Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 8
52 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Stjörnu- hrap Hver lætur sig ekki dreyma um frægð? Flestir sjá þegar fyrir sér stjömudýrkun slúðurdálkanna eða nærmyndir í tímaritum með myndum af stjömu við leik á Barbados eða að stíga upp í einkaþotu sína í New York á leið til Hoílywood og allt virðist stefha í óendanlega hamingju að lokum. Þetta er ameríska útgáfan og hún er ekki svo fjarlæg þegar bróðurpartur heimsbyggðarinnar hefur komið sér fyrir í túnjaðrinum á South Fork í Dallas. En stjörnur em dauðlegar eins og aðrir menn. Flestir kjósa þó að horfa fram hjá vanköntunum á lifnaðar- háttum þeirra, sérstaklega ef það eru sömu vandamálin og flestir aðrir verða að upplifa. Stjörnur eiga ekki að vera venjulegt fólk. Síðan má líka vel vera að vandræði manna séu af- stæð. I lífi stjarnanna á víst að vera svo margt gott sem bætir upp það sem miður fer. Ný rannsókn Arið 1979 setti skemmtikraftur nokkur, Robyn Archer að nafni, á svið tveggja tíma sýningu í Ástralíu þar sem hún fjallaði um stutt og átakanlegt líf frægra kvenna sem allar áttu það sameiginlegt að brenna út sem stjörnur langt fyrir aldur fram. Þar á meðal voru Marie Lloyd, Billie Holiday, Judy Garland og Janis Joplin. Þær létust allar ungar að árum. Marie Lloyd varð þeirra elst. Hún náði fertugsaldri. Janis Joplin náði aftur á móti aðeins að verða 27 ára gömul. Sýning Archer hefúr farið víða og m.a. verið á fjólunum í Lund- únum. Nú hefur verið gefin út bók með þessu efni. Ar'cher dregur þá ályktun að þegar allt kemur til alls þá hafi störf þess- ara kvenna verið með þeim hættu- legustu sem um getur. Það hefur verið haft eftir Shelley Winters að líf stjömunnar geti verið mjög hættulegt, sérstaklega ef þær trúa á það. Niðurstaða Archers er á sömu lund. Ótrygg laun „Launin fyrir alla dýrðina sem umleikur stjörnurnar," skrifar Arc- her, „geta þegar allt kemur til alls reynst mjög lág og umfram allt ótrygg." Það eru ekki aðeins kon- urnar sem verða illa úti i stjömu- ljómanum. Elvis Presley, Brian Jones og Keith Moon áttu allir skamman feril á toppnum. Eftir það tók við löng niðurlæging og dauði. Archer heldur því þó fram að kon- urnar í sviðsljósinu verði alla jafna verr úti. Til þeirra eru gerðar strang- ari kröfur um að uppfylla ímynd sem þeim hefur verið búin fyrir fram. Karlmennirnir á toppum hafa oft- ast náð nokkrum völdum yfir eigin Marilyn Monroe barðist fyrir sjálf- stæðl sínu og tapaði. ferli þótt þeir hafi brotnað niður vegna eigin sjálfskaparvítis. Kon- urnar hafa hins vegar oftar verið handbendi umboðsmanna sinna og því oft fyllst vonleysi vegna þess að aðrir hafa tekið af þeim völdin. „Reglan er sú,“ skrifar Archer, „að ef þær neituðu að laga sig að þeirri framkomu sem þeim var ætlað að sýna urðu þær að slíta öll bönd við starfsgrein sína og við tók hröð leið til glötunar. Svo lítur út sem þær hafi misst fótanna og eftirmælin verða: Hún hafði mikla hæfileika en dó ung.“ Archer heldur því fram að þær hafi ekki verið fórnarlömb eigin skapbresta heldur hafi þeim ekki tekist að uppfylla það kynhlutverk sem þeim var ætlað að gera. Þessu verði að breyta. Archer segir að þess- ar konur hafi óafvitandi orðið kvenfrelsishetjur og það sjáist best þegar lesið er milli allra þeirra þús- unda lína sem skrifaðar hafi verið um hinar föllnu stjörnur. Erfið æskuár Archer rekur ógæfu Judy Garland allt aftur til æsku. Hún hét í raun og veru Frances Gumm. Faðir henn- ar var hommi og fjölskyldan þurfti KOKUBASAR Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur basar í Safnaðarheimilinu Bjamhólastíg 26 - Kópavogi laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Á boðstólum verða: kökur og margt fleira. Komið og gerið góð kaup. FJÁRÖFLUNARNEFNDIN. hvort sem Þú borgar alltaf sama gjaldið, n þú ert einn eða meðfleirum íbílnum! Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. HREVnU- 68 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.