Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 3
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
3
Fréttir
DV í dag, Laugardalshöll á morgun:
Bonnie Tyjer
á beinni línu
- Er þetta Bonnie Tyler?
„Já,“ er svarað rámri röddu á beinni
símalínu er byrjar í DV-húsinu og
endar einhvers staðar í London.
- Ertu ekki farin að hlakka til Is-
iandsfararinnar?
„Jú, svo sannarlega. Ég hef aldrei
áður komið til íslands en mér er sagt
að það sé fallegt þama hjá ykkur,"
segir Bonnie, stundum kölluð húsmóð-
irin með viskíröddina, söngkona sem
hefur lagt heiminn að fótum sér í fjöl-
mörg skipti með lögum eins og It’s a
heartace og Holding out for a hero.
Bonnie Tyler verður í Laugardals-
höllinni á morgun með fjögurra
manna hljómsveit sína og Skriðjökl-
ana, Rikshaw, Foringjana og Eirik
Hauksson að auki.
- Hvað veistu um ísland?
„Eiginlega ekki neitt. Þó veit ég að
Reagan og Gorbatsjov funduðu í
Reykjavík um daginn og þá er flest
upp talið. Ég veit ekki við hveiju á
að búast. En er ekki voðalega kalt hjá
ykkur núna?“
- Ætli sé ekki 5 stiga frost...
„Þá er eins gott að ég komi í þykku
kápunni minni.“
- Nú heíúr þér stundum verið líkt
við Rod Stewart.
„Já, ég tók það sem hrós til að byija
með en nú er ég orðin hálfþreytt á
þeim samanburði. Ég vil þó taka það
fram að ég er einlægur aðdáandi Rod
Stewart."
- Hvað ertu að bralla núna fyrir
utan íslandsferðina?
„Eins og stendur er ég að kynna
nýja smáskífu sem á að koma út 8.
desember. Þar er að finna lagið Lo-
vers again sem á vonandi eftir að verða
vinsælt. Eftir tónleikana í Reykjavík
fer ég svo til Frakklands og held aðra
tónleika. Að því loknu fer ég heim og
reyni að slappa af með flölskyldunni
yfir jólin.“
- Ertu gift?
„Já, ég er búin að vera gift i 14 ár...
- Einhver böm?
„Nei, ég hef ekki enn getað gert upp
hug minn í þeim efnum. En þau eiga
kannski eftir að koma,“ segir Bonnie
Tyler og við ljúkum samtalinu.
Miðar á hljómleika söngkonunnar
em seldir í flestum hljómplötuverslun-
um og kosta aðeins 1000 krónur.
Bonnie Tyler heldur aðeins eina
hljómleika hér á landi að þessu sinni.
-EIR
Bonnie Tyler ætlar að vera I þykku kápunni sinni þegar hún kemur til lands-
ins i dag.
„JOLATILBOÐ
FJOLSKYLDUNNAR
FRA PANASONIC
Nú, þegar fjölskyldan slær saman í
eina veglegajólagjöf, er mikið atriði að
vanda valið. Á tímum gylliboða er
nauðsynlegt að staldra við og hugsa
sig vel um, því nóg er framboðið og
ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin.
Við viljum þess vegna benda ykkur á
Panasonic sem vænlegan kost,
sérstaklega þegar það er haft í huga,
að Panasonic myndbandstækin fara
sigurför um heiminn og eru í dag
lang-mest keyptu tækin. Einnig má
minna á, að sem stærsti myndbands-
tækjaframleiðandi heims, eyða þeir
margfalt meiri peningum í rannsóknir
og tilraunir en nokkur annar framleið-
andi. Það þarf því engum að koma á
óvart að samkvæmt umfangsmestu
gæðakönnun sem framkvæmd hefur
verið hjá neytendasamtökum í sjö
V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú,
að myndbandstækin frá Panasonic
biluðu minnst og entust best allra
tækja. Þessar staðreyndir segja meira
en hástemmt auglýsingaskrum.
Jólatilboð á NV-G7 frá
37.850,-
m
WJAPIS
BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133