Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Dægradvöl Jóhanna er hér i hlutverki sjúklings sem verið er að taka úr rúmi. Það er Gunnar sjúkraþjálfari sem kennir réttu handtökin. DV-mynd GVA Jóhanna Oliversdóttir: Fannst ég kunna lítt til verka Jóhanna H. Oliversdóttir úr Reykja- vík var ein þeirra sem sóttu námskeið- ið fyrir aðstandendur aldraðra og sjúkra hjá Rauða krossinum í síðustu viku. Við spurðum hana fyrst hvers vegna hún hefði sótt námskeiðið. „Ég hef hugsað um sjúka tengdamóður mína síðan í maí og hún þarf mikla aðhlynningu. Ég þarf að klæða hana og hjálpa henni við alla hluti. Ég hafði aldrei unnið við hjúkrun og kunni í raun lítt til verka þannig að mér fannst kjörið að sækja þetta námskeið til að læra réttu handtökin, bæði mín og hennar vegna,“ sagði Jóhanna. Hún sagðist hafa lært margt á nám- skeiðinu og einna mikilvægastar fúndust henni þær vinnustellingar sem lllll: Til að leiðbeina Dísu enn betur hjálpar Gunnar henni að beygja sig og rétta á réttan hátt. þeim höfðu verið kenndar. Einnig taldi hún að fram hefði komið margt áhuga- vert varðandi umgengni við sjúkling- ana og það hvemig best væri að ná athygli sjúklinga sem væru mikið veikir. Hún sagði ennfremur að það væri mikill styrkur að ræða við hina þátttakenduma á námskeiðinu og að þær bæm sig mikið saman um hin ýmsu atriði varðandi aðhlynningu í heimahúsum. Jóhanna sagðist fá heimahjúkrun þrisvar á sólarhring og væri það mikil hjálp. „Ég get í raun ekki farið frá nema fá einhvem til að vera heima, það er sama þó ég þurfi bara að skreppa út í búð, það þarf alltaf ein- hver að vera heima,“ sagði Jóhanna og bætti því við að hennar tilfelli væri ábyggilega ekkert einsdæmi. „Ég hef jafnvel heyrt þess dæmi að aldrað og mikið veikt fólk sé eitt á heimilum sínum og hlýtur það að vera óviðun- andi ástand. Við bíðum nú eftir svokölluðu skiptiplássi en það getur tekið sinn tíma,“ sagði Jóhanna. -SJ Gunnar Sverrisson sjúkraþjálfari er hér að leiðbeina Dísu um það hvernig hún á að beygja sig. Aðrir þátttakendur á námskeiðinu fylgjast greinilega með af athygli. DV-myndir GVA jjJEáa að vinna á dvalarheimili aldraðra á Reykhólum“ sagði Dísa Sverrisdóttir „Ég kom á þetta námskeið vegna þess að nú er verið að byggja dvalar- heimili aldraðra á Reykhólum og þar ætla ég mér að vinna þegar húsið verð- ur komið upp. Nú er það aðeins fokhelt og það vantar fjármagn til að halda áfram með bygginguna," sagði Dísa Sverrisdóttir sem er búsett að Miðja- nesi í Reykhólasveit, en hún kom sérstaklega suður til að sækja nám- skeið Rauða krossins. Hún sagði að mikil þörf væri fyrir þetta heimili fyr- ir vestan þar sem töluvert væri um það að aldrað fólk væri í heimahúsum hjá aðstandendum. Dísa sagðist lítið hafa starfað með öldruðum, nema hvað hún hefði hugs- að um tengdafóður sinn um tíma. Við spurðum hana hvort henni fyndist hún hafa lært mikið á námskeiðinu um aðhlynningu aldraðra og sjúkra í heimahúsum. „Já, ég hef lært þónokk- uð og mér fannst sérstaklega fróðlegt að fara i Hjálpartækjabankann og sjá þar hin ýmsu hjálpartæki sem boðið er upp á, bæði fyrir aldraða og fatl- aða,“ sagði Dísa. Hún sagðist hafa lært mjög mikið í verklegu kennslunni hjá Gunnari Sverrissyni sjúkraþjálfara en hann kenndi þeim atvinnustellingar. „Það er ansi merkilegt hvað þetta getur vafist fyrir manni því maður hefúr vanið sig á ákveðnar stellingar sem erfitt getur verið að breyta. Annað sér maður strax og finnur líka hve miklu það munar að bera sig rétt að við vinn- una,“ sagði Dísa. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.