Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. 9 Verðfall á dónskum kjötafurðum Haukur L. Haukascm, DV, KaupmJiöb; Töluverð verðlækkun hefur átt sér stað á kjöti í Danmörku undan- farið og hefur svínakjöt, kjúkling- ar og nautakjöt ekki verið ódýrara hér í langan tíma. Sláturhúsin lækkuðu verðið á kílói af svínakjöti um eina krónu fyrir skömmu og hefur verðið lækkað um 25 prósent írá því í fyrra. Nautakjöt er nú 7 til 8 pró- sent ódýrara en í fyrra. Verðfallið orsakast einna mest af minnkandi útflutningi landbúnaðarvara. Verðfall Bandaríkjadollars síðustu mánuði hefur gert sölu á dönsku kjöti til Japan og Bandaríkjanna nánast ómögulega. Japansmark- aður fyrir kjöt er auk þess staðnað- ur og niðursuðuvörur seljast illa á Bandaríkjamarkaði um þessar mundir. Auk þessa hefur Efnahags- bandalagið fyrirskipað minnkaða mjólkurframleiðslu sem aftur þýðir aukna slátrun á mjólkurkúm. Því hefur framboð kjötmetis au- kist og ásamt falli Bandaríkjadoll- ars leitt til þessarar verðlækkunar. Sænskur professor: Svíar feimnir og þunglyndir Svíar eru feimnir, þunglyndir, innhverfir og umgangast helst fé- laga sína á skógargöngu. Það er aðeins þegar þeir eru drukknir eða í rúminu sem þeir bijótast út úr skel sinni. Hin yfirvegaða framkoma Bjöms Borg á tennisvellinum og einangi’- unartilhneiging Gretu Garbo hefur svo sem gefíð umheiminum tileíhi til slíkra vangaveltna en nú hefúr sænskur prófessor í þjóðháttafræði komist að sömu niðurstöðu. Byggir hann rannsóknir sínar á viðtölum við sænska stúdenta og innflytj- endur. Það sem kemur á óvart er að hann telur, vísindalega séð, Svía engu feimnari en Bandaríkja- menn sem alltaf hafa verið álitnir opinskáir og málglaðir. Sænskur prófessor i þjóðhátta- fræöi fullyrðir að Svíar séu innhverfir og feimnir. Einangr- unartilhneiging Gretu Garbo er þá líklega sænskt fyrirbæri. Útlönd Bandarísk vopn flutt með dönskum skipum til íran? Henrik Berlau, varaformaður danska sjómannasambandsins, hafði það eftir sjómönnum í morgun að dönsk skip hefðu flutt bandarísk vopn til fran. Kvað hann geta verið sam- band á milli vopnaflutninganna og lausnar bandarískra gisla í Líbanon. Orðrómur um slíka flutninga í skipt- um fyrir gísla hefur áður heyrst firá Washington, Evrópu og ísrael. Banda- rísk sjónvarpsstöð sagði frá því í gærkvöldi að Reagan hefði sjálfur samþykkt slík skipti án þess að ráð- færa sig við ríkisstjómina. Berlau skýrði frá því að í síðustu viku hefði danskt flutningaskip flutt 26 gáma með 460 tonnum af vopnabún- aði frá Eilat í ísrael til Bandra Abbas í fran. Þó að hann hefði engar upplýs- ingar um hvar vopnin hefðu verið framleidd sagði hann að sjómenn hefðu greint frá því að bandarísk vopn hefðu verið í síðustu sendingu. Hann skýrði einnig frá því að mörg dönsk skip hefðu allt frá byrjun Persaflóa- stríðsins siglt frá hafnarborgum í Evrópu til Bandra Abbas og hefði þessum siglingum flölgað síðastliðið ár. Samkvæmt fréttum í bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS í gærkvöldi voru send vopn frá Bandríkjunum til þess að fá þrjá bandarísk gísla í Líbanon leysta úr haldi þá Benjamin Weir, Lawrence Jenco og David Jacobsen en sá síðastnefndi fékk frelsi á laugar- daginn. Vopnaflutnigar til íran em opin- berlega bannaðir í Bandaríkjunum eftir að ráðist var á bandaríska sendi- gíslatökunnar sem fylgdi i kjölfarið. rískum uppmna og vantár þá nú ráðið í Teheran árið 1979 og vegna Vopn írana em aðallega af banda- tilfinnanlega varahluti. Danskir sjómenn hafa greint frá því að bandarískur vopnabúnaður sé fluttur með dönskum skipum til írans en írani vantar nú tilfinnanlega varahluti. Fullyrt er að Bandaríkjamenn skipti á vopnum og gíslum sem eru i haldi í Líbanon á vegum múhameðstrúarmanna sem fylgja íran að málum. Enginn árangur viðræðna Shultz og Sévardnadse í Vín Eftir fimm klukkustunda viðræður í Vínarborg í gær komu utanríkisráð- herrarnir George Shultz frá Banda- ríkjunum og Sévardnadse út úr fundarherberginu og sögðu að ekkert hefði áunnist. Sovéski utanríkisráðherrann sagði að Bandaríkjamenn „vildu helst gleyma Reykjavíkurfúndi leiðtoganna aftur eins fljótt og auðið yrði“. Kvaðst hann hafa „óbragð í munninum" eftir fundinn með Shultz í gær. - Banda- rískir fúlltrúar á öryggismálaráðstefh- unni í Vín segja að Sovétmennirnir virðist þangað komnir til „að hefja nýja áróðursherferð" en ekki finna lausnir á deilumálunum. Shultz utanríkisráðherra sagðist hafa gert sér vonir um að þeir Sé- vardnadse gætu gert úttekt á því hvað áunnist hefði á fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík á dögunum en Sévardnadse hefði ekki um annað viljað tala en geimvarnaráætlun Re- aganstjómarinnar. Sagðist Shultz þó vona að afvopnun- arviðræðumar mundu þokast áfram og eftir fjögur til fimm ár mundu menn líta um öxl til Reykjavikurfundarins og þykja þá sem hann hefði markað tímamót. Hann viðurkenndi þó að mikill ágreiningur ríkti milli Sovét- manna og Bandaríkjamanna varðandi vopnatakmarkanir. Þeir hafa ekki einu sinni orðið ásátt- ir um hvað það var sem samkomulag varð um á fundi leiðtoganna í Reykja- vík. Minnihlutastjóm fram í desember? Björg Eva Erlendadóttir, DV, Osló; Norska ríkisstjómin er tryggari í sessi en menn hugðu. Þingið hefur enn ekki komið sér saman um fjárlaga- frumvarp fyrir næsta ár. Fimm mismunandi tillögur um frumvarp hafa verið lagðar fram en ekki er meirihluti fyrir neinni þeirra. Búist var við að borgaralegu flokk- amir, Hægri, Kristilegi þjóðarflokkur- inn og Miðflokkurinn, myndu sameinast um eina tillögu en viðræður þeirra fóm í hnút og því er nú fátt sem ógnar minnihlutastjóm Verkamanna- flokksins þessa stundina. Hún situr tryggt að minnsta kosti fram í desember er endanlega þarf að ganga frá fjárlagafrumvarpinu. Þingið er allt sammála um að íjár- mál norska ríkisins séu í mesta ólestri. Hins vegar er ekki útlit fyrir að það vilji sameinast um neina eina lausn á vandamálinu. Ejerinn verður opinn tiorgun frá kl. 10-16. Þar eru til sölu með í ríflegum afslætti ýmsar gerðir af gólfteppum, flísum, lureinlætistægmi^g^íðinMnbjcgincgvöimn Látið ekki happ úr hendi sleppa 2 góðar byggingavöruverslanix. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 621100-Hringbraut, sími 28600. OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.