Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1986. Stjómmál Við afsölum okkur engu úr gildandi samningum - segja Ásmundur Stefánsson og Bjöm Bjömsson hjá ASÍ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði í samtali við DV að VSÍ væri tilbúið að bæta laun þeirra lægst launuðu verulega 1. desember nk. gegn því að þær launabætur færu ekki yfir á hærri taxtana, að launa- skriðið yrði ekki bætt, eins og hann orðaði það. Þeir Bjöm Bjömsson, hag- fræðingur ASÍ og Ásmundur Stefáns- son, forseti sambandsins, vom spurðir hvort þeir gætu samþykkt þessa hug- mynd Þórarins. „Ég held að það sé óraunhæft að ætla að það sem fólst í síðustu kjara- samningum gangi ekki fram,“ sagði Bjöm. Hann var þá spurður hvort verkalýðshreyfingunni yrði ekki stillt upp við vegg og sagt að hún vilji ekki bæta hag hinna lægst launuðu? „Ég fæ ekki betur séð en að þetta tvennt sé aðskilið og þótt við höfum frestað fundi launabótanefndarinnar þá var það gert að ósk VSÍ og þar sem það breytir engu varðandi kaup- greiðslur nú um mánaðamótin féll- umst við á frestun," sagði Bjöm Bjömsson. „Við firestuðum ekki fúndi launa- bótanefridarinnar til þess að afsala okkur einhverju sem núgildandi samningar gera ráð fyrir, það er alveg ljóst. En við töldum rétt að fresta fundinum vegna þess að við teljum mikilvægt að það sé samstaða um það launabótakerfi sem við höfum byggt upp eins og verið hefur á þessu ári. Eins skiptir frestunin ekki máli varð- andi útborgun launa, bætur koma ekki á laun fyrr en vika er hðin af desem- ber,“ sagði Ásmundur Stefiánsson og minnti á að ASÍ væri með oddaat- kvæðið nú. „Ég vil einnig taka fram,“ sagði Ásmundur, „að þeir sem em á lægstu töxtum verða fa miklu meiri launa- hækkun en verið er að tala um varðandi launabætur nú, jafiivel þótt þeir fái 6%-8%, það er alveg ljóst. Það sem við erum að fara fram á er sérstök hækkun til þeirra lægst launuðu, þeir þurfa að hækka meira en aðrir. Eitt af því sem þarf að gera er að finna aðferð til þess að sú sérstaka hækkun haldist. Ég vil einnig minna á að hækkun á hærri taxtana þarf ekki að þýða kauphækkun, það fer eftir sam- hengi milli kauptaxta og þess kaups sem raunverulega er greitt út. Allt þetta þarf að skoða og auðvitað er það ekki tryggt að samningar náist á einni viku en við vildum láta á það reyna hvort það væri hægt,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson. -S.dór Ásmundur Stefánsson: Afsölum okkur engu af þvi sem samið var um. DV-mynd Kristján Ari Samningaviðræður ASÍ/VSÍ: Farið yfir sviðið Samningaviðræður ASÍ og VSÍ/ VMS hófúst í gær og var mönnum skipað í nelhdir til að ræða hin ýmsu mál samninganna. í efnahags- nefiidinni, þar sem stórmeistaramir Ásmundur Stefánsson, Guðmundur J„ Þórarinn V. Þórarinsson og Vil- hjálmur Egilsson sitja, var verið að fara yfir sviðið eins og menn orðuðu það. Reynt var að spá í hvemig þróun gengismála yrði og þar af leiðandi verðlagsþróun og annað sem við- kemur eínahagsmálunum. Hinar eiginlegu samningaviðræður með tilboðum yfir borðið voru ekki hafo- ar í gær, að því er Guðmundur J. Guðmundsson sagði. Guðmundur sagði þessi mál svo yfirgripsmikil að um þau öll yrði ekki samið á einni viku. Hann sagði eflaust hægt að semja um eitthvað afinarkað, svo sem bætur til hinna lægst launuðu, en sagðist ekki bjart- sýnn á heildarsamkomulag á þessum tíma. Síðdegis í gær hófst fúndur hjá svokallaðri bónusnefiid en henni cr ætlað að finna leiðir til að færa bónuskerfið og aðra kaupauka nær hinum skráða launataxta. Þar er mikil vinna framundan og tíðinda varla að vænta frá henni fyrr en líð- ur á vikuna. -S.dór Olympíuskákmótið í Dubai: Island mjakast nær toppnum Það fór ekki eins og margir höfðu vonað að Jóhann Hjartarson ynni skjótan sigur á Pólveijanum Sznap- ik í biðskák þeirra úr 10. umferð. Vinningurinn reyndist torsóttur og fór skákin enn á ný í bið í gærmorg- un. Verður ekki séð að Jóhanni hafi orðið neitt ágengt og verður hann trúlega að sættast á jafntefli. Svo virðist sem sviptingamar um helgina sitji enn í íslensku piltunum og þeim hefur ekki enn tekist að ná upp sömu stemmningu og fyrir hina örlagaríku viðureign við Englend- inga. Leikurinn við Kúbu í gær var ákaflegá tvísýnn. Andstæðingar okkar eru í 11.-12. sæti í styrkleika- röðinni og því engin lömb að leika sér við. Sveitin er skipuð fjórum stórmeisturum. Úrslit urðu þessi: Nogueiras-Helgi biðskák Rodriguez-Jón L. 1/2—1/2 Silvino-Garcia-Margeir 1/2—1/2 Vera-Guðmundur 1/2—1/2 Skákimar einkenndust allar af gætinni taflmennsku enda taktíkin sú hjá íslensku sveitinni að halda a.m.k. jöfiiu og tryggja stöðuna áður en lokaslagurinn hefet á morgun en í dag taka skákmennimir sér frí. Jón L. og Guðmundur stýrðu hvítu mönnunum en tókst ekki að gera sér mat úr því og sættust báðir á jafii- tefli þegar andstæðingar þeirra höfðu jafnað taflið í stað þess að fara út í áhættusamar vinningstil- raunir. Margeir hafði svart á 3. borði og var dagsskipunin traust tafl- mennska. Hann beitti slavneskri vöm og náði jöfiiu án teljandi erfið- leika. Nokkuð óvænt var það Helgi Ólafeson sem einn okkar manna náði betri stöðu upp úr byijuninni. Hann brá út af vana sínum og beitti Grúnfeld-vöm sem ekki hefur farið mikið fyrir í vopnabúri hans til þessa. Ég minnist þess ekki að hafa sér hann beita henni í alvarlegri skák hin seinni ár. Hann hefúr þó greinilega verið búinn að rannsaka hana vel fyrir mótið, virtist betur heima í byijuninni en Kúbumaður- inn og á góðar sigurlíkur í biðstöð- unni. Hvítur á leik og er greinilega í miklum vanda. Ekki einasta að peð- in á h4 og b4 séu veik heldur verður hann sífellt að vera á verði gagnvart máthótuninni Be7-d8-b6. Svartur hótar þessu reyndar í stöðunni. Eina von hvfts er bundin vð frelsingjann á e5 en sú von er veik. Tveir leikir koma til greina í stöðunni: A. 1. Bel+ og þá gæti framhaldið verið 1- Kc6 2. e6 Bf6! og nú dugir ekki 2. Hal vegna Kd5 og eftir 3. He7 ætti 3 - c3 að vinna. Skák Áskell Öm Kárason B. 1. Bc3+ Kc6 2. e6 Bxh4 3. Be5 Bf2+ og vinnur. Hvítur getur auð- vitað reynt að halda sér fast en ótrúlegt að það dugi til lengdar. Raunar em fáir Helga snjallari hvað hina tæknilegu úrvinnslu varðar og engar líkur á að honum fipist í þessu tafli. Sigur yfir sterkri kúbanskri sveit verður að teljast harla gott. Óvænt stórtap Englendinga Það sannaðist í gær hið fom- kveðna að allt getur gersí í skák.' Óvæntustu úrslit mótsins litu dags- ins ljós á efsta borði. Gegn spánskri miðlungssveit, án stórmeistara, guldu Englendingar algert afhroð, fengu aðeins hálfan vinning úr fjór- um skákum. Er engu líkara en velgengni undanfarinna daga hafi stigið þeim til höfuðs og hugsunin um sigur á mótinu truflað einbeit- inguna. Vafalaust mesta „sensasjón- in“ á mótinu til þessa. Við þetta glutruðu enskir niður góðu forskoti sínu og era nú komnir í 2.-3. sætið. Mótið er því „galopið" á ný og allt getur gerst þótt óneitanlega hljóti maður að hallast að sovéskum sigri eftir þetta. Helstu úrslit önnur: Bandaríkin-Argentína 2,5-1,5, Ungverjaland-V-Þýskalands 3-1, Sovétríkin-Rúmenía 2-1 + bið, Júgóslavía-Frakkland 3-1, Tékkó- slóvakía-Ástralía 2,5-1,5, Kína- Indónesía 2,5-1,5. Staða efetu sveita er þá þessi: 1. Bandaríkin 27,5 + biðskák 2.-3. England, Spánn 27 4.-5. Sovétríkin, Ungveijaland 26,5 + biðskák 6.-9. Argentína, Júgóslavía, Kína, Tékkóslóvakía 24,5 10. Búlgaría 24 + 2 biðskákir 11. Rúmenía 24 + biðskák 12. Vestur-Þýskaland 24 13. Chile 23,5 + 2 biðskákir 14. -15. Indónesía, Ástralía 23,5. 17. ísland 23 + 2 biðskákir. Helgi Ólafsson á góðar sigurlíkur. Fáum við 1,5 vinning úr biðskák- unum, eins og að líkum lætur, ætti sveitin að komast a.m.k. í 8.-11. sæti fyrir 11. umferð, sem tefld verð- ur á morgun, föstudag. Það er einmitt réttur staður til að hefja endasprettinn en mótið er alls 14 umferðir. Nú er að hefjast þing Alþjóðaskák- sambandsins (FIDE) i Dubai. Campomanes mun bjóða sig fram til endurkjörs sem forseti en á móti honum fer brasilíski lögfræðingur- inn Lucena. Ganga þeir nú um sali og hlæja við hverjum sem er, heilsa kurteislega og viðhafa fagurgala líkt og prófkjörskandídatar gera hér á Fróni. Fátt þykir þó benda til þess að Campo verði felldur úr embætti enda herma nýjustu fregnir að hann hafi tryggt sér stuðning sovéska skáksambándsins, Kasparov til mik- illar gremju. Mun Campo þurfa að gangast undir ströng skilyrði til að hljóta stuðning Rússa. Eins og áður hefur komið fram fengu allmargar sveitir fría ferð frá heimalöndum sínum til mótsstaðar að undirlagi Campomanesar. Vildi hann með þessu tryggja sér enn frek- ar stuðning fátækra aðildarsam- banda í þriðja heiminum. Þegar fréttist af þessu kostaboði fyrir mótið kannaði Skáksamband Islands möguleika á því að fá frítt far en svarið kom um hæl: „Því miður, þetta gildir einungis fyrir vanþróað- ar þjóðir og fatækar". Nú hefur hins vegar komið á daginn að ýmsir hafa notið styrksins sem ekki teljast vanalega til vanþróaðra þjóða, eins og t.d. Spánveijar og Italir. Þeir hafa það hins vegar „fram yfir“ okk- ur íslendinga að hafa lofað Campo liðsinni sínu í forsetakjörinu. Hefúr mál þetta allt vakið hina mestu gremju og hneykslan í Dubai en virðist þó ekki nægja til að fella for- setann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.