Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Útlönd___________________ Svíar sagðir selja vopn til írans Guimlaugur Jónsscm, DV, Lundú Nú hafa Svíar bæst í hóp þeirra þjóða sem sagðar eru selja vopn til írans. Sænsk friðarsamtök ftdl- yrtu í gær að þau hefðu undir höndum óyggjandi upplýsingar um að vopn frá sænsku vopnaverk- smiðjunni Bofors væru notuð í stríðinu í íran. Heföu vopnin verið send í gegnum Singapore til írans. Talsmaður Bofors neitaði ásök- ununum, sagði að fyrirtækið hefði hvorki beint né óbeint selt vopn til írans. Ef sænsk vopn væru þrátt fyrir það í íran þá gæti ástæðan ekki verið önnur en sú að eitt- hvert annað land heföi selt þau þangað án vitundar Svía. Kveikt í unglingi Gunnlaugur Jónsson, DV, Umdi; Nítján ára piltur var fluttur á sjúkrahús í Stokkhólmi í gær- kvöldi eftir að hafa orðið fyrir óvenjulega grófri líkamsárás. Hóp- ur unglinga mun hafa ráðist á hann, lamið hann sundur og sam- an og að því búnu hellt bensíni yfir hann og kveikt í. Piltinum tókst })ó sjálfum að komast að nærliggjandi húsi þar sem hann fékk aðstoð. Líðan hans er sögð mjög alvarleg. Svil úr síld helsta hráefhið Björg Eva Eiiendsdódir, DV, Osló: Norðmenn vilja nú hefja fram- leiðslu á AZT-meðali gegn eyðni. Norskir visindamenn eru tilbúnir að hefja framleiðsluna en fram að þessu hefur staðið á fjárveitingu frá ríkinu. Nú mun trúlega verða bætt úr því. AZT er eina meðalið sem getur haldið niðri veirusýk- ingunni. Eitt helsta hráefnið í meðalið er svil úr síld svo Norðmenn standa vel að vigi varðandi hráefriið. Fram til þessa hefúr amerískt fyr- irtæki einokað framleiðsluna á meðalinu. Fyrirtækið hefúr ekki getað annað eftirspuminni og vöntun hefur verið á meðalinu víða um heim. Norska framleiðslan á efninu getur hafist innan fárra mánaða. Eyðnisjúklingar í Noregi hafa ekki átt kost á því áður að reyna þetta meðal. Norskir eyðnisjúkl- ingar em nú tuttugu og sjö talsins en talið er að um tvö þúsund til þrjú þúsund manns séu smitaðir. Eftir fjögur ár er búist við að miili fimmtíu og hundrað þúsund manns hafi smitast í Noregi. í haldi vegna smygls á tölvu- úfhúnaði Gurmlaugur Jónssan, DV, Lundi Vömbílstjóri frá Malmö situr nú 'í gæsluvarðhaldi í Póllandi eftir að hafa reynt að smygla meira en átta tonnum af prent- og tölvuút- búnaði til Póllands, svo og áróð- ursritum gegn stjómvöldum þar. Yfirvöld í Póllandi líta brot þetta mjög alvarlegum augum og má maðurinn reikna með að sitja mánuðum saman í haldi áður en dómur fellur í máli hans. Hljóðnemar í danska sendiráðinu í Póllandi Haukur L. Haukss., DV, Khö&i: Danir afhentu í gær skörp mót- mæli til pólska utanríkisráðuneyt- isins vegna brota á Vínarsam- komulaginu um stjómmálaleg tengsl. Urðu mótmælin eftir að tæknimenn frá danska utanríkis- ráðuneytinu höfðu fúndið þétt net hljóðnema í danska sendiráðinu í Varsjá. Höfðu hljóðnemarnir verið í sendiráðinu í mörg ár en upp- götvuðust eftir að sendiherra Dana í Varsjá flutti. Þá fóru tæknimenn á staðinn og kembdu salarkynni sendiráðsins. Hljóðnemamir vom Snorri Vafssom, DV, Vín: Eftir mengunarslysin í Vín og blaðaskrifin i kringum þau virðast menn hafa rankað við sér hér í Austur- ríki. Hafa meðal annars nýlega verið gerðar athuganir á drykkjarvatni sem leitt hefur ýmislegt skuggalegt í ljós. Ef ekki verður gripið til víðtækra ráð- stafana nú þegar verða mörg vatnsból nánar tiltekið í loftinu í hinu svo- kallaða kansellíherbergi ráðu- neytisins en þar fór umræða og skráning á pólskum aðstæðum fram. Em hljóðnemar þessir afar næm- ir og hafa getað numið allt tal í herberginu, þar á meðal lágt hvísl. Uffe Elleman Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, segir að uppgötvun þessi komi honum ekki á óvart. Segir hann að ætíð sé reiknað með að öll samtöl í sendiráðum erlend- is gætu verið hlemð. Kunnugir kalla mótmæli eftir fund þennan vera viðbrögð sam- kvæmt venju. Muni atburðurinn hér ónothæf. Á þetta aðallega við um grunnvatnsból. Mesti skaðvaldurinn í þessu máli er msl og annar úrgangur. Við athugan- imar kom í ljós að aðeins tólf prósent mslahauga í Austurríki em þannig úr garði gerðir að þeir menga ekki gmnnvatn. Hættulegustu efiiin sem berast út í náttúmna með þessu móti em málmar, ýmiss konar hreinsiefni Uffe Elleman Jensen, utanríkisráð- herra Dana, segir að fundur hljóð- nemanna komi honum ekki á óvart. og nítrat sem er aðallega komið til vegna of mikillar áburðamotkunar bænda. Nítrat hefur þegar mælst yfir hættumörkum á mörgum stöðum eða sjötíu milligrömm í lítra í stað fimmtíu milligramma sem leyfö em. Vínarbúar em þó heppnir að því leyti að þeirra vatn er lindarvatn, fengið úr uppsprettum hér í kring. ekki hafa áhrif á samband Dana við Pólverja og reiknar utanríkis- ráðherrann með að fá heimboð þeirra innan skamms. Hafa Danir auga með Pólverjum íyrir Atlants- hafsbandalagið og gera allt til þess að ná sem bestum samskiptum við þá. I Póllandi gengur sú saga að byggingar þar samanstandi af þriðjungi steypu, þriðjungi sandi og þriðjungi hljóðnemum. Utan- ríkisráðherrann vildi ekki segja neitt um hvort nú yrði leitað að hljóðnemum í öðrum sendiráðum Dana austantjalds. Palmemorðið Opinber gagniýni á rannsóknina Gunnlaugur Jónasan, DV, Lvmdú „Rannsóknarlögreglan hefiir ekki á öllum sviðum verið eins starfsöm og hún á að vera,“ sagði Sten Andersson, utanríkisráðherra Svía, í gær og beindi spjótum sín- um að Hans Holmér og mönnum hans er vinna að rannsókn Palme- morðsins. Þetta er í fyrsta sinn er einhver úr ríkisstjóminni gagn- rýnir lögregluna fyrir slaka frammistöðu við rannsókn morð- málsins. Sænsk blöð fullyrða að vaxandi óánægju og vonleysis sé nú tekið að gæta innan lögregluhópsins. Margir séu mjög óánægðir með Holmér sem hafi látið hjá líða að leita aðstoðar ýmissa af helstu sér- fræðingum landsins á þessu sviði. Tólf lögreglumenn, er unnið hafa að rannsókn morðmálsins, létu af störfum í vikunni og gefa blöðin í skyn að ástæðan sé óánægja þeirra með Holmér. Sagt er að margir innan lögreglunnar séu fullvissir um að Holmér sé á villigötum, sú meginlína sem hann vinni eftir byggi á engum forsendum. Almenningur krefstsýknudóms Gurmlaugur Jórason, DV, Lundr „Er tekið mikið tillit til þeirra alvarlegu líkamlegu og andlegu misþyrminga sem konan og böm hennar hafa þolað. Brot foreld- ranna er ekki eins gróft í ljósi þess að þau vissu um þessar misþyrm- ingar og vildu aflétta þeim,“ sagði saksóknarinn í Helsingjaborg, Karl Gustav Pfeiff, er hann skýrði frá þvl að hann heföi ákært fyrir manndráp mann sem fyrir nokkr- um vikum stytti tengdasyni sínum aldur. Maðurinn haföi gert það í samráði við konu sína og dóttur. Réðst maðurinn á tengdason sinn, er hann svaf, og sló hann í höfúðið með hamri þar til hann lést. Samkvæmt sænskum lögum er manndráp ekki eins alvarlegt og morð. Mál þetta hefúr vakið gífúr lega athygli hér í Svíþjóð og meðal annars hafa saksóknaranum borist hundrað bréfa og póstkorta þar sem hann er hvattur til að sýkna manninn, konu hans og dottur þeirra þar sem komið hefur í ljós að misþyrmingar þær er hinn myrti hafði gert sig sekan um gagnvart fjölskyldu sinni höfðu staðið í tíu ár og verið óvenjulega grófar. Fjöl- skyldan haföi hreinlega ekki séð neitt annað ráð en að ráða hann af dögum og vilja margir tala um útvfkkaðan neyðarrétt í þessu sambandi. Mótmæli í París Tugir þúsunda námsmanna streymdu til Parísar í gær og í morg- un til þess að taka þátt í fjölda- göngum sem famar eru í von um að sveigja hægristjóm Jacques Chiracs forsætisráðherra frá áætlunum hennar um hinar umdeildu umbætur í skólamálum æðri menntunar. Stærsta gangan átti að leggja af stað upp úr hádegi í dag og hafa ökumenn verið varaðir við því að leggja leið sína um miðborgina, þar sem leið göngumanna liggur. Mót- mælendur væntu mikillar þátttöku, eða jafiivel yfir 200 þúsund manna. Síðustu tvær vikumar hefur óán- ægja stúdenta með fræðslulaga- breytingamar soðið upp úr. Fjöldi mótmælaaðgerða hefur endað í róst- um. Nær allir háskólar Frakklands, um sjötíu talsins, hafa verið óstarf- hæfir. Þeir, sem að fjöldagöngunni í dag standa, höfðu mikinn viðbúnað og meðal annars hafði verið fenginn fjöldi langferðabíla og yfir tuttugu sérstakar jámbrautarlestir til þess að flytja fólk utan af landsbyggðinni til Parísar til þess að taka þátt í kröfugöngunum. Lagabreytingamar, sem úlfaþytn- um valda, fela í sér heimildir fyrir háskólana til þess að hækka skóla- gjöldin, setja strangari inntökuskil- yrði og fleira. Þykir þessara breytinga þörf til þess að stemma stigu við því hve margir stúdentar hætta námi án þess að Ijúka prófúm eða falla á prófum. Andstæðingar þessara lagabreytinga fordæma þær og kalla þær gerðar sérstaklega til þess að þeir einir geti stundað há- skólanám sem komnir séu af ef- naðra fólki. Búist er viö að alit að 200 þusund manns taki þátt í mótmælagöngu í París í dag. Aðeins tólf prósent ruslahauga i Austurríki eru þannig úr garði gerðir að þeir menga ekki grunnvatn. Ruslahaugar mengunaivaldar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.