Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 17 Lesendur Hvað er baminu fyrir bestu? Lesandi skrifar: Mig langar aðeins til að vekja at- hygli manna á íslenskum lögum hvað viðvíkur hjónaskilnuðum og það sem mig skiptir máli, hvað verður um bam- ið. En þannig er mál með vexti að ég veit um eitt tilfelli þar sem svo var ástatt að hjón skildu, konan hefur bamið hjá sér eins og svo oft vill verða. Tveimur árum seinna fer faðir- inn skyndilega að fá áhuga á að sjá bamið sem hann hafði áður lítið sem ekkert skipt sér af og vill fá að hafa bamið er honum hentar. Móðirin var alls ekki með þessu að láta bamið af hendi til föðurins þar sem hún taldi hann alls ekki hæfan til þess ama vegna sinna vandamála. Málið fer fyrir og þar er móðirin dæmd til að láta bamið af hendi þó svo að hún vilji það engan veginn vegna þess að bamið hefur ekki gott af að hafa samneyti við föður sinn eins og ástatt er um hann nú. Bamið er orðið það gamalt að það er farið að skynja hvar það vill vera. Bamið vill alls ekki fara til föður síns heldur vera hjá móður sinni. En það sem kannski er fúrðulegast við þetta allt saman er að ef móðirin hefði farið fram á að faðirinn tæki bamið þá segðu lögin nei, sem sagt tapað mál. Er þetta raunhæft? Á ekki að hafa þarfir bama í fyrirrúmi í dag? Ég hefði haldið að velferð bamsins ætti að ráða ferðinni í tilfellum sem þessum. Ef þær em hafðar í fyrirrúmi í þessu máli þá ætti að meina föðumum að fá bamið hvenær sem honum hentar. Flugleiðlr biðjast afsökunar Sæmundur Guðvinsson, forstöðu- maður kynningardeildar, skrifar: Á dögunum birtist í DV bréf frá far- þega „6318-4683“ þar sem kvartað er yfir slakri þjónustu Flugleiða við far- þega á Keflavíkurflugvelli sem vom að koma frá Akureyri og síðan aftur á leið til Akureyrar um Keflavíkur- flugvöll. Einkum var vísað til lélegs aðbúnaðar meðan beðið var á flugvell- inum, svo og að lítið hafi verið skeytt um farþegana meðan á biðinni stóð.'f tilvikum sem þessum hafa Flugleiðir ekki fengið leyfi til að nota þau húsa- kynni flugstöðvarinnar sem ætluð em farþegum í millilandaflugi, jafnvel þótt engin umferð millilandavéla sé um völlinn á þeim tíma sem farþegar til Akureyrar fara þar um. Því hefúr orð- ið að láta farþega bíða í innritunarsal þar sem fátt er þæginda. Eftir lesendabréfið í DV var málið enn einu sinni tekið upp við flugvall- aryfirvöld. Undirtektir vom nú jákvæðari en áður og liggur nú fyrir leyfi Flugleiða til að nota „bestu tiltæk húsakynni á hverjum tíma“ þegar far- þegar í innanlandsflugi þurfa að fara um. Ljóst er að eftir að nýja flugstöð- in hefúr verið tekin í notkun verður þetta vandamál úr sögunni. Því miður var búið að loka veitinga- sölunni á þeim tíma sem „6318- 4683“ og samferðamenn fóm um Keflavíkur- flugvöll og þvi ekki hægt að bjóða upp á hressingu. Jafnframt vil ég, fyrir hönd Flug- leiða, biðja bréfritara og aðra farþega, sem þama urðu fyrir óþægindum, af- sökunar á þeim misbresti sem kann að hafa orðið á að farþegamir fengju þá umhyggju sem félagið ætlast til að farþegar eigi rétt á. Fjör í Skálafelli Starfsmaður Granda Iiringdi: í tilefni þess að eitt ár var liðið frá sameiningu ísbjamarins og Bæjarút- gerðarinnar var okkur starfsfólkinu boðið á Hótel Esju þar sem við þáðum veitingar. Fannst mér afgreiðslan á bamum í Skálafelli hreint fyrirtak og á þjón- ustustúlkan mikið lof skilið, hún stóð sig með afbrigðum vel. Ég er sérstaklega ánægð með mjög skemmtilegt og velheppnað kvöld, en það var einmitt svo velheppnað vegna þess hve afgreiðslufólkið á' hótelinu var vingjamlegt. Dyraverðimir til að mynda leyfðu okkur að sækja gítar og það var spilað og sungið við góðar undirtektir. Það er afar langt síðan ég hef skemmt mér svona vel og ég veit að ég tala fyrir munn allra er þarna vom. TIL SÖUJ SALAN P. SAMÚELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687120 Citroen GSA Pallas árg. ’82, ek- inn 65.000 km., grænnsans. Verð: 200.000,- Toyota Crown dfsil árg. ’83, ek- inn 100.000 km á vél, rauður. Verð 430.000,- Einnig Toyota Crown Super Sal- oon árg. ’80, ekinn 65.000 km. Verð 410.000,- Toytoa Hi Ace dísil, árg. '83, ek- inn 131.000 km, gulur. Verð 490.000,- Ekinn: Verð: Toyota Corolla Twin Cam ’84 30.000 560.000 Toyota Tercel 4x4 árg. ’84 58.000 440.000 Toyota Celica ST árg. '81 65.000 300.000 Toyota HI-ACE, bensín, ’82 97.000 390.000 Toyota Mark II árg. ’77 120.000 130.000 Mazda 626 árg. ’81 70.000 200.000 Mazda 323 árg. '80, sjálfsk. 75.000 160.000 Daihatsu Charade árg.’81 49.000 180.000 Renault4sendibill 93.000 150.000 M.Benz 250 árg. ’79 103.000 550.000 Oldsmobile Cutlass, bensín, ’80 83.000 450.000 MMC T redia árg. ’83 65.000 300.000 BMW 518 árg. ’81 90.000 330.000 Fiat Panda árg. ’83 35.000 140.000 Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá ' S HA60MP Stt'rAA/ A/l/k'l A/t* A/jtl Toyota Camry disil turbo árg. '84, ekinn 24.000 km á vél, beige. Verð 450.000,- Toyota Cressida árg. ’80, ekinn 100.000 km, blár. Verð 220.000,- Toyota Cressida GL árg. '81, ek- inn 108.000 km, grár, sóllúga. Verð 330.000,- Honda Civic árg. ’81, ekinn 76.000, grænn. Verð 195.000,- Toyota Land Cruiser II, bensfn, árg. ’86, rauður, ekinn 14.000 km. Verð 890.000,- Toyota Carina árg. '86, ekinn 16.000 km, vínrauður. Verð 540.000,- Toyota Carina árg. ’86, ekinn 14.000 km, rauður. Verð 570.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.