Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 31
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 31 r>v Sandkom Helgi H... Stefán var plataður Þeir á fréttastofu sjónvarps fóru ægilega illa með Stefán Valgeirsson fyrr í vikunni. Þannig var að eftir Húsa- víkurfundinn fræga fékk Helgi H. Jónsson, fréttamaður sjónvarps, Stefán til að lofa sér því að sjónvarpið fengi að vera fyrst með fréttina ákvæði Stefán að fara í sérframboð. Lofaði Helgi því á móti að fréttin fengi gott pláss í ann- ars knöppum fréttatíma ...plataði Stefán. sjónvarpsins. Inn á þetta gekkst Stefán. Svo var það á sunnudaginn að það tók að kvisast að Stef- án ætlaði í sérframboð. Þann dag allan og fram á mánudag hringdu fjölmiðlar viðstöðu- laust í frambjóðandann til að fá hann til að staðfesta sér- framboðið. En Stefán þagði sem steinninn. Meira að segja Dagur á Akureyri fékk enga staðfestingu þegar hann ræddi við Stefán um miðjan dag á mánudag. Á hann þó sæti í útgáfustjóm blaðsins og hefði átt að renna blóðið til skyldunnar. Á mánudagskvöld nasaði fréttamaður útvarps það uppi að viðtal yrði við Stefán í fréttatíma sjónvarpsins. Hann hringdi strax en allt sat við sama. Stefán þagði. Þegar framboðsfréttin kom svo loks í sjónvarpinu varhún miklu styttri en Stefán hafði haldið enda öll klippt og skor- in. Hann sat eftir með sárt ennið og verður áreiðanlega bið á því að hann láti sjón- varpið sitja fyrir næst. Ég öfunda þig, Sigurður Fljótfærni manna getur stundum breytt gráu í svart: Það var einhverju sinni að prestur einn utan af lands- byggðinni lagði leið sína á landsmót hestamanna á Vind- heimamelum. Þangað kominn hitti hann góðvin sinn, bónda úr sveitinni heima. Bóndinn sat býsna rogginn ásamt konu sinni í splunkunýjum jeppabíl sínum þegar fundxim þeirra vinanna bar saman. Prestur gekk rakleiðis til bóndans, baðaði út öllum öng- um, virti bílinn lauslega fyrir sér og sagði svo: „Ég öfunda þig, Sigurður." Bóndinn varð hálfhvumsa við en gaut svo glettnislegu Bóndinn var á splunkunýjum jeppa. auga til konu sinnar sem sat við hliðina á honum. Þá var eins og prestur áttaði sig því hann bætti flaumósa við: „Nei. nei, ekki af kon- unni.“ Nærfærin innheimta Það veit enginn nema sá sem reynir hvað það tekur á taugarnar að skulda hitaveit- unni. Ekkert er óyndislegra en tilhugsunin um að skríða heim í skjólið sem skyndilega hefur þá breyst úr notalegri vistarveru í kæliklefa. En hitaveitirmennimir eru Fáar hitaveitur skaffa ullarsið- buxur sé lokað fyrir hitann. misjafnlega aðgangsharðir við innheimtuna. Um daginn var til dæmis auglýsing í blaði einu frá Hitaveitu Mosfellshrepps. Þar stóð: „Heitavatnsnotendur eru minntir á að hinn 17. nóvemb- er var eindagi reikninga fyrir september/október notkun. Greiðið skilvíslega og forðist lokanir. Þama eru til ullarsíð- buxur.“ Nú, þama virðist skuldur- um beinlínis hjálpað við að halda á sér hita ef kuldabol- amir ná að loka fyrir hitann heimahjáþeim. Þá stendur neðst í þessari sömu auglýsingu frá Hita- veitu Mosfellshrepps: „...kirkja er undurfögur og jólaleg..." Þar er líklega átt við að alltafmegi grípa til bænahitans bregðist föður- landið. Nýgiftur Tveir olíufurstar vom að spjalla um konumar sínar. „Ég er nú alltaf hrifnastur af þeim sem eru - aah - stælt- ar og spengilegar." „Það er ég líka,“ svaraði hinn. „Ég var einmitt að gift- ast kvennalandsliðinu í handbolta í gær.“ Fjömgur fundur? Ekki er gott að geta sér til um það sem fram fer á fundum Kvennalistans á Höfn, Homa- firði. En óneitanlega fer bugmyndaflugið á stað þegar auglýsingar eins og eftirfar- andi sjást í Eystrahomi: Móðir, kona, meyja! Fundur í Sjálfstæðishúsinu Höfn föstudag... Vantar notað mótartimbur... Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Eygló Gunnþórsdóttir ásamt starfsstúlku sinni, Ingibjörgu Gísladóttur. DV-mynd Anna Slegið af á ársafmælinu Arma Ingólfedótttr, DV, Egilsstööum: Tískuverslunin „Okkar á milli“ á Egilsstöðum hélt nýverið upp á árs afinæli sitt. Var þá veittur 10-20% afsláttur af ýmsum vörum verslunar- innar í nokkra daga. Eygló Gunnþórs- dóttir eigandi hefur lagt mikla vinnu í rekstxrrinn. Hxin kvaðst vera mjög ánægð yfir þeim jákvæðu viðbrögðum sem verslunin hefur fengið hjá Aust- firðingum öllum. Hún sagðist mest hafa af tískuvörum en undanfarna mánuði hefúr hiin haft meira af klass- ískum fatnaði fyrir nánast alla aldurs- hópa. „Að sjálfsögðu vanda ég mig i fatainnkaupum og gæti þess að panta ekki margar flíkur af sömu tegund, þannig að viðskiptavinir mínir eiga ekki á hættu að mæta næsta manrxi 1 eins flík,“ sagði Eygló. Við óskum Eygló til hamingju með afmæli versl- unar sinnar og ekki síður með hvað vel hefur til tekist. „Iceland Video“ Vilhjálmur Knudsen kvik- myndagerðarmaður hefur lokið við gerð nýrrar íslenskrar kvikmjmdar á myndbandi um ísland. Kvikmynd- in er 60 mínútna löng, gerð á evrópska sjónvarpskerfinu PAL og ameríska sjónvarpskerfinu NTSC og er með ensku tali. í myndinni erfjall- að um eldvirkni á Islandi, íslenska náttúru og landið almennt. Vilhjálmur hefur fylgst með at- burðum við Kröflu frá upphafi Kröfluelda og sýnt er frá tímamóta- gosinu í júlí 1980. Síðan er farið yfir eldvirka beltið, sýnt frá Surtseyjar- gosinu, Heimaeyjargosinu, Heklu- gosinu 1947-48 og 1980, Kötlu svo og fleiri gosstöðvum. I síðari hluta myndarinnar eru ýmsar perlur íslensks landslags sýndar og nýting jarðvarma kynnt. Kvikmyndin hefur hlotið nafiiið Ice- land Video. Ýmis atriði myndarinn- ar eru eftir Ósvald Knudsen, föður Vilhjálms. Myndbandið er til sölu í gjafavöruverslunum í Reykjavík. -EIR Ekinn Verð Landcruiser II árg. ’86, bensín 15.000 890.000,- Toyota Crown Super Saloon árg. ’80 65.000 410.000,- Toyota Crown dísil árg. ’83 -ekinn á vél 100.000 430.000,- Toyota Hi-Lux 4x4, yfirbyggður 57.000 390.000,- Toyota Hi-Lux dísil turbo árg. '85 35.000 900.000,- Toyota Tercel árg. ’81, sjálfsk. 69.000 220.000,- Toyota Starlet árg. ’80 95.000 120.000,- Mazda 626 árg. '81 70.000 210.000,- Mazda 626 árg. '82, sjálfsk. 97.000 270.000,- Mazda 323 árg.'80, sjálfsk. 75.000 160.000,- Mazda 929 árg. '80, sjálfsk. 70.000 220.000,- Daihatsu Charade árg. ’81 49.000 180.000,- BMW 518 árg. ’81 90.000 330.000,- BMW 316 árg. ’82 51.000 320.000,- Renault árg. '81, sendibill 97.000 150.000,- Fiat Panda árg. ’83 35.000 145.000,- Oldsmobile Cutlass, bensín, m/öllu '80 83.000 450.000,- Citroen GSA Pallas árg. '82 65.000 210.000,- M. Benz 250 árg. ’79 103.000 550.000,- til sölu Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18 Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá I I S/-g7/yW J HA6CAUP v---- /VUKlA&£A(aT Toyota Corolla special series ’86, ekinn 8.000, rauður. Verð 410.000,- Toyota Tercel 4x4 árg. ’84, ekinn 58.000, brúnn/dökkbrúnn. Verð 440.000,- s/\i y\N P. SAMÚELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108REYKJAVÍK SÍMI (91) 687120 Toyota Camry special series ’86, ekinn 8.000, Ijósgrænn, sumar/ vetrardekk. Verð 595.000,- Toyota Hi-Ace bensin árg. ’82, Toyota Corolla árg. ’81, 5 gira, ekinn 97.000, hvitur. Verð ekinn 87.000, blár. Verð 230.000,- 390.000.- BMW 518 árg. ’81, ekinn 62.000, beige. Verð 330.000,- Toyota Cressida árg. ’80, ekinn 100.000, blár. Verð 220.000,- mazaa 626 árg. ’82, ekinn 110.000, grár. Verð 270.000,- Toyota Corolla Twin Cam árg. ’85, ekinn 35.000, gylltur. Verð 560.000,- Toyota Tercel árg. ’83, sjálfsk., ekinn 75.000, rauður. Verö 280.000.- Toyota Cressida GL sjálfsk. ’81, ekinn 109.000, grár. Verð 330.000,- Toyota Corolla 1600 DX árg. ’84, 5 gira, ekinn 27.000, brúnn. Verð 350.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.