Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Spumingin Finnst þér rétt að hafa próf- kjör hjá flokkum? Guðrún Þórhallsdóttir: Mér er alveg sama, ef fólk ætlar að kjósa á annað borð held ég að það skipti ekki máli hvernig þeir raða á listana. Gústaf Óskarsson kennari: Já, mér finnst rétt að hafa lokað prófkjör því að flokksmenn hljóta að eiga að ráða því hverjir fara í framboð. Hrönn Albertsdóttir húsmóðir: Já, en mér finnst að prófkjör eigi að vera opið öllum því þetta er hags- munamál allra en ekki bara flokks- bundinna meðlima stjórnmálaflokk- anna. Friðrik Guðmundsson ellilífeyris- þegi: Mér finnst kominn tími til að strika yfir prófkjörin, þetta er orðin svo mikil vitleysa, fólkið á bara að kjósa þann sem því líst best á í það og það skiptið. Ingólfur Pálmason, fv. kennari: það fer allt eftir því hvemig að prófkjör- inu er staðið en mér finnst fráleitt að hafa opið prófkjör því þá getur hver sem er tekið þátt í því hver sem tilgangurinn er. Ingibjörg Pétursdóttir nemi: Mér fmnst rétt að hafa prófkjör ef það er opið því þá geta allir ráðið því hverjir fara í framboð. Lesendur ísraelar rændu landi annarrar þjóðar Ásgeir Ó. Pétursson skrifar: Ég vil svara grein Huldu Jensdóttur sem birtist á lesendasíðunni þann 28. október síðastliðinn og jafnframt styðja grein Guðjóns Guðmundssonar frá 20. október. Ég tek það skýrt fram að ég er ekki gyðingahatari eða kynþáttahatari yfirleitt. Ég held að Guðjón sé það ekki heldur. Það sem einna helst virð- ist fara fyrir brjóstið á Huldu er að Guðjón kallar það „djöfullega grimmd" að ræna landi annarrar þjóð- ar og myrða þúsundir manna þegar þeir reyna að ná rétti sínum. Fram- koma gyðinga gagnvart öðrum íbúum Palestínu getur í mínUm huga ekki talist annað en djöfulleg grimmd. Hulda segist oft hafa farið til ísraels. Þá vildi ég spyrja hana hvort hún hafi farið út fyrir landamærin og séð flóttamannabúðimar og þorpin sem ísraelsmenn varpa sprengjum á með fárra vikna millibili. Einnig vildi ég spyija hana hvort hún hafi farið til Beirút, fyrrverandi „Parísar Austur- landa“ sem ísraelar lögðu í rúst árið 1982. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er ekki aðeins öfgamönnum utan Isra- els að kenna, eins og Hulda segir, heldur ekki síður þeim sem þar fara með völdin. f því sambandi nefhi ég tvö dæmi; þá Menachem Begin, fyrr- verandi forsætisráðherra ísraels, og Ariel Sharon, fyrrverandi landvamar- Palestinuaröbum tekur engu tali.' „Meðferð gyðinga á ráðherra. Sharon, sem var brjálaður glæpamaður, fyrirskipaði meðal ann- ars morð á 70 Palestínuaröbum þegar hann gegndi herþjónustu og ræður Begins í ísraelska þinginu minna óneitanlega á múgæsingar Hitlers og annarra álíka. Þegar alþjóðasamtök gyðinga mót- mæla ófrelsi íbúa Sovétríkjanna hlýtur það að teljast hræsni ef þeir líta ekki í eigin barm. Meðferð gyð- inga á Palestínuaröbum tekur engu tali, og er á engan hátt hægt að bera mannréttindabrot í Sovétríkjunum saman við hana. Slysagildra á leikvelli Áslaug hringdi: Gamli leikvöllurinn við Hring- braut, þar sem styttan er af Héðni Valditoarssyni, þarfnast endurbóta og er stórhættulegur eins og hann er í dag. Það er gamall steyptur veggur þama sem er kominn að hruni og gæti auðveldlega valdið slysi ef ekkert, verður að gert. Ég á sjálf böm og hef stranglega bannað þeim að leika sér þama af ótta við að þau slasi sig. Vil ég vara böm við að leika sér þarna þar til eitt- hvað hefur verið gert til að vama slysum með því að lagfæra vegg þennan. Ódývar videospólur Ólafur Þórhallsson hringdi: Ég vil lýsa yfir ánægju minni á videbleigunni í Ármúla 20, bæði er þjónustan mjög góð og einnig finnst mér videospólumar alveg sérstaklega ódýrar þama en spólan kostar ekki nema kr. 80,00 og verður það að telj- ast mjög gott verð miðað við það sem gerist annars staðar. Rekslur Hjálparstofnunar kirkjunnar 3164-4917 skrifar: Hlutverk og tilgangur Hjálparstofn- unarinnar, að hjálpa þeim er minna mega sín, finnst mér mjög gott og þarft málefni. Hef ég því og fleiri stutt Hjálparstofnunina með framlögum, náttúrlega í þeirri von að þau geti leitt eitthvað gott af sér og í þeirri trú að stofhunin sé vel rekin og sinni sínu verksviði vel. Skýrsla rannsóknamefiidarinnar, sem kirkjumálaráðherra skipaði fyrir skömmu, olli mér og öðrum því mikl- um vonbrigðum og vantrú á rekstri stofhunarinnar og sýnir glöggt hve mjög hefur verið bmðlað með fjármuni sem vom ætlaðir sveltandi fólki úti í heimi. Þó að lokaorð skýrslunnar séu „þrátt fyrir gagmýni hafi stofnunin unnið gott starf' þá finnst mér alls ekki rétt hjá stjóminni að nota það sem vemdarvæng og telja sig þar með afeakaða. Neikvæðu punktamir em mun fleiri í skýrslunni og þá ber al- menningi að skoða, því auðvitað gengur maður út frá því, telur það sjálfsagðan hlut, að starfsfólk á fullum launum og meira en það leýsi sinn starfa svo af hendi að um „gott starf sé að ræða“. Mér finnst fólk almennt búið að missa trú á Hjálparstofhunina og það hlutverk sem hún á að gegna og það þurfi að skipta um stjóm og fram- kvæmdastjóra til að endurvekja traust það er almenningur hafði á þessari stofnun. Það eina sem starfsmennimir geta hampað sér yfir og vitna óspart í em lokaorðin, svo reyna þeir að breiða yfir misfellur sínar með því að segja að það sé gott að fá gagnrýni. En af hverju er stofnunin gagnrýnd upphaflega, gagnrýni er venjulega undirrót óánægju og ef verið er að gagnrýna á annað borð þá táknar það að reksturinn er ekki eins og skyldi! En hefði ekki verið mun betra fyrir þetta fólk að fá „hrós“ fyrir vel unnin störf og skipulagða og vel rekna stofn- un, er sýnir að hæfir menn gegna þessum störfum og þeir hafi unnið gott starf er ekki þyrfti að gagnrýna. Við hljótum að ganga út frá þvi að störfin séu vel unnin en ekki slælega, ekki er hægt að segja að þessir menn séu á neinum sultarlaunum, svo það ætti að vera hægt að fá hæfara fólk í þetta er veit hvað það er að gera og hversu mikilvægar stofnanir sem þess- ar em til að þær verði ekki fyrir skakkaföllum. Mér finnst engan veginn nóg eða er sátt við þau svör forráðamanna stofn- uninnar, eftir réttmæta gagnrýni frá nefndinni, „að nú ætli þeir að lagfæra það sem betur mætti fara“. - Það þarf að gera gott betur en það, þessir menn hafa sýnt og sannað að þeir em engan veginn hæfir né ábyrgir í forsvari fyr- ir Hjálparstofhunina og því er lang- réttast og sanngjamast fyrir alla aðila að þeir víki sæti og léyfi hæfari mönn- um að komast að, þeir em búnir að fá sitt tækifæri en hafa svo sannarlega skolað því í vaskinn. Það er engan veginn nóg að afsaka sig eins og lítil böm: Æ, mamma, nú ætla ég að vera góður strákur það sem eftir er og snarhætta að sóa peningum í vitleysu. Til þess að stofhunin geti haldið áfram því verkeftii sem henni er og var ætlað, verður að vekja traust almennings á stofhuninni aftur og það gerum við ekki nema með því að skipta um stjóm og framkvæmdastjóra - það er til hæfara fólk til að gegna störfum sem þessum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.