningum."
Endurskoðun samþykkt
I fundarlok var tillaga íbúa, um
að hlutlaus aðili yrði fenginn til að
endurskoða bókhald Byggung og
uppgjöri frestað þar til niðurstaða
lægi fyrir, -amþykkt mótatkvæða-
laust.
Ólgufundinn hjá Byggung í KR-
heimilinu sátu um 200 manns.
-EIR
Útvarpsumræðumar:
Deilt um
góðærið
Kaupmáttur tekna heimilanna er sá
mesti sem hann hefur verið í sögu
þjóðarinnar, sagði forsætisráðherra á
alþingi í gærkvöldi. Ráðherrann flutti
þar stefnuræðu sína og boðaði áfram-
haldandi efnáhagsbata og að verð-
bólgan verði innan við fimm af
hundraði á næsta ári enda verði þá
reynt að stemma stigu við auknum
útgjöldum, vérðhækkunum og launa-
hækkunum að sama skapi.
Fjármálaráðherra kynnti tillögur
sínar um lægri skattahlutföll og hærri
skattleysisþrep. Gerði hann ráð fyrir
að hjón með tvö börn, sem hafa 60 til
70 þúsund króna mánaðarlaun, muni
ekki greiða tekjuskatt og útsvar á
næsta ári.
Stjórnarandstæðingar gerðu harða
hríð að ríkisstjóminni og kváðu hana
leggja meira upp úr tölum og talna-
kúnstum heldur en kjörum fólksins.
Hinn almenni launamaður hefur skap-
að góðærið en hefur ekki fengið að
njóta þess, sögðu stjómarandstæðing-
ar. Ríkisstjómin er að sporðreisa
landið með því að flytja bæði fólk og
fjármagn af landsbyggðinni til þétt-
býlisins.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
lýsti yfir því að Kvennalistinn ætti enn
fullt erindi í stjómmálum og mundi
bjóða fram í næstu þingkosningum.
Óttast um
leHaimenn
Leitarflokkar á Bláfiallasvæðinu
lentu í vandræðum er þeir hugðust
snúa til byggða eftir að lík rjúpnaskyt-
tunnar fannst skömmu fyrir klukkan
16 í gær. Þá skall á óveður og á tíma-
bili var sambandslaust við tugi leitar-
manna. Yfirstjóm leitarstarfsins var
með töluverðan viðbúnað vegna þessa
og hafði snjóbíl í viðbragðsstöðu í
aðalstöðvum sínum í Reykjavík.
Á tímabili var óttast um á annað
huncfrað leitarmenn en þeir skiluðu
sér einn af öðrum. Vom þeir taldir inn
í bíla jafhóðum og þeir birtust og síð-
asti maður var kominn í bíl um
klukkan 7.30 í gærkvöldi.
-EIR
Rjúpnaskyttan fannst látin síðdegis í gær.
Leitaiflokkarnir gengu
þrisvar framhjá staðnum
Nær þúsund manns tóku þátt í
leitinni að ijúpnaskyttunni á Blá-
fjallasvæðinu frá því á miðnætti i
fyrrinótt og þar til leitin bar árangur
klukkan 15.45 í gærdag. Leitarflokk-
ar úr Reykjavík, af Suðumesjum,
úr Borgarfirði og allt frá Hvolsvelli
unnu sleitulaust við leit í tæpar 16
klukkustundir og auk þess slógust
vinnufélagar hins týnda frá Flug-
leiðum í hópinn og vom með þar til
yfir lauk. Rjúpnaskyttan fannst
liggjandi á grúfu í mosavöxnu
hrauni í hlíðum Vífilfells en þaðan
var aðeins um fímmtán mínútna
gangur í jeppann er hinn látni hafði
yfirgefið árla miðvikudagsmorguns.
Þó krufning liggi enn ekki fyrir
er talið líklegt að rjúpnaskvttan
hafi fengið aðsvif og orðið
bráðkvödd þar sem hún fannst. Eng-
ir áverkar vom á líkinu og við hlið
þess lá byssa og fjórar ijúpur í plast-
poka.
„Við vorum búnir að fínkemba
þetta svæði og höfum vafalítið geng-
ið þrisvar framhjá manninum án
þess að verða hans var. Hann var í
steinblárri úlpu og féll inn í lands-
lagið,“ sagði einn leitarmanna í
samtali við DV að leit lokinni.
Tvær þyrlur frá landhelgisgæsl-
unni tóku þátt í leitinni og auk þess
flaug Ómar Ragnarsson í flugvél yfir
svæðið aðfaranótt fimmtudagsins og
lýsti upp hlíðar fjallanna með lend-
ingarljósum vélar sinnar.
Hinn látni hét Ásgeir Ásgrímsson
til heimilis að Hraunbraut 36 í Kópa-
vogi. Hann var 55 ára að aldri.
-EIR
Bill rjúpnaskyttunnar í sandgryfju rétt ofan við Sandskeið. Leitarmenn fínkemba svæöiö allt um kring.
DV-mynd GVA.