Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 2
46 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Fátækt í frægðinni Jason nokkur Starkey hefur á Eng- landi verið fundinn sekur um að stela stereoútvarpi úr bifreið. Verknaður- inn var framinn í ölæði og var hinn seki tekinn daginn eftir gleðskapinn þar sem hann lá á þýfinu. Fvrir brot sitt hefur Starkey verið dæmdur til að greiða 7200 krónur í sekt. Er það nokkuð þungur dómur þegar 19 ára atvinnulaus unglings- piltur á í hlut. Ekki veldur þó sektin því að Starkey hefur komist í frétt- irnar heldur það að faðir hans er Ringo Starr sem um skeið lék með Bítlunum. Breiðsíðunefndin hefur aldrei verið mikið gefin fyrir siðapredikanir en getur þó ekki látið hjá líða að minna alþýðu manna á að líf fræga fólksins er alls ekki eftirbreytnivert. Óskarsverð- launa- hafi í þjóð- frelsisbaráttu . „Hér er allt mitt fólk og eini stað- urinn þar sem ég á raunverulega heima,“ sagði Haing S. Ngor þegar hann kom að landamærum Kamp- útseu Tælandsmegin. Nú er ár síðan hann vann óskarsverðlaunin fyrir hlutverk ljósmyndarans í Vígvöllun- um sem sýnd var við mikla aðsókn víða um heim. Ngor er nú við upptökur á heimild- armynd fyrir sjónvarp um átökin í Kampútseu. „Ég vil að það komi fram hvað fólkið mitt hefur orðið að þola,“ segir Ngor. Hann heldur því fram að ógnarstjórnin í heimalandi hans sé síst minni nú undir stjórn Heng Samrin og bandamanna hans frá Víetnam en var í tíð hins ill- ræmda Páls Pot. „Það er verið að útrýma þjóðinni,“ segir Ngor. Lauper tjaldar öllu sem til er. Slagur milli Madormu og Lauper „Hér er ég rétt eins og ég sagði að ég mundi vera,“ syngur Cyndi Lau- per á nýju plötunni sinni. Hún leggur nú hart að sér að viðhalda frægðinni sem hún öðlaðist árið 1983. Allt bendir til að það ætli að takast þvi lögin af plötunni stefna óðfluga að toppi allra helstu vinsældalista í heiminum. Lauper er þessa dagana á Ítalíu við upptökur á myndbandi til að auka sölu plötunnar. Lauper er nefnilega af myndbandakynslóðinni í poppinu. 1 myndböndin eyðir hún milljónum neðan helsti keppinauturinn, Ma- donna, hefur fundið ódýrari leið til að kynna sig. Madonna fann upp á því að efna til samkeppni um hver gæti gert besta myndbandið við lag með henni. í verðlaun var heitið einni milljón króna. Um eitt þúsund tillögur bár- ust. Myndbandið sem valið var til fyrstu verðlauna er í svart/hvítu og þykir bara nokkuð gott. Hins bíða menn nú hvað mótleik Lauper getur fundið. ER BLAÐIÐ FYRIR ALLA Fæ enn fiðring ... segir Páll Þorsteinsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, í Viku- viðtalinu. Ný framhaldssaga, skrifuð af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi fyrir Vikuna. Spennusagan Lifandi lík hefst í þessu tölublaði. Fylgist með frá byrjun. ★ Öldrunarmál á íslandi. Dögg Pálsaóttir lögfræöingur gjörþekkir þennan víðamikla málaflokk og skrifar fyrsta þátt af tíu í Vikunni nú. Leiklist í Lindarbæ og Leikslok í Smymu. í skák getur allt gerst, segir Margeir Pétursson, íslandsmeistarinn í skák 1986. Hann er nafn Vikunnar. Vetrartískan. Lúða með broccoli í Viku-eldhúsinu. Lifa hratt, deyja ungur, gleymast aldrei. James Dean. í gegnum þagnar- múrinn Meðan Dustin Hoffman, Warren Beatty og Isabelle Adjani vinna að töku myndarinnar Ishtar í New York má ekkert kvisast út um viðfangsefni þeirra. Allir þeir sem vinna að mynd- inni hafa orðið að sverja þess eiða að segja engum frá efni myndarinn- ar. Þetta uppátæki hefur þó reynst hin mesta firra því sjaldgæft er að svo margar slúðursögur hafi myndast vegna töku einnar myndar. Ein sag- an hermir að Adjani eigi að leika ungan mann og óttast menn að það fari hinni ungu leikkonu afar illa. Hörðustu aðdáendurnir segjast þó ekkert óttast því þessi saga sé upp- spuni og Adjani muni ekki birtast í dulargervi í myndinni heldur rétt eins og hún á að sér að vera. Önnur saga, sem spurst hefur út fyrir þagnarmúrana, er að þess verði nú skammt að bíða að Adjani og Beatty gangi í það heilaga. I mynd- inni eigi þau að leika kærustupar og farist það bara vel úr hendi því þegar hafi tekist miklar ástir með þeim. Adjani litur um öxl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.