Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
íþróttir
Beðið eftir
niðurstöðu
lögreglunnar
„Við ákváðum að taka ekki af-
stöðu til kærunnar heldur bíða
eftir niðurstöðum rannsóknar lög-
reglunnar í málinu. Eins og
stendur. er enginn sökudólgur
fundinn í þessu máli og því lítið
hægt að aðhafast,“ sagði Sigurður
Þórarinsson í aganefnd Körfu-
knattleikssambandsins í samtali
við DV í gær.
Aganefhdin kom saman til fund-
ar í fyrrakvöld og tók meðal
annars fyrir kæru frá dómurum
leiks Njarðvíkur og Keflavíkur
vegna skemmda sem unnar voru á
bifreið annars dómarans. Það er
því beðið eftir niðurstöðum lög-
reglurannsóknar og greinilegt að
ekkert verður gert i málinu fyrr
en niðurstöður hennar liggja fyrir.
-SK.
Sigurður í þriðja sæti
Affi HDmaissan, DV, V-Þýskalandi;
Sigurður Sveinsson hjá Lemgo er
þriðji markahæsti leikmaður v-þýsku
Bundesligunnar í handknattleik.
Hann hefur skorað 87/37 mörk. Pól-
verjinn Klempel hjá Göppingen er
markahæstur með 102/36 mörk og þá
kemur risinn Wunderlicht hjá Mil-
bertshofen - einnig með 102 mörk en
hann hefur skorað 46 mörk úr vita-
köstum. -SOS
■
•Andri Marteinsson, knattspyrnukappinn snjalli, er á við tvo þegar hann er í ham. Varnarmenn og markverðir sjá þá gjarn-
an tvöfalt. DV-myndir Brynjar Gauti
•Jose Toure.
Toure kominn
á ferðina
Franski knattspymusnillingurinn
Jose Toure er nú búinn að jafha sig
af þeim meiðslum sem hafa haldið
honum frá keppni í átta mánuði. To-
ure, sem er 25 ára, átti að leika stórt
hlutverk í franska landsliðinu en var
illa fjarri góðu gamni í Mexíkó í sum-
ar vegna þessara slæmu hnjámeiðsla
sem voru nærri búin að binda enda á
knattspymuferil hans. Velta nú marg-
ir því fyrir sér hvort hann sé maðurinn
sem franska landsliðið vantar.
Toure, sem lék mað Nantes hér í
fyrra á móti Val, hefur nú verið seldur
Bordeaux. Hann er nú að hefja æfíng-
ar með liðinu og er talið lfklegt að
hann byrji að leika með liðinu eftir
vetrarfríið i Frakklandi í lok janúar.
-SMJ
Spánverjar fögnuðu ákaft
- naumum sigri yfir Albönum í
Það mátti ekki tæpara standa landi, Albaniu
Tirana
hjá Spánverjum í leik þeirra í Evr-
ópumeistarakeppninni á móti
Albaníu í Tirana í gærkvöldi. Jo
aquin Alonso skoraði sigurmark
Spánverja þegar tvær mínútur
vom til leiksloka og fögnuðu
Spánverjar ákaft í lokin. Leikur-
inn markaði tímamót að einu leyti
því þetta var fyrsti leikurinn sem
var sjónvarpað beint frá því lokaða
Það vom Albanir sem náðu for-
ystunni með marki frá Shkleqim
Muca á 27. mínútu. Spánverjum
gekk illa að bijóta niður skipulega
vöm Albana og gætti töluverðrar
taugaveiklunar í liði Spánveija. í
háifleik gerði Miguel Munoz,
þjálfari Spánveija, breytingu á lið-
inu og setti sóknarleikmanninn
Eloy Olaya inn á í staðinn fyrir
Juan Senior. Það var einmitt
Olaya sem átti fyrirgjöf á vamar-
manninn Juan Arteche sem
skoraði auðveldlega. Fimm mínút-
um seinna fengu Spánveijar kjörið
tækifæri til að gera út um leikinn
þegar Butragueno var bmgðið inni
í vítateig Albana en Miguel
Chendo lét veija frá sér vítaspym-
una. Mark Alonso bjargaði því
heiðri Spánverja á síðustu mínútu.
• Andrés Magnússon skoraði sigurmark Framara þegar nokkrar sekúndur vo
í gærkvöldi.
Alfreð skoraði sjö
Afli Hbnaissan, DV, V-Þýskalandi;
Alfreð Gíslason átti mjög góðan
leik með Essen í gærkvöldi gegn Ha-
meln og skoraði sjö mörk þegar Essen
vann, 21-19, á útivelli. Fyrir leikinn
óskuðu forráðamenn Hameln eftir
frestun þar sem m'u leikmenn liðsins
vom veikir. Leiknum var ekki frestað
og lék Hameln þvi án sex leikmanna.
Aðalmarkvörður liðsins, mesti marka-
skorarinn og Júgóslavinn Slavkovic
léku ekki með.
Táningalið Hameln veitti Essen
harða keppni, komst í 4-0,9-4 og stað-
an í leikhléi var 12-10. Leikmenn
Essen vom sterkari á lokasprettinum
og tryggðu sér sigur.
Gummersbach vann ömggan sigur,
20-14, yfir Schutterwald. Kristján
Arason skoraði aðeins eitt mark.
-sos
Andrés tiyggði Fram
sigur á elleftu stundu
i---------------------------------------i
| Þjálfarinn rekinn {
! frá Frankfurt |
■ Þá hefur enn einn þjálfarinn í V-Þýska- |
I landi verið látinn taka pokann sinn. '
I Eintracht Frankfurt rak í gærkvöldi þjálf- I
* ara sinn, Dietrich Weise, eflir að hann hafði
I mótmælt ráðningu Wolfgangs Krause sem, |
ffamkvæmdastjóra liðsins en Krause leikur .
nú með Frankfurt. Weise hóf að þjálfa |
■ Frankfurt 1983 en árangur liðsins hefur i
I ekki verið sem skyldi í vetur og er liðið nú I
| í 12. sæti í deildinni og er í fallbaráttunni. I
• Heyrst hefur að stjóm Frankfurt hafi '
I mikinn áhuga á því að fá þjálfara Bayer
1 Uerdingen, Karl-Heinz Feldkamp, til liðs
I við sig én hann er með lausan samning í vor.
: -smj
- 22-21 með marid úr hraðupphlaupi rétt fýrir leikslok
Framarar rétt náðu að meija sigur
á Haukum í Laugardalshöllinni í gær-
kvöldi eftir spennandi en ekki að sama
skapi vel leikinn leik. Það var Andrés
Magnússon sem tiyggði Frömurum
stigin tvö með marki úr hraðupp-
hlaupi rétt fyrir leikslok.
Haukar komu nokkuð á óvart og
vom mun betri lengst af í fyrri hálf-
leik. Þeir vom yfir, 13-11, í hálfleik.
Framarar byijuðu hins vegar af krafti
í seinni hálfleik og skomðu þijú fyrstu
mörkin. Síðan var jafnræði með liðun-
um út leikinn en Framarar vom
sterkari í lokin og knúðu fram mikil-
vægan sigur.
Leikurinn var nokkuð hraður og
jafn allan tímann en ekki vel leikinn
því mikið var um mistök á báða bóga.
Sigurjón Sigurðsson var bestur hjá
Haukunum en „gamla hrýnið" Gunn-
ar Einarsson átti einnig góðan leik í
markinu og varði meðal annars fjögur
viti.
Hjá Frömurum bám þeir Skámp og
Birgir af en i heild þá náði Framliðið
sér alls ekki á strik.
Dómarar vom þeir Hákon Sigur-
jónsson og Guðjón Sigurðsson og vom
þeir slakir.
Mörkin: Fram. Per Skámp 8 (2 v.),
Birgir 6, Hermann 3, Egill 2, Ragnar
1, Oskar 1, Andrés 1.
Haukar. Siguijón 9 (4 v.), Ámi 4,
Ingimar 3, Jón 2, Helgi 1, Sindri 1,
Ólafur. -JKS.