Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 12
56 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Höfundur dagbóka Hitlers enn aö skrifa „Bókin á að heita Þannig varð ég Adolf Hitler. Ég hef þegar skrifað hana en er samt ekki enn tilbúinn að láta hana frá mér. Margar sjón- varpsstöðvar hafa sýnt verkinu áhuga en þær vilja ekki borga það sem ég set upp,“ segir Konrad Kujau sem frægur varð árið 1983 fyrir að semja dagbækur í nafni Adolfs Hitler og selja þýska tímaritinu Stern fyrir fáheyrða upphæð. Kujau var dæmdur fyrir tiltækið en nú er hann laus allra mála og ætlar að halda áfram að græða á sögunni um dagbækur Hitlers. Og Kujau lætur ekki þar við sitja. Hann hyggst starfa í framtíðinni sem opin- ber atvinnufalsari. Hann segir að væna fúlgu megi fá fyrir bréf með hendi Karls Marx. „Ég er að hugsa um að skrifa nýja útgáfu af Komm- únistaávarpinu," segir Kujau. Hann er þegar orðinn vel fær í að skrifa eins og Marx og handskrifaða kveðju frá gamla manninum. Það er að sjálf- sögðu frumrit. Gorbatsjov næstur? En þeir eru fáir sem verða til að trúa á sannleiksgildi nýrra upplýs- inga frá Marx þegar vitað er um iðju Kujau. Hann ætlar líka að róa á önnur mið þótt stæling á rithönd Marx sé ágætis tómstundagaman. „Hver veit nema ég fari að fást við rithönd Gorbatsjovs,“ segir Kujau. En samt verða það alltaf dagbækur Hitlers sem munu halda frægð Kuj- aus á lofti. Hann segist hafa unnið að framhaldi þeirra þegar sú fregn barst honum í sjónvarpinu að fær- ustu sérfræðingar hefðu talið það sem hann seldi Stern skrifað með hendi Hitlers og því yrði að endur- skoða sitthvað í ævi harðstjórans sem hingað til hefði verið haft fyrir satt. Kujau hafði aldrei tekist eins vel upp í list sinni. Áður hafði hann fals- að einstök skjöl og listaverk og selt fávísum mönnum. En það var ekki fyrr en hann hafði selt dagbækur Hitlers aem hann fór að uppskera svo nokkru næmi fyrir falsanir. Hann varð að vísu að sitja inni um tíma en hann fékk að halda peningunum. Hann var ekki sekur um fjársvik því sá blaðamaður af Stern sem sá um kaupin vissi að bækurnar voru fals- aðar og tók raunar nokkra upphæð í sölulaun. Illa viö Hitler Kujau neitar því algerlega að hann sé aðdáandi Hitlers þótt mörgum þyki hann grunsamlega fær í að lifa sig inn í hugarheim foringjans. „Blaðamaðurinn frá Stern sá upp- hafið að fyrstu dagbók Hitlers og taldi sig geta komið þeim í verð,“ segir Kujau. „Þá sá ég að þetta gat verið mjög ábatasamt og tók til við að skrifa af krafti. Ég var vanur að falsa ýmislegt smálegt frá stríðsár- unum og vissi því vel hvernig best var að bera sig að. Bækurnar upp- fylltu Iágmarksskilyrði þess að vera trúverðugar en færir sérfræðingar áttu að geta séð í gegnum svindlið. Það tókst þeim þó ekki í fyrstu og mér tókst um stund að blekkja alla heimsbyggðina," segir falsarinn Konrad Kujau. SjáKsmynd Konrads Kujau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.