Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1986. 55 Stúlkur með hársveiga bíða þess að dansa og syngja fyrir tiginn, erlendan gest. Börn menning- arbylting- arinnar Skólabörnin haldast í hendur þegar þau eru á gangi í hættulegri umterð i Peking. * >• >-•'•••" ..Uh peningum, mundi hann hleypa af stað sinni eigin nýju menningar- byltingu. Og frelsið 'nýja skapar mciguleika til þess. En meðal mánaðarlaun í Kína eru ekki nema um 800 krónur. Þó að verðlagið sé mjög lágt, þó er ekkert afgangs fyrir bönd (kassett- ur), dagblöð, nýtískufatnað eða skemmtilíf. Þar að auki er farið að brydda á atvinnuleysi í landinu. Það er því ekkert fé að grípa til fyrir sýnilega æskumenningu að vesturlenskum hætti. í borgunum má þó finna mörg dæmi þess að þar blása nýir vindar. Frjálst makaval Nú er það til dæmis orðið venju- legt að ungt kínverskt fólk fær að velja sér maka, áður réðu foreldr- arnir öllu um makaval. Piltar fá að gifta sig 22ja ára gamlir og stúlkur er þær standa á tvítugu. En reynslan er sú að fólk giftir sig seinna en það og hefur þá betur efni á að ala upp það eina barn sem hjónin mega eignast, að skipan stjórnvalda. Á árum menningarbyltingar var dans talinn dæmi um borgaralega hugsun og því stranglega þannað- ur. Nú á dögum er marga dansstaði að finna í stórborgum, þó að yfir- völd hafi ekki samþykkt tilveru þeirra eða bannað. En þó er ekki lengra síðan en í fyrra að meiri- hluta dansstaða var lokað í Shanghai. Annað dæmi um nýja frelsið í Kína er að hjónaskilnuðum fjölgar sí og æ. Fyrir tveim árum voru þeir um hálf milljón, en þó hlut- fallslega miklu fátíðari en á Vesturlöndum. Spilling og vonarbjarmi Ungdómsafbrot eru líka nýtt fyr- irbrigði, eða að minnsta kosti hlutur sem er umtalsverður. Þar sem flest hjón eiga aðeins eitt barn er eftirvæntingin um framgang þess mikil. Barninu er spillt um leið og foreldrar þess gera sér háar hugmyndir um útkomuna í skólan- um. Það hefur í för með sér að bömin verða fyrir meiri streitu og freistingum en börn sem eiga systk- ini. Langur vinnudagur og langar ferðir í vinnuna verða líka þess valdandi að foreldrar hafa lítinn tima til þess að sinna börnunum eða ekki eins mikið og æskilegt væri. Námskeið í barnauppeldi er seinasta læknisráð ríkisins við þessu alvarlcga vandamáli. Eigið rokkhneyksli Það er einkum í stórborgum Suð- ur-Kína, svo sem Guangzhou, Shanghai og Shenzhen, að ýmislegt er að finna sem minnir á Vesturl- önd. Umræður í blöðum eru nokkuð opnar, menn getit reykt „profit“sígarettur og drukkið kóka-kóla. Eina rokkstjarna Kína, Zhang Hang, var handtekinn fyrir einu ári, ákærður fyrir mörg ofbeldis- verk. Þeir sem eiga peninga leggja nú kapp á að ná í rokkmúsík frá Taiwan eða Hongkong. En fáir eru þeir sem hafa ráð á því. Flestir ungir Kínverjar vinna á ökrunum eða ganga í skóla, nýja og betri skóla en þá sem reknir voru á árum menningarbyltingar- innar. Áhuginn á því sem við ber utanlands er mikill, þó að mörg ár séu liðin frá því að dyrnar að um- heiminum opnuðust að verulegu leyti. Ný mál I fátæku landi eins og Kína hefur ungt fólk ekki mikinn tíma til eigin umráða. Allir verða að hjálpa til einnig á heimilinu eftir skólatíma eða vinnudaginn á akrinum. Það eru ekki nema ríkustu bænd- urnir og nýríkir stórborgarbúar, sem geta veitt sér það sem kallað er „Átta nýju hlutimir". Þá er átt við litsjónvarp, klukkur, kassettu- tæki, vídeótæki, viftur, vélhjól, myndavélar og þvottavélar. Nýi tíminn er seinn á ferðinni til týndu kynslóðarinnar í Kína. Huvudstadsbladet irahöllunum í Peking.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.