Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
Utlönd
Þrjátíu ánim eftir uppreisnina
Slátrarínn frá Búdapest
nýtur nú hylli landsmanna
Þrjátíu árum eftir að uppreisnin í Ungveijaland orðið það sem Aust- á götunum þar sem áður voru blóðs-
Ungveijalandi var bæld niður er ur-Evrópa státar helst af. Kæti ríkir úthellingar, verslanir, sem farið var
Leynilögreglumaður skotinn i Búdapest. Alls létu um þrjú þúsund Ungverjar lifið í uppreisninni.
ránshendi um, eru nú fullar af vör-
um. Og Janos Kadar, sem talinn var
svikari er hann kom til valda 1956
og hlaut viðumefnið „Slátrarinn frá
Búdapest", nýtur nú ósvikinna vin-
sælda.
Allt er þó ekki gull sem glóir.
Skuldir Ungverjalands eru miklar
og efnahagurinn óstöðugur. Ýmsar
endurbætur hafa bætt hag sumra en
fátækt hefur ekki verið útrýmt. Þó
svo að andófsmenn séu ekki fangels-
aðir fyrir skoðanir sínar eru þeir
samt ekki látnir í friði og þeir sekt-
aðir.
Aðdráttarafl
En vestrænir athugendur og
flokksmeðlimir eru sammála um að
Ungveijai’, sem eru rúmlega tíu
milljónir, njóti lífsins betur og búi
við meira lýðræði en flestar ef ekki
allar aðrar þjóðir Varsjárbandalags-
ins. Haft er eftir vestrænum sendi-
fulltrúa að efnahagur Austur-Þýska-
lands sé ef til vill betri en
Ungveijaland hafi miklu meira að-
dráttarafl.
Ungveijum er leyft að ferðast
reglulega til Vesturlanda og er það
frábrugðið því sem gerist í öðrum
löndum Austur-Evrópu. Næstum því
allir snúa aftur heim, jafrivel þeir
sem tilheyra samtökum andófs-
manna.
Uppreisn
Sú staðreynd að Janos Kadar, sem
er orðinn 76 ára, nýtur hylli almenn-
ings þykir undarleg þegar rifjað er
upp hvemig hann komst til valda.
Uppreisnin hófet þann 23. október
1956. Frjálslyndari félagar í komm-
únistaflokknum höfðu nýlega vikið
stalínistanum og flokksforingjanum
Matyas Rakosi úr embætti. Einnig
vildu þeir losna við stuðningsmenn
hans sem enn vom við völd á þeim
tíma er lífeafkoman fór versnandi
og kúgun og misþyrmingar voru al-
geng fyrirbrigði.
Rröfiiganga stúdenta, sem kröfð-
ust ftjáfera kosninga og þjóðarfrefe-
is, kom skriðunni af stað.
Mannfjöldinn velti niður geysistórri
styttu af Stalín og skothríð braust
út er mótmælendur settust um aðal-
stöðvar útvarpsins og heimtuðu að
kröfum þeirra yrði útvarpað.
Blóðsúthellingar
Stúdentar og verkamenn vom
drepnir á strætum borgarinnar,
starfemenn leyniþjónustunnar vom
hengdir í ljósastaurum og sovéskir
hermenn, sem leiðtogamir höfðu
sent eftir, vom brenndir til bana í
skriðdrekum sínum.
Á meðan á stuttu vopnahléi stóð
lofaði stjóm hins vinsæla Imre Nagy
lýðræði með mörgum flokkum. Sjálf-
ur talaði Kadar um stórkostlega
byltingu. En þann 1. nóvember til-
kynnti Nagy að Ungveijaland hefði
Janos Kadar, leiðtogi Ungverja-
lands, nýtur nú mikillar hylli lands-
manna sinna. Þegar hann komst til
valda 1956 var hann talinn svikari.
sagt sig úr Varsjárbandalaginu. Bað
hann Sameinuðu þjóðimar og vest-
ræn lönd um aðstoð til að vemda
hlutleysi landsins.
Kadar sagði upp samstaríinu við
Nagy og myndaði, með aðstoð Sovét-
ríkjanna, byltingarstjóm verka-
manna og bænda til þess að beijast
gegn því sem hann nú kallaði gagn-
byltingu. Og þann 4. nóvember
skröltu sovéskir skriðdrekar til baka
til Búdapest og bmtu innan tíðar
alla mótspymu á bak aftur. Um þrjú
þúsund Ungveijar létu lífið í átök-
unum. Tölur yfir fallna Sovétmenn
vom aldrei birtar.
Sögðu sig úr flokknum
Afekipti Sovétríkjanna af upp-
reisninni í Ungveijalandi urðu til
þess að margir kommúnistar í Vest-
ur-Evrópu sögðu sig úr flokknum.
Kadar, sem fordæmdur var fyrir
gerðir sínar og þá sérstaklega í Vest-
ur-Evrópu, sagði nýlega í viðtali að
þrátt fyrir það hefði tekist að binda
enda á blóðsúthellingamar sem
hefðu getað endað í borgarastyrjöld.
Sagt er að stjóm Kadars hafi látið
taka tvö hundmð Ungveija af lífi.
Árið 1957 hóf stjóm Kadars um-
bætur í landbúnaðarmálum sem
fljótlega leiddu til hagnaðar. Síðan
hafa aðrar umbætur siglt í kjölfarið,
til dæmis á sviði eftiahags- og stjóm-
mála.
Og við göngugötur höfuðborgar-
innar em smáverslanir hlið við hlið
fullar af vörum sem venjulega em
ófáanlegar í öðrum löndum í Aust-
ur-Evrópu.
Rauði fáninn brenndur í uppreisninni i Ungverjalandi 1956.