Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Síða 8
52
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
in um Mario Cuomo
Verður ríkisstjórirm í New Yorkríki forsetaefni demókrata er harm leggur ríkisstj órastarfið á hilluna?
Sumir telja að Mario Cuomo, ríkis-
stjóri í New Yorkríki, verði næsta
forsetaefni demókrata. Aðrir telja
það aftur á móti ólíklegt og benda á
að þótt Grover Cleveland, Theodore
Roosevelt og Franklin D. Roosevelt
hafi allir verið ríkisstjórar í New
Yorkríki áður en þeir fluttu í Hvíta
húsið þá sé engin vissa fyrir því að
Cuomo eigi eftir að gera það.
Það hefur gengið erfiðlega að fá
Cuomo sjálfan til að varpa ljósi á
framtíðaráætlanir sínar. Eitt sinn,
er hann var spurður hvort hann hefði
áhuga á að verða útnefndur forseta-
efni, sagði hann: „Ég vil ekki útiloka
það því það er margt í því sambandi
sem ég get hvorki skilð né ímyndað
mér. Eg er ekki guð. Eigir þú krist-
alskúlu þá geturðu sagt mér hvað
framtíðin ber í skauti sér. Það er líka
allt í lagi. Ég á hana hins vegar ekki
og get það ekki.“
Ekki óvenjuleg yfirlýsing
. Sumir telja að svar á borð við þetta
sýni hroka sem sé meiri en góðu
hófi gegnir. Aðrir segja að yfirlýsing
af þessu tagi sé í rauninni ekkert
annað en það sem aðrir hafi sagt á
undan honum þegar þeir hafi hvorki
viljað segja já né nei við svipaðar
aðstæður. Hann sé að beita því
gamla bragði að láta aðra áhuga-
sama menn um forsetaembættið
bítast en ætli sér svo að gefa kost á
sér þegar þeir hafi vegið hver annan.
Hann sé því í rauninni að gefa kost
á sér og styrkja stöðu sína með því
að segja að hann hafi ekki tekið
neina ákvörðun. Þeir sem næst hon-
um standa eru þó þeirrar skoðunar
að hann sé ekki að leika neinn slíkan
leik. Hann sé miklu ærlegri og hrein-
lyndari maður en svo að hann beiti
slíkum brögðum.
14 ár í stjórnmálum
Mario Cuomo er nú 54 ára gamall.
Hann vildi ekki koma nærri stjórn-
málum fyrr en hann var orðinn
fertugur og var ekki kjörinn til opin-
bers embættis fyrr en hann var
orðinn 43 ára. Hopum hefur verið
lýst þannig að hann sé sífellt að
glima við sjálfan sig til þess að reyna
að'samræma langanir hjarta og hug-
ar og þjáist alltaf af nokkurri
sektarkennd sem rekja megi til þess
sem hann nefnir sjálfur „uppeldi
mitt í kaþólskri trú“.
Mario Cuomo var fjórða bam ít-
alskra foreldra sem komu til Banda-
ríkjanna frá Salemohéraði sem er
skammt fyrir sunnan Napólí. Fjöl-
skyldan bjó um tíma í Queens í New
York en íjölskyldufaðirinn, Andrea,
vann fyrir konu sinni og bömum með
því að reka nýlenduvöruverslun sem
hann hélt opinni allan sólarhringinn
alla daga vikunnar.
Braust úr viðjum fátæktar
Mario tókst einhvern veginn að
brjótast úr viðjum þeirrar fátæktar
sem hann var alinn upp við og fór
að lesa lög við S. Johnsháskólann.
Hann ber þess þó alltaf merki hvar
hann var alinn upp og sumir segja
að honum líði alltaf illa í nærveru
ríks fólks og valdamikils. Sjálfur
hefur hann sagt frá gamansögu sem
hann sagði eitt sinn í boði hjá David
Rockefeller en hún þykir sýna af-
stöðu hans til þessa fólks á nokkuð
skýran hátt: „Ég sagði þeim,“ segir
Cuomo, „að ég ætti eitt sameiginlegt
með þeim. Ég sagði að afi minn hefði
dáið í kauphallarhruninu mikla 1929.
Verðbréfasali einn hefði stokkið út
um glugga og lent á afa gamla og
vagninum hans.“
Sumir þeirra sem unnið hafa fyrir
Cuomo segja að hann hafi aldrei
komist yfir <þau áhrif sem fátæktin
hafði á hahn forðum. Þá hafi það
orðið honum mikið áfall er honum
tókst ekki að fá starf hjá verðbréfa-
fyrirtæki í Wall Street þrátt fyrir
Cuomo skrifar undir lög sem herða viðurlög við eiturlyfjasölu við skóla í New Yorkríki.
mjög gott próf í háskóla. Hann og
annar nemandi voru jafnháir og
hæstir. Hann líti því ríkt og valda-
mikið fólk grunsemdarauga. Og einn
fyrrverandi samstarfsmaður segir:
„Mario Cuomo treystir engum utan
fjölskyldunnar."
Hvað segir Cuomo sjálfur um
þetta?
Er ríkisstjórinn var nýlega spurður
að því hvað hann hefði ætlað að segja
um þau ummæli sem sagt er frá hér
að ofan þá segir hann: „Það er ekk-
ert undarlegt þótt einhver telji að
ég sé svona. Það er bara ekki satt.“
Svo bætti hann við: „Ég hef ekki
andúð á þeim sem fara með völd.
Reynslan hefúr hins vegar kennt mér
að á móti hverjum og einum sem býr
í kastala eru margir í göturæsinu þar
sem fátt er um skraut." Hann kveðst
þó kjósa frekar fólk sem hafi sjálft
komist til eigna og í því sambandi
hafa menn rifjað upp gagnrýni hans
á samstarfsmann fyrir að hafa setið
brúðkaup Karólínu Kennedy og
ónotast við annan fyrir að hafa geng-
ið í Harvardháskóla en hann hefur
löngum þótt með nafntoguðustu há-
skólum Bandaríkjanna.
Erfiðleikar í samskiptum við
fréttamenn
Hver svo sem skýringin kann að
vera á þessum aðfinnslúm Cuomo þá
er ljóst að samstarfsmenn eru ekki
þeir einu sem stundum verða fyrir
barðinu á honum því löngum hefur
farið af honum orð fyrir að vera
stirður í samskiptum við fréttamenn.
Það kann að stafa af því að hann er
sagður mjög viðkvæmur fyrir því sem
um hann er skrifað. Hefur hann í því
sambandi látið orð falla um óvönduð
vinnubrögð. Sumum þykir hann hafa
gengið fulllangt í þessu efni og hafa
menn rennt stoðum undir þá skoðun
með þvi að segja frá ummælum ríkis-
stjórans við fréttamann er Lincoln
forseti var til umræðu. Þá sagði Cu-
omo: „Það er einkennilegt hve lélega
umfjöllun Lincoln fékk í blöðum fyr-
ir Gettysburgræðuna."
Var hann að verja Mafíuna?
Þá er þess einnig minnst er Cuomo
var að ræða við hóp fréttamanna í
fyrra. Þá kom Mafían til umræðu en
það getur vart talist einkennilegt
þegar haft er í huga að Cuomo er
ítalskur Bandaríkjamaður sem gegn-
ir háu embætti. „Eruð þið að segja
mér að Mafían sé skipulögð sam-
tök?“ sagði hann þá. „Ég get sagt
ykkur að það er hreinn þvættingur."
Það er ekki að furða þótt þessi um-
mæli hafi leitt til þess að fréttamenn
hafi varpað fram þeirri spurningu í
skrifum sínum hvort Cuomó væri í
rauninni að neita því að Mafían
væri til. Hann segir nú að hann sjái
eftir þessum ummælum sínum og
skýrir þau á þennan hátt: „Ég er
mjög vakandi fyrir fullyrðingum um
að skipulögð glæpastarfsemi sé ein-
göngu stunduð af ítölskum Banda-
ríkjamönnum. Sumt fólk virðist
ganga út frá því að alla glæpi megi
rekja til þeirra og sumir virðast líta
svo á að allir ítalskir Bandaríkja-
menn séu glæpamenn. Sumir hafa
jafnvel haldið því fram við mig að
faðir minn hljóti að hafa greitt Maf-
íunni þóknun fyrir að fá að reka
nýlenduvöruverslunina óáreittur en
það gerði hann ekki.
Bendlaður við spillingu
Cuomo er demókrati frá Queens
og hann er valdamikill. Það er því
ekki undarlegt þótt sumir telji hann
tengjast spillingaröflum því Queens
er þekkt fyrir hneykslismál sem skot-
ið hafa upp kollinum á síðari árum.
Engar beinar ásakanir hafa verið
bornar fram opinberlega á ríkisstjór-
ann en hann hefur orðið fyrir umtali
af þessum sökum og veit það.
Kaþólsk trú lyftistöng
Rætur og tengsl ríkisstjórans hafa
því stundum valdið honum erfiðleik-
um á stjómmálasviðinu en hann á
aftur á móti kaþólskri trú sinni vel-
gengni sína að verulegu leyti að
þakka. I rauninni varð hún til þess
að hann hóf afskipti af stjórnmálum.
Hún varð til þess að hann var feng-
inn til þess að miðla málum er upp
kom deila milli áhrifamanna af ít-
ölskum ættum í Corona í Queens og
borgaryfirvalda er rífa átti hús sem
þetta fólk átti svo hægt væri að reisa
skóla á lóðunum. Síðan fékk John
V. Lindsey borgarstjóri Cuomo til
þess að leysa deilu í Forest Hills í
Queens er miðstéttarfólk af gyðinga-
ættum reyndi að koma í veg fyrir að
reist yrðu þar hús fyrir fátæka svert-
ingja. Cuomo segist hafa tekið þessi
málamiðlunarstörf að sér vegna
breyttrar afstöðu í Vatíkaninu er það
hafi farið að leggja að kaþólikkum
að „taka þátt í að leysa vandamál
þessa heims í stað þess að segja sjálfu
sér að því hefði mistekist af því það
hefði ekki gengið í klaustur til þess
að vefa körfur til að brúa þetta
óþægilega bil á milli fæðingar og
dauða“, eins og ríkisstjórinn orðar
þetta sjálfur. Upp úr þessu hófst svo
stjómmálaferill Marios Cuomo.
Gagnrýni en...
Það er ljóst að Cuomo hefur orðið
fyrir gagnrýni. Sumpart ræður þar
afstaða hans til fólks, einkum þeirra
efnameiri, og sumpart tilhneiging
hans til þess að einangra sig um of
frá öðru fólki. Margir telja sig þvi
aldrei hafa kynnst manninum nógu
vel til þess að geta gert sér rétta
mynd af honum.
Þó er það skoðun sumra þeirra sem
hvað best þekkja til í Demókrata-
flokknum að hann hafi meira til að
bera til þess að verða forsetaefni
hans en flestir eða allir flokksbræður
hans sem sagðir eru hafa augastað á
Hvíta húsinu. Þannig er Cuomo
sagður hafa bæði til að bera þann
skilning á eðli og stefnu flokksins
og þá reynslu í fjármálum sem for-
setaframbjóðandi verði að hafa. Það
er því ljóst að hann á sér öfluga
stuðningsmenn.
Betra að bíða
Einn þeirra sem styður Mario Cu-
omo í baráttunni fyrir að ná endur-
kjöri til ríkisstjóraembættis í New
Yorkríki nú í byrjun nóvember með
því að safna fé í kosningasjóð hans
segist engan mann frekar vilja sjá
þar en vill að hann bíði með að leita
eftir því að verða útnefndur til fram-
boðs í forsetakosningum þar til árið
1992. Skýringuna segir hann þá að
Cuomo þurfi að kynna sér utanríkis-
mál mun betur en hann hafi gert
áður en hann geti gefið kost á sér
til þessa valdamikla embættis.
Aidrei komið til Norður-Evr-
ópu
Þessi stuðningsmaður er ekki einn
um að efast um getu ríkisstjórans til
þess að fást við þau margslungnu
alþjóðavandamál sem við er að glíma
í dag. Áhrifamenn benda á að Cuomo
hafi aldrei komið til Norður-Evrópu,
aldrei til Japans og aldrei til ísraels.
Þá hefur hann hafnað boðum um að