Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 3 Fréttír Fjárveitinganefnd Alþingis: Tók á móti fulltrúum 56 aðila á einum degi r IAMC Jeep F// A T „Það er afar mikil og þung vinnu- lota framundan og það er út af fyrir sig ekkert nýtt. Þannig vill það ganga í þessu starfi,“ sagði Pálmi Jónsson, formaður f]árveitinganefndar Alþing- is, er DV ræddi við hann í gær um störf valdamestu þingnefhdarinnar. Með Pálma í fjárveitinganefhd sitja Guðmundur Bjamason, Ámi Johnsen, Geir Gunnarsson, Egill Jónsson, Kar- vel Pálmason, Þórarinn Siguijónsson, Friðjón Þórðarson og Kristín Halld- órsdóttir. „Fjárveitinganefhd hóf störf áður en þing kom saman, í fyrstu viku október- mánaðar, og bauð þá til viðtals fulltrú- um sveitarfélaga. í þeirri lotu tók nefhdin á móti fulltrúum 50-60 sveitar- félaga í landinu. Þetta telur nefhdin nauðsynlegt til þess að grynna á þessum þætti í starfi nefhdarinnar, sem er ákaflega tíma- frekur, það er að segja viðtöl við ýmsa aðila. Reynslan sýnir að starf nefhdar- innar er það viðamikið að það er nauðsynlegt að nota tímann vel.“ Nefndin tviskipt til að drýgja tímann „Til þess að drýgja tímann skiptum við nefiidinni í tvo hópa þegar við tökum á móti fulltrúum ýmissa félaga- samtaka eða smærri aðila. Það er slíkur fjöldi að við skiptum verkum. Við tókum þannig á móti fulltrúum frá 56 aðilum á einum degi nú fyrir nokkru. Ennfremur skiptum við nokkuð verkum innan nefndarinnar við það að undirbúa afgreiðslu á tilteknum málaflokkum. Alls hafa komið til nefhdarinnar til þessa fulltrúar frá 220 til 230 aðilum. Þessir aðilar eru að bera upp við nefndina hin margvíslegustu erindi. Yfirleitt eru þau í þá átt að fara fram á hækkun útgjalda á fjárlögum.“ Meira en 550 óskir borist „Nefhdin hefur til þessa dags tekið við 550 til 560 bókuðum erindum, sem yfirleitt eru líka því marki brennd að þar eru bomar fram óskir um aukin útgjöld fjárlagafrumvarpsins. Þó em þar einnig mörg erindi frá sveitarfélögum þar sem farið er fram á fjármagn til opinberra framkvæmda. Má segja að þar séu sveitarfélögin að fara fram á sinn hlut úr óskiptum fjár- festingarliðum frumvarpsins. Þessar sameiginlegu óskir sveitarfé- laganna em langtum hærri heldur en gert er ráð fyrir að fé verði veitt til hinna einstöku fjárfestingarliða, svo sem hafha, skóla, heilbrigðismann- virkja og svo framvegis. Nefndin er nú stödd í þessari vinnu sinni að þessum viðtölum er senn lok- ið. Við eigum þó eftir að kalla til okkar nokkrar stofnanir, sem við biðjum gjaman um tillögur um skiptingu fjár- festingarliða. Við eigum einnig eftir að kalla til okkar B-hluta stofnanir, en við af- greiðum oft B-hluta stofnanir og tillögur varðandi þær við þriðju um- ræðu.“ Hin eiginlega fjárlagavinna nefndarinnar að hefjast „Segja má að þegar þessum viðtölum er nú senn lokið sé hin eiginlega vinna við fjárlagagerðina af hálfú nefhdar- innar að hefjast. Þá forum við að vinna úr öllum þeim umsóknum sem okkur hafa borist og afgreiða þær. Fjárveitinganefnd stendur í mjög erfiðri aðstöðu núna vegna þess að fjárlagafrumvarpið er með alvarlegum halla. Frumvarpið er að ýmsu leyti betur gert en oft áður. Rekstrar- og launaliðir frumvcupsins eru býsna raunhæfir og raunhæfari heldur en oftast hefur verið áður. Eigi að síður telur fjárveitinganefnd að það sé ekki viðunandi annað en að gefa kost á því fyrir ýmsa aðila, stofnanir, félagasamtök og sveitarfé- lög, að bera upp sín erindi. Við munum síðan meta þau í þeirri þröngu stöðu sem við nú búum við.“ Heldur fast í peningana „Að sjálfsögðu verður ekki komist hjá því að greiða úr einhveijum af þessum málum en það er alveg ljóst að það verður haldið mjög fast á í þeim efnum og ekki annað fært með tilliti til þessarar stöðu. Eins og venja er birtir nefhdin tillög- ur sínar í þingskjölum til Alþingis, í fyrsta lagi við aðra umræðu, sem venjulega fer fram milli 10. og 15. des- ember, og í öðru lagi við þriðju umræðu, sem fer fram fyrir jólafrí Al- þingis,“ sagði Pálmi. -KMU riAMC UMBOÐIÐ Mótor- og Ijósastillum Þjónusta er veturinn nálgast IEGILL VILHJÁLMSSON HF. [ Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395 I AMCIJeep. riAMCIJeep Yfirförum bílinn og bendum á hvað þarf að lagfæra til að fyrirbyggja tafir og óþörf vandræði. Hafið samband við verk- stjóra í síma 77200. Ert þú búinn að fara í I jósa skoðuna rferð? Þessi frábæru Goldstar myndbandstæki fást nú á sérstöku iólatilboðsverði HQ High Qualitv GoldStar GHV-51 FP: / Þráðlaus fjarsýring, / 14 daga upptökuminni fyrir 4 mismunandi upptöku tíma, / ljós sýna allar aðgerðir tækisins. / faststilling á 12 stöðvum, / ETR-skyndi upptaka, / föst dagleg upptaka, / kyrrmynd, / myndleitari, / sjálfvirk spólun til baka, / 4 tíma upptaka. GoldStar GHV-1221 P / "High Quality" myndbandstæki með 20% meiri myndgæði, / þráðlaus fjarsýring, /14 daga upptökuminni fyrir 4 mismunandi upptöku tíma, / faststilling á 12 stöðvum, / ETR-skyndi upptaka, / föst dagleg upptaka, / sjálfvirk spólun til baka, / kyrrmynd, / myndleitari, / 4 tíma upptaka. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI t>ÉR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.