Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Neytendur Einstaklega falleg og vönduð plöntuhandbók Nú er komin ný bók á markaðinn og nefhist hún Plöntuhandbókin, Blómplöntur og byrkningar. Bókin er tekin saman af Herði Kristinssyni, prófessor í grasafræði, sem er okkar virtasti vísindamaður á þessu sviði hérlendis. í bókinni eru 382 litmyndir af 365 tegundum plantna, auk korta og teikninga. Þama geta eigendur bók- arinnar fundið allt sem þá langar til að vita, þ.e. einkenni, útlit, blómgun- artíma, stærð, umhverfi og út- breiðslu. Notaðir eru sérstakir myndlyklar þar sem plöntunum er raðað eftir blómlitum og öðrum áberandi ein- kennum og getur þá hin almenni notandi, sem ekki þekkir plöntukerf- ið, fundið plöntumar á auðveldan hátt í bókinni. Bókin er samin með það fyrir aug- um að auðvelt sé að læra að þekkja Hér má sjá helluhnoðra DV-mynd BG villtar, íslenskar plöntur og auðvelt að fletta þeim upp. Hún er einstaklega þægileg í með- förum, fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa og er prýdd afar fall- egum myndum sem gefa góða mynd af útliti plöntunnar. Bókin er tilvalin fyrir alla fjöl- skylduna til að taka með sér í ferðalagið eða sunnudagsbíltúrinn og til að fræðast í sameiningu um okkar fjölbreytta og fallega plöntu- líf. Hér kemur dæmi úr bókinni Helluhnoðri Sedum acre Blómin em 1-1,5 sm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin odddregin, lensulaga, gul. Bikarblöðin stutt (3 mm), sporbaugótt, snubbótt í end- ana. Fræflar 10. Frævur fimm, hver um sig með einum stíl. Blöðin stutt (3 4 mm) og gild, nær sívöl, safarík, lléréur Kristirnst>n Plöntu handbókin Blómplöntur og birkningar fslewk náttúta If Svona lítur bókin út, tilbúin til lestrar. fagurgræn, þéttstæð á mörgum, stuttum blaðsprotum. H: Myndar þéttar, jarðlægar breiður. K: Melar, áreyrar og klettar, oft þar sem áburðar gætit frá fuglum. Alg. L: Skriðuhnoðri (166). Helluhnoðrinn þekkist einkum á hinum fjölmörgu, blómlausu greinum eða blaðsprot- um; hefur einnig stærri og litsterkari blóm með breiðari krónublöð. B: júlí-ágúst. (Hnoðraætt.) (Bókin er komin í allar bókaversl- anir og kostar 2750 kr. -BB Ráðstefha um öiyggis- mál í umferðinni „Fararheill" nefhist ráðstefna sem bifreiðatryggingafélögin efha til um öi-yggismál í umferðinni næstkom- andi miðvikudag. Ráðstefhan er haldin að Hótel Loftleiðum og hefet kl. 9 um morguninn og stendur til kl. 17. Ráðstefna þessi er liður í átakí bifreiðatiyggingafélaganna í um- ferðarmálum sem nú stendur yfir. Reynt verður að svara spuminum eins og hvert sé hlutverk skólanna, hlutverk ökukennslu, löggæslu og hlutverk vega- og gatnagerðar. Eru það bæði skólamenn, fóstrur og nem- endur sem taka þátt í þessum umræðum og einnig verkfræðingar vegagerðar, læknar og leikmenn. Þá verður erindi um umferðarslys, or- sakir þeirra og afleiðingar og rannsóknir á þeim. Eitt erindið nefri- ist áróðurinn og gildi hans. Ráð- stefnunni lýkur á pallborðsumræð- um um hfutverk fjölmiðla og loks er pallborðsumræða um hvað sé til ráða. í þeirri umræðu taka þátt Val- garður Briem, formaður Umferðar- ráðs, og forstjórar fjögurra tryggingaféiaga. 'Ráðstefhustjórar verða Bjami Þórðarson og Jóhann E. Bjömsson. -A.BJ. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð J>ér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar frölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks________ Kostnaður í október 1986: Matur og hreinlætisvörur kr. ______________ Annað kr. __________ Alls kr. ___ Frjálst.óháð dagblaö Efnalaug Suðurlands af „svarta listanum“ I nýútkomnu Neytendablaði er að finna dúlk sem heitir „Fyrirtæki sem Neytendasamtökin geta ekki mælt með“, sem í máli manna er kallaður „svarti listinn", eins og við höfum greint frá hér á Neytendasíðunni. Samkvæmt upplýsingum Guð- steins V. Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra er eitt af þessum fyrirtækjum, Efnalaug Suðurlands, ekki lengur á listanum. Eigendaskipti urðu á fyrirtækinu í sumar og á nýi eigandinn ekki sök- ótt við Neytendasamtökin. Hann hefur lýst því yfir að hann muni leysa á sanngjaman hátt ágreinings- mál sem upp kunni að koma og virða milligöngu Neytendasamtakanna. Glaðningur í morgunmatnum Fjöldi manns víðsvegar af landinu hafði samband við DV nú um helgina vegna dollaraseðils í Cheeriospakka. Allt hafði þetta fólk fengið glaðning í morgunmatnum. Fyrstu viðbrögð fólksins voru að halda að seðillinn væri spilapeningur en eftir ítarlega skoðun kom í ljós að seðillinn er ekta. Sigvaldi, 12 ára, var einn af þeim heppnu. í samtali við DV sagði Sig- valdi að hann hefði átt pening og hefði hann farið og keypt sér þrjá pakka af Cheerios og fékk hann seðil í tveim- ur pökkum af þremur. Sigvaldi var mjög ánægður en sagði að hann hafi verið efins fyrst um að seðlamir væm ekta. Nú hefur hann sett seðlana í ramma og hanga þeir nú uppi á vegg í herberginu hans. -BB Hér má sjá þá félaga Olaf Birgi Georgsson og Kjartan Guðmundsson með dollaraseðilinn hans Ólafs en hann var einn af þeim heppnu. Hann var að vonum glaðuren Kjartan sagðist ennekki hafa fengið seðil en hann beið spenntur að sjá í næsta Cheeriospakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.