Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 15
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 15 Voru húsnæðiskaupendur vísvitandi blekktir? Nokkuð hefur verið ijallað um þá ákvörðum ríkisstjómarinnar frá september 1983 að draga úr hækkun lána frá Húsnæðisstofnun um 3% í september það ár. Nú reynir félags- málaráðherra ásamt embættismönn- um í kerfinu að gera sem minnst úr þessari ákvörðun og eru skýringam- ar með ólíkindum. Til fróðleiks fyrir lesendur verður nú birt það bréf sem félagsmálaráð- herra sendi stjóm húsnæðisstofhun- ar þann 2. september 1983. „Félags- málaráðuneytið tilkynnir hér með stjóm húsnæðisstofnunar ríkisins, að þrátt fyrir ákvörðun og tilkynn- ingu um að lánskjaravísitala fyrir septembermánuð 1983 skuli hækka um 8,1%, hefur ríkisstjómin ákveðið að tilsvarandi álag á lán, veitt úr Byggingarsjóði ríkisins, skuli aðeins nema 5,1% fyrir september 1983.“ Bréfið er undirritað af Alexander Stefánssyni og Hallgrími Dalberg. Nú er það þannig að lánskjaravísi- talan segir til um hækkun lána í hverjum mánuði, óháð því hvort um gjalddaga er að ræða eða ekki, sam- ahber uppgjör til skatts um áramót þar sem allar eftirstöðvar lána em umreiknaðar miðað við árslok. Sú túlkun á umræddu bréfi að lækkunin skuli einungis gilda á þeim lánum sem vom á gjalddaga í sept. ’83 getur engan veginn staðist, í ljósi þess að lánskjaravísitalan mælir breytingar á lánum, óháð því hvort um gjalddaga er að ræða eða ekki. Einnig er beinlínis sagt í bréfinu „... að tilsvarandi álag á lán, veitt úr Byggingarsjóði ríkisins, skuli að- eins nema 5,1% fyrir september 1983“. Þetta orðalag....tilsvarandi álag...“ segir beinlínis að fara skal eftir sömu reglum við þessa lækkun og gildir að öðm leyti mn lánskjara- vísitöluna. Aðdragandi málsins Rifjum nú aðeins upp það sem lá að baki þeirri ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að draga úr hækkun lán- skj ar aví sitölunnar. Haldinn var mjög frægur fundur húsnæðiskaupenda og byggjenda Kjajllariim Sturla Þengilsson i samtökum áhugamanna um úrbætur i húsnæðismálum haustið 1983 í Sigtúni og myndaðist þá svokallaður Sigtúnshópur sem hefur starfað meira og minna fram á þennan dag. Á þessum fundi var ríkisstjómin harðlega gagnrýnd fyrir þá ákvörð- un að taka launavísitölu úr sam- bandi en láta lánskjaravísitölu vaða óhindrað áfram. Þannig myndaðist misgengi upp á tugi prósenta og það misgengi hefur á engan hátt verið lagfært. I framhaldi af fundinum og um- ræðum fulltrúa Sigtúnshópsins við ráðherra ákveður ríkisstjómin að draga úr hækkun lánskjaravísi- tölunnar um 3 prósentustig. Ríkisstjómin kynnti þessa aðgerð mjög rækilega á blaðamannafundi 26. ágúst 1983 og sagt er m.a. í Morg- unblaðinu þann 27. ágúst: „Hins vegar hefur ríkisstjórnin ákveðið að ganga til móts við húsnæðisbyggj- endur og námsmenn með þeim hætti að nýja lánskjaravísitalan gildi strax gagnvart þeim og verði því 5,1% í september". Núverandi túlkun Alexanders Stefánssonar á ákvörðuninni er sú að þeir einir verði aðnjótandi lækk- unarinnar sem greiddu af lánum sínum í september 1983. Nú er upp- lýst að einungis eitt lán féll undir þessa túlkun. Hvað vildi ríkisstjórnin? Ef við gefum okkur að ríkisstjóm- in hafi ákveðið þetta til að draga úr því misgengi sem orðið var þá verðum við að álykta að ríkisstjóm- in hafi ætlast til að þessi aðgerð næði til allra þeirra sem skulduðu fullverðtryggð lán hjá Byggingar- sjóði. Hafi þetta verið meiningin er með ólíkindum að ríkisstjómin sætti sig við núverandi túlkun félagsmála- ráðherra á málinu. Ef hins vegar ríkisstjómin hafði túlkun félagsmálaráðherra í huga í upphafi þá er ljóst að ákvörðunin er ein sú mesta blekking sem nokkur ríkisstjóm hefur reynt að beita. Eftir langvarandi baráttu Sigtúns- hópsins við skilningsleysi ríkis- stjómarinnar ætti þessi afstaða ekki að koma á óvart og verður ríkis- stjómin að gera upp við sig hvort réttmætt sé að nefna hana mestu blekkingarstjórn sem setið hefur á Islandi. Einnig er mjög vafasamt, svo ekki sé meira sagt, hvort mismunun sú á þegnum landsins, sem felst i túlkrni félagsmálaráðherra, er ekki brot á stjómarskránni. Það vom þúsundir fjölskyldna sem trúðu þvi að ríkisstjómin stæði við það sem hún lofaði en nú er annað komið í ljós. Við krefjumst þess að ríkisstjómin standi við loforðin og viljum fá skýringar á því hvers vegna ekki er löngu búið að efha þau. Sturla Þengilsson „Það voru þúsundir fjölskyldna sem trúðu þvi að ríkisstjórnin stæði við það sem hún lofaði en nú er annað komið í Ijós. Við krefjumst þess að rikisstjórnin standi við loforðin og viljum fá skýringar á því hvers vegna ekki er löngu búið að efna þau.“ „Ef hins vegar ríkisstjórnin hafði túlkun félagsmálaráðherra í huga í upphafi þá er ljóst að ákvörðunin er ein sú mesta blekk- in$sem nokkur ríkisstjóm hefur reynt að beita.“ Mannréttindi og friður Þann 10. desember næstkomandi rennur upp sá dagur sem Sameinuðu þjóðimar hafa útnefnt sem hinn ár- lega mannréttindadag. Dagurinn er helgaður viðleitni allra þeirra sem á einn eða annan hátt vilja stuðla að mannréttindum eins og þau em skil- greind í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Athyglisvert er að fylgjast með því hversu mannréttindamál hafa í auknum mæli á síðustu árum blandast umræðunni um frið í heim- inum. Svo langt hefur verið gengið i þessu efni að æðstu menn stórveld- anna hafa sett ýmis skilyrði á sviði mannréttindamála sem forsendu fyr- ir aívopnunarviðræðum oy öðrum friðarumleitunum. Samfara þvi að þetta sjónarmið hefur náð að festa rætur. þ.e. að mannréttinda- og friðarmál i inn- byrðis tengd, gera -lam.-mdi þver- stæður vart við sig í manui u lífi. Annars vegar lýsir fólk ai' öIh: pjóð- emi þvi yfir að það sé t-kki ins reiðubúið að lifa sa: og virða fullkomlega innréltindi hvert annars, svo að þeírri ski’ifmgu. og ógn linni sem daglega volfr fir lífi þess. Hins vegar oi ng meðtekin gagnrýnislaust :>.ð niunn- imir séu sjálfeelskir i úr að eðlisfari og geti - pp þjóðfélag sem í raun i'rumliira- sinnað, friðsamt og ; ar sem mannréttindi séu að í'uilu t irt. Þar sem þörfin fy um verður sífellt brv’ini kivfr.l þe.-si grundvallarþversög , sem i raun kemur í veg fyrir að ii ið ir ;i>ti orðið að veruleika, endurmats á þeim hug- myndum sem ríkjandi sjónarmið á sögulegu hlutskipti mannkynsins byggir á. Ef málsgögnin eru vand- lega skoðuð kemur á daginn að hegðun, sem leiðir af sér styrjaldir, arðrán og fordóma, sem em helstu ástæður mannréttindabrota, tjáir ekki raunverulegt eðli mannsins heldur er skrumskæling á anda hans. Þegar mennimir hafa látist sann- færast um þetta verður þeim megnugt að leysa úr læðingi iákvæð þjóðfélagsöfl sem stuðla munu að samvinnu og samræmi einmitt vegna þess að þau em í fullkomnu sam- hljóði við mannseðlið. - Að velja þessa leið felur í sér skilning á fortíð mannkynsins en ekki afneitun. Mannréttindi brotin í öllum löndum heims Sameinuðu þjóðimar hafa á ámn- um síðan 1948 samþykkt á fimmta tug yfirlýsinga og sáttmála, gmnd- vallaða á mannréttindayfirlýsingu sinni. Samt sem áður er vart hægt að finna það land í heiminum sem á einn eða annan hátt. hefur ekki rofið þessar samþykktir og þar á meðal er ísland. Þess ber að sjálfsögðu að gæta að allar samþykktir Samein- uðu þjóðanna á að skoða sem tillög- ur frekar en bindandi samkomulag, enda skortir þær stofnanir sem sjá um að slíku samkomulagi sé fylgt. Þrátt fyrir þessa augljósu van- kanta Sameinuðu þjóðanna hafa þessar yfirlýsingar og samþykktir gefið venjulegu fólki von um tæki- færi til nýs og betra lífs. Alþjóðlega KjaUaiinn Svanur Gísli Þorkelsson í starfshópi Bahá’ía um frið að vemdun allra manna gegn pynt- ingum, útrýmingu hungurs og næringarskorts, beitingu visinda og tækniframfara í þágu friðar til hags- bóta fyrir mannkynið, - ef öllum slikum samþykktum er fylgt eftir af hugrekki og þær gerðar að vem- leika, fiýta þær þeim degi þegar stríðsógnin missir áhrifamátt sinn i alþjóðlegum samskiptum. Vilji þjóðarleiðtoga lamaður Það skortir því ekki að þjóðarleið- togamir viðurkenni tilveru þeirra vandamála sem í vegi standa fyrir almennum mannréttindum og friði. Um það vitna allar þessar ályktanir. Á hinn bóginn er viljinn lamaður, og það er einmitt þessi lömun viljans sem verður að kanna með kostgæfiii og ráðast gegn með einbeitni. Hún „Athyglisvert er að fylgjast með því hversu mannréttindamál hafa í auknum mæli á síðustu árum blandast umræðunni um frið í heiminum.“ mannréttindayfirlýsingin, samþykkt um stöðvun og refeingu fyrir þjóðar- morð og aðrar svipaðar samþykktir, sem beinast að því að uppræta hvers kyns aðgreiningu á gnmdvelli kyn- þáttar, kynferðis eða tmarskoðana; sem staðfesta rétt barnsins, stefria á rætur sínar að rekja, eins og áður var sagt, til djúprar sannfæringarum eðlislæga þrætugimi mannkynsins, sem hefur haft í íör með sér að menn hika við að hugleiða möguleikana á því að beygja eiginhagsmuni þjóð- anna undir svo víðtækar kröfur sem stothun sameinaðs framkvæmda- valds, sem fylgt gæti eftir samþykkt- unum, mundi gera. - Hana má einnig rekja til vangetu hinna óupplýstu milljóna um allan heim sem opin- skátt gefa til kynna þrá sína eftir nýju skipulagi. þar sem þeir geti lifað í öryggi, friði og valmegun með öllu mannkyni. Þeir sem þola önn fyrir framtíð mannkynsins gerðu rétt að íhuga eftirfarandi hollræði sem tekið er úr „Fyrirheit um heimsfrið" sem er frið- arávarp allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stjómfarslegu stofnunar Ba- há’í trúarinnar, en þær hugmyndir sem reifaðar em í þessari grein em þangað sóttar. „Ef við sjáum að mikilsvirtar hug- sjónir og rótgrónar stofnanir, félags- legar kenningar og trúarsiðir stuðla ekki lengur að velferð alls þoira mannkynsins og fullnægja ekki lengur þörfum mannkyns, sem er í stöðugri þróun, látum þetta þá hverfa veg allrar veraldar og vísum því út í myrkur úreltra og gleymdra kennisetninga. Hvers vegna ættu þessir hlutir að vera undanþegnir hnignuninni sem hlýtur að koma yfir sérhveija mannlega stofnun í veröld, sem lýtur óbifanlegu lögmáli hnignunar og breytinga? Því að lagaákvæði, stjómmála- og hag- fræðikenningar em aðeins til þess gerðar að vernda hagsmuni mann- kynsins í heild; það á ekki að krossfesta mannkynið til að varð- veita óbreytt eitthvert lagaákvæði eða kenningu.“ Svanur Gísli Þorkelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.