Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Elton John á við vandamál að stríða sem hann reynir að dylja í lengstu lög: hann er farinn að missa hárið. Hann keypti sér forláta bleika hárkollu og nú reyna allir hárkollumeistarar í Bretlandi að hafa sams konar á boðstólum. Nýlega gaf Elton út plötuna Leather Jackets og hefur hann ekki þurft að greiða mikinn aug- lýsingakostnað eftir að það barst út að hann vaeri uppáhald Díönu. Henni hefur meira að segja tekist að fá Kalla sinn með á tónleika hjá Elton John. Fjölskyldu fundur Allt er þegar þrennt er Linda Gray velur sjálf allan fatnað sem hún klæðist í hlutverki sínu í Dallas. Hún brá sér til Mílanó með Larrry Hagman til þess að kíkja á vortískuna 1987. Helstvill hún vera í þægilegum klæðnaði sem krumpast ekki vegna slæmra aðstæðna í upptökusölunum. Linda er hrifin af rauðu og svörtu en klæðir sig helst ekki í Ijósblátt, bleikt eða Ijósgrænt. Það fylgir sögunni að hún hafi pantað heilan helling. Charlene Tilton grætur nú yfir hlutverkinu sem hún missti í Dallas og launanna, 120 þúsund dollara, sem henni þóttu of lág á sínum tíma. Char- lene varð að yfirgefa Southfork eftir að hafa skapað sér óvin- sældir hjá framleiðanda þátt- anna en hún hafði þá haft allt á hornum sér. Fyrir skömmu fór hún á fund framleiðandans, Leonards Katzmann, og skýrði honum frá fjárhagsaðstæðum sínum sem eru slæmar þessa dagana og henni tókst það vel upp að hann felldi tár með henni. Samt ekki það vel að hún fengi hlutverk. Rod Stewart og frúin hans, hún Alana, eru aftur farin að fara út að skemmta sér. Myndin var tekin í London þegar stjarnan hélt upp á fyrsta hljómleikaferðalagið í Englandi í þrjú ár. Hjónakomin þvertaka þó fyrir það að til standi að hætta við skiln- aðinn. Segist Alena hafa komið til London til þess að Rod gæti séð börn þeirra skötuhjúa, Kimberley, sem er 6 ára, og Sean, 5 ára. Það má svo sem geta þess að nýja kær- astan hans Rods, hún Kelly Emberg, var ekki langt frá. Þegar leikkonan Audrey Hepbum hitti Robert Wolders fyrir sex árum vora það margir sem vorkenndu henni. Skyldi hún enn einu sinni verða fyrir vonbrigðum? Audrey , sem nú er orðin 57 ára, var tvígift og höfðu bæði hjónaböndin endað með skilnaði. Á hátindi frægðar sinnar var hún gift leikaranum Mel Ferrer. Hann sætti sig ekki við frama hennar og því fór sem fór. Audrey var orðin fertug þegar hún giftist sálfræðingnum Andrea Dotti sem var níu árum yngri en hún. í byrjun ríkti eintóm hamingja og Audrey hætti kvikmyndaleik og helgaði líf sitt eiginmanni og sonum. Andrea reyndist þó ekki vera við eina fjölina felldur og þegar hann fór að sýna sig opinberlega með ungum og fallegum vinkonum gerði Audrey sér Ijóst að hjónabandið var mis- heppnað. - Nú er hún aftur á móti afar ham- ingjusöm með Robert sínum sem ekki hefúr hinn minnsta áhuga á pening- unum hennar þar sem hann erfði fúlgu eftir fyrri eiginkonuna, Merle Oberon. Og svo koma þau líka bæði frá Hollandi. Audrey er nú samt ekk- ert viss um að þau gangi í það heilaga en hún kynnir hann alltaf sem mann- inn sinn. Audrey Hepburn og Robert Wolders hafa verið hamingjusamt par í sex ár. I skugga tengdo Reza II, sjálfútnefndur Persakeis- ari, hefur nú endanlega sagt skilið við móður sína. Hann býr í Genf í Sviss en hún í Connecticut í Banda- ríkjunum. Reyndar er það nú ekki bara Atlantshafið sem skilur þau mæðgin að. Ekki alls fyrir löngu til- kynnti Reza að Persía hefði nú eignast nýja keisaraynju þar sem væri heittelskuð eiginkona hans, hún Yasemine. Farah hefur löngum litið á sig sem staðgengil eiginmanns síns sem lést í útlegð í Egyptalandi árið 1980. Reza er nú ekki lengur ánægður með þá afstöðu hennar og gramdist honum sérstaklega yfirlýsing sú er talsmað- ur móður hans gaf út á brúðkaups- degi Reza. Þar sagði að Farah yrði áfram keisaraynja og samkvæmt reglum hirðarinnar ætti Yasemine að ganga tveim skrefum fyrir aftan tengdamóður sína. Reza hefur nú hug á að snúa dæminu við. Yasemine er að vísu aðeins átján ára gömul og af tyrkneskum ættum en hún er sögð greind. Getum er leitt að því að hún vilji ekki lengur vera í skugga tengdamóður sinnar og eigi þar af leiðandi sök á ósamlyndi mæðginanna. Það bar svo sem ekki á neinu öðru en fjölskylduhamingju þegar hinn ungi Persakeisari gekk i það heilaga. Þrátt fyrir það var grunnt á því góða...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.