Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. 31 Iþróttir____________________ Gotffréttir: ísland með næst Næsta heimsmeistarakeppni áhugamannalandsliða í golfi fer fram dagana 14. til 17. september 1988. Þessi HM-keppni, sem ber nafnið Eisenhoverkeppnin, mun fara fram í Svíþjóð og er þá nokk- uð víst að ísland sendir lið á mótið enda stutt að fara. Við höfum ekki tekið þátt í Eisenhoverkeppninni síðan 1982 er hún fór fram í Sviss. 1984 var hún í Hong Kong og nú á þessu ári í Caracas. Þeir eru dýrir þeir bestu Nú hefur komið opinberlega fram að bestu golfleikarar heims mæta ekki í almenn mót nema fá fyrir það mikla pcninga - og þá fyrir það eitt að mæta. Þeir dýr- ustu eru úr röðum þeirra bestu í Bandaríkjunum og Evrópubú- arnir Baliesteros og Langer. Taka þeir 90 þúsund dollara fyrir það eitt að mæta og fá ferðir og frítt uppihald þar að auki. Thorpe vann Tucson open Bandaríkjamaðurinn Jim Thorpe sigraði í Tucson open sem lauk um síðustu helgi. Þetta er í annað sinn sem hann sigrar í þessari sömu keppni - hann fór einnig létt með það i fyrra. Núna fékk hann fyrir sigurinn „litla“ 180 þúsund dollara. Myndin um íslandsmótið að koma Þeir hjá Golfklúbbi Suðurnesja sáu um Islandsmótið í golfi í sum- ar og gerðu það með slíkum glæsibrag að um var talað - jafn- vel í öðrum löndum. Þeir létu gera videomynd um mótið og hafa margir beðið spenntir eftir henni. Myndin mun nú vera til að verður frumsýnd einhvern næstu daga og þá trúlega í hinu nýja glæsilega klúhbhúsi þeirra Suðurnesjamanna. Mundi ekki hvað mótið hét í sumar héldu Svíar mikið golf- mót, eins og fyrri sumur, þar sem boðið er þeirra bestu mönnum og einnig frægum kylfingum víða að úr heiminum. Eru þeir mjög stolt- ir af þessu móti sínu, sem þeir nefna SEO, enda er- það eitt af 14 mótum á Evróputúr atvinnu- manna. Sá sem sigraði í því í sumar var Ástralíumaðurinn Mike Har- wood - sá hinn sami sem kom í veg fyrir sjöunda sigur Greg Nor- man í röð um síðustu helgi. Eftir þann sigur var viðtal við Har- wood sem kom m.a. í Reuters- fréttum. Þar sagðist hann aðeins hafa sigrað í einu golfmóti í sum- ar. Það hefði verið í Svíþjóð en hann myndi ekkert hvað það héti. Fór þetta heldur betur fyrir hjart- að á þeim sænsku og er nú ekki víst að Harwood verði boðið þangað aftur á SEO. Meiri aurar á Evróputúrinn Búið er að tilkynna að verð- launaupphæðin á Evróputúmum í golfi næsta sumar verði samtals sjö milljón sterlingspund. Er það einni milljón pundum meira en síðasta keppnistímabil sem lauk nú um mánaðamótin. Mótin á Evróputúrnum eru alls 14. Það fyrsta er í Róm 2.-5. apríl en það síðasta í Bandaríkjunum —já Evrópumót í Bandaríkjunum - 24.-27. september. Loks sigur hjá Hayes Bandaríkjamaðurinnn Mark Hayes sigraði í Tallahassee open golfmótinu sem fram fór um síð- ustu helgi. Það og Tucson open voru síðustu opinberu mótin á bandaríska túmum í ár. Hayes, sem ekki hefur sigrað í atvinnu- mannamóti í golfi síðan 1977, lék á samtals 273 höggum eða 15 undir pari. Annar varð Russ Coc- hran á 275. -klp- George Graham og ungu barónamir á Highbuiy - táningalið Arsenal hefur komið skemmtilega á óvart í Englandi J ýlHilÉl • Charlie Nicholas og George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal. „Við höfum leikið gegn Liverpool, Nottingham Forest og Everton. Ars- enal er í sama gæðaflokki og þessi félög þrátt fyrir að með liðinu leiki stór hópur af ungum leikmönnum. Þeir em fljótir, hugmyndaríkir og vel agaðir," sagði Lennie Lawrence, fram- kvæmdastjóri Charlton, eftir að Arsenal hafði lagt Charlton að velli, 2-0, um sl. helgi. „Það þýðir ekkert að fara að byggja loftkastala þó okkur hafi gengið vel að undanfömu - unnið sex leiki í röð. Við erum í góðu formi um þessar mundir en allt getur breyst á stuttum tíma. Ég yrði ánægður ef við lentum í sjötta til áttunda sæti þegar upp verður staðið,“ sagði Ge- orge Graham, framkvæmdastjóri Arsenal. Arsenal-liðið hefur komið skemmti- lega á óvart fyrir skemmtilega knatt- spymu og stóran hóp leikmanna sem em aðeins 19-20 ára. „Arsenal-liðið leikur mjög vel skipulagða knatt- spymu. Það taka allir leikmenn liðsins þátt í vöm og sókn. Ég hef ekki séð neitt lið vinna knöttinn eins vel aftur og Arsenal gerir síðan Terry Venables var með QPR áður en hann fór til Barcelona," sagði Lawrence sem átti fá orð til að lýsa hrifningu sinni á táningaliði Arsenal. „Við höfum lagt hart að okkur við æfingar og Graham hefur náð að hleypa nýju lífi í herbúðir okkar,“ sagði David O’Leary, miðvörðurinn gamalkunni hjá Arsenal. „Það er ekki að mínu skapi að leika vamarknattspymu. Ég vil tefla djarft og taka áhættu. Það er sigur út af fyrir sig,“ sagði Graham, maðurinn sem sumir segja að hafi náð að tæla Arsenal-liðið út úr skotvamarbyrginu. Blásið til sóknar. „King George“ Hver er maðurinn sem hefur breytt Arsenal-liðinu svo mikið á aðeins þremur mánuðum? Allir á Highbuiy þekkja hann því að hann er einn af bestu lærisveinum félagsins og lék lykilhlutverk í Arsenal-liðinu 1971 þegar Arsenal vann tvöfalt í Englandi - bæði deild og bikar á aðeins sex dögum. Á mánudagskvöld varð Arsen- al meistari með því að leggja Totten- ham að velli, 1-0, á White Hart Lane og laugardaginn eftir vannst bikarinn á Wembley þar sem Arsenal vann sig- ur, 2-1, yfir Liverpool. Graham kom með aga til Arsenal og hann losaði sig fljótt við leikmenn sem litu stórt á sig, eins og Tony Woodcock og Paul Mariner, ensku landsliðsmennina. „Strákamir hér þekktu mig og mínar reglur þegar ég kom aftur til Highbury. Þannig að þeir vissu hvað ég vildi og vom alls ekki hræddir. Ég er þó ekki maður með jámaga og refsingar. Ég vil að leikmenn mínir komi fram sem full- þroskaðir menn - fullir metnaðar og leggi sig alla fram fyrir Arsenal. Ef erfiðleikar koma upp þá leysum við þá. Já, það er mitt verkefhi að sjá til þess að ekkert vandamál komi upp. Það er Ijóst að 95% af knattspymu- mönnum vantar stjómanda sem gefur dagskipanir. Leikmenn þurfa að fá að vita hvemig þeir eiga að haga sér á leikvelli og utan. Við vitum hvemig fór fyrir Charlie Nicholas þegar hann braut reglumar. Hann var sjálfum sér verstur," sagði George Graham. Ein er sú regla sem Graham fyrir- skipar að verði aldrei brotin. Það er reglan um klæðnað leikmanna þegar þeir mæta til leiks. Þegar Arsenal leik- ur á útivöllum mæta allir leikmenn í fötum félagsins, bláum jakka, gráum buxum og skyrtu. Þegar leikið er á Highbury mæta leikmenn í jakkaföt- um, með stífþressaðan flibba og bindi. Gefur strákunum tækifæri Það vakti mikla athygli fyrir þetta keppnistímabil að George Graham keypti enga stórstjömu í staðinn fyrir Woodcock og Mariner. Hann keypti aðeins einn leikmann. Perry Groves frá Colchester á aðeins 50 þús. sterl- ingspund. Og þrátt fyrir að Charlie Nicholas, Graham Rix og Stewart Robson hafi meiðst þá tók hann ekki upp peningabudduna til að kaupa reynda leikmenn. Hann gaf ungu leik- mönnum tækifæri. David Rocastle (19 ára), Niall Quinn (20), Martin Hayes (20), Guy Caesar (20), Tony Adams (20) og Perry Groves (21). „Mitt starf hér er að byggja upp lið en ekki að kaupa og kaupa leikmenn. Það hefur sýnt sig að ungu strákamir sem hafa fengið tækifæri hafa staðið sig vel. Þeir hafa ekki valdið mér von- brigðum," sagði Graham. „Ég er ekki að gera lítið úr David Pleat hjá Tottenham þegar ég bendi á að hann keypti leikmenn fyrir 1,6 millj. sterlingspunda á fyrstu þremur vikum sínum hjá félaginu. Það getur verið að ég kaupi leikmann eftir þrjá eða sex mánuði. Ég er ekki enn farinn að hugsa um að kaupa leikmann. Fólk hér gagnrýndi mig fyrir að kaupa ekki frægan sóknarleikmann fyrir keppnistímabilið til að taka stöðu Woodcock og Mariners. Ég vildi bíða þar sem við vorum með hóp af ungum leikmönnum sem höfðu ekki fengið tækifæri til að spreyta sig. Ég vildi gefa þeim tækifæri áður en ég færi að kaupa leikmenn. Það er auðvelt að kaupa leikmenn. Jafnvel leikmenn sem maður sér eftir að hafa keypt eft- ir aðeins tvo mánuði. Nei, ég kaupi ekki leikmenn aðeins til að kaupa. Var nærri búinn að selja Hayes Það munaði ekki miklu að ég gerði mistök fljótlega eftir að ég kom til Arsenal. Ég hafði þá hug á að selja Martin Hayes til Huddersfield á 25 þús. pund. Hayes hefur staðið sig vel að undanfömu - skorað sex mörk í síðustu sex leikjum okkar. Ef mér væru nú boðin 25 þús. pund fyrir hann væri svar mitt nei. Hann fékk tæki- færi og hann tók því með trompi," sagði Graham. Þegar hann var spurður hvort áhangendur Arsenal ættu von á meist- aratitli í vetur svaraði hann: „Ég veit Iþróttir • Jespsr Olsen. Atkinson rekinn frá Man. Utd Ajax vildi fa Jesper Forráðamenn hollenska félagsins Ajax Amsterdam hafa haft samband við stjórana hjá Manchester United og boðist til að leigja danska lands- liðsmanninn Jesper Olsen af þeim út þetta keppnistímabil. Ástæðan er sú að Ajax er í vand- ræðum með að fylla í liðið hjá sér um þessar mundir þar sem sumir af bestu mönnum þess eru meiddir eða fá ekki almennilega tíma til að gróa sára sinna vegna manneklu. Þar sem verið er að berja Danann litla þarna í Manchester - og það meðspilararn- ir hans hjá United - þótti ekkert úr að lani vegi að kanna með að fá hann lánað- an. Olsen var seldur frá Ajax til United og í Hollandi er hann í miklu uppáhaldi. Þeir hjá United svöruðu þessari kurteislegu beiðni þeirra Ajaxmanna heldur kuldalega að áliti Amster- dambúa sem allir standa með sínu Ajax-liði. „Ef Ajax vill fá Jesper Ols- en þá er hann til sölu en ekki til láns,“ sagði Martin Edwards. for- maður Manchester United, og skellti símanum á hollenska blaðamanninn sem hringdi. -klp- •Tony Adams, leikmaðurinn snjalli, sést hér með FIAT- skjöldinn sem hann fékk fyrir að vera útnefndur besti ungi leik- maðurinn i Englandi í október. að það eru engir bjánar hér. Það er enginn sem krefst þess að ég nái að vinna meistaratitil mitt fyrsta keppn- istímabil hjá Arsenal. Sjáðu, það hefur ekkert félag frá S-Englandi náð að vinna meistaratitilinn síðustu fimmt- án árin.“ Þá var Graham spurður: „En eftir tvö ár?“ „Það er önnur saga. Ég stefhi að því byggja hér upp sterkt lið sem getur orðið meistaralið á tveimm- árum.“ Graham veit að það tekur tíma að byggja upp góða liðsheild. „Baráttan er hörð hér í Englandi. í dag getur allt gengið upp en á morgun getur allt verið komið í rúst. Munurinn er ekki svo mikill á liðunum. Topplið þarf ekki annað en að tapa tveimur leikjum þá er það komið langt niður stigatöfluna," sagði Graham. Arsenal leikur mjög þýðingarmikinn leik á Highbury á morgun. Hinir ungu leikmenn liðsins fá þá West Ham í heimsókn. -SOS Góður sigur gegn Ítalíu íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Ítalíu, 23-21, í c-keppni heimsmeist- arakeppninnar á Spáni í gærkvöldi. Leikur- inn var um 5.-6. sætið í keppninni og var ■ mjög jafn framan af þar sem þær ítölsku I höfðu forystu í hálfleik, 11-10. Unr miðbik seinni hálfleiks tókst íslensku stúlkunum | að ná undirtökum í leiknum og höfðu á . tímabili fiögur mörk yfir en þeim ítölsku | Itókst undir lok leiksins að minnka muninn. ■ Mörkin skoruðu: Erla 9, Guðríður 5, Katr- I Iín, Eiríka og Guðný 2 hver, Ema, Arna og I ^^Björg 1 hver. -BD Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Manchester United, var rek- inn frá félaginu í gær eftir stjómarfund á Old Trafford. Einnig var Mick Brown, aðstoðarmaður hans, látinn taka pokann sinn. Manchester United hefur gengið illa að undanfömu og þegar félagið var slegið út, 1-4, af Southampton'í ensku deildabikar- keppninni sl. þriðjudagskvöld þótti flestum nóg komið. Þrátt fyrir að Atkinson hafi keypt og keypt leikmenn undan- farin ár hefur félagið ekki náð að tryggja sér Englandsmeistara- titilinn. United vann titilinn síðast 1967 eða fyrir 19 árum. Enn er ekki vitað hver tekur við af Atkinson. Það eru ekki margir snjallir „stjórar" á lausu í Englandi. -SOS 300 Júgóslavar koma til að sjá Stjömuna leika Mikill áhugi er í Júgóslavíu fyrir Ev- stemmningu í Laugardalshöllinni. rópuleik Stjömunnar og Dinov Slovanm Leikmenn Dinov og áhangendur liðs- sem fer fram í Reykjavík 21. nóvember. ins koma hingað til lands í tveimur Um 300 stuðningsmenn júgóslavneska leiguflugvélum. Stjaman leikur fyrri liðsins koma hingað til lands til að sjá leik sinn í Júgóslavíu 15. nóvember. leikinn og má því búast við mikilli -SOS „Frábært ef við næðum 4. sæti“ - Sveit GR tekur þátt í EM í gotfi „Undirbúningurinn hjá okkur hefur verið eins góður og hægt er. Það er auðvitað erfitt að standa í þessu hér á landi á þessum árstíma vegna veðr- áttunnar. Við stefnum hins vegar að því að ná svipuðum árangri á mótinu og í fyrra og við yrðum mjög ánægðir með ef það tækist," sagði golfleikarinn Ragnar Ólafsson í samtali við DV í gærkvöldi en á morgun heldur sveit Golfklúbbs Reykjavíkur til Spánar þar sem hún tekur þátt i Evrópumóti klúbbliða í golfi. GR-sveitin var einnig með á móti þessu í fyrra og hafnaði þá í 4. sæti eins og frægt er orðið. Sveitin, sem skipuð er þeim Ragnari Ólafssyni, Einari L. Þórissyni, Hann- esi Eyvindssyni og Sigurði Péturssyni, hefur undanfamar vikur æft í miklu undratæki í keilusalnum í Öskjuhlíð sem kallað er „golfhermir". „ Þetta er stórkostlegt tæki en það kemur ekki í ljós fyrr en í keppninni sjálfri hvort það hefur hjálpað okkur. Þó tel ég svo vera. Maður er alltaf að slá og hugsa um léið og þetta er mjög svipað því að leika utan dyra. Við verðum bam að vona það besta. Við erum ákveðnir í að gera góða hluti," sagði Ragnar Ólafsson. Björgúlfur Lúðvíksson, fyrirliði sveitarinnar, sagði í gær, þegar DV leit inn á æfingu hjá sveitinni, að strákamir hefðu lagt sig alla fram við undirbúning og hann væri bjartsýnn á góðan árangur sveitarinnar á Spáni. -SK StórsigurgegnUSA Island vann stóran sigur gegn Bandaríkjamönnum á alþjóðlega mót- inu í handknattleik í Hollandi í gærkvöldi, 21-15, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 12-7. Bjami Guðmundsson og Júlíus Jón- asson skomðu 6 mörk hvor, Steinar Birgisson 3, Jakob Sigurðsson 2, Geir Sveinsson 1, Ámi Friðleifeson 1, Aðal- steinn Jónsson 1 og Þorgils Óttar Mathiesen 1 mark. Kristján Sig- mundsson varði mjög vel í leiknum. Af öðrum úrslitum á mótinu má nefha sigur Hollendinga yfir ísrael, 22-17, sigur u-21 árs liðs Hollendinga gegn Noregi, 24-23, sigur Noregs gegn USA, 23-14, og loks sigraði A-lið Hollands yngra liðið með 28 mörkum gegn 16. ísland og eldra lið Hollands em efet á mótinu með 4 stig. • Liðsmenn sveitar Golfklúbbs Reykjavíkur hefja hér fyrirliða sinn, Björgúlf Lúðviksson, á loft. Þeir eru talið frá vinstri: Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson, Sigurður Pétursson og Einar L. Þórisson. Það er vonandi að strákarn- ir handleiki kylfurnar jafnauðveldlega á Spáni og liðsstjóra sinn á myndinni. DV-mynd Brynjar Gauti 12,8 billjónir sáu leikina á HM í Mexíkó 580 milljónir manna sáu úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni í knattr spymu samkvæmt upplýsingum sem fram koma í nýjasta fréttabréfi FIFA. Þetta er nýtt met og ekki margir við- burðir í sögunni sem dregið hafa til sín Ðeiri sjónvarpsáhorfendur ef þá nokkur. Þegar úrslitaleikur heimsmeistara- keppninnar árið 1982 fór fram í Madrid á Spáni milli Itala og Vestur-Þjóðverja var tala þeirra sem sáu leikinn í sjón- varpi 450 milljónir. Framangreindar tölur koma fram í nýlegu fréttabréfi FIFA og þar kemur einnig fram að 12,8 billjónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust með knattspymuleikjum frá Mexíkó á meðan að keppnin fór fram dagana 31. mai til 29. júní. Leik Vest- ur-Þjóðverja og Mexíkó í 8-liða úrslit- unum sáu sautján milljónir í sjónvarpi í Vestur-Þýskalandi einu saman. -SK „Er mjög bjartsýnn á að Webster verði lög legur í landsliðinu - segir Bjöm Björgvinsson, form. KKÍ. FIBA kannar málið þessa dagana „Ég er mjög bjartsýnn á að þeir taki okkar rök til greina og að leyf- ið fáist frá alþjóða körfuknattleiks- sambandinu," sagði Björn Björg- vinsson, formaður Körfuknattleiks- samband íslands, í samtali við DV í gærkvöldi. Eins og íþróttaunnendur vita hefur ívar Webster körfuknatt- leiksmaður,- sem nú leikur með og þjálfar Þór frá Akureyri, ekki fengið leyfi til að leika með íslenska lands- liðinu en nú eru sem sagt miklar líkur taldar á að leyfið komist í höfh og Webster verði því löglegur með landsliðinu. Samkvæmt reglum FIBA, þurfa að h'ða þrjú ár frá því að leikmaður skiptir um ríkisborgararétt þar til hann má leika með landsliði við- komandi lands. Þessi tími er liðinn og gott betur í tilfelli Ivara en að sögn Bjöms var það kannski klaufa- skapur og þekkingarleysi KKÍ sem orsakaði það að FIBA var ekki til- kynnt tmi að Webster væri orðinn íslenskur ríkisborgarari ó sínum tíma. Staðan í þessu mikilvæga máli í dag er sú að nýverið sendi KKÍ bréf til FIBA þar sem sambandið viðurkenndi fáfræði sína og bað um náð og miskunn eins og Bjöm orð- aði það. Svar barst frá FIBA í þessari viku þar sem alþjóðasambandið bað um frekari upplýsingai- og þvkir það góðs viti. Þessar nánari upplýsingar eru nú á leið til FIBA og í næsta mánuði ætti það að komast á hi-eint hvort ívar Webster verður löglegur með landsliðinu en óneitanlega verða líkumar að teljast mjög mikl- ar. „Við trúum okki öðru en FIBA taki okkar sterku rök til grcina í þessu móli. Við erum með alveg hreint mál og erum mjög bjartsýnir á farsæla lausn,“ sagði Bjöm Björg- vinsson. Mjög mikill styrkur 1 gegnum órin hefur lítil hajð landsliðsmanna okkar einna holst staðið í vegi fyrir frekari framgangi landsliðsins á alþjóðlegum vett- vangi. Koma Websters í liðið yi'ði því ómetanlegur styrkur. Webster, sem er um 2,10 metrar á hæð, er snjall leikmaður sem myndi styrkja íslenska landsliðið gífurlega mikið í komandi stói-verkefnum. Islenska landsliðið vann sig sem kunnugt er •ivar Webster sem leikur með og þjálfar Þór frá Akureyri. Nú hillir undir landsleiki fyrir islands hönd hjá kappanum. upp í b-riðil á síðasta óri og nú streyma boð liðinu til handa víða að úr heiminum. Siðasta tilboðið kom frá Möltu en þeir Möltubúar bjóða landsliðinu á mót þar í landi milli jóla og nýárs. -SK 0 21stigssigur ÍBK gegn Val Magnús Gíslason, DV, Suöumesjum: „Við héldum þokkalegum stíganda í þessum leik og Valsmenn náðu aldrei að setja okkrn- út af laginu,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Keflvíkinga, í körfu- knattleik eftir að hans menn höfðu krækt sér í toppsæti úrvalsdeildarinnar með sigri yfir Valsmönnum í Keflavík, 71-50. Staðan í leikhléi var 36-27, ÍBK í hag. Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu í þessum leik og það gefur auga leið að lið sem ekki skor- ai- meira en 50 stig i heilum leik fer vart með sigui' af hólmi. Mestur munur í fyrri hálfleik var 10 stig, 32-22 en Valsmenn náðu að klóra í bakk- ann fyrir leikhlé. Stórgóður leikur Sigurðar Ingimundarsonar í síðari hálfleik innsiglaði síð- an stóran sigur heimamanna og eitthvað virðist Valsmönnum vera farið að fatast flugið. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 18, Sigurður Ingi- mundarson 14, Hreinn Þorkelsson 13. Ólafur Gottskálksson 9, Gylfi Þorkelsson 8, Guðjón Skúlason 5, Falur Harðarson 2 og Guðbrandur Stefánsson 2. Stig Vals: Torfi Magnússon 14, Leifur Gústafsson 9, Sturla Örlygsson 6, Tómas Holton 6, Björn Zoega 6, Páll Amar 5, Guðmimdur Hallgrimsson 2 og Einar Ólafsson 2. Kristbjöm Albertsson og Ómar Schewing dæmdu leikinn og voru með bestu mönnum á vellinum. Ferguson til Utd? Steön Már Amarsson, DV, Engiandi: Forráðamenn Manchester United hafa þegar hafið leitina að framkvæmdastjóra í stað Rons Atkinson sem rekinn var frá fé- laginu í gær. I gærkvöldi var greint frá því í sjónvarpinu hér að forráðamenn United ættu nú í viðræðum við Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Aberdeen í Skotlandi. Hann hefur óður verið orðaður við liðið og eru taldar miklar líkur á því að hann taki við stjóminni á Old Trafford. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.