Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 23
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
23
Nýjar bækur
JttMWttill-
ELSKHUGINN
Elskhuginn
ettir Marguerite Duras
Elskhuginn eftir franska höfundinn
Marguerite Duras er komin út í ís-
lenskri þýðingu Hallfríðar Jakobsdóttur.
Bók þessi hefur slegið eftirminnilega í
gegn meðal lesenda og fyrir hana hlaut
höfundur bæði Concourt-verðlaunin árið
1984 og Ritz-Hemingway-verðlaunin árið
1986. Marguerite Duras, sem er meðal
fremstu rithöfunda ÍVakka í dag, byggir
hér á minningum frá uppvaxtarárum sín-
um í Indókína og í kynningu forlagsins
segir:
Elskhuginn er sagan um fyrstu ást-
ina, raunsönn frásögn ungrar, franskrar
skólastúlku um samband hennar við sér
eldri og auðugan aðdáanda af kínversk-
um ættum. Þetta er saga hinnar for-
boðnu, þöglu ástríðu þar sem gleði og
sorg, ást og ótti endurspegla andstæður
mannlífsins.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út.
Cartland
Hvíta blómið hans
Barbara Cartland
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur gefið út bókina Hvíta blómið
hans eftir Barböru Cartland. Þetta er
þrettánda bókin sem Skuggsjá gefur út
eftir Barböru Cartland.
Ivan Volkonski fursti er glæsilegur
ungur maður sem heillar kvenfólkið en
hann hefur ekki enn fundið þá konu sem
hann getur fellt sig við. En þegar hann
sér hina fögru og hrífandi dansmey, Lok-
itu, fellur hann samstundis fyrir henni
eins og aðrir hafa gert á undan honum.
Hvíta blómið hans er 168 bls. Bókin
var sett og prentuð í Prentbergi og bund-
in í Bókfelli. Sigurður Steinsson þýddi
bókina.
Undraleiðir ástarinnar
Theresa Charles
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Ther-
esu Charles, Undraleiðir ástarinnar.
Eftir Theresu Charles hafa áður komið
út margar bækur sem flestar eru enn
fáanlegar.
Tom og Jósa eru mjög ástfangin og
ætla að gifta sig. En heimsstyrjöldin og
hin eigingjarna móðir Jósu aðskilja þau.
Tom verður að vera fjarri heimkynnum
þeirra og starfa fyrir flugherinn og Jósa
þarf einnig að fara í burtu.
Jósa vinnur á Silfurkambi, búgarði
sem hinn ungi Nikulás Darmayne á og
hefur erft eftir föður sinn. Jósa laðast
einkennilega að hinum sterka og ein-
beitta Nikulási og hún neitar að trúa
hinum illgjörnu sögusögnum um hann
sem ganga meðal fólksins í nágrenninu.
Undraleiðir ástarinnar er 223 bls.
Hún var sett og prentuð í Prisma og
bundin í Bókfelli. Andrés Kristjánsson
þýddi bókina.
Enga stæla!
Andrés Indriðason
Út er komin hjá Máli og menningu
unglingabókin Enga stæla! eftir Andrés
Indriðason. Þetta er sjálfstætt framhald
af bók Andrésar Bara stælar! sem kom
út í fyrrahaust.
Enga stæla! gerist í unglingavinnunni
sumarið eftir 8. bekk. Þar púla þau í
sólskininu Jón Agnar, Lilli himnastigi
og Ragnhildur (þessi sem slagar hátt upp
í ungfrú heim). Jón Agnar og Ragnhildur
fá það verkefni að mála yfir ósóma sem
Lilli hefur skrifað á skólavegginn meðan
verkstjórinn var að horfa á annað og þá
verða þau af tiiviljun vitni að því að
brotist er inn í skólann þeirra. í kjölfar-
ið fylgir æsispennandi eltingaleikur sem
þó verður stundum gráthlægilegur því
krakkarnir eiga ekki eingöngu í höggi
við þjófa heldur leynifélagið Svörtu
hauskúpuna líka.
Enga stæla! er 140 bls., unnin að öllu
leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Brian
Pilkington gerði kápumynd.
Ástin á tímum kólerunnar
Gabríel García Marquez
Út er komin hjá Máli og menningu
ný skáldsaga eftir kólumbíska nóbels-
verðlaunahafann, Gabríel García
Marquez, og nefnist hún Ástin á tímunv
kólerunnar. Guðbergur Bergsson rit-
höfundur þýðir verkið.
Sagan gerist í litskrúðugri hafnarborg
við Karíbahaf undir lok síðustu aldar
og á fyrstu áratugum þessarar. Hún er í
raun ástarsaga: í miðju sögunnar er
Florentínó Aríza, maður sem bíður elsk-
unnar sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn
verður hann á unga aldri af hinni ómót-
stæðilegu Fermínu Daza. Og meðan
lesandinn bíður með honum, sífellt
spenntari og vondaufari í senn, skemmt-
ir Marquez honum með ótal frásögnum
uns niðurstaða fæst á ferð með Kar-
ibíska fljótasiglingafélaginu eftir hinu
mikla Magdalenuíljóti.
Ástin á tímum kólerunnar kom fyrst
út á spænsku í desember 1985 og hefur
bókin hlotið afbragðsviðtökur. íslenska
útgáfan er 306 blaðsíður að stærð og
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Robert
Guillemette gerði kápu.
sk wÉm
yW'
BEGGJA
SKAUTA
BYR
Beggja skauta byr
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hinar hugljúfu ástarsögur Ingibjargar
Sigurðardóttur eru í algjörum sérflokki
og njóta stöðugt mikilla vinsælda meðal
almennings. Beggja skauta byr er 27.
bók höfundar.
Bókin er 196 bls. að stærð, prentuð og
bundin í Prentverki Odds Björnssonar á
Akureyri. Verð með söluskatti kr. 750,00.
VIKUBLAÐ FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Kökublað Vikuimar
með átján uppskriftum
að ýmsu jólagóðgæti
Kökublað Vikuimar
er ómissandi við
jólabaksturinn.
Stjömukvöld
íBroadway.
Ungfrú
Hollywood
oghinar
stjömumar.
Sakamálasaga Vikunnar eftir
Gunnaj Gunnarsson, Lifandi lík.
Fjórði kafli heitir
Er manneskjan miUjóna virði?
Vikuviðtalið:
„Égsegistundum
íganmiaðþaðsé
búiðaðskeraúr
méraUtnemasál-
inaenhenniná
þeiraldrei,“segir
Sigrún Jónsdóttir,
myndlistarmaðurí
Kirkjumunum.
NafnVikunnar:
EgillEðyarðsson
segir:„Egfer
mínareiginleiðir
ímyndlistinni.11