Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Fréttir Hjálparstofnun kirkjunnar: Yfirbyggingin hneykslar mig mest „Ég fagna því að þessi skýrsla skuli vera komin ffani en jafhffamt harma ég að hún skuli vera eins og hún er,“ sagði séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, sóknarprestur í Langholtspre- stakalli í samtali við DV er hann var inntur álits á skýrslunni um Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Sigurður átti um tíma sæti í fram- kvæmdanefnd stofhunarinnar en sagði sig úr henni er hann „... hætti að skilja þetta...“ Mun það hafa verið á tímum Biafrasöfnunarinnar. „Það sem hneykslar mig mest við skýrsluna eru laun starfsfólksins sem mér sýnast vera tvöföld prestslaun og þykja þau há. Auk þess þykir mér furðulegt að framkvæmdastjórinn hef- ur mun hærri laun en biskupinn. Þetta eru hlutir sem ég get ekki skilið,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði ennfremur að hann vissi ekki hvemig kirkjan sem slík gæti varið svona hluti. Hann hafi allt- af álitið það að þeir peningar sem safnað væri ættu að fara beint til þeirra sem safriað er fyrir. „Persónulega álít ég að þessir menn hefðu átt að segja af sér því ekki hefur enn verið bitið úr nálinni í þessu máli og hún er ekki góð sú tortryggni sem komið hefur upp.“ -FRI segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson „Furðulegt að framkvæmdastjórinn hefur mun hærri laun en biskupinn", segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Á myndinni hvislar biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson, í eyra framkvæmdastjórans, Guðmundar Einarssonar, en Marteinn Lúther horfir í aðra átt. DV-mynd: KAE Hjálparstofnunin verður að taka til í rekstrinum segir séra Baldur Kristjánsson á Höfii „Ég er feginn að heyra að ekkert saknæmt kom fram við rannsóknina og vona að Hjálparstofnunin lagfæri þá þætti í rekstrinum sem bent var á í skýrslunni," sagði séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn í Homafirði, í samtali við DV er hann var inntur álits á niðurstöðum skýrsl- unnar um málefni Hjálparstofriunar kirkjunnar. Baldur vildi taka það fram að hann hefði ekki kynnt sér efni skýrslunnar gaumgæfilega. Hann sagði að sér sýndist að stofnunin væri í sömu klípu og aðrar sams konar stofrianir sem í mörgum tilfellum væm dæmdar til að lúta öðrum lögmálum en önnur fyrir- tæki. „Við prestar em framlenging á starfi Hjálparstofnunarinnar og það er nauðsynlegt að fólk geti treyst þessu fyrirtæki. Hjálparstofhunin verður því að taka til í rekstrinum þannig að ekki myndist trúnaðarbrestur milli þeirra og velunnara stofhunarinnar eins og óneitanlega hefur gerst.“ Baldur sagði ennfremur að ekki mætti gleyma því að margt jákvætt hefði komið fram í skýrslunni og Hjálparstofnunin hefði vissulega unn- ið gott starf á undanfömum árum. Engu að síður væri greinilegt að hún mætti huga að ýmsu í sínu innra starfi. -FRI Hugsanlega fækkar um- boðsaðilum - segir Höskuldur Jónsson Tuttugu og átta umboðsaðilar sterkra áfengistegunda hafa nú fengið bréf í hendur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins þess efn- is að nú standi til að fækka í hópi sterkra áfengistegunda. Einnig skrá yfir sölu ÁTVR á þessum teg- undum og síðan sagt að líklegt verði að söluhæstu tegundimar verði valdar til að halda velli á söluskránni. Hætt verði við sölu á öðrum. Þó mun ýmissa sérken'na verða gætt, t.d. myndi rússneskt vodka ekki falla út af söluskrá þótt það væri ekki í söluhæstu sætunum. Sama er að segja um amerískt viskí. 1 bréfinu er einnig vakin atr hygli á þvi að ÁTVR muni starf- rækja sérpantanaþjónustu fyrir þá sem óska annarra tegunda en til sölu em í verslunum ÁTVR. Betra að fá bréfin núna „Það er hugsanlegt að umboðs- aðilum fækki eitthvað í kjölfarið á þessum aðgerðum. En við höfum enga endanlega ákvörðun tekið um hvaða tegundir verða teknar af söluskrá en bréfin gefa mönniun til kynna hvað er í vændum. Fækkunin á að taka gildi 1. febrú- ar á næsta ári og mun bvggjast á söluskrá allt árið 1986. Én það er sennilega mun betra fyrir umboðs- aðilana að fá svona bréf núna heldur en daginn fyrir breytingar þótt við fullyrðum ekkert í bréfun- um um það hvaða tegundir detta út,“ sagði Höskuldur Jónsson, for- stjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Höskuldur sagði að núna væru margar tegundir á sölulista sem seldust ekki. Mikil vinna væri í kringum hverja tegund og með fækkun myndi bæði sparast stórt húsnæðispláss og vinna. Ráðgert er að fækka vodkateg- undum úr 21 í 8, skoskum viskíteg- undum úr 24 í 9, amerískum viskítegundum úr 6 í 3, koníaki úr 8 í 4, rommi um eina tegund af sex og einhverjar tegundir af gini munu einnig hverfa. Sérstöku vinin Auk sérpöntunarþjónustunnar mun Á'I’VR verja ákveðnu plássi í húsnæði sínu við Stuðlaháls und- ir geymslu á sérstökum vínum sem að sögn Höskuldar eru þannig að betra er að neyta þeirra eftir ákveðinn geymslutíma. „Ég hef farið þess á leit við aðila innan Sambands veitinga- og gisti- húsa að þeir tilgreini hvaða vín þeir óski að ÁTVR liggi með og geymi. Nú er verið að setja upp kælitækin í þessu geymsluhúsnæði sem rúma mun 4 þúsund flöskur. Það ætti að verða tilbúið innan mánaðar," sagði Höskuldur. Aðeins áttundi hluti „Hvrta pennans“ skilar sér: Skýrslan sýnir að rannsóknar var þörf segir Jóhanna Sigurðardóttir „Ég tel að skýrslan sýni að opin- berrar rannsóknar hafi verið þörf og ég harma að skýrslan sýnir að þama hafi ekki verið haldið á málum sem skyldi,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Alþýðuflokks- ins, í samtali við DV er hún var innt álits á skýrslunni um Hjálparstofn- un kirkjunnar en Jóhanna lagði fram beiðni um opinbera rannsókn í málinu skömmu áður en dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað að skipa þriggja manna nefnd til að gera úb tekt á starfsemi stofriunarinnar. „Ég treysti því að ráðamenn stofh- unarinnar bæti úr því sem þörf er á. Það er nauðsynlegt til þess að hjálparstarfið fái haldið áfram og að sá trúnaður sem ríkti milli fólks á stofnunarinnar fáist á nýjan leik,“ sagði Jóhanna. -FRI Rétt dugar fyrir söfnunarkostnaði „Það er alveg ljóst að umfjöllun fjöl- miðla hefur alið á tortiyggni og stórskaðað söfhunarstarf Hjálpar- stofriunarinnar," sagði Gunnlaugur Stefánsson, einn starfsmanna stofnun- arinnar, í samtah við DV en undirtekt- ir við yfirstandandi söfnun HK, „Hvita pennann", hafa verið mjög dræmar. Aðeins um 10.000 gíróseðlar með „Hvíta pennanum" af þeim rúmlega 80.000, sem sendir voru út, hafa borist Hjálparstofnuninni en gíróseðlar voru sendir á hvert heimili landsins þann 15. september sl. Afraksturinn er um 3 milljónir króna hingað til sem vart dugar til að ná upp í kostnaðinn af söfhuninni. Gunnlaugur Stefánsson sagði að er- fitt væri að fullyrða hve skaðinn væri mikill þvi þetta er í fyrsta sinn sem HK stendur fyrir söfhun af þessu tagi. Það sem kemst næst er söfnunin „Hviti penninn" í fyrra en þá var penninn seldur beint, ekki með gíró- seðli, og þá söfnuðust 7,2 milljónir króna. Þá kostaði penninn 100 kr. og því seldust 72.000 slíkir á móti 10.000 nú. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.