Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. 15 Gróf mismunun gagnvart konum „Konur við verslunarstörf og í verksmiðjuvinnu ná hins vegar ekki 30 þús. kr. markinu. Eins og þama má sjá er launamunurinn milli kynja aideilis hrikalegur og lægstu launin neðan við ailt velsæmi." A Alþingi höfum við Guðrún Helgadóttir flutt tillögu um úttekt á mismunun gagnvart konum hérlendis. Tillaga þessi var flutt á síðasta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. Úttekt á alþjóðlegum skuldbindingum Það er sannarlega ástæða til að flytja þessa tillögu öðru sinni því að það efhi sem hún íjallar um er í síst skárra horfi nú en fyrir ári. Tillagan gerir ráð fyrir að félags- málaráðherra og Jafnréttisráði verði falið að gera sérstaka úttekt á því, hvað skorti á að ísland uppfylli skil- yrði alþjóðasamnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum sem ísland gerðist formlegur aðili -að 18. júní 1985. Þar er jafhframt gert ráð fyrir að skipuð verði samráðsnefhd til að fylgjast með þessari vinnu og í henni verði fulltrúar frá öllum þingflokk- unum á Alþingi. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessa úttekt verði greiddur úr ríkissjóði og skiptir það auðvitað verulegu máli. í því sam- bandi bendi ég á mjög knöpp fjárráð Jafnréttisráðs sem er sá opinberi aðili sem á. ekki síst að vinna að þessum málum lögum samkvæmt, en hefur engan veginn getað gegnt lög- boðnu hlutverki vegna naumra fjárráða. Fjárveitingar til dagvistunar- stofnana lækka um helming! Við athugun kemur í ljós hversu víðs íjarri er að ísland standist þann mælikvarða sem lagður er á aðildar- ríki þessa alþjóðasamnings. Ekki er að vísu ætlast til þess að allt sé kom- ið í horf þegar samningurinn sem þessi er undirritaður, en hins vegar tökum við á okkur skuldbindingar að ná þeim markmiðum sem þar er kveðið á um. KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson Ég bendi m.a. á þær ráðstafanir sem gera skal samkvæmt þessum samningi til að afnema mismunun gagnvart konum á sviði launamála og til að tryggja rétt til sömu at- vinnutækifæra, þar með talið að beitt sé sama mælikvarða við val starfsmanna og rétt til sömu umbun- unar, að fh'ðindum meðtöldum. Einnig er þar kveðið á um að koma í veg fyrir mismunun gagnvart kon- um vegna hjúskapar- eða móður- hlutverksins og að framfylgja raunverulegum rétti kvenna til vinnu. Þar eiga aðildarríkin að gera allar viðunandi ráðstafanir og eins og segir í samningnum: „Sérstaklega með því að stuðla að stofnun og þró- un sem flestra bamagæslustofnana." Ég vek athygli á þessum þætti m.a. með tilliti til þess sem við lesum í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Ætli ríkisstjóm Islands sé þar að koma til móts við ákvæði þessa samnings og skuldbindingar með því að lækka um helming í krónum talið framlög til dagvistarstofnana í landinu? Ég held að við þurfum að gæta þess, þegar verið er að samþykkja samhljóða á Alþingi alþjóðlegar skuldbindingar eins og gert hefur verið með samþykkt þessa samnings, að efndir fylgi orðum. Sívaxandi launamunur milli kynja hrikaleg mynd og öfugþróun, sem enn er í gangi samkvæmt opinberum upplýsingum. Ef litið er á meðallaun eftir kynjum fyrir unnin ársverk á árinu 1984 blasir við, að launamun- urinn í rauntekjum var þá 56,5% og hefur vaxið frá því árið á undan, en þá var hann 54%. Samkvæmt könn- un sem gerð var á vegum Alþýðu- sambands Islands í apríl sl. ná launatekjur í kvennastörfum eins og fiskvinnslu, verslun og almennum iðnaði ekki 30 þús. kr. markinu, en enginn áttar sig í rauninni á, hvem- ig hægt er að skrimta á íslandi fyrir þær tekjur. Heildarlaun í almennri verksmiðjuvinnu em t.d. 27.862 kr. og föstu launin ennþá lægri, en með bónusálagi og eftirvinnu tekst kon- um nokkum veginn að tvöfalda þessi laun með óheyrilegum þrældómi. Konur við verslunarstörf og í verk- smiðjuvinnu ná hins vegar ekki 30 þús. kr. markinu. Eins og þama má sjá er launamunurinn milli kynja aldeilis hrikalegur og lægstu launin neðan við allt velsæmi. Tvöfalt vinnuálag Hvemig ætli sé svo aðstaða kvenna til að taka raunverulega þátt í opinberum störfum og félags- störfum almennt, kvenna sem þurfa líka að sinna heimilisstörfunum og gera það í reynd að vfirgnæfandi hluta, þrátt fyrir allan áróður fýrir jöfnun á stöðu kynjanna? Það er gífurlega mikið verk að vinna í þess- um efnum og þó að konur hafi leiðrétt sinn hlut eitthvað formlega séð er þetta innbyggða misrétti enn til staðar í landinu. Þar reynir auð- vitað á karla, þar sem þeir eiga stóran hlut að máli og gætu ef raun- vemlegur vilji væri til staðar bætt til muna úr þessu misrétti. Það skipt- ir miklu máli að haldið sé uppi fræðslu og áróðri til að breyta við- horfum æskufólks. Skólamir hafa þar hlutverki að gegna og námsefhi um starfsval kynjanna, eins og Námsgagnastofnun gaf út á síðasta ári er góðra gjalda vert. Þótt benda megi á jákvæða þróun á nokkrum sviðum jafnréttismála, m.a. í þátttöku kvenna í félagsmál- um, miðar alltof hægt í að draga úr kynbundnu misrétti. Því er full ástæða til að fylgja eftir alþjóða- samningi um afnám mismununar gagnvart konum eins og tillaga okk- ar Guðrúnar Helgadóttur mælir fyrir um. Hjörleifur Guttormsson. þingmaður fyrir Alþýðubandalagið I launamálum liggur skýrt fyrir „Þótt benda megi á jákvæða þróun á nokkrum sviðum jafnréttismála, m.a. í þátttöku kvenna í félagsmálum, miðar allt- of hægt í að draga úr kynbundnu misrétti.“ Niðuriæging Mér óar við að sjá hvilík skömm, hvílík niðurlæging þingmenn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks (í dag), fyrrum þingmenn Bandalags jafhaðarmanna, gera kjósendum sín- um með aðferðum sem jafhgilda að lýðræðinu sé fleygt fyrir björg. Fyrr- um þingmenn Bandalags jafnaðar- manna sýna þeim landsmönnum, sem kusu þá á þing forðum daga, dæmalausa eiginhagsmunapólitík. Já, er það ekki furðulegt að menn og konur eins og fyrrum þingmenn Bandalags jafnaðarmanna, sem tal- andi voru um breyttar forsendur, breytt skilyrði, lýðræðisleg skilyrði og bætt þjóðfélag, skuli snúa sér til flokkakerfisins sem bindur, heftir og breytir ekki neinu og skuli ekki lengur geta starfað í þágu þeirra er kusu þá á þing. Ekki starfað fyrir þá sem kusu þau til að reyna að hafa áhrif á gang mála i þjóðfélag- inu. Finnst þér ekki, þú sem kaust og, studdir þetta afl til dáða, mál að leggja orð í belg. Er það bara sjálf- sagt að menn, sem bera uppi mál, sem þúsundir manna eru sammála um, ákveði einn dag að vera ekki lengur merkisberar og baráttumenn Bandalags jafnaðarmanna? Þeir ákveði að leggja niður störf og hug- sjónir þúsunda manna til að samein- ast þeirri flokksvél sem Bandalag jafnaðarmanna afheitaði á sínum tíma. Að sameinast á ný Það mætti halda að fyrmm þing- menn Bandalags jafhaðarmanna teldu að spilling og þau málefni, sem til umræðu voru, væru ekki til stað- ar lengur. Að hugsjón Vilmundar Gylfasonar, markmið, ásetningur og kosningasigur Bandalags jafnaðar- manna á sínum tíma eigi ekki við í dag. Skoði hver sem vill. Eru menn búnir að gleyma? Ef svo er, skal ég minna á nokkur atriði úr stefhuskrá Bandalags jafnaðarmanna. Ríkisbankamir verði seldir al- menningshlutafélögum. Kosningalögum verði breytt þann- ig að kjósendur geti kosið einstaka frambjóðendur á fleiri en einunr lista. Forsætisráðherra (ríkisstjóm) verði kjörinn beinni kosningu. Ýmsir helstu embættismenn ríkis- ins verði kjömir beinni kosningu. Útvarpað verði beint frá Alþingi. Nefndir Alþingis starfi fyrir opnum tjöldum. Fjármál stjómmálaflokka verði opinber. Útvarpsráð verði lagt niður. Að færa vald heim í hémð. Bandalag jafnaðarmanna er til Þetta vora nokkur atriði úr stefnu- skrá Bandalags jafhaðarmanna sem em í fullu gildi í dag. Ætla menn og konur, já stuðningsmenn þessa stjórnmálaafls, að sitja aðgerðalaus og hlíta skoðunum fjögurra þing- manna sem ekki gátu staðið við skoðanir sínar gagnvart kjósendum. Ekki trúi ég að þetta sama fólk kjósi þessa menn til ábyrgðarstarfa eða þá annað fólk úr öðrum flokkum geti treyst þeim. KjáHariiin Guðmundur Óli Scheving vélstjóri Bandalag jafhaðarmanna er til í dag. Þó svo þessir menn og konur fæm frá stjómarstörfum er það þeirra persónulega ákvörðun. Þau geta ekki dæmt og ákveðið um örlög stjómmálaafls að mínu mati, sem þúsundir manna og kvenna studdu. Þvi segi ég, þú sem ert jafhaðarmað- ur í raun. Þú sem lest þessa grein, hafðu samband, skrifstofa Bandalags jafnaðarmanna er í Templarasundi 3 og þar er allt í fullum gangi að endurbyggja það sem niður var rifið. Landsmenn, sameinumst um stjóm- málaaflið Bandalag jafriaðarmanna. -Guðmundur Óli Scheving. „Ætla menn og konur, já stuðningsmenn þessa stjórnmálaafls, að sitja aðgerðalaus og hlíta skoðunum fjögurra þingmanna sem ekki gátu staðið við skoðanir sínar gagnvart kjósendum. Ekki trúi ég að þetta sama fólk kjósi þessa menn til ábyrgðarstarfa eða þá annað fólk úr öðrum flokkum geti treyst þeim.“ „Fyrrum þingmenn Bandalags jafnaðar- manna sýna þeim landsmönnum, sem kusu þá á þing forðum daga, dæmalausa eigin- hagsmunapólitík. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.