Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 30
42
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
VIÐBRÖGÐ VIKUNNAR
STRAX - MOSCOW MOSCOW
Stuðmenn grípa gæsina meðan
hún gefst, ekki síðar en strax
og gera leiðtogafundinn að yrk-
isefni. Lagið er þrælgott og
Ragga verður bara betri og
betri með hverju árinu sem líð-
ur. Þetta á erindi hvert sem er.
NOKKUR AFBRÖGÐ
PRETENDERS - DON’T GET ME
WRONG (WEA)
Sumar hljómsveitir láta tísku-
bólur nútímans ekki hafa nein
áhrif á sig og halda sínu striki
hvað sem á dynur. Pretenders
er ein þessara hljómsveita,
halda sig að mestu við létta
rokkið og tekst enda afbragðs-
vel upp einsog í þessu lagi, sem
virkar kannski dálítið hrátt við
fyrstu áheym en venst feikivel.
PAUL YOUNG - WONDERLAND
(CBS)
Paul Young er meiriháttar
söngvari, það verður ekki af
honum skafið, og sérstaklega
tekst honum vel upp í lögum
eins og þessu, í rólegri kantin-
um þar sem blæbrigði raddar-
innar fá að njóta sín.
Þrumugott lag.
MEZZOFORTE -
NOTHING LASTS FOREVER
(FUNKING MARVELLOS)
Mezzoforte ásamt Noel
McCalla er allt önnur hljóm-
sveit en Mezzoforte ein síns
liðs. Þetta lag er í þéttum
fönkstíl, ætlað diskótekum en
melódían er góð og lagið vinnur
mikið á við hlustun og gefur í
engu eftir því besta sem uppá
er boðið á þessu sviði í dag.
SVEFNGALSAR -
STRAMMAÐU ÞIG AF (BLAÐ-
STÝFT AFTAN)
Ný rós á íslenska poppakrinum,
verður kannski ekki langlíf en
ilmar bara vel. Þetta lag er í
Talking Heads stíl, dálítið
þunglamalegur stíll á því en
þétt og kröftugt. Athyglisvert í
alla staði.
NOKKUÐ ÓBRÖGÐ
DURAN DURAN - NOTORIUS
Duran Duran er nú heldur bet-
ur búin að missa flugið, bæði
er mannskapurinn að tínast
burtu eins og rottur af sökkv-
andi skipi og tónlistarleg gæði
hljómsveitarinnar á hraðri nið-
urleið. Þetta lag bjargar engu,
er langt því frá að vera spenn-
andi og með þessu áframhaldi
verður þess ekki langt að bíða
að það sem eftir er af hljóm-
sveitinni forði sér í næsta
björgunarbát.
-SþS-
Nick Cave & The Bad Seeds - Kicking against the pricks
Tónar tímaleysis
Þetta ár hefur fært íslenskum rokk-
unnendum margar góðar sendingar.,
Hin magnaða þýska sveit Einstiirz-
ende Neubauten reið á vaðið í maí,
þá kom Listapoppið með tilheyrandi
góðgæti og loks frábær sending frá
Ástrálíu: Crime & the City Solution.
Um síðustu helgi mætti svo þjóð-
sagnapersónan Joan Baez með eftir-
minnilegt prógramm. Og enn skal
spilað af djörfung og fjöll flutt á hand-
arbaki hugsjónamennskunnar. Nick
Cave, fyrrum söngvari Birthday Party
(sem var jú einnig „forfaðir" Crime...),
kemur við hér á Fróni og heldur tón-
leika í Roxzy á sunnudagskvöldið.
Kicking against the pricks er þriðja
sólóplata Nick Cave og sú sem fengið
hefur langbestar viðtökur. Verk Cave
hafa jafnan verið þrungin frumkrafti
þess sem fetar fáfama stigu í listsköp-
un sinni og svo er einnig nú, þótt
efhiviðurinn sé vel þekktur. Laga-
smíðamar em allt perlur úr fjölbreyti-
legu skríni rokk- og blústónlistar, verk
sem Cave hefur ætíð metið mikils, en
jafnframt talið að „mætti gera betur“
eins og hann kemst að orði. Sígild lög
á borð við All tomorrows parties (Vel-
vet Underground) og Hey Joe (Jimi
Hendrix) í persónulegum útsetningum
Cave sem einnig skyggnist í söng-
bækur blúsjöfursins John Lee Hooker
og sveitasöngvarans Johnny Cash.
Blús- og kántrítónlistin skipa stóran
sess, en Cave tekur þessi hefðbundnu
tónlistarform sérstæðum tökum, og að
mínu viti mjög sönnurn, hann nýtir sér
kjama stefnunnar en í stað klisju-
kenndra efnistaka lifir tónlistin í
hráum (og oft villtum) útsetningum,
þár sem frumefni rokksins, ryþmi og
laglína fá notið sín tO ftdlnustu.
Kicking against the pricks er heil-
steypt plata, þrátt fyrir að efnið sé úr
öllum áttum, en einhæf er hún ekki,
og það fer ekki á milli mála að skífan
er sú aðgengilegasta sem Cave hefur
sent fiá sér.
Letiblús og ljúfur, kröftugt rokk,
gospel, poppaðar ballöður, kántrí af
ýmsu tagi, þetta em hráefriin og með-
höndlun Cave er listileg. Meðreiðar-
sveinar Cave, The Bad Seeds, koma
úr hljómsveitunum Magazine, Crime
& the City Solution og Einsturzende
Neubauten og em fyllilega í takt við
hugmyndaauðgi Cave. Eftirminnileg
lög em t.d. The singer, Im gonna kill
that woman, Muddy water auk magn-
aðrar útgáfu á Hey Joe.
Kicking against the pricks er einn
af gimsteinum ársins, frelsaður undan
öllu tímaskyni og þar með eilífur gleði-
gjafi unnendum vandaðrar rokktón-
listar. Ef lesandinn finnur sig í verkum
meistara á borð við Doors, Jimi
Hendric, Muddy Waters eða Elvis
Presley, ætti hann ekki að láta tón-
leika Nick Cave þann 19. október fram
hjá sér fara.
Skúli Helgason.
Five Star - Silk And Steel
Agætis samkomulög
Fjölskylduhljómsveitir sem náð hafa
að slá í gegn em teljandi á fingrum
annarrar handar og þær sem hafa
haldið lífí eitthvað að ráði em enn
færri.
Sú fjölskylduhljómsveit sem nú ber
hvað hæst er hljómsveit Pearson fjöl-
skyldunnar sem ber nafnið Five Star.
Hún er skipuð fimm systkinum sem
öil em í kringum tvítugt og sjá þau
að öllu leyti um söng en koma ekkert
nálægt hljóðfæraleik.
Ekki koma þau heldur mikið nálægt
lagasmíðum, aðeins eitt lag á þessari
plötu er eftir þau, „Don’t You Know
I Love It“, sem er eftir Doris Pearson.
Tónlist þeirra systkina er í diskófönk
stílnum með frekar mjúku yfirbragði
og ballöður allt að því væmnar inná
milli.
Þessi blanda virðist ganga vel í fólk,
að minnsta kosti fer hver smáskífa
þeirra systkina á fætur annarri hátt á
lista í Bretlandi og víðar.
Þessi plata, Silk And Steel, er önnur
plata Five Star og um margt keimlík
þeirri fyrstu. Hér er að finna nokkur
lög sem þegar hafa runnið sitt skeið á
vinsældalistunum á enda eins og til
dæmis Can’t Wait Another Minute og
Find The Time. Svo er einnig að finna
lag sem er geysivinsælt um þessar
mundir, Rain Or Shine, sem er reynd-
ar að mínu mati besta lag þessarar
plötu.
Hvort fleiri lög af plötunni eru væn-
leg til vinsælda skal ég ekki spá um,
þau eru mörg allt of litlaus til að geta
náð langt.
í fáum orðum sagt er hér á ferðinni
átakalaust, slétt og fellt glanspopp sem
stuðar engan nema ef vera skyldi á
samkomum. -SþS.
Samantha Fox - Touch Me
Bara fyrir augað
Samantha Fox er kjamakona ef
marka má plötuumslagið. íklædd
brynjuðum leðmjakka horfir hún
dreymnum augum um öxl í gegnum
nýmóðins rokkgleraugun. Rúsínan í
afturendanum er svo stór rifa á vinstri
rasskinn gallabuxnanna. Ekki sem
verst.
Plötuumslagið er besti hluti plöt-
unnar. Eftir að hafa hlustað aftur og
aftur á Touch Me og þótt samnefht lag
hafi komist ofarlega á vinsældalista,
er ég sannfærður um að tónlistar-
hæfileikar Samönthu eru nær engir.
Sjaldan eða aldrei hef ég hlustað á
plötu sem skilur jafhlítið eftir sig.
Tónlistin er eins og barið sé með kú-
beini í tóma olíutunnu.
Búmmmmmmmmmm. Dauðaþögn.
Allt gleymt.
Platan er fagmannlega unnin. En
hún er ákaflega óheilsteypt. Samantha
semur ekki eitt einasta lag sjálf og
lætur marga aðila um að stjóma upp-
tökunum. Það kemur sannarlega
niður á heildarmyndinni. Stjómendur
þessir hafa lítið hirt um að samræma
aðgerðir sínar. Ofan á bætist að hrá-
efnið, það er að segja lögin sjálf, eru
ekkert sérstök. Og textamir, þeir em
enn verri. Þeir snúast allir um kyn-
ferðislegar langanir höfundanna:
„Snertu mig, ég vil líkama þinn. Þú
ert kynæsandi, fullnægðu mér...“ Hví-
lík hugmyndaauðgi.
Þetta syngur Samantha með sinni
þokkalegu röddu. Henni svipar stund-
um til Pat Benatar. Það verða að
teljast bærileg meðmæli. Eins er titil-
lagið, Touch Me, ekkert verra en
ýmslegt sem heyrist í dægulagaheim-
inum. En platan sjálf er slök. Tónlistin
fer inn um bæði eyrun og leitar strax
út aftur. Stelpuskjátan verður að gera
betur en þetta ef hún ætlar sér frama
í dægurlagaheiminum. Vafasamt er að
hún komist áfram á líkamanum einum.
Það er þó ekki útilokað.
Fylgið leiðbeiningunum á framhlið-
inni. Það er í lagi að handfjatla og
skoða plötuumslagið. En plötuna
skuluð þið ekki snerta! -ÞJV
SMÆLKI
Sæl núL.Sögur erunuá
kreiki vestanhafs um aö kvik-
myndaleíkstjórinn snjalli,
Steven Spielberg, ætli sér að
gera iteimildarkvikmynd um
Bítlana einu og sönnu. Spiel-
berg ku hafa farið til London
nýverið til að ræða þetta verk-
efni við Paul McCartney...
China Crisis ætla að hella sér
i jólaslaginit einsog svo marg-
ir, ný plata frá hljómsveitinni
er væntanleg i nóvember og
ber hún nafnið ,,What Price
Paradise"... í sama mánuði
kemur út fyrsta sólóplata Sír
Bob Geldofs en seintti hluta
þessa ntánaðar verður gefin
út smáskifa af þessari plötu
með laginu „This Is The World
Calling". Sólóplata Geldofs
er að stærstum hluta verk
hans sjálfsen aðstoðarmenn
við upptökur voru þeir Oave
Stewart úr Eurythmics (sem
reyndar virðist stjórna upp-
tökunt á annarri hverri plötu
þessa dagana) og Rupert
Hine... Go Westverða að btta
í það súra epli að missa af
jólaslagnum því vegna bilunar
i tölvu i dönsku stúdíóí. þar
sem hljóntsveitin hefur verið
við upptökur, verður ekki
hægt að koma plötuimi á
ntarkað fyrr en i janúar. (Þar
lágtt Danir í þvi)... Margar
frægar poppstjömur hafa
reynt fyrir sér í kvikntyndaieik
með misjöfnum árangri í
gegttum árin og nú hefur
heyrst að Lionel Richie sé
næstur inná þessa braut og
hafi hamt fengiö hlutverk
þjóns í kvikmynd sem ber
ttafnið „Servíng Time“...
Gömiu milliþungarokkaramir
Boston eru nú komnir fram á
sjónarsviðið að nýju eftir átta
ára hlé og virðast enn eiga
miklu fylgi að fagna. Þannig
stekkur nýja breióskífan
þeirra, Third Stage, beint i
fimmtánda sæti bandariska
breiðskífulistans þessa vik-
una... Sænska þungarokk-
sveitin, Europe, sem notið
hefur nokkurra vinsælda hér-
lendis og viðar i Evrópu með
titillag plötunnar, The Einal
Countdown, er nú komin með
tærnar inná Amerikumarkað-
inn eftir að umhoðsskrifstofan
Nightmare, sem nteðal ann-
arra hefur hljómsveitina
Journey á sínum snærum,
gerði samning við Svíana á
dögununt. PlatanThe Final
Countdown kemur út í Banda-
rikjunum á næstunni og erþað
Epic hljómplötufyrirtækið
sent gefur hana út... yfir og
út...
SþS.