Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁUS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar. HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Áfram góðærí Ríkisstjórnin boðar í nýrri þjóðhagsáætlun áfram- haldandi góðæri á næsta ári. Launþegar mega þó, segir stjórnin, ekki gera ráð fyrir teljandi aukningu kaup- máttar. Kaupmáttur launa hefur vaxið mikið í ár. Taka ber undir þær hugmyndir ríkisstjórnarinnar, að eftir það verði launahækkunum mjög í hóf stillt á næsta ári. Þess í stað verði svigrúm góðærisins meðal annars notað til að draga úr erlendum skuldum og viðskipta- halla og minnka misrétti í launum. Árshraði verðbólgunnar er um þessar mundir kominn niður fyrir 10 prósent. Þetta er langminnsta verðbólga hér á landi í hálfan annan áratug. Nefna má, að meðal- hækkun verðlags hefur verið 42 prósent á ári undanfarin fimmtán ár. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar upp, verð- ur verðbólgan næsta ár aðeins 4-5 prósent og árshraði hennar fer minnkandi, þegar á árið líður. Með því yrði verðbólgan loks svipuð og í grannríkjum okkar. En til þess að slíkt skref verði stigið þarf að fara með mikilli gát. Þannig vill ríkisstjórnin, að útgjöld þjóðárinnar auk- ist aðeins um tvö prósent á næsta ári. Stjórnin segir, að þá þurfi að halda mjög aftur af útgjöldum hins opin- bera. Ráðstöfunartekjur heimilanna megi ekki heldur aukast umfram þetta mark, nema sparnaður aukist verulega. Æskilegt sé, að svigrúmið, sem til staðar er til að auka heildartekjur, verði fyrst og fremst notað til að bæta kjör hinna lakast settu og lagfæra launakerf- ið á vinnumarkaðnum. Kaupmáttur atvinnutekna á mann mun í ár aukast um átta prósent frá fyrra ári og verða hærri en nokkru sinni fyrr. Kaupmáttur svonefndra ráðstöfunartekna fólks, eftir skatta, hækkar heldur minna vegna aukinn- ar skattbyrði, eða um sex og hálft prósent. En þetta er glæsilegur árangur. Það sem kallað er hagvöxtur, það er aukning fram- leiðslu, mun verða fimm prósent í ár. Viðskiptakjör við útlönd batna, svo að tekjur þjóðarinnar vaxa meira en framleiðslan, eða um sjö prósent. Með þessu mundi hagvöxtur í ár verða meiri hér á landi en í flestum löndum Evrópu. Hagvöxtur á næsta ári er talinn geta orðið tvö pró- sent og tekjur þjóðarinnar geta þá vaxið um þrjú prósent, ef spáin stenzt. Framleiðsla landsmanna verður í ár orðin meiri en hún fór hæst fyrir afturkippinn 1982 og 1983. Tekizt hefur að komast upp úr öldudalnum. Standist áætlanir stjórnarinnar, má næsta ár lækka hlutfall erlendra skulda af framleiðslunni og nánast eyða viðskiptahallanum við útlönd, þeim mikla mein- vætti. Þannig mætti ráða nokkurn veginn við ýmsa drauga og snúa vörn í sókn. En undirstrika verður, að í þessu ítarlega plaggi stjórnarinnar er fyrir næsta ár miðað við ítrustu hófsemd í launahækkunum og eyðslu- getu. Fáum við þó ekki út, að við getum tekið slíkar byrð- ar á okkur, eftir að kaupmáttur launa hefur í ár vaxið jafmikið og hér hefur verið greint? Margir hafa setið eftir, þegar laun flestra hafa vaxið. Þetta fólk verðskuld- ar, að nú sé unnið sérstaklega að því að bæta þess hag. Þjóðhagsáætlunin er nú ítarlegt plagg, og til dæmis nýlunda, hvernig fjallað er um framtíðarhorfur. Samn- ingamenn kjarasamninga munu lesa það sérstaklega vel og vonandi taka mark á. Haukur Helgason. „Og raunar er það stríð þegar hafið og virðist sem Bandaríkjaforseti hafi gert mistök í þvi gagnvart íslendingum að velja herstöðina á Kefiavíkurflugvelli til þess að koma fram fyrstu sjónarmiðum sínum.“ Nýtt áróðurs- stríð hafið Framundan er mikið áróðursstríð milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um niðurstöður fundarins í Reykjavík. Og raunar er það stríð þegar hafið og virðist sem Banda- ríkjaforseti hafi gert mistök í því gagnvart íslendingum að velja her- stöðina á Keflavíkurflugvelli til þess að koma fram fyrstu sjónarmiðum sínum. Vitanlega var eðlilegt að hann ávarpaði landa sína þar - en eðlilegra hefði verið að setja sjónar- mið sín fram á blaðamannafundi eins og Gorbatsjov gerði i Háskólabíói. Sá maður er vissulega mælskur og liggur við að ótalandi menn á rúss- nesku skilji hvert orð. Ásakanir á báða bóga Þeir ásaka nú hvor annan um hvemig fór, en var við öðru að bú- ast? Eftir öllum frásögnum að dæma voru settar fram á fundinum nýjar tillögur, nýjar hugmyndir og nýjar leiðir. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þjóðir, sem umgangast hvor aðra af tortryggni, fallist allt í einu í faðma. Og það er vitanlega rétt sem Reagan sagði í sjónvarpsá- varpi sínu til bandarísku þjóðarinn- ar, að það er ekki hægt að semja um réttinn til þess að bera hönd fyr- ir höfuð sér, og vísaði til þess að Bandaríkjamenn vildu eiga gas- grímur til öryggis þótt búið væri að banna notkun gass í hemaði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur þegar hitt kollega sína meðal bandalagsþjóðanna i Evrópu og gert þeim grein fyrir niðurstöðum fund- arins. Af fyrstu fregnum virðist mega ráða að Evrópumenn séu sammála því sem Bandaríkjaforseti gerði á fúndinum. Er ánægjulegt til þess að vita. Vaxandi tortryggni hefur nefni- lega gætt meðal Evrópubúa um afstöðu Bandaríkjamanna til fram- tíðar Atlantshafsbandalagsins, en áhrif svonefnds Kyrrahafshóps hafa farið vaxandi. Sá hópur telur að Bandaríkin hafi lagt of mikla áherslu á mikilvægi Evrópu - sú álfa sé deyjandi og rétt að snúa sér til austurheims. Tvö ágreiningsmál úr sög- unni Fyrir íslendinga skiptir miklu að forseti Bandaríkjanna fékk siglt Rainbowmálinu í höfn áður en hann kom hingað. Það er auðséð að hann lagði á það áherslu að geta sýnt þennan samning og jafhframt skýrði hann frá því að hann vonaði að Flugleiðir fengju lendingarleyfi í Boston. Skömmu áður höfðu Banda- ríkjamenn hætt við að hrella Japani vegna kaupa á hvalkjöti. Tvö ágreiningsmál eru úr sögunni og reynt að blíðka gamlan vin með vin- argjöf. KjaUariim Haraldur Blöndal lögfræðingur Tryggjum öryggi okkar, óháð Bandaríkjamönnum Þessi viðbrögð Bandaríkjaforseta og síðan hitt hversu mikla áherslu hann lagði á mikilvægi Islands í Keflavíkurræðu sinni og aftur í sjón- varpsávarpi ættu að vera íslending- um nokkur trygging fyrir óbreyttum viðhorfum ráðamanna í Washington til vamarsamstarfs þjóðanna. Og það má vissulega sjá í framkomu Reagans á Keflavíkurflugvelli sönn- un fyrir þeirri skoðun að öryggi landsins sé best tryggt með því að hnýta það saman við öryggishags- muni Bandaríkjanna og herafla. Arás á herstöðina yrði örugglega metin sem árás á Bandaríkin. En fram hjá hinu verður ekki gengið að tímamir hafa breyst þannig að eðlilegra er að herstöðin í Keflavík verði rekin á vegum Atlantshafs- bandalagsins, m.a. til þess að leggja áherslu á stöðu íslands með Evrópu. Og rétt eins Bandaríkjamenn vilja hafa geimvamaáætlurr sína sem baktryggingu vegna þess að Rússar hafa svikið samninga, þá verðum við að halda áfram að tryggja öryggi okkar óháð Bandaríkjamönnum því að þeir hafa svikist aftan að okkur, bæði í hvalmáli og Rainbowmáli. Friðarviðræður i Reykjavik? Menn ræða um friðarviðræður í Reykjavík. Mér er spum: Stafar heimsfriðnum nokkur hætta af ágreiningi Rússa og Bandaríkja- manna? Eg held ekki. Bæði ríkin búa við traust stjómarfar og leiðtogar þessara þjóða eru ábyrgir menn. Það em hvorki Rússar né Bandaríkja- menn sem ógna heimsfriðnum - það em miklu frekar leiðtogar annarra þjóða - Það hefðu verið raunvem- legar friðarviðræður ef t.d. leiðtogar írans og íraks, Sýrlands og ísrael, Líbýu og Egyptalands hefðu hist hér á fundum. 1 þessum ríkjum er upp- spretta ófriðarins - þangað líta menn með ugg. Og það er eitt sameiginlegt með þessum þjóðum, gmnnfáni spá- mannsins blaktir fyrir herjunum nema vitanlega ísraelsher. Sá her er hins vegar látinn sverja hollustu sína með tilvísun til sjálfsvíga gyð- inga í virkinu Masada. Menn óttast heldur ekki að styrj- öld hefjist milli Rússa og Banda- ríkjamanna. Miklu frekar óttast menn að þessi stórveldi dragist inn í átök annars staðar og þannig standi menn allt í einu frammi fyrir heimsstyrjöld. Menn skírskota til þess að heimsstyijöldin fyrri hóst vegna morðsins á erkihertoga Aust- urríkis og sú síðari með innrásinni í Pólland. Raunar var sú síðari af- leiðing friðarskilmálanna sem svokallaðir sigurvegarar settu við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar en sú styrjöld hefur haft meiri áhrif til ills en nokkur annar ófriður í veraldar- sögunni. Þá er með sanni hægt að segja að hmn evrópskrar menningar hafi byrjað, en fa.il keisararíkjanna þriggja var jafhframt endir stjóm- skipunar sem hafði reynst Evrópu vel og betur en önnur stjómkerfi. Hámenning hefur látið í minni po- kann fyrir skrílmenningu, það heyrum við daglega í rás tvö og á Bylgjunni. Áróðursstríð Eins og ég gat um í upphafi er hafið áróðursstríð. En jafnframt ganga samningamenn stórþjóðanna til leiks að nýju og vinna úr þeim hugmyndum sem leiðtogar þeirra settu fram á Reykjavíkurfundinum. Sú vinna er unnin í kyrrþey, en þeg- ar tillögumar hafa verið hertar í almennum umræðum geta leiðtog- amir sest við samningaborðið og gert alvöm úr „einlægum vilja sín- um til friðar". Og ber okkur ekki að trúa því að sá vilji sé fyrir hendi? Haraldur Blöndal „Það eru hvorki Rússar né Bandaríkja- menn sem ógna heimsfriðnum - það eru miklu frekar leiðtogar annarra þjóða...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.