Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Menning Dregið í fyrir sjálfvirkum síma. Ævintýrið um símann Heimir Þorleifsson. Söguþræðir simans. Landsimi íslands, 1986. Þróunarsaga símamála er merkur þáttur íslandssögunnar á 19. og 20. öld og frá mörgum sjónarmiðum. I tilefni af 80 ára afmæli Landssímans á þessu ári kom út myndarlegt rit um þetta efrii, sem Heimir Þorleifs- son sagnfræðingur hefrir skráð. Ýmsir hafa dálítinn beyg af afmælis- ritum félaga og stofiiana, því að oft vilja slík rit verða nokkuð þurrleg yfirlit um staðreyndir. Það er ástæðulaust að óttast slíkt í þessu tilfelli. Þetta er mjög læsileg bók og jafnvel fróðleg. Það má helst segja, að síðustu kaflamir verði nokkuð fræðilegir fyrir okkur, sem lítt botn- um í tækniundrum samtíðarinnar, en nauðsynlegt er að slíkt fylgi með. Sagan hefst skömmu eftir miðja 19. öld. Árið 1854 fékk Bandaríkja- maðurinn T.P. Shafiher með konungsbréfi einkaleyfi til að leggja ritsímaþráð um Island, sem skyldi vera hluti af sæsíma milli Evrópu og Ameríku. Þegar hér var komið, var stuttur tími liðinn frá því, að hugmynd Bandaríkjamannsins Samuels Morse um ritsíma, hafði orðið að veruleika. Það var í ársbyrjun 1845, að opnuð var fyrsta ritsímalínan, milli Washington og Baltimore. Þessi framkvæmd reyndist upphaf að nýjum tíma á sviði fjarskipta. Fregnin um hana fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina á næstu árum. Framkvæmdir i símamálum hófúst t.d. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð upp úr 1850. Enginn áhugi Af tilraun Shafíhers til að koma á símasambandi yfir Atlantshafið um ísland er það að segja, að hann kom með leiðangur til íslands 1860 til að kanna aðstæður. Frá því er skemmst að segja, að málið rann út í sandinn. Ekki verður séð að íslendingar hafi haft áhuga á málinu, varla gert sér grein fyrir þýðingu þess fyrir íbúa þessa strjálbýla og afekekkta ey- lands. Og ekki var áhuginn meiri hjá dönskum stjómvöldum. Við getum ímyndað okkur, hvílík áhrif það hefði haft, ef ritsímasam- band hefði komist hér á í framhaldi af verslunarfrelsinu, sem fékkst 1855 og þá ekki aðeins á verslunina, held- ur á þjóðlífið allt. Það er óneitanlega merkilegt, sem fram kemur í bók- inni, að það varð eiginlega norski skáldjöfurinn Bjömstjeme Bjöm- son, sem gerði sér þetta ljóst fyrstur manna. Hann átti bréfaskipti við Jón Sigurðsson um málið kringum 1870, en ekkert stoðaði. Það kemur fram í bókinni, að varla hafi verið minnst á símamál í íslenskum blöðum á ár- unum 1860-1890. Á þeim árum snerist umræðan á Islandi víst fyrst um fjárkláða, en svo tóku við harð- indi og Ameríkuferðir. Telefonfélag Reykjavíkur Árið 1876 hafði ritsíminn fengið keppinaut. Það var talsíminn, upp- finning Skotans A.G. Bell, sem þá var sestur að í Vesturheimi. Þessi uppfinning breiddist út með leiftur- hraða. I bókinni er greint frá því, að árið 1880 hafði fyrsta talsíma- hlutafélagið í Kaupmannahöfh komið upp símakerfi, og hafa þá ýmsir íslendingar brátt komist í kynni við þetta galdratæki. Og nú var farið að lifria yfir íslendingum. Árið 1889 var farið að nota síma á Isafirði, og er í bókinni mynd af fyrsta símatækinu, sem enn er á vegg í svonefhdu Factorshúsi á ísafirði. Bókmenntir Páll Líndal Árið 1890 var stofhað Telefonfélag Reykjavíkur og Hafharfjarðar, sem hafði forgöngu um að láta leggja síma milli bæjanna og annaðist rekstur hans. Árið eftir kom fram á Alþingi tillaga um að leggja „mál- þráð“ milli íslensku kaupstaðanna, Reykjavikur, ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar en sú tillaga hefur víst þótt ganga nokkuð langt og náði ekki fram að ganga. Það var árið 1898, sem í ísafold birtist í fyrsta skipti eitt snjallasta nýyrði, sem komið hefur upp. Það var orðið sími. Heiðurinn af því átti Pálmi Pálsson yfirkennari við Lærða skólann og dró það af gömlu hvorug- kynsorði „síma“, sem merkir þráður. Engin mótmæli Nú verður að gera langt mál stutt, en svo er það 1905, að upp kemur fyrsta stórpólitíska málið, sem heimastjómin fékk við að glíma. Hannes Hafetein beitti sér fyrir því, að gerður var samningur við Mikla norræna ritsímafélagið um lagning ritsíma til íslands. Þetta mál varð mikið pólitískt hitamál. Andstæð- ingamir vildu reyna fyrir sér með loftskeytasamband, en loftskeyti vom þá nýlega til komin, og þeir töldu samninginn óhagstæðan. Af þessu spruttu mótmælaaðgerðir í Reykjavík, bændafundurinn 1905. Það er hrein fjarstæða, sem haldið hefur verið fram, að sunnlenskir bændur hafi komið í hópum til Reykjavíkur til að mótmæla fram- förum eins og oft er sagt. Þetta var málefhalegur ágreiningur um stór- mál og af pólitískum toga. Mótmælin höfðu ekki áhrif, því að Alþingi féllst á samningsgerðina og svo var hafist handa um lagningu símans. Hann tók svo til starfa árið 1906. Mér er til efe, að nokkur fram- kvæmd hafi fremur tengt landsmenn saman en síminn, sem á næstu árum og áratugum var lagður um allar byggðir landsins. Árið 1940 voru símstöðvamar 500 að tölu og þar var veitt persónuleg símaþjónusta. Það er ævintýri líkast að lesa frá- sagnir af því, hvemig unnið var að því undir forustu vaskra Norðmanna að leggja símann um fjöll og fimindi og fara með stjóm hans. Nokkrir Norðmenn, sem unnu við símann á þessum árum ílentust hér. Nöfn eins og Forberg, Bjömæs, Smith o.fl. minna á hlut Norðmanna, að síma- væðingunni, ef svo mætti kalla. Stúlkurnar á miðstöð Deilum um loftskeyti og sæsíma var svo sem ekki lokið 1906. Menn héldu áfram að skiptast í flokka eft- ir pólitískum línum. Sagan, sem rakin er um sæsímann til Vest- mannaeyja, er óneitanlega nokkuð brosleg, en hér hefur verið um að ræða hið rammasta alvörumál. Svo fór þó, að reist var loftskeytastöð á Melunum og tók hún til starfa 1918. Litla stöðin, sem reist var árið 1905, rétt þar hjá, sem hið fræga hús Höfði er nú, var ekki mjög fullkomin, og má líklega segja, að hún hafi verið kaffærð í hamaganginum 1905. Það urðu mikil þáttaskil, þegar sjálfvirka stöðin tók til starfa árið 1932 í nýju húsi Landssímans við Austurvöll. Þá hvarf hér af vinnu- markaði friður flokkur kvenna, „stúlkumar á miðstöð" og þótti mörgum eftirsjá að. Með tímanum hefur þetta hefðbundna kvennastarf að annast símaafgreiðslu lagst nið- ur, og er þar með horfinn mikilvægur þáttur daglegs lífe í mörgum byggð- arlögum. Talsambandið við útlönd komst á 1935. Þetta var lengi fjarlægur draumur, en þykur nú sjálfeagður hlutur. „Helvítis kjaftavél“ Upp úr heimsstyrjöldinni síðari verða geysilegar tækniframfarir á sviði Qarskipta, og er gerð nokkur grein fyrir þeim í síðasta hluta verksins, en það verður að fyrirgefa mér, að ég reyni ekki að endursegja neitt um þann merkilega þátt. Af framanrituðu má fá nokkra hugmynd um efni þessarar fróðlegu bókar, en ég trúi varla öðru en marg- ir muni hafa bæði gagn og gaman af lestri hennar. Hún er prýdd fjölda mynda; ég ætla, að fæstar þeirra hafi áður komið fyrir almennings- sjónir. Stundum þykir okkur nokkuð mikið ónæði af símanum. I því sam- bandi rifjast upp fyrir mér orð, sem í bókinni eru höfð eftir ónefndum þjáningarbróður, að síminn sé ekk- ert annað en „helvítis kjaftavél". En það finnum við best, hve síminn er mikilvægur þáttur í daglegu lífi okk- ar, þegar hann bilar eða þegar lokað er fyrir símann hjá okkur vegna vanskila. Opifl ð laugardögum PANTANIR SÍMI13010 JE KREDIDKORT AÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. AFGREIÐSLA SIMI27022 TILKYNNING FRÁ FISKVEIÐASJÓÐI ÍSLANDS Umsóknir um lán á árinu 1987 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1987 hefur eftirfarandi verið ákveðið. 1. VEGNA FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórnar. Eft- ir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. VEGNA ENDURBÓTA Á FISKISKIPUM Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endur- bóta ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. VEGNA NÝSMÍÐI OG INNFLUTNINGS Á FISKISKIP- UM Flugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum, þó eingöngu ef skip með sambærilega aflamöguleika er úrelt, selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum ástæð- um. Hámarkslán er 65% vegna nýsmíði innanlands en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutn- ings báta undir 10 rúmlestum. 4. ENDURNÝJUN UMSÓKNA Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að end- urnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. HÆKKUN LÁNSLOFORÐA Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótar- framkvæmda nema Ijóst sé að umsækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðbótarfram- kvæmdir hófust. 6. UMSÓKNARFRESTUR Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1987. 7. ALMENNT Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs islands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykja- víkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknar- frest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1987 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 28. nóvember 1987. FISVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.