Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Qupperneq 10
54
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
l""'™................. ............ ......................... 1 .......................""""""" ............ " " ...................... ..................sswwuw'i
Lena og Árn
Minninga
Nú í byrjun vetrar er væntanleg
á markaðinn bók eftir Lenu og
Áma Bergmann. Bókin er óvana-
leg að því leyti að hún fjallar um
bernsku og unglingsár þeirra
hjóna á svipaðan hátt en við gjör-
ólík uppvaxtarskilyrði þar sem
Lena er alin upp í Sovétríkjunum
en Árni á íslandi. Framsetnig
bókarinnar er einnig með öðrum
hætti en fólk á að venjast því þau
Ámi og Lena skiptast á um að
skrifa. Bókina kalla þau Blátt
og rautt. Hvers vegna?
„Við vomm búinn að láta okk-
ur detta í hug ýmsa titla. Ein
hugmyndin var til dæmis sú að
ganga út frá því sem maðurinn
æti, við vorum jafnvel að hugsa
um að kalla bókina Saltfiskur og
kálsúpa en okkur þótti sá titill
líkjast um of nafni á matreiðslu-
bók svo við söðluðum um og
ákváðum að nefna bókina Blátt
og rautt. Það nafn tengist líka
gmnnlitunum í þjóðfánum ís-
lands og Sovétríkjanna.
hvernig bókin ætti að vera, ég
hafði ekki hugmynd um hvað
Lena var að skrifa fyrr en ég fór
að lesa handritið. Bókin þróaðist
áfram og við gengum ekki frá
endanlegri kaflaskiptingu fyrr en
handrit okkar beggja voru tilbú-
in. Þetta kom nokkurn veginn
af sjálfu sér. Við erum jafngömul
og hlutimir hafa gerst á svipuð-
um tíma í lífi okkar. En við
settum þetta aldrei upp á þann
hátt að nú skrifuðum við um
bamaskólann og því næst um
miðskólann eða eitthvað þvíum-
líkt,“ segir Árni og bætir við eftir
smáumhugsun, „ég veit ekki
hvort svona endurminningabók
hefur verið skrifuð áður, ég hef
að minnsta kosti aldrei lesið
neina slíka.“
eða minnisbækur frá unglingsár-
unum. En það er svo merkilegt
hvað maður man og hvað ekki,
ég á bróður sem er fimm árum
eldri en ég og við vomm að rifja
það upp hvað við myndum frá
bernsku og unglingsárum okkar
og það kom í ljós að við mundum
sömu hlutina. Stundum hef ég
verið að velta því fyrir mér hvað
geri það að verkum að maður
man ákveðna hluti öðmm frem-
ur,“ segirLena.
Hvenær byrj aðir þú að punkta
hjá þér, Árni?
„Það er fyrst frá vetrinum
1952-53 sem ég á eitthvað sam-
fellt en frá fyrri tíð er þetta ansi
gloppótt.“
Bókin fjallar um þau ár þar sem
oft var sakleysisblámi yfir fólki
og vonandi líka einhver rauð
ólga. Endanlegt nafn bókarinnar
var ákveðið út frá þessum þátt-
um,“ segir Ámi Bergmann.
Er langt síðan að þið tókuð
ákvörðun um að skrifa saman
bók og hver átti hugmyndina?
„Það var Árni sem átti hugmynd-
ina, í byrjun var ég ekkert mjög
spennt en þegar ég var sest niður
og byrjuð að skrifa þótti mér mjög
gaman,“ segir Lena, Ámi heldur
áfram og segir: „Það var einhvem
tímann í fyrrahaust sem ég byrj-
aði á mínum hluta, við tókum
okkur frí í janúar og fórum norð-
ur í Skagafjörð og þar tók Lena
til við að skrifa sinn part. Hún
skrifaði á rússnesku og ég þýddi
jafnóðum yfir á íslensku. Við
höfðum ekki ráðgert neitt um það
I stíl hvers manns
- Við lestur bókarinnar fannst
mér vera svipaður stíll yfir henni,
er skýringin kannski sú að Ámi
bæði semur og þýðir?
„Sjáðu til, úr því að ég gekk frá
íslenskunni er kannski ekkert
óeðlilegt við að einhverra áhrifa
gæti frá mér í texta Lenu. 1 stíl
hvers manns eru ákveðin ein-
kenni sem hann losnar ekki við.
En munurinn á stíl okkar Lenu
liggur í því að hún skrifar miklu
gagnorðari texta en ég og það er
minna um útleggingar hjá henni.
Ég átti líka frá þessum tíma alls
konar plögg og það munar mikið
um það þegar maður er að reyna
að ná fram hugblæ liðins tíma,
að eiga þó ekki sé nema glop-
pótta dagbók. Minn texti verður
af þessum sökum allt að því helm-
ingi lengrí en Lenu,“ segir Árni.
„Ég lét Áma eftir þýðinguna og
fór aðeins lauslega yfir hana til
að sjá hvort að allt væri rétt. Ég
átti hins vegar ekki neinardag-
Ekki uppgjör
- Er bókinni ætlað að vera
uppgjör við bernsku- og unglings-
t' ,
„Ekki mundi ég segja það.
Bækur em stríð við tímans tönn.
Það væri kannski nær að spyrja
af hveiju fólk á okkar aldri sest
niður og skrifar bók af þessu tagi.
Ég hef lesið mikið af endurminn-
ingabókum og mér finnst oft að
öli áherslan sé lögð á bernskuár-
in og foreldruna. En þegar fólk
fer að skrifa um unglingsárin er
oft eins og frásögnin gliðni og það
koma eyður í hana. Síðan fer frá-
sögnin að gerast í stökkum. En
með því skrifa endurminninga-
bók um fimmtugt held ég að það
sé hægt að halda betur utan um
hlutina, ekki bara bernskuna
heldur líka unglingsárin en þau
ár móta mann hvað mest.
Það er nauðsynlegt að hafa ein-
hverja sjálfsíroníu og líta á vissa
hluti, sem gerðust í gamia daga,
með smáglotti og það getur fólk
á okkar aldri,“ segja þau hjón.
- Þegar ég las bókina fékk ég
það á tilfinninguna að hjörtu
Við vorum að hugsa um að kalla bókina Saltfiskur og kálsúpa.
Hér á eftir fara tvö brot úr
Bæði eru þau að fjalla um sk(
en sögusvii
Það er leikur að læra
Við vorum fjörutíu stelpur í
bekknum og fertug kennslukona,
Ékaterína Vassílévna, satyfir okk-
ur með stáltennur í munni, í
flókastígvélum með grátt ullarsjal
á herðum. Það var ekki kynt í skól-
anum, við sátum allar margvafðar
í klúta og peysur og öðru hvoru lét
Ékaterína okkur standa á fætur og
sveifla höndum í erg og gríð og
stappa niður fótum svo okkur hlýn-
aði. I löngu frímínútunum fengum
við allar rúgbrauðsbita og teskeið
af sykri.
sandi til að slökkva með íkveikju-
sprengjur. Daginn eftir slíkar
nætur sofnaði bekkurinn öðru
hvoru fram á borðin og kennslu-
konan okkar líka.
Undir lok stríðsins sáum við oft
þýska stríðsfanga í borginni. Þeir
gengu til vinnu í löngum fylkingum
og vopnaðir hermenn höfðu á þeim
gætur. Við horfðum á þá með ótta-
blandinni forvitni.
Á þessum fyrsta vetri lærðu allir,
sem ekki kunnu áður, að lesa og
skrifa. Stílabækurnar voru úr gróf-
um dagblaðapappír og fyrirgáfu
hvorki villur né blekklessur, það
var ekki nokkur vegur að afmá þær
og eins gott að vanda sig og vera
ekki utan við sig.
Þennan fyrsta skólavetur minn
héldu Þjóðverjar enn áfram að
kasta sprengjum á Rjazan, venju-
lega að næturlagi. Við hlupum þá
í skjól í kjallaranum, en pabbi fór
upp á hanabjálkaloft, þar stóðu
vatnstunnur og kassar fullir af
Fangamir hreinsuðu til í rústum
eftir loftárásir og meðal annars
endurreistu þeir skólann okkar -
settu rúður í glugga, fylltu í holur
eftir sprengjubrot, máluðu veggi.
Við vissum fyrir víst að þetta voru
óvinir, illmenni og skrímsli, og við
áttum erfítt með að sætta okkur
við að þeir litu út alveg eins og
venjulegir menn, það vár svo skrý-
tið og óvænt. Sumir brostu til
okkar og reyndu að strjúka okkur
um kollinn.
Stundum gengum við um basar-
inn á leiðinni heim úr skólanum.
Þar var iðandi mannlíf, ekki síst á
flóamarkaðnum. Fólk var að selja
föt og stígvél, diska og nagla, kast-
arholur og allskonar óskiljanlegt
járnamsl. Þar vom á stjákli sí-
gaunakonur í síðum og litríkum
pilsum og með úfið hár. Annarri
hendi héldu þær utan um smáböm
í reifum en hinni gripu þær í ermar
kvenna sem áttu leið hjá:
Æ, gæskan mín fríða, lofaðu mér
að skoða á þér höndina, ég skal spá
fyrir þér, segja þér allt satt og
rétt...
Þama var líka einhentur karl og
páfagaukurinn hans vitri. Fyrir
rúblu dró páfagaukurinn miða upp
úr kassa með spásögn um við-
skiptavininn. Við stelpurnar
vomm hræddar við sígaunakon-
urnar, en ef einhver átti rúblu var
erfitt að standast páfagaukinn.
Miðamir sem hann tók í gogginn
spáðu gæfu og gengi, löngum ferða-
lögum og „endurkomu vinarins
sem hjartað þráir“.
Rétt til hliðar var svo freistingin
mesta: hljómsveitarkarlinn. Hann
spilaði á hnappaharmoníku, blés í
munnhörpu sem fest var við varir
hans og með fótunum barði hann
bumbur og sló málmgjöll. Hann
kunni lagið um Katjúsju, sem gekk
fram á árbakkann háa og söng um
þann sem hún elskaði, valsinn
Dónáröldur og margt fleira. Við
hlið hans sat á einskonar kassabíl
fótalaus öryrki í vattjakka frá-
hnepptum, undir honum sá í flösku
með tusku í tappa stað. Hann söng
með hljómsveitarmanninum og
öðru hvoru æpti hann hásri röddu:
Borgarar! Bræður og systur! Vík-
ið góðu að örkumlamönnum sem
börðust fyrir föðurlandið.
Á jörðunni lá húfan hans og fólk
henti í hana þvældum rúbluseðlum.
Ætli það hafi ekki verið í þriðja
bekk að ég fór að „vinna mig upp“?
Ég átti auðvelt með að læra og
tungan í mér gekk eins og hún
væri smurð. Svo kom að því að við
vorum teknar í Ungherjahreyfing-
una. Allir nemendur á ungherja-
aldri (níu til fjórtán ára) stilltu sér
upp í stóra salnum og við nýliðarn-
ir fórum í kór með Eiðstaf ung-
herjans:
Ég, ungherji Sovétríkjanna, sver
þess hátíðlegan eið að fylgja í einu
og öllu boðorðum félaga Stalíns og
Alsovéska Kommúnistaflokksins -
bolsévíka, að þjóna með heiðri og
sóma málstað Leníns og Stalíns...
Síðan voru bundnir á okkur
splunkunýir rauðir hálsklútar.
Hjartað sló ört af hrifningu, trún-
aðartrausti og þrá eftir að þjóna,
þjóna sem mest og best...
Ég var skipuð fánaberi ungherja-
sveitar skólans, bæði vegna þess
hve vel mér gekk í námi og vegna
þess hve löng ég var. Og þegar ég
bar ungherjafánann við lúðrablást-
ur og trumbuslátt inn í salinn á
hátíðafundi og allar skólasystur
mínar stóðu teinréttar í röðum með
höndina upp að enni í ungherja-
kveðju, þá var enginn í heiminum
hamingjusamari og stoltari en ég.
En það kostar sitt að öðlast frægð
og frama. Enginn var í raun og
veru góður nemandi nema hann
tæki þátt í „félagsstarfi“. Frá því í
fjórða bekk gáfum við út hand-
skrifað veggblað - í tilefni sjöunda
nóvember, fyrsta maí, afmælisdags
Stalíns, Stjórnarskrárdagsins og
Dags Rauða hersins. Blekið var
varla þornað áður en við þurftum
að byrja á nýju blaði.