Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Norðuriand vestra: Stefán glím- ir við Pál Þingmenn Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra ætla sér báðir efsta sætið á framboðslista flokksins til Al- þingis. Stefán Guðmundsson skellir sér af þunga í glímu við Pál Péturs- son, sem nú skipar efsta sætið og hefur gert það í tvö kjörtímabil. „Þetta kemur mér mjög á óvart, Stef- án hefur ekki sagt mér frá þessu,“ sagði Páll i morgun. „Þessi staða getur engum komið á óvart, það var kosið á milli okkar Páls á kjördæmisþingi fyrir síðustu kosningar, þetta er þvi ekkert nýtt,“ sagði Stefán aftur á móti. „En þá voru aðrar aðstæður," sagði Páll. Stuðningsmenn Stefáns hafa opnað skrifstofu á Sauðárkróki. Páll ætlar " »ikki í skrifstofuslag. Stefán sagði að auðvitað væru ástæður fyrir því að hann sæktist eftir fyrsta sætinu og léti sér ekki nægja annað sætið, þótt það væri einnig öruggt þingsæti. Hann vildi ekki tjá sig um þær nú. „Prófkjör- inu lýkur nú ekki fyrr en 23. nóvember svo að það er nægur tími. Það á vafa- laust eftir að segja ýmislegt þangað til fyrst þetta fer svona af stað,“ sagði Stefán. „Það hlýtur að vera mikil ástæða á bak við þetta,“ sagði Páll, „en örlög > -okkar eru í höndum kjósenda, að minnsta kosti mín. Ég neita því ekki að ég áliti það vantraust á mig ef ég yrði færður til á listanum. _________________________HERB Eyðni á Vogi „Hér hafa verið í meðferð einstakl- ingar sem í hefur mælst mótefni gegn eyðni, því get ég ekki neitað," sagði Valur Júlíusson, læknir á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. „Ég vil og get ekki gefið upp fjölda þeirra." Eins og greint var frá i fréttum DV í gær fiúði eyðnisjúklingur, kven- maður, til Spánar fyrr í vikunni eftir að á hana féll grunur um að hafa . Stenitáð fjölmarga með gáleysislegu kynlífi sínu. Samkvæmt heimildum DV var umrædd kona til meðferðar á Vogi fyrir skömmu. „Eg get hvorki játað þessu né neit- að,“ sagði Valur Júlíusson aðspurður. -EIR Leiðinliggurí AIIKLAG4RD LOKI Ekki segir ofsögum af ástum samlyndra framsóknarmanna! Fáskrúðsfjórður: Samið um 30 þúsund króna lágmarkslaun Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar hefur gengið frá nýjum kjarasamn- ingi við sveitarfélagið þar sem lágmarkslaun starfsmanna eru 30 þúsund krónur á mánuði. Auk þess var samið um miklar launaflokka- breytingar sem hækka fólk i launum. Samningurinn gildir frá 1. október til 31. janúar á næsta ári. „Ég treysti því að 1. febrúar verði búið að gera nýja kjarasamninga í landinu og að þá verði enginn maður með lægri laun en 30 þúsund krónur á mánuði,“ sagði Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðsfélags Fá- skrúðsfjarðar, í samtali við DV í morgun. Eirikur sagðist veramjög ánægður með þennan nýja samning, ekki síst vegna þess hve margt fólk vinnur hjá sveitarfélaginu, ekki bara verka- fólk heldur fólk úr fjölmörgum öðrum starfsstéttum. Hann sagðist vona að þessi nýi kjarasamningur yrði stefnumarkandi í kjaramálaá- lyktun Alþýðusambands Austfjarða en þing sambandsins verður haldið nú um helgina. -S.dór. Sigriöur Duna Kristmundsdottir, þingkona Kvennalistans, kom aftur til starfa á Alþingi í gær eftir leyfi frá þingstörfum og þaö er vart hægt að segja annað en að henni hafi verið vel fagnað af Guðrúnu Agnars- dóttur samflokkskonu sinni. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Kolnandi veður Norðanátt um allt land. Snjó- koma fyrir norðan en léttir til á Suðurlandi. Kólnandi veður. Hiti verður á bilinu -2 til 2 stig. Pétur í uppskurð „Það er ákveðið að ég fer í uppskurð á mánudaginn og svo gæti vel farið að keppnistímabilið væri þar með úr sögunni hjá mér í vetur," sagði Pétur Guðmundsson, atvinnumaður í körfu- knattleik hjá bandaríska liðinu Los Angeles Lakers, í samtali við DV. „Ég er með bijósklos í baki og eina leiðin til að fá sig góðan er að gang- ast undir uppskurð. Ég verð ekki settur á sölulista hjá Lakers. Ég fer á sjúkralista og fer svo aftur inn í liðið um leið og ég verð orðinn góður. Það gæti hugsanlega orðið fyrir lok keppn- ’istímabilsins. Það fer allt eftir því hvemig til tekst á mánudaginn. Þetta er gífurlegt áfall. Ég hef aldrei verið skorinn upp áður og þetta er því alveg ný reynsla fyrir mig. Það eina sem ég get gert núna er að biðja til Guðs um að ég nái mér fljótlega eftir uppskurðinn,“ sagði Pétur Guð- mundsson. -SK Kratar bíða: Bretta upp ermarnar Enn er beðið eftir því að kjömefrid Alþýðuflokksins í Reykjavík ákveði með hvaða hætti verði stillt upp á framboðslista til Alþingis. Þótt jafnvel sé búist við einhvers konar prófkjöri hefur formaður flokksins róið að því í margar vikur að ná saman álitlegu herforingjaliði. Þannig krækti Jón Baldvin Hanni- balsson fljótt í nafna sinn Sigurðsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, í efsta sæti listans. Jóhönnu Sigurðardóttur er ætlað annað sætið og Jón Baldvin ætlar að fylla það þriðja. Alþýðuflokk- urinn hefur nú tvo þingmenn úr Reykjavík svo að þriðja sætið er engan veginn ömggt þingsæti. Þá hefur verið fast lagt að Lám V. Júlíusdóttur, lögfræðingi Alþýðusam- bandsins, að taka fjórða sæti á framboðslistanum, ekki síst eftir að Stefón Benediktsson heltist úr lest- inni. Lára og Jón Sigurðsson segjast ekki taka endanlega afstöðu til fram- boðs fyrr en leikreglur þess liggi fyrir. Engu að síður hafa þeir Jónar ásamt Jóhönnu myndað eins konar leitar- flokk, sem farið' hefur á fjörumar við fólk í næstu sæti', þar á meðal Lám. Þetta er óneitanlega sérkennileg biðstaða og óhætt að segja að menn hafi þrátt fyrir hana brett upp ermar og ætli sér pláss á þjóðarskútunni. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.