Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 4
48 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Nauðungaruppboð annað og síðara, sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Kársnesbraut 38, hluta, tal. eign Maríu Guðrúnar Waltersdóttur, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Landsbanka islands og Veðdeildar Landsbanka íslands á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18„ 20. og 22. tölublaði Lögbírtingablaðsins 1984 á eign- inni Skeljabrekku 4, þingl. eign Blikkvers hf., fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Póstgíróstofunnar, Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 15.45. ___________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 61. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Kársnesbraut 115, þingl. eign Þorvaldar R. Jónassonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs, Veðdeildar Landsbanka íslands og skattheimtu ríkis- sjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara, sem auglýst var í 56., 61. og 64. tölublaðí Lögbirtingablaðs- ins 1986 á eigninni Reynistað v/Nýbýlaveg, þingl. eign Páls Dungal, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Bæjarsjóðs Kópavogs og Veð- deildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 10.00. __________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Sigrún og Auðbjörg á leið til Kashmir. Þarna fengu þær kærkomna hvíld frá indverskum dans- og söngva- myndum í langferðabifreiðinni. Ferðalangar D V í ævintýrum á Indlandi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 61. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Nýbýlavegi 12 A, hluta, þingl. eign Kristmanns Þ. Einarssonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Bæjarsjóðs Kópavogs og Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara, sem auglýst var í 56., 61. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1986 á eigninni Þverbrekku 2, hluta, þingl. eign Óskars Smith Grímssonar, fer fram að kröfu Guðmundar Jónssonar hdl., Bæjarsjóðs Kópavogs, skatt- heimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 10.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 80. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Smiðjuvegi 20, hluta, þingl. eign Þórarins Þórarinssonar, fer fram að kröfu Landsbanka íslands og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 11.00. ___________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Digranesvegi 36, þingl. eign Jóhanns Hákonarsonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs i Kópavogi og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 11.30. ______________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þinghólsbraut 74, þingl. eign Óla Hákonar Herterwig fer fram að kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara, sem auglýst var í 136., 143. og 147. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Engihjalla 3, hluta, tal. eign Halldóru Guðmunds- dóttur, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Ásgeirs Thoroddsen hdl., Bæjarsjóðs Kópavogs og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 14.15. ___________Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Reynigrund 75, þingl. eign Gunnars Steins Pálssonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara, sem auglýst var í 116., 119. og 122. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1983 á eigninni Marbakkabraut 13, hluta, þingl. eign Hermanns Sölvasonar, fer fram að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn I Kópavogi Já, þetta var árás á öll skilningar- vit. Evrópa líktist nú helst barna- leikvelli í samanburði við Indland. Við þóttumst færar í flestan sjó eftir erfiðan skóla síðustu tveggja mán- aða og með heilræði og fróðleiksmola reyndra Indíafara í fórum okkar en samt sem áður vorum við ekki undir það búnar sem beið okkar. Indland er langt frá því að vera auðveldasta land í heimi til að ferðast í. Þetta er enginn sunnudagsbíltúr að Gull- fossi og Geysi. Það er sagt að annaðhvort elski fólk þetta land eða hati af öllum lífs og sálar kröftum en eitt er víst að Indland lætur engan ósnortinn. Ferð í járnbraki Þegar við lentum í Nýju-Delhi var hitinn aðeins 38°C og fór síhækkandi eftir því sem leið á daginn. Ferðin frá ílugvellinum inn í borgina, sem var farin í einhverju járnbraki sem með jákvæðu hugarfari mátti kalla rútu, leið hjá í hálfgerðri móðu vegna hita og þreytu og það sem fyrir augu bar var engu öðru líkt. í hótelher- berginu var nánast ólíft, 42°C hiti og ofsarok af völdum viftunnar. Fyrsta sólarhringnum í Indlandi var eytt undir sturtunni milli þess sem tugir lítra af ódrykkjarhæfu klór- vatni voru svolgraðir. Daginn eftir ákváðum við að fara í smá„skemmtigöngu“ um götur Del- hí-borgar og þar kom menningar- áfallið (kúltúrsjokkið) fyrst fram. Það sem bar fyrir augu okkar þennan dag var ótrúlegra en orð fá lýst. En greinarinnar vegna verðum við að lýsa þessu eftir bestu getu. Það að nokkur maður skuli komast lifandi út úr indverskri umferð er kraftaverk út af fyrir sig. Á götunum ægir öllu saman; bílum, rútum, vörubílum, litl- um hjólum, geitum, heilögum kúm, uxavögnum, hjólum, handvögnum og milljón manns gangandi, hlaupandi, liggjandi og sitjandi. Það er engin leið að skilja hvemig þetta er hægt. Hér verður maður vitni að hinni hrikalegustu fátækt sem hægt er að ímynda sér. Hreysin, kofarnir, hrúg- öldin, sem fólkið hefur klambrað upp úr því sem hendi er næst, pappa, trjá- greinum, efnislufsum, eru hræðileg að sjá. Alls staðar þar sem nokkurt pláss er hafa hinir heimilislausu komið sér fyrir á gangstéttarbrúnum, í húsasundum, jafnvel á ruslahaug- um. Lyktin er sérstakur kapítuli, súr, stingandi rotnunar- og reykjar- þefur. Mengunin frá hinni gífurlegu umferð borgarinnar er óhugnanleg, þykkt mistur liggur yfir henni. En það sem slær mann mest við fyrstu sýn er þessi eymd sem alls staðar virðist ríkja. Hrífandi ringulreið Þó furðulegt megi virðast þá er um leið eitthvað hrífandi við þessa ógnar ringulreið. Allt þetta mannlíf: kon- urnar klæddar sari og silkifötum í öllum regnbogans litum, skreyttar skartgripum allt frá nefi niður að tám. Karlmennirnir eru minna áber- andi, að undanskildum marglitum vefjarhöttum síkanna, og þvílíkar horrenglur hafa sjaldan sést á götum Reykjavíkur. Lítil lörfum klædd börn, sem hvergi virðast eiga sama- stað, hlaupa um göturnar og sýni eitthvað manni þörfina á náunga- kærleikanum þá eru það betlararnir sem eru á hveiju götuhorni. Pláss- nýtni Indverja er með eindæmum og ekki er óalgeng sjón að sjá uxa, sem eru lítið annað en beinahrúgur, draga lítinn vagn sem á voru pabbi, mamma og átta krakkar ásamt ömmu og afa í móðurætt og allri búslóðinni. Venjulegt reiðhjól gegnir hlutverki fjölskyldubílsins, ákjósan- legt 4-5 manna farartæki. Við brugðum okkur síðan í dags- ferð til borgarinnar Agra - í loft- kældri rútu. Agra er ein af þekktustu borgum landsins og enginn getur komið til Indlands án þess að fara þangað. Borgin er stór þáttur í sögu Indverja og var m.a. höfuðbo.'g á 16. og 17. öld á tímum mógúl-keisara- veldisins. Á sama tíma var frægasta bygging landsins reist - bygging sem þýðir það sama fyrir Indland og t.d. Eiffeltuminn fyrir Frakkland - Taj Mahal. Ekki ófrægari eru Rauða virkið og eyðiborgin Fathepur Siki. DagaríTaj Mahal Taj Mahal var fyrsti staðurinn sem við heimsóttum í Agra. Það var eins og að ganga á vegg að stíga út úr loftkældri rútunni. Hitinn var lam- andi, 45°C, og sólin hellti sér misk- unnarlaust yfir okkur. En vanlíðan- in vegna hitans hvarf skjótt því sú sjón sem mætti okkur var gjörsam- lega yfirþyrmandi. Til þess að njóta töfra Taj Mahal til fullnustu er þörf á að dvelja nokkra daga í Agra því þetta er ein bygging við sólarupprás, önnur við sólsetur og enn önnur í tunglsljósi. Við vorum staddar þarna um miðbik dagsins og hvítur, útskor- inn marmarinn stafaði blindandi birtu. Taj Mahal er sagt vera stærsta og dýrasta minnismerki sem byggt hefur verið um ástina. Shajan keis- ari byggði það til minningar um konu sína sem lést þegar hún fæddi 14. barn þeirra hjóna. Alls tók bygg- ingin 22 ár og skyldi maður ætla að minningin um hina fomu ást hafi aðeins verið farin að fölna! Keisarinn ætlaði reyndar að byggja annað minnismerki um sjálfan sig - Taj Mahal - úr svörtum marmara hinum megin árinnar, sem hefði vissulega verið stórkostleg sjón, en áður en sú bygging náði að rísa var honum steypt af stóli af syni sínum sem blö- skraði þetta minnismerkjaæði og peningaeyðsla gamla mannsins. Og áfram var haldið um Agra í hita og þunga dagsins, til Rauða virkisins og fleiri staða. Hitinn var orðinn óbærilegur og vökvatapið í samræmi við það - svitaholumar líktust helst Þjórsá í vorleysingum. Okkur gat ekki staðið meira á sama um öll rauð virki í veröldinni og löngu dauða kalla. - Huggun okkar var flaskan - vatnsflaskan - og loft- kælda rútan. Menningarreisa Hér var ekki verandi lengur, við ákváðum hið snarasta að halda upp til fjalla - til Kashmir. Okkur til hrellingar lentum við í svokölluðum videolangferðabíl og sýndar voru á leiðinni 4 indverskar dans- og söngvamyndir sem auðheyrilega áttu hug og hjörtu farþeganna því allir Indverjar í rútunni sungu og trölluðu fullum hálsi. Þrátt fyrir jákvæðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.