Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 20
Kvikmyndagerð er draumurinn
- segir Sigurður Hróarsson, sjónvarpsmaður með meiru
„Það skemmtilegasta við þetta
er grunnvinnan við hvern þátt,“
segir Sigurður Hróarsson, einn
umsjónarmanna Geisla, hins
menningarlega þáttar í sjónvarpi
ríkisins. Geisli á sér marga forvera
í dagskránni og þó ekki alla eins.
Lengi var það Vaka en í vetur
verður það Geisli.
Eins og í fleiri þáttum vetrarins
er það nokkur hópur sem tekur
að sér umsjón með hverjum þætti.
Sigurður er einn af fimm umsjón-
armönnum Geisla. Áður en hann
birtist fyrst á skjánum nú í haust
hafði hann enga reynslu af vinnu
i sjónvarpi en var þó ekki með
öllu ókunnugur miðlinum.
Auglýsingagerð
„Eftir nám í íslensku við háskól-
ann fór ég að vinna á auglýsinga-
stofu,“ segir Sigurður aðspurður
um tildrög þess að hann réðst til
sjónvarpsins. „Það kynntumst við
Björn Brynjólfur Björnsson sem
er með þáttinn á móti mér ásamt
Karítas Gunnarsdóttur. Á auglýs-
ingastofunni unnum við m.a. að
gerð leikinna auglýsinga. Þar má
nefna auglýsingarnar sem gerðar
hafa verið fyrir ríkissjóð.
Nú, við Björn höfðum hug á að
takast á hendur viðameiri verk-
efni. Draumurinn er auðvitað að
gera kvikmynd en það verður víst
að bíða betri tíma. Þegar sjón-
varpið auglýsti eftir dagskrárgerð-
arfólki fyrr á árinu lögðum við inn
nokkrar hugmyndir að þáttum af
ýmsum gerðum til að sjá hvort
Hrafni Gunnlaugssyni litist á ein-
hverja þeirra.
Áður höfðum við gert stuttan
kynningarþátt vegna NART -
norrænu menningarhátíðarinnar
sem haldin var í sumar. Við stóð-
um okkur víst ekki verr þar en svo
að við vorum beðnir að taka að
okkur Geisla. Þannig þáttur var
reyndar ekki með í upphaflegum
tillögum okkar en þær miðuðu þó
allar að að gerð menningarlegra
þátta en ekki endilega yfirlits-
þáttar eins og Geisli er.“
Mikili hraði
„Þetta er mikil vinna fyrir lítið
kaup. Það er eins og fleira i menn-
ingarmálunum að þar er ekki allt
gert fyrir hátt kaup. Það sem við
rákum okkur fyrst á í sjónvarpinu
var hvað vinnan er ströng og hrað-
inn mikill. Við auglýsingagerðina
eru miklu meiri peningar til að
liggja yfir hlutunum. Eftir fyrstu
kynnin af tæknideild sjónvarpsins
finnst mér það nánast kraftaverk
hvað hægt er að gera þar á afar
skömmum tíma.“
En kvikmyndagerðin. Þið hafíð
ekki sótt um styrk úr nýefldum
Kvikmyndasjóði?
„Nei, ætli við verðum ekki að
hafa kvikmyndagerðina á bak við
eyrun næstu árin. Vinna við al-
vörukvikmynd er þó stóri draum-
urinn hjá öllum sem kynnst hafa
vinnu á þessu sviði. Ef til vill kem-
ur að því að við gerum kvikmynd
þótt enn verði ekkert látið uppi
um efnið.
Að vísu virðist manni, af reynslu
þeirra sem gert hafa kvikmyndir á
síðustu árum, að þetta sé vísasti
vegurinn til glötunar en það stopp-
ar okkur ekki. Við eru ævintýra-
menn.“
- Nú skilst mér að fyrir jólin sé
væntanleg bók frá þér.
„Já, bók eða ritgerð. Ég lauk
cand.mag. prófí í íslenskum bók-
menntum og það er lokaritgerðin
sem kemur út í endurbættri útgáfu
hjá Almenna bókafélaginu nú fyrir
jólin. Hún fjallar um Halldór Lax-
ness og Sovétríkin. Sennilega
flokkast þessi ritgerð fremur undir
hugmyndasögu en bókmennta-
fræði. Ég er svolítið gamaldags í
fræðunum og lítið hrifinn af bók-
menntafræði sem gengur út á að
teikna örvar aftur á bak og áfram.
Það þjónar engum tilgangi að
skrifa bókmenntafræði sem' engir
geta lesið nema sérfræðingar."
Vona að hún skaði hvorki
hann né mig
„Mér er vel ljóst að það er van-
dasamt að skrifa um Halldór. Ég
ber ótakmarkaða virðingu fyrir
honum og reyni að ganga til þessa
verks af heiðarleika og vona að
þessi bók skaði hvorki hann né
mig.
Sósíalismi Halldórs er einstak-
lega skemmtilegt verkefni. Hann
skrifaði mikið um það efni og var
virkur sósíalisti á árunum frá því
fyrir 1930 og fram yfir 1950. Sér-
staklega er mikið til frá honum
um þetta efni frá fjórða áratugn-
um. Margt af því hefur ekki verið
gefið út aftur en er með því
skemmtilegasta sem hann hefur
skrifað."
- Til viðbótar við þetta ertu laun-
aður áróðursmaður fyrir Leikfélag
Reykjavíkur.
„Já, aðalstarf mitt er að vera
leikhúsritari hjá Iðnó. Þar vinn
ég sem einskonar blaðafulltrúi.
Það er mjög mikilvægt fyrir leik-
húsin að sinna fjölmiðlunum og
aðstoða þá við að fjalla um starfið
þar.
Áhugi landsmanna á leiklist er
gríðarlega mikill. I fyrra var sæta-
nýtingin hjá Iðnó um 96% sem er
áreiðanlega heimsmet. Oft þarf þó
að ýta við fólki og minna það á
hvað er á boðstólum. Mörgum
hættir við að draga of lengi að
fara á sýningar þótt það hafi verið
ætlunin að sjá þær.“
Hættur um áramót
- Og þetta verða viðfangsefni þín
í vetur?
„Já, en ég verð þó að breyta
plönum mínum eitthvað eftir ára-
mótin. Þá ætla ég að taka að mér
stundakennslu við háskólann og
hlakka mikið til. Ef til vill verður
það þó til þess að ég verð að hætta
hjá sjónvarpinu. Ég er aðeins ráð-
inn þar til áramóta þótt trúlega
verði haldið áfram með svipaðan
þátt og Geisla fram á vor. En það
er eðlilegt að skipta nokkuð oft
um umsjónarmenn og gefa fleirum
tækifæri til að spreyta sig,“ sagði
Sigurður Hróarsson. qk
Sigurður Hróarsson - hugmyndir
okkar voru allar um menningar-
lega þætti. DV-mynd GVA