Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
STYRKTARFÉLAG
SOGIMS
Munið aðalfundinn laugardaginn 18. október
að Síðumúla 3-5 kl. 14.00.
Stjórnin.
Breytingar á opnunartíma afgreiðsiu
Lánasjóðs ísl. námsmanna.
Afgreiðslutíminn
Þar sem fyrsta áfartga haustúthlutunar námslána er
nú lokið verða eftirfarandi breytingar á opnunartíma
afgreiðslu Lánasjóðsins. Afgreiðslan verður lokuð á
mánudögum og föstudögum en opnunartíminn
lengdur á fimmtudögum. Opnunartími afgreiðslunnar
verður því sem hér segir:
Mánudaga
Þriðjudaga
Miðvikudaga
Fimmtudaga
Föstudaga
lokað.
9.15-16.00.
9.15-16.00.
8.00-18.00.
lokað.
Námsmenn geta, jafnt þá daga sem afgreiðslan er
dokuð og aðra daga, komið í afgreiðsluna, náð í eyðu-
blöð, skilað fylgiskjölum og skuldabréfum og fengið
almennarupplýsingará upplýsingatöflu Lánasjóósins.
Ekki verða breytingar á viðtalstímum og símaþjónustu.
Námsmenn og umboðsmenn geta farið í viðtöl alla
virka daga frá 12.00-15.30.
Námsmönnum er bent á hina ágætu símaþjónustu
þar sem flestir geta fengið úrlausn. Daglegri símaþjón-
ustu Lánasjóðsins er háttað sem hér segir:
Kl. 9.15-12.30 er hægt að ná sambandi við alla ráð-
gjafa LÍN sem svara sérhæfðum fyrirspurnum um
útreikning, lánshæfni náms erlendis, kröfur um náms-
framvindu o.fl.
Kl. 12.30-16.00 er svarað almennum fyrirspurnum
um afgreiðslutíma lána, tekjumörk, lánshæfni skóla á
íslandi o.fl.
Lánasjóður ísl. námsmanna,
Laugavegi 77, sími 25011,
101 Reykjavík.
ATVIIMIMUMÁL
MEÐ SÉRSTÖKU TILLITI
TIL KVENNA
Laugardaginn 18. október verður haldin ráðstefna í Hafnarfirði um
atvinnumál með sérstöku tilliti til kvenna.
Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á hlutdeild kvenna í
hinum ýmsu atvinnugreinum og efla frumkvæði og virkni þeirra
við mótun stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar.
Kristin Halldórsdóttír alþingismaður setur ráðstefnuna sem hefst
kl. 10 á laugardagsmorguninn.
Dr. Alda Möller matvælafræðingur hefur framsögu um nýjar leiðir
í fiskvinnslu.
Unnur Steingrímsdóttir lífefnafræðingur fjallar um líftækni.
Úlla Magnússon framkvæmdastjóri varpar Ijósi á það sem mætir
konum sem vilja stofna fyrirtæki.
Hallgrimur Jónasson, forstöðumaður nýiðnaðarrannsókna hjá Iðn-
tæknistofnun íslands, fjallar um nýiðnað.
Lovísa Christiansen innanhússarkitekt ræðir um ferðaþjónustu í
Hafnarfirði.
Björk Thomsen kerfisfræðingur ræðir um konur og hugbúnað.
Guðrún Sæmundsdóttir skrifstofustjóri fjallar um atvinnu- og launa-
mál kvenna.
Ráðstefnustjórar verða Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ragnhildur
Eggertsdóttir.
Færi gefsttil fyrirspurna og frjálsra umræðna milli framsöguerinda.
Ráðstefnan verður haldin í húsi Slysavarnafélagsins, Hjallahrauni
9, Hafnarfirði. Þátttakendum gefst kostur á léttri máltíð í hádeginu
en ætlunin er að Ijúka ráðstefnunni um kl. 16.00.
ER ÞETTA EKKI EINMITT FYRIR
ÞIG OG STARFSFÉLAGA ÞÍNA?
HITTUMST I SLYSAVARNAHÚSINU
18. OKTÖBER.
KVENNALISTINN.
Neytendur
Hraðbankamir eru vanalega opnir í 24 tíma, eða allan sólarhringinn, en þeir geta bilað eins og annað í þessari veröld
Lok, lok og læs í hrað-
bankanum vegna bilunar
„Ég er með kort í hraðbanka og
ætlaði að taka út peninga á mánu-
dagskvöldið. Ég kom í fimm banka og
þeir voru allir lokaðir og ég varð frá
að hverfa," sagði maður nokkur sem
hringdi til okkar á þriðjudaginn.
„Ég hélt að þessir bankar ættu að
vera til hagræðis fyrir fólk og væru
opnir allan sólarhringmn," sagði mað-
urinn.
Við höfðum samband við Þórð Sig-
urðsson hjá Reiknistofhun bankanna
og spurðum hvort farið væri að loka
hraðbönkunum á kvöldin.
„Nei, þeir eru ekki lokaðir á kvöld-
in. Við erum með vakt í þeim allan
sólahringinn og þannig eiga þeir að
vera opnir til afgreiðslu alltaf," sagði
Þórður. „Hins vegar varð smávegis
bilun á mánudagskvöld sem varð þess
valdandi að hraðbankamir vom lok-
aðir í tvo og hálfan klukkutíma.
Raunar varð aftur bilun á þriðjudags-
morgni þannig að þá var einnig
tveggja og hálfe klukkutíma stopp.
Þar að auki hefur símalína milli Spari-
sjóðs Vélstjóra og Háaleitisútibús
Búnaðarbankans verið biluð í tvo
sólahringa.
Við biðjum viðskiptavini okkar af-
sökunar á þeim óþægindum sem þeir
hafa hugsanlega orðið fyrir vegna
þessara tafa í afgreiðslunni og bil-
ana,“ sagði Þórður Sigurðsson.
-A.BJ.
Búið að skila yfir
tvö þúsund myndavélum
„Það em um átján tegundir af
myndavélum úr fimm flokkum á verð-
inu frá 900 kr. upp í 3600 kr. þær
dýrustu sem innkallaðar hafa verið.
Flestar vélamar em af tveimur gerð-
um, ódýrari tegundin er Kodamatic
og dýrari tegundin EK. Fyrirtækið
bætir þessar vélar þannig að neytand-
inn getur valið hvort hann vill
vömúttekt eða peningaupphæð. Ef
hann velur vömúttekt fær hann 300
kr. hærri upphæð en vélin kostaði.
Ef hann velur peninga fær hann 200
kr. lægri upphæð en vélin kostaði,"
sagði Bjami Ragnarsson hjá Hans
Petersen, sem er aðalumboðsmaður
Kodak fyrirtækisins hér á landi, í sam-
tali við DV.
í sumar innkallaði Kodak fyrirtækið
allar sjálflramkallandi myndavélar
sem framleiddar vom af Kodak fyrir-
tækinu. Það gerðist í framhaldi af tíu
Almenningur hefur sérstaka ánægju
af því að taka myndir og mest gaman
að fá þær samstundis eins og fæst
með myndavélum sem framkalla
myndina sjálfar.
ára löngum málaferlum sem annað
fyrirtæki, Polaroid, höfðaði gegn Kod-
ak. Polaroid framleiðir sjálfframkall-
andi myndavélar og vildi fá einkarétt
á slíkum myndavélum í heiminum.
Dómurinn féll Polaroid fyrirtækinu í
vil og því var það að Kodak varð að
innkalla þessar myndavélar.
„Það hafa verið seldar milli fimm
og sex þúsund sjálfframkallandi
myndavélar framleiddar af Kodak á
þessum árum hér á landi. Við áttum
von á að um helmingi þeirra yrði skil-
að inn. Nú þegar hefur tvö þúsund
vélum verið skilað svo það verður
sennilega ekki fjarri lagi því skila-
fresturinn er til 1. júlí 1987.
Það er hætt að framleiða filmur í
þessar vélar en enn er eitthvað til af
filmum í ljósmyndavöruverslunum svo
það liggur ekkert á að skila vélun-
um,“ sagði Bjami. -A.BJ.
KJöthleifur á innan við 60 kr. á mann
Ýmsir réttir úr hökkuðu kjöti geta
verið bæði ljúffengir og alls ekki
ýkja dýrir. Á dögunum bjuggum við
til kjöthleifa úr nautahakki og feng-
um bæði góðan og ódýran mat. Ur
2 kg af hakkifsem kostaði 298 kr.
kg) fengum við íjóra hleifa sem hver
um sig vigtaði 750 gr. Það er nægi-
legt kjötmagn fyrir þijá og var
kostnaðurinn á hvert form 172 kr.
þannig að hann er innan við 60 kr.
á mann.
Kjöthleifur geymist vel í frysti í
nokkrar vikur og er fljótlegur i mat-
reiðslu þar sem hann má setja
firosinn inn í kaldan ofri. Hann er
bakaður í ca 45 mín. við 180 200°C
hita.
En það þarf ýmislegt fleira en
hakkið í kjöthleifinn. Þessi uppskrift
hljóðar upp á 1 kg. Ef þið eruð með
meira kjöt er bara að auka önnur
efni í samræmi við kjötið:
1 kg nautahakk
1 bolli haframjöl
1 lítil dós tómatkraftur (meira ef vill)
1 saxaður laukur
2 egg
salt og pipar eftir smekk
Þessu er hært saman, athugið að
þetta er mjög þykkt, þannig að ef
eggin eru lítil er gott að bæta við
eggjaskammtinn. Einnig er mjög
gott að setjá út í svona deig marðar
soðnar kartöflur ef þið eigið afgang.
Það bæði drýgir og gerir hleifinn
mýkri. >
Með svona kjöthleif er gott að
bera soðnar kartöflur og annað
grænmeti, jafnvel grænmeti í jafii-
ingi sem er mjög gott.
Þá er grænmetið soðið á venjuleg-
an hátt og soðið síðan þykkt með
hveiti. Gætið þess að hafa ekki allt
of mikið soð, ekki meira en að rétt
fljóti yfir grænmetið.
-A.BJ.