Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986.
Utlönd
Fjörutiu
mínútur í
bHreið
Úr vandræðamáli
á árbotni
Pán Whjálmæan, DV, OeJÓ:
Sjö ára gömul stúlka lifði það
af að sitja föst í fjörutíu mínútur
inni í bíl í fimm metra djúpri i
fyrir skömmu. Læknar telja kulda
vatnsins hafa bjargað stúlkunni.
Fjögurra ira gömul systir stúlk-
unnar lést.
Systumar voru í bifreið með föð-
ur sínum í Suður-Noregi um
helgina er slysið átti sér stað.
Maðurinn missti vald á bifreiðinni
sem valt út af veginum og niður í á.
Faðirinn komst út úr bifreiðinni
og reyndi án árangurs að bjarga
bömum sínum út út bílflakinu.
Hann leitaði þá hjálpar og fjörutíu
mínútum eflir slysið tókst að ná
systrunum á land.
Þær vom meðvitundarlausar og
hjartsláttur fannst ekki. Líkams-
hiti þeirra var tuttugu og fjórar
gráður.
Læknar hófú strax lífgunartil-
raunir og tókst að lífga báðar
stúlkumar við. Yngri systirin lést
síðar um nóttina á sjúkrahúsinu
en sú eldri hélt lífi.
Læknar telja lágan líkamshita
ástæðuna fyrir því að lífgunartil-
raun geti heppnast við slíkar
aðstæður.
Allir
sjúklingar
í eyðnipróf?
Páll Vfflgálmæan, DV, Osló:
Allir þeir sem leggjast inn á
sjúkrahús hér í Noregi eða þurfa
að leita læknishjálpar gætu þurft
að gangast undir eyðnipróf á næs-
tunni.
Meirihluti félagsmálanefhdar
norska stórþingsins er fylgjandi
slíkum lögum og beinir þeim til-
mælum til ríkisstjómarinnar að
frumvarp 'um slíkt verði þegar í
stað lagt fyrir norska þingið.
Tilmælin gera einnig ráð fyrir
að fangar skuli eyðniprófaðir.
SósíaLski vinstriflokkurinn
stendur einn gegn lögum er skylda
fólk til að gangast undir
eyðniprufu.
Flokkurinn telur lögin skaða
persónufrelsi.
í hneykslismál
Búist við enn frekari uppstokkun æðstu embættismanna í kjötfar afsagnar Poindexters
HaDdór VaJdimaiæan, DV, Dallas:
John Poindexter, öryggismálaráð-
gjafi Ronalds Reagan Bandaríkja-
forseta, sagði í gær af sér embætti
vegna nýrra upplýsinga er í gær-
morgun vom gerðar opinberar í
tengslum við íranmálið svonefnda.
Jafhframt var Oliver North, einn
af starfsmönnum öiyggismálaráðs
Bandaríkjanna, rekinn úr embætti í
gær vegna sama máls.
Edwin Meese, ríkissaksóknari
Bandaríkjanna, skýrði í gær Reagan
forseta frá því að þeir Poindexter og
North hefðu hugsanlega gerst brot-
legir við bandarísk lög í einum þætti
íranmálsins.
Hluti vopna þeirra er Bandaríkja-
menn fengu írönum í hendur
undanfama mánuði vom send í
gegnum ísraelska aðila. Upphaflega
safiiaði bandaríska leyniþjónustan,
CIA, vopnunum saman í Bandaríkj-
unum, að beiðni Oliver North.
Vopnin vom síðan seld ísraels-
mönnum fyrir tólf milljónir dollara.
Israelsmenn seldu þau írönum fyr-
ir að minnsta kosti tuttugu og tvær
milljónir dollara, hugsanlega allt að
fjömtíu milljónir.
Bandarísku leyniþjónustunni vom
endurgreiddar tólf milljónir en af-
gangurinn af fjármunum þessum ,
tíu til þijátíu milljónir Bandaríkja-
dala, var sendur gegnum banka-
reikning í Sviss til contraskæruliða
er beijast gegn ríkisstjóm Nic-
aragua.
Er talið að íjármunimir hafi þar
verið notaðir til vopnakaupa.
Poindexter látinn fara
Ronald Reagan forseti skýrði stutt-
lega frá máli þessu á fundi með
fréttamönnum í Washington í gær-
morgun. Forsetinn sagðist ekki hafa
fengið upplýsingar um þennan þátt
málsins fyrr en Meese skýrði honum
frá viðskiptunum að aflokinni frum-
rannsókn er stóð um síðustu helgi.
Forsetinn skýrði frá því að Po-
indexter hefði verið veitt lausn frá
störfum sem öryggismálaráðgjafi,
North hefði verið leystur frá störfum
og frekari rannsókn á máli þessu svo
og á starfsgrundvelli öiyggismála-
ráðsins mundi fara fram nú þegar.
Forsetinn, sem sýndi greinileg
Poindexter öryggismálaráögjafi
sagði af sér í gær.
merki reiði er hann skýrði frá þessu
og var aftur orðinn mun líkari þeim
Ronald Reagan er fréttamenn eiga
að venjast, neitaði að svara spum-
ingum og gekk af fundinum eftir að
hafa kallað Edwin Meese til að vera
í forsvari.
Fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna
við þessari nýju þróun í íranmálinu
voru reiði og vantrúnaður. Fyrsta
spumingin sem vaknaði var hvemig
í ósköpunum fremur lágt settur
starfsmaður öryggismálaráðsins,
Oliver North, gat framkvæmt að-
gerðir af þessu tagi, sem ganga þvert
í bága við gildandi lög i Bandaríkj-
unum á þessum tíma, en bandaríska
þingið hafði skömmu áður lagt al-
gjört bann við frekari hemaðarað-
stoð við contraskæruliða.
Að sögn Reagans og annarra í
stjóm hans skýrði North engum
nema Poindexter frá aðgerðum þess-
um fyrr en þær voru afstaðnar.
Engu að síður tókst honum að fá
leyniþjónustuna til að draga saman
vopnin, flytja þau úr landi og selja
þau írönum, þótt óbeint væri.
Þá vaknaði jaíhframt spumingin
um það hvers vegna Poindexter
skýrði ekki Reagan forseta frá mál-
inu. Telja margir fréttaskýrendur að
þeir Poindexter og North hafi haft
einhvem mun hærra settan í ríkis-
stjóminni með í ráðum og berast
böndin þar óneitanlega að Regan,
starfsmannastjóra Hvíta hússins.
Poindexter hefur áður átt aðild að
leynilegum aðgerðum fyrir hönd
Reagans og ríkisstjómar hans. Með-
al annars var hann einn af helstu
höfundum ósannindaheríerðarinnar
á hendur Gaddafi Líbýuleiðtoga, sem
olli Reagan forseta nokkrum álits-
hnekki síðastliðið sumar.
North hefur verið ákaflega virkur
í allri aðstoð við contraskæmliðana
og hefur verið einn helsti tengiliður
bandarískra stjómvalda við þá.
Hneykslismál
Flestir fréttaskýrendur vom í gær á
einu máli um að þessar nýju upplýs-
ingar breyttu íransmálinu úr
vandræðamáli i hneykslismál.
Ljóst er að bandaríska þingið kem-
ur ekki til með að láta sér nægja
neina yfirborðsrannsókn á máli
þessu er það kemur saman að nýju
í janúarmánuði.
Þingmenn demókrata, er nú hafa
meirihluta í báðum þingdeildum,
settu þegar í gær fram kröfur um
veigamiklar rannsóknir á málinu og
öllum hlut hinna ýmsu aðila í ríkis-
stjóminni á því.
Fyrsta krafa þingsins verður vafa-
laust sú að öryggismálaráð Banda-
ríkjanna verði endurskipulagt og því
haldið algerlega frá allri framkvæmd
aðgerða og stefiiu mála í framtíð-
inni. Ráðið verði einvörðungu
forsetanum til ráðgjafar, eins og það
raunar á að vera, þótt Reagan og
margir aðrir forsetar hafi freistast
til að beita því fyrir sig i aðgerðum
af ýmsu tagi.
Þá gerir þingið efalaust kröfu um
að utanríkisráðherra landsins verði
fengið skilyrðislaust framkvæmda-
vald í utanríkismálum í hendur.
Reagan hefur þegar uppfyllt þá kröfu
að miklu leyti því hann fékk í gær
Shultz utanríkisráðherra fram-
kvæmdavöld þessi.
Shultz svaraði fyrir sig með því að
gefa út skýlausa stuðningsyfirlýs-
ingu við forsetann eftir að hann
hafði lýst yfir ósamþykki sínu við
hann hvað eftir annað undanfama
daga.
Þá kemur þingið til með að krefj-
ast þess að forsetinn gefi út ský-
lausar yfirlýsingar um stefiiu sínu í
utanríkismálum er þykja orðin ofur-
lítið þokukennd.
Flestir þeir sérfræðingar í stjóm-
málum, er rætt var við í fjölmiðlum
í gær, vom á einu máli um að ef
Reagan ætlaði að hafa eitthvert
taumhald á stjóm landsins næstu
tvö árin yrði hann nú að grípa til
afgerandi aðgerða.
Forsetinn liggur nú undir sívax-
andi kröfum um að hann geri
húshreinsun í ríkisstjóminni, losi sig
við þá aðila er ekki fylgja honum
skilyrðislaust að málum og setji í
þeirra stað trygga aðila.
Fjúka Shultz og Regan?
Margir telja slíkar hreinsanir vera
framundan þótt líklegt megi telja að
forsetinn bíði fram yfir áramót áður
en hann gerir nokkrar breytingar á
stjóm sinni.
Þannig telja margir að þótt þeir
Reagan og Shultz virðist nú sáttir
að nýju feli þær sættir meðal annars
í sér samkomulag um að utanríkis-
ráðherra láti af embætti snemma á
næsta ári.
Þá telja margir fréttaskýrendur
einnig að þótt forsetinn standi enn
sem klettur við bakið á starfsmanna-
stjóra sínum verði hann endanlega
að láta Regan fara úr embætti.
Á meðan mun forsetinn skipa sér-
staka nefrid til að kanna starfsemi
öryggismálaráðsins og gera tillögur
til breytingar þar á.
Þingið mun efria til rannsóknar á
peningasendingum til contraskæru-
liða og þegar hefur verið bryddað á
því að setja saksóknara til að kanna
hvort afbrotalöggjöf hafi verið brot-
in.
I gær var talið líklegt að mál þetta
ætti eftir að skipa sér sess með
Svínaflóamálinu frá stjómartíð
Kennedys og Watergate málinu frá
stjómartíð Nixons.
Ljóst er að hvergi nærri öll kurl
em komin til grafar í þessu máli enn.
Einn af forystumönnum contra-
hreyfingarinnar, Adolfo Calero,
þvertók í gær fyrir að hreyfingin
hefði fengið þessa fjármuni frá ísra-
elum eða CIÁ.
Þá vaknar auðvitað sú spuming
hvert fjármunimir fóm og verður
hún vafalaust eitt af þvi er skoðað
verður í rannsóknum næstu vikur.
Biður Vranitzky
að mynda sljóm
Steingrimur á blaðamannafundi í Stokkhólmi:
Gagnrýnir tvöfalt
siðgæði Bandarikjamanna
GuimJaugur A Jánason, DV, Lundi:
veiðum í framtíðinni,“ sagði Stein-
Kalla á lausn
Falklandseyja-
deilunnar
Dante Caputo, utanríkisráð-
herra Argentínu, túlkaði úrslit
atkvæðagreiðslunnar á allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna í gær
sem sigur fyrir Argentínumenn og
fordæmingu á ósveigjanleika
bresku stjómarinnar í deilunni um
framtíð Falklandseyja.
Samþykkt var með 116 atkvæð-
um gegn 4 að skora á Bretland og
Argentínu að taka upp skilmála-
lausar viðræður um lausn deilunn-
ar en 34 ríki sátu hjá í atkvæða-
greiðslunni. Með breska
fúlltrúanum gegn tillögunni stóðu
Belize, Oman og Sri Lanka.
I tillögunni var ekki vilrið orði
að yfirráðum eyjanna.
í hópi þeirra sem greiddu at-
kvæði með tillögunni voru Ástral-
ía, Bandaríkin, Frakkland og
Kanada. Athygli vakti einnigmeð-
atkvæði Hollands, sem sat hjá i
svipuðum tillöguflutningi í fyrra.
Kurt Waldheim, forseti Austurríkis,
mun í dag fela Franz Vranitzky, kansl-
ara fráfarandi ríkisstjómar, að mynda
nýja stjóm upp úr kosningunum síð-
asta sunnudag þar sem ekki fengust
hrein úrslit.
Sósíalistaflokkur Vranitzkys hélt
naumum meirihluta sínum í þinginu
en kanslarinn sagði í gær að hann
vonaðist eftir viðræðum við hægri al-
þýðuflokkinn um myndun samsteypu-
stjómar á borð við þá sem upp úr
síðari heimsstyrjöldinni fór í nítján ár
með stjóm Austurríkis. Um leið spáði
Vranitzky því að slíkar viðræður gætu
tekið sex til átta vikur.
Þar mundi standa mest í mönnum
hvemig takast ætti á við efiiahags-
vanda Austurríkis þar sem halli á
síðustu fjárlögum var hrikalegur, mik-
ið tap á rekstri ríkisfyrirtækja og
atvinnuleysi vaxandi.
Báðir þessir flokkar misstu mikið
fylgi í kosningunum.
Alois Mock, formaður alþýðuflokks-
ins, kvaðst mundu bíða þess hvort
Vranitzky leitaði eftir viðræðum við
hann áður en hann úttalaði sig um
hugsanlegt stjómarsamstarf þessara
tveggja flokka. Hann vildi þó ekki
útiloka aðra möguleika til stjómar-
myndunar eins og samstarf með hægri
sjálfstæðisflokknum eða þjóðstjóm
allra flokka en það síðasta mundi
krefjast stjómarskrárbreytingar.
Nú loks liggja endanlegar tölur fyrir
úr kosningunum og skiptust þingsætin
183 þannig á milli flokkanna að sósíal-
istar fengu 80 fulltrúa, alþýðuflokkur-
inn 77, sjálfstæðisflokkurinn 18 og
græningjar 8.
Sænskir fjölmiðlar hafa sýnt opin-
berri heimsókn Steingríms Her-
mannssonar til Svíþjóðar ákaflega
lítinn áhuga. Sjónvarpið hefúr ekki
minnst einu orði á heimsóknina og
í flestum dagblaðanna þarf að leita
lengi til að finna litlar eindálkafrétt-
ir af heimsókninni.
Steingrímur og Ingvar Carlsson,
forsætisráðherra Svíþjóðar, héldu þó
sameiginlegan blaðamannafúnd með
fréttamönnum í gær. Þar sagði
Steingrímur meðal annars að sam-
starfið við Norðurlöndin væri ís-
landi mjög þýðingarmikið. „Við
vonum að útlendar fjárfestingar á
íslandi aukist því það er mikilvægt
að við verðum ekki eins háð fisk-
grímur.
Steingrímur gerði tvöfalt siðferði
Bandaríkjamanna að umtalsefiú á
fundinum.
„Eins og vinur minn Deng Chau
Ping hefur sagt, stórveldin eru ofl
með finguma þar sem þeir eiga ekki
að vera. Það er tvöfeldni hjá Banda-
ríkjamönncm að takmarka hval-
veiðar okkar því þeir veiða sjálfir
tuttugu þúsund höfrunga úti fyrir
ströndum Bandaríkjanna,“ sagði
Steingrímur ennfremur.
Hann sagði að sama tvöfeldni
Bandaríkjamanna kæmi í ljós í
vopnasölu þeirra til írans. ,3em
þátttakandi í Nató er ég allt annað
en ánægður með þá sögu,“ sagði
Steingrímur.