Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 5
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
49
sígarettum. Hann leitaði undir set-
unum og niðri í öllum geymsluhólf-
um.
„Hvaða fliótandi hótel eru þetta?“
spurði ég og benti út í myrkvaðan
sj óndeildarhringinn.
„Nei, olíuborpallar," hrópaði hann
upp yfir sig.
Hann útskýrði fyrir mér að rauða
ljósið, sem ég sá, væri stórir gaslogar
efst á borpöllunum þar sem þeir
brenndu aukagasi. Síðan hélt hann
leitinni áfram og hvarf ofan í lúkar.
Seinni daginn var steikjandi sól-
skin og öldurnar höfðu að mestu
gengið niður. Nú komst ég í flipp
gott skap og bakaði pönnukökur.
Vegna þess að mjólkin var hálfsúr
notaði ég bjór í staðinn og áhöfnin
hafði aldrei smakkað jafnbragðgóðar
pönnukökur.
„Já, íslenskar pönnukökur, þær
eru bestar,“ sagði stúlkan og hafði
fengið matarlystina á ný.
Um kvöldið fengum við fínan
kvöldverð; steiktar pylsur og hrís-
grjón. í okkar augum var það eins
og fínasta resturant í Róm. Og við
borðuðum úti á dekki. I desert var
súkkulaði molakaffi. Eftir kvöldmat-
inn var ég á vakt og stúlkan sat hjá
mér. Glampa sást í einn borpall langt
í Qarska.
„Múkki,“ kallaði ég og veifaði til
fuglanna.
„Af hverju talarðu við fuglana?"
spurði stúlkan.
Ég sett mig í sögustellingar.
„Veistu ekki að Island er konungs-
ríki allra fugla? Þar er konungur
þeirra, allir heimsins fuglar eru ís-
lenskir og skilja aðeins íslensku. En
það veit það enginn nema ég og þú.“
Henni var skemmt.
„Nei, þú ert að ljúga.“
Við áttum 20 mílur eftir og það var
byrjað að dimma. Ég horfði fram fyr-
ir spenntur; fengi ég nú loksins að
sjá Noreg? Að sjá landið sem víking-
arnir höfðu yfirgefið?
Seinna um kvöldið stóðum við þrír
uppi á dekki að bíða eftir landsýn.
En ekkert kom. Myrkur var að skella
á. Allt í einu sá ég blikk úti í rökkr-
inu. Og um leið greindi ég litla eyju.
Árni taldi blikkið á vitanum. Jú, við
vorum að koma inn í norska skerja-
garðinn.
Ég var spenntur. Myndi þetta land
gera drauma mína að veruleika?
Gæti ég strokið frjálst um mitt eigið
höfuð? Myndi þetta land gefa skáld-
skap mínum betri byr? Fengi ég
nýjan innblástur?
Lengi stóð ég uppi á dekki með
andlitið móti vindi og fylgdist með
sífellt fleiri ljósmerkjum. Við Reidar
stýrðum í kolniðamyrkri og ég sá ljós
frá húsum í landi. Enn á ný var
maurildi í sjónum og það kom brælu-
skítur. Skerjagarðurinn var stór-
hættulegur. Mér fannst aftur og
aftur sem við værum að sigla upp á
land. Sífellt fjölgaði ljósunum. Brátt
vissum við ekkert hvað var viti og
hvað hús, og hvaða viti hvað. Ég
taldi blikk og skoðaði kort. En svo
mættum við stórum skipum, þá hlut-
um við að vera á réttri leið. Og
Reidar þekkti brátt kennimerki. Ég
ætlaði að halla mér aðeins í kojunni
en steinsofnaði.
Ég vaknaði og sólin skein inn,
mótorinn malaði rólega. Ég hljóp
upp á dekk. Og nú sá ég það. Við
vorum að sigla inn lítinn fjörð. Ég
sá skógivaxnar brattar hlíðar, tré og
tré og tré. Lítil hús stóðu í hverju
rjóðri. Bátar biðu við litlar bryggjur
og bátar dóluðu í bólfærum, bókstaf-
lega bátur í hverri vík. Aldrei séð
eins fallegt land.
Við sigldum að smábátahöfn sem
var full af seglbátum og mótorbátum.
Við eina bryggjulengjuna hefði allur
seglbátafloti íslendinga komist.
Þarna settum við Reidar í land sem
ætlaði að sækja okkur á litla bátnum
sínum. En heimahöfn Gutterdrömm-
en var á lítilli eyju skammt frá.
Við sigldum upp að eyjunni og
lögðumst að lítilli prívatbryggju. Ég
steig á land. Vindurinn fitlaði við
trén, golan var hlý og ég fann nýjan
ilm sem ég hafði aldrei fundið áður.
Ég var kominn á fornar slóðir. Við
höfðum siglt 900 mílur þvert yfir
Atlantshafið. Ég myndi aldrei fara
aftur til íslands á meðan fullorðnu
fólki er bannað að drekka bjór, sama
hversu mikla heimþrá ég fengi. Þetta
var nýtt land, betra land þar sem
fólk fær bjór til æviloka.
Reidar kom á dekkuðum súðbyrð-
ingi sem hafði lítið hús og gaffalsegl.
Báturinn hé MAGGI. En um borð
var óþekkt stúlka. Dökkhærð. Er
hún steig upp á bryggiuna sá ég full-
fallegan kvenmann með tignarlegan
limaburð. Eins og fullskapað epli.
Þetta var fallegasta fjallið í öllum
siglingatúrnum. Fegurð hennar gaf
heiminum gleði og birtu. Ég get svar-
ið það, en ég öfundaði stúlkuna. Ég
vildi geta gefið heiminum fegurð. En
hvað gat ég gefið. Allt i einu þaut
sterk tilfinning í gegnum líkama
minn. Jú, ég gat skrifað, ég gat fegr-
að heiminn með ljóðum, leikritum
og sögum. Og nú kom sterk löngun
til að skrifa eitthvað stórt og kraft-
mikið. Stúlkan brosti og ég sá loga
í augum hennar. Það var stórkost-
legt að heyra hvislið i trjánum.
Sjálfstæðismenn, eflum flokksstarfið,
gerum skil á heimsendum happdrættismiðum
HAUSL
HAPPDRÆTTI
SJ ALFSTÆÐISFLOKKSINS
VERÐMCIIR VINMNGAR
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
HRINGIÐ í SÍMA 82900