Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
13
DV
Ágæti vyðvarnar-
tækisins ekki
fullsannað
Neytendur notaðir sem tilraunadýr fyrir framleiðandann
Á undanfomum mánuðum hefur
ryðvamartæki fyrir bifreiðar verið
auglýst i dagblöðum og bæklingum
sem liggja frammi á bensínafgreiðsl-
um. Neytendur hafa spurt neytenda-
málafulltrúa Verðlagsstofnunar
hvort tæki þetta hafi þau áhrif sem
lofað er í auglýsingum, sérstaklega
með tilliti til tíu ára ryðvamar-
ábyrgðar. Frá þessu segir í fréttatil-
kynningu frá Verðlagsstofnun.
Þar er einnig greint frá þvi að sér-
fræðingar hérlendis hafi verið
fengnir til þess að meta niðurstöður
um prófun tækisins sem gerð var i
Kanada. Þeir komust að þeirri nið-
urstöðu að ekki væri sannað að
tækið, sem heitir „Rust Buster",
stöðvi ryð, hindri ryð og komi í veg
fyrir ryð út frá grjótkastsskemmdum
á lakki og krómi bifreiða. Bendir
Verðlagsstofnun á að neytendur
ættu að gera sér ljóst að þeir taka
þátt í tilraun um ágæti tækisins.
Þá bendir stofnunin einnig neyt-
endum á að þeir skuli ætíð lesa vel
ábyrgðarskírteini sem ryðvamarfyr-
irtæki hér á landi láta í té og meta
hvort ábyrgðin komi þeim að gagni.
I ábyrgðarskírteinum eru oft undan-
tekningar sem rýra gildi ábyrgðar-
innar, t.d. em einstaka hlutir felldir
undan ábyrgð og neytendum skylt
að gera einhverjar ráðstafanir sjálfir
til þess að ábyrgð haldist í gildi.
-A.BJ.
Jurtaréttunum
vel tekið
Síðastliðið haust kom á markaðinn
nýjung í matvælaiðnaði. Það vom
jurtaréttir frá fyrirtækinu Jurtarétt-
ir sf. Á markaðinn komu þijár
tegundir af jurtabúðingum, þ.e. car-
bansobúðingur, pintobúðingur og
soyabúðingur.
Við höfðum samband við Hrafn-
hildi Ólafsdóttur sem framleiðir
jurtaréttina og spurðum hana
hvemig þessari nýjung hefði verið
tekið af neytendum. Hrafnhildm-
sagði að þetta hefði gengið mjög vel
miðað við að hún hefði lítið auglýst.
Sagðist hún hafa farið í búðir og
verið með kynningar. Kemur þá
glöggt í ljós að fólk er mjög hrætt
við að prófa rétti sem ekki innihalda
kjöt eða fisk.
Hrafnhildur sagði að nú á næstu
dögum kæmu á markaðinn tveir
nýir réttir. Það verður í samvinnu
við Ágæti sem verður dreifingaraðili
og aukast því umsvif sölunnar og
réttirnir verða til í fleiri búðum.
Það sem kemur nýtt er pottréttur
sem nefriist chilepottréttur en uppi-
staða hans er haricotebaunir og
grænmeti. Rétturinn kemur tilbúinn
og hægt er að stinga honum beint í
ofninn. Hin rétturinn sem kemur á
markaðinn er buff, þ.e. kjúklinga-
baunabuff og soyabaunabuff. Það
kemur tilbúið þannig að það þarf
bara að skella því beint á pönnuna.
Pottrétturinn kemur til með að
kosta á bilinu 120-130 kr. en 5 buff
í pakka á bilinu 150-160 kr. út úr
búð.
-BB
Neytendur
I umferðinni:
Er bíllinn klár
fyrir frostið?
Nú er vetur genginn í garð og ef
til vill hafa margir ökumenn þurft að
glíma við rafmagnsleysi og fleiri
vandamál sem fylgja vetrinum.
Það er ýmislegt sem þarf að gera
fyrir veturinn. Við höfum þegar rætt
um vetrardekkin sem vonandi allir
hafa þegar sett undir. Þegar kólnar
verður erfiðara að snúa vélinni í gang.
Því reynir meira á rafgeyminn. Þú
skalt því, ökumaður góður, láta mæla
geyminn til að athuga hvort hann er
í lagi. Mikilvægt er að kerti og platín-
ur séu rétt stilltar og ekki slitnar, því
slit eða vanstilling gerir það að verk-
um að bíllinn verður erfiðari í gang.
Þú þarft að starta lengur áður en vél-
in fer í gang. Sé um slíkt að ræða
skaltu láta líta á kertin og platínumar.
Athuga þarf hversu mikið frost vat-
nið i vatnskassanum þolir. Til að vera
öruggur ættir þú að láta það mikinn
frostlög að hann þoli 25-30°C frost.
Auðvitað á að vera frostlögur á vatns-
kassanum allt árið því hlutverk hans
er einnig að verja vatnskassann fyrir
ryði. Því ætti að öllum líkindum að
vera nægilegur frostlögur á kassanum
frá því í fyrravetur, nema þú hafir
þurft að bæta á vatni í sumar.
Þá eru það læsingamar á bílnum.
Þú kannast eflaust vel við það hversu
erfitt það er að komast inn í bílinn á
morgnana þegar frystir snögglega eftir
þýðu. Það er tvennt, sem þú getur
gert til að forðast þessi vandræði, í
fyrsta lagi getur þú keypt sérstakt lás-
asprey til að sprauta inn í lásinn á
bílnum og veija hann fyrir raka. í
öðm lagi er að smyija vaselíni eða
svipuðu efni á þéttikantana til að
hindra að þeir frjósi fastir. Mikilvægt
er að hreinsa allar rúður bílsins áður
en lagt er af stað á morgnana.
Þegar hálka er á götum er víða salt-
að og verða því rúður bílsins oft mjög
fljótt skítugar. Því er nauðsynlegt að
nota rúðupiss þó að frost sé úti. Því
skaltu ætíð blanda frostvara í rúðupis-
sið þegar þú fyllir á, því það gerir lítið
gagn í frosti ef það er frosið.
Mikilvægt er að rafkerfið sé þétt
fyrir raka, þvi bíllinn fer ekki í gang
komist raki í rafkerfið. Sprautaðu tec-
tyl eða öðm efhi, sem hrindir frá sér
vatni, á kveikjulok og kertaþræði.
Þannig vamar þú því að vatn eða
raki komist i rafkerfið.
Mundu að hafa kerti og platínur í
lagi, láttu athuga rafgeyminn. Athug-
aðu hvort nægilegur frostlögur er á
vatnskassanum. Hafðu ætíð frostvara
á rúðupissinu og gerðu ráðstafanir til
að forðast það að komast ekki inn í
bílinn í frosti. Hafðu rafkerfið raka-
þétt.
Ofangreind atriði em lykilatriði fyr-
ir þig, ökumaður góður, svo að þú
lendir ekki í vandræðum með bílinn í
vetur. Hafðu þessa hluti í lagi og þú
verður einn af þeim ökumönnum sem
stuðla að bættu umferðaröryggi og
aukinni umferðarmenningu EG
Þvottahúsið
RULLAN sf
Auðbrekku 32, Löngu-
brekkumegin.
Opið kl. 9-4.
Tökum allan alhliða
þvott, þvoum dúka, gard-
ínur og mottur fyrir jól.
Höfum einnig opið 27.
des. og þið fáið þvottinn
fyrir áramót.
LEÐURLUX
Sýnum
um helgina
LEÐURLUX
sófasettin okkar.
LEÐURLUX
er nýtt efni
sem hefur öðlast
frábærar vinsældir
fyrir verð og gæði.
#
Opið laugardag kl. 9-17,
sunnudagkl. 14-17.