Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 53 Billie Holiday stóð uppi í hárinu á umboðsmönnunum. fyrir vikið að flytja oft án þess að Frances eða systur hennar vissu hvers vegna. Hún varð fræg 13 ára gömul og varð snemma kynþroska. Öll unglingsár sín varð hún að leika kynbombu og tvítug fór hún fyrst í fóstureyðingu. Á 15 árum lék hún í 28 kvikmyndum án þess að hafa nokkurn tíma nokkur rúð um hvað hún lék. Hún leiddist út í lyfjaát til að sætta sig við lífíð. Framleiðendur myndanna græddu vel en sjálf bar hún lítið úr býtum. Á ævi sinni eignaðist hún þrjá eig- inmenn en bjó alla tíð við ofurvald umboðsmanna sem þrælkuðu hana og tryggðu um leið framhald á fram- anum. Hún var alla tíð skuldbundin þeim. Judy Garland var drykkju- og eit- urlyfjasjúklingur. Það gengur kraftaverki næst að hún skyldi lifa fram á fertugsaldur. En hún vildi hætta áður en allt var um seinan. Hún hefði ef til vill aldrei byrjað ef móðir hennar hefði ekki ýtt henni af stað. Sterkar blökkukonur Allar stjörnur, bæði karlar og kon- ur, verða að bera sömu byrðarnar af að viðhalda ímynd sinni og auka helst frama sinn ár frá ári. Sannar stjörnur eru þó þær sem haldið hafa persónuleika sínum á framabraut- inni. Sá árangur er m.a. eignaður Billie Holiday og Bessie Smith. Þær sungu aðeins þau lög sem þær töldu sína list. Billie Holiday fædist árið 1915. Þá var móðir hennar aðeins 13 ára. Hún átti erfiða æsku og sat tvívegis inni á ævinni. Hún fór alltaf sinar eigin leiðir og gerði vinsæl lög sem um- boðsmennirnir töldu vonlaus. Hún lést árið 1959, þá farin að kröftum. Eitt sinn áti hún að hafa sagt: „Það er eins og þeir segja. Það er, fjandinn hafi það, ekkert sem jafnast á við skemmtanabransann. Það dugar ekkert annað en að brosa og reyna að æla ekki.“ Hún vissi um hvað hlutirnir snerust. Archer heldur því fram að það hafi öðru fremur gert konum erfitt fyrir að lifa með frægðinni að hvað fer illa saman við móðurhlutverkið. Niðurstaðan varð' oftst sú að þær urðu stjörnur að aðalstarfi og mæður í hjáverkum. Þær eru margar stjörnurnar sem hafa lent í þessari togstreitu. Edith Piaf er ein þeirra. Svo virðist sem hún hafi á ferli sínum risið upp gegn Judy Garland fékk aldrei tækifæri til aö hætta. karlveldinu og hafnað þeirri ímynd sem ætlast var til að hún tæki upp. Hún var fædd árið 1915. Móðir henn- ar var 16 ára gömul söngkona og eiturlyfjaneytandi. Hún yfirgaf dótt- ur sína á unga aldri og eftir það ólst Edith upp nánast á flakki. Hún eign- aðist barn 18 ára gömul en það dó í frumbernsku. Tvítug var hún upp- götvuð sem söngkona. Vonlaus barátta Piaf var ekki glæsileg á að sjá og gekk aldrei í hlutverk kynbombunn- ar. Hún var fyrst og fremst söngkona. Hún lifði hátt og réð sér sjálf þar til öll sund lokuðust að endingu. Hún fór sínu fram með glæsibrag allt til dauða. Öðru máli gegnir um Marilyn Monroe. Hún var kynbomba sem lék hlutverk heimsku ljóskunnar sam- kvæmt fyrirfram gefinni forskrift. Hún átti alltaf í baráttu fyrir að fá að vera hún sjálf og var öll áður en að því kom. í sögu Monroe kemur enn fram að erfið æska setur mark sinn á stjörn- una. Móðir hennar var geðveik. Það var í ættinni. Monroe sá frægðina sem leið til að bæta sér upp allt sem hún fór á mis í æsku. Hún giftist oft og átti marga elskhuga en náði aldr- ei að verða það sem hún vildi. Hún brann út áður. Nancy Reagan á að hafa líkt stjörnunum við tepoka - eða var það ræðuskrifari hennar sem fann upp þá líkingu - og sagði: „Það sést ekki fyrr en búið er að hella heitu vatninu yfir pokann hve sterkt teið verður." Lík þessu eru oft örlög stjarnanna. Þýtt Heilbrigðisfulltrúar Stöður tveggja heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 15. desember nk. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum svo sem líffræði, matvælafræði, dýralækningum, hjúkrunar- fræði eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 1. desember nk. en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík Viltu veita stuðning? Guðmundur G. Þórarinsson í OPMU prófkjöri / " FramsóKnarfloKKsins í ReyKjavíK. SÍMARSTUÐmnQSMAMriA 68-88- 17^Qei68-88-4> SÝNING í dag, 15. nóv., kl. 10-16 Gjörið svo vel og lítið inn. Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum ein- göngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna, sérsmíðum. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. Við sýnum einnig hin vönduðu vestur-þýsku Miele eldhústæki. JPinniéttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.