Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 18
62 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Popp (Status Quo) Frank Rossi tekur dýfu i tilefni vinsælda In the Army now. ,, Gömlu strákarnir ungir í anda“ Poppheimurinn er algerlega óút- reiknanlegur. Þegar pönkararnir fagna 10 ára afmæli pönksins bregð- ur svo við að flestir gömlu poppar- arnir, sem pönkkynslóðin gaf skít í, halda upp á afmælið með því að gefa pönkliðinu langt nef. Monkees hafa risið aftur upp úr öskustónni, Alice Cooper er kominn á fulla ferð, James Brown stormar um sviðið, Boston eru komnir aftur á toppinn, Little Richard hefur snúið sér að rokkinu á nýjan leik, meðlim- ir Status Quo eru hættir við að hætta og orðnir einhverjir vinsælustu popparar á Islandi eftir rúmlega 20 ára útgerð, Kansas eru komnir í slag- inn að nýju og þá má ekki gleyma gömlum kempum á borð við Paul jBimon, nafna hans McCartney, Chuck Berry, Steve Winwood, Tinu Turner og svo ótalmarga fleiri. Hvar endar þetta? Það er ekki gott að segja hvar þessi ósköp byrja og hvar þau enda. Eitt *. er víst að gamla góða poppið og flytj- endur þess deyja ekki svo auðveld- lega þrátt fyrir allt. Það átti t.a.m. enginn aðdáandi Boston von á því að hljómsveitin kæmist á toppinn árið 1986 með gamaldags lag eins og Amanda. Tveimur árum eftir útkomú annarrar plötu Boston þótti einsýnt um framhaldið. Þriðja platan, sem koma átti út það úr, lét á sér standa og loksins lenti Tom Scholz, for- sprakki Boston, í málaþófi við Epic útgáfuna árið 1983 þar sem hljóm- sveitin skuldaði útgáfunni hvorki meira né minna en 10 breiðskífur samkvæmt samningum frá árinu 1976. Enn sér ekki fyrir endann á þessum málaferlum og kann því nú- . verandi samningur Boston við MCA útgáfuna að reynast ólöglega gerður. Hvað um það, vinsældir Boston eru litlu minni núna í Bandaríkjunum en fyrir 10 árum þegar fyrsta platan kom út. Hvað hafa þessi 10 ár leitt af sér hvað smekk fólks á dægurtón- list varðar? Þessu getur líklega enginn svarað en best er að hver og einn dragi sínar ályktanir. Apakettir og myndrokk Hvernig stendur til dæmis á því að hljómsveitin Monkees er nú skyndi- . lega orðin feikivinsæl á nýjan leik? Þessi hljómsveit var nú ekki ýkja hátt skrifuð á sínum tíma. Mörgum þótti tónlist hennar vera alversta tyggjótónlist en með árunum hefur fólki lærst að meta tónlistina frá fag- legu sjónarhorni í stað þess að dæma hana út frá hinum hallærislegu sjón- varpsþáttum sem gerðu Monkees . vinsæla um miðjan sjöunda áratug- inn. Það var með tilkomu MTV, myndrokksjónvarpsins bandaríska, sem vinsældir Monkees endumýjuð- ust. Þegar þessi kapalstöð fór að sýna börnum gömlu Monkees að- dáendanna þessa gömlu þætti hófst eins konar endurreisnarskeið hljóm- sveitarinnar. Mickey Dolenz, Pete Tork og David Jones endurreistu Monkees en Mike Nesmith, sem vegnað hefur vel sem tónlistar- og kvikmyndagerðarmanni, þótti ekki ástæða til að taka þátt í gamninu. Nú hafa þessir þrír gert lagið That Was Then, This Is Novy sem nýtur nokkurra vinsælda. Og viti menn, Monkees er orðin vinsæl hljómleika- hljómsveit. Þó er Mickey Dolenz með fleiri járn í eldinum því undanfarin ár hefur hann átt velgengni að fagna sem kvikmynda- og sjónvarpsleik- stjóri og er að vinna að kvikmynd eftir handriti Bruce Robinson sem gerði handritið að Killing Fields. Sálarheill James Brown Gamli soul-bróðirinn nr. 1, sjálíúr James Brown, getur þakkað Sylvest- er Stallone fyrir þann aukna áhuga sem almenningur sýnir tónlist hans þessa dagana. Lagið This Is Not America, úr kvikmyndinni Rocky IV, hjálpaði karli gífurlega. Nú er hann á fullri ferð með nýja plötu, Gravity, í farteskinu. Fyrir 10 árum virtist ferill Brown vera á enda. Þessi upp- hafsmaður diskósins varð undir í vinsældaslagnum við yngra fólkið. Hann lenti í fjárhagskröggum, varð að selja þrjár útvarpsstöðvar sem hann átti, einkaþotuna sína og nokkra bíla. Skattyfirvöld kröfðu hann um 180 milljónir í ógreidd opin- ber gjöld, sonur hans lést í bílslysi og kona hans úr öðru hjónabandi sagði skilið við hann. En það birti nokkuð til á nýjan leik árið 1980 er hann Iék í kvikmyndinni The Blues Brothers. Hjólin fóru hins vegar ekki að snúast aftur fyrr en með myndinni Rocky IV. Nú einbeitir hann sér að réttindabaráttu blökkumanna og ekur um i svörtum Lincoln. Um Linc- oln bíl sinn segir Brown: „Ég vil frekar keyra Lincoln en Cadillac þar sem ég met nafn Abrahams Lincolns mikils vegna réttindabaráttu hans fyrir frelsi blökkumanna. Fyrir mér er nafnið Lincoln tákn frelsis." Status Quo á fullu Status Quo kvaddi aðdáendur sína með mikilli kveðju-hljómleikaför fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þeir eru samt komnir á fulla ferð á nýjan leik. Francis Rossi, gítarleikari og söngv- ari Status Quo, lýsti því yfir þegar sveitin kvaddi aðdáendur sína að hann ætlaði að taka sér langt frí. En fríið stóð ekki lengi yfir. Bassa- Monkees líta svona út í dag, David, Peter og Michael. Little Richard með Ben Elton á vinstri hönd og grínleikaranum Rik Mayall úr The Young Ones á hægri hönd. Alice Cooper, ætið jafnhuggulega málaður. Boston á upphafsárum sinum. leikarinn Alan Lancaster kom sér þó til Ástralíu með konu og þrjú börn en þeir Rossi og gítaristinn Rick Parfitt héldu áfram starfi sveitarinn- ar með þrjá ungliða sér til halds og trausts. Eftir vinsældir lagsins In The Army Now um víða veröld eru þeir byrjaðir að halda tónleika að nýju og líkar bara vel. Þetta lag er reyndar nokkuð ólíkt hinum 19 lög- unum sem Status Quo hefur komið inn á topp 10 í Bretlandi á sl. 20 árum. Þetta lag er eftir hollensku Bolland bræðufna sem hafa m.a. stjórnað upptökum og samið lög á plötum Falco. Status Quo hafa ætíð notið nokkurra vinsælda hér á landi en aldrei hefur þessi 24 ára gamla sveit verið jafnvinsæl og einmitt nú. Gamli skelfir Alice Cooper, sem heitir reyndar réttu nafni Vincent Furnier, er orð- inn 38 ára gamall. Það eru margir sem telja að Cooper hafi verið manna fyrstur til að færa rokkið í leikrænan hryllingsbúning en það er alls ekki rétt. Screaming Jay Hawkins verður trúlega að teljast frumkvöðullinn. Hvað um það, gamli skelfir er nú kominn á ról. Hvort Cooper tekst að endurheimta fyrri vinsældir á enn eftir að koma í ljós. Þessar vinsældir risu hæst með laginu Schools Out árið 1972 og Billion Dollar Babies ári síðar. Á síðari helmingi áttunda áratugarins útvatnaðist tónlist hans að sama skapi og úfengisvandamál hans jókst. Að lokum tók hann sér ærlegt frí, fór í afvötnun og lagði tónlistina á hilluna. „Þeir hafa kall- að mig afa pönksins, glimmertónlist- arinnar og afa hryllingsrokksins," segir Alice Cooper. „Staðreyndin er sú að ég leik rokk miklu betur en allir aðrir. Ég er 38 ára og strákar á mínum aldri eru tryggingasölumenn með fjölskyldur. Sko... andlega er ég svona 18, 19 ára því tónlistarlega er ég á þeim aldri.“ Hvort tónlist Alice Cooper höfðar til 18,19 ára unglinga í dag er með öllu óvíst. Kansas annars vegar, Little Richard hins vegar í kjölfar nýtilkominna vinsælda Boston rær MCA fyrirtækið nú á sömu mið með fyrstu plötu Kansas í fjögur ár. Ekki er enn vitað hvernig viðtökur þeirrar plötu verða. En hitt er ljóst að rokkarar fagna endur- komu Richard Pennimann sem betur er þekktur undir nafninu Little Ric- hard. Hann hefur notið virðingar bítkynslóðarinnar, þungarokkara, pönkara og annarra rokkara um 30 ára skeið. Meira að segja Elvis Pres- ley sagði einhverju sinni um Little Richard: „Hann er foringinn (He’s the Boss).“ I fyrra var Little Richard nær dauða en lífi eftir alvarlegt bíl- slys sem hann lenti í. En nú er kappinn rúmlega 54 ára gamall og reiðubúinn að takast á við rokkið að nýju. 'Hann er tilbúinn með plöt- una Life Time Friend og eftir smá skurðaðgerð verður hann kominn á rokkskóna einu sinni enn. „Þegar ég sé Prince hugsa ég: Hey, þetta er ég. Sama hugsun skýtur upp kollinum þegar ég sé Michael Jack- son á sviðinu. Ef ég hefði ekki gengið á undan þessum strákum væru þeir ekki neitt. Ég er upphafsmaðurinn. Ég er fyrirmyndin. Ég horfi á þessar stjörnur og sé sjálfan mig á svið- inu,“ segir Little Richard. Fyrir rúmum áratug sneri Little Richard algerlega við blaðinu. Hann hafði notað kókaín í miklum mæli og segir sjálfur að það hefði mátt aka kadilak inn um nasirnar á sér því þær hafi verið orðnar svo stórar. Hann snerist til kristinnar trúar og tók að hjúkra aldraðri móður sinni. Síðan átti slys- ið sinn þátt í að hann hætti að koma fram eins og gefur að skilja. „Frá mínum bæjardyrum séð er klárt að það vantar sálina i tónlist dagsins í dag. Það vantar sálina og hjartað og ég ætla að breyta þessu. Þetta hefur gengið of langt, allir þessir hljóðgervlar og trommumask- ínur. Við erum komin í heilan hring og nú vilja krakkarnir að við snúum okkur að upprunanum. Þeir vilja hetju sem þeir geta litið upp til og ég held að sú maður sem þeir leita að sé ég,“ segir Little Richard, ætíð jafnhógvær. Ef til vill er skýringin á endurreisn gömlu popparanna einmitt fólgin í þessum orðum Little Richard. -jg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.