Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 40
RÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Talað um 24-27 þúsund
króna lágmarkslaun
- aðeins reiknað en ekki ræðst við
Þær tölur sem nú er verið að ræða
í samningaviðræðum ASÍ, VSÍ og
VMS sem lágmarkslaun eru á bilinu
24 til 27 þúsund krónur á mánuði. I
hugmyndum ASÍ um lágmarkslaun
síðan fyrir helgi er talað um að
lægstu laun í dag, 18.919 krónur, sem
er 20. flokkur, fari upp í 27.003 kr. á
mánuði. VSÍ hefúr aftur á móti nefht
24 þúsund krónur sem lágmarks-
laun. I allan gærdag voru svo
reiknimeistarar aðila að störfum og
ákveðið var klukkan hálfeitt í nótt
að þeir héldu áfram störfum í dag
og legðu niðurstöður sínar fyrir fund
sem fyrirhugaður er kl. 14 í dag.
Fundur átti að hefjast hjá samn-
inganefndunum kl. 17 í gær en
fundurinn byrjaði aldrei. Gefið var
matarhlé kl. rúmlega 18 og komið
saman aftur kl. 21 en aldrei var ræðst
við. Fólk bara sat og beið og ekkert
gerðist þar til ákveðið var að fresta
öllum viðreeðum, þegar klukkan var
að ganga eitt í nótt, þar til í dag.
Þeir samningamenn, sem rætt var
við í gær, voru mjög svartsýnir á að
samningar næðust. Karl Steinar
Guðnason, fyrirliði VMSÍ, sagði að
enda þótt mjög væri þungt fyrir fæti
væri hann ekki vonlaus um að ná
mætti samningum i þessari lotu.
Hann spáði því að ef uppúr slitnaði
nú, myndu samningaviðræður ekki
heíjast aftur fyrr en í febrúar eða
mars og þá væri hætta á kosninga-
lykt af öllu saman. Óttaðist Karl þá
mikla hörku og að allt færi úr bönd-
unum.
Allir sem rætt var við í gær voru
sammála um að nákvæmlega ekkert
hefði mjakast í samkomulagsátt í
gærdag enda varla von þar sem ekk-
ert var ræðst við, aðeins reiknað.
-S.dór
Ingvi Hrafn fréttastjóri:
„Eins og
stórfréti
„Þetta leit út eins og stórf'rétt,"
sagði Ingvi Hrafn Jónsson, frétta-
stjóri sjónvarps, um þá ákvörðun
sína að trufla útsendingu á fram-
haldsmyndaflokknum Sjúkrahús-
inu í Svartaskógi í gærkvöldi með
tilkynningu um að miklilsverð
frétt væri í vændum.
„Það var hringt í okkar mann
seint í gærkvöldi og honum sögð
þau tíðindi að hótanir hefðu borist
skipverjum á Hofsjökli frá um-
hverfisvemdarmönnum og að
lögregluvörður hefði verið settur
um skipið í erlendri höfn. Okkar
maður treysti heimildarmannjnum
enda leit þetta illá út í lest skipsins
eins og sjónvarpsáhorfendur fengu
' að sjá. Það breytir hins vegar
dæminu ef logið hefur verið að
okkar manni. Það er náttúrlegú
alvarlegt mál,“ sagði Ingvi Hrafin.
4EIR
Ert þú á leið í
AIIKLAG4RD?
Eskfirðingar fengu heldur óvænta heimsókn á dögunum þegar selkópur ók um götur bæjarins í hjólbörum.
Hann var að vísu ekki einn á ferð því strákarnir, sem fundu hann í fjörunni við Eskifjörð, sáu um akstur farar-
tækisins. Kópurinn reyndist gæfur og undi hag sínum hið besta, meðan á ferðalaginu stóð, eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd. Honum var síðan sleppt þegar ferðalaginu lauk. DV-mynd Emil
LOKI
Úlfur, úlfur.
Veðrið á morgun:
Él verða
víða um
landið
Á föstudaginn verður lægðar-
bóla við vesturströndina, suðaust-
an og austan 4-5 vindstig ríkjandi.
Dálítil él verða víða um landið og
hiti kringum frostmark.
Hofsjökulsmálið:
segir Watson
„Þetta var ekki ég, við hjá Sea
Shepherd stefnum aldrei mannslíf-
um í hættu í aðgerðum okkar,“
sagði Paul Watson er DV vakti
hann á hótelherbergi í Toronto í
Kanada í morgun. „Ég hef aldrei
heyrt minnst á þetta skip.“
Áf fréttum sjónvarps í gærkvöldi
mátti skilja að umhverfissinnar
vestan ha£s gætu átt sök á eldi er
upp kom í Hofsjökli undan Grænl-
andi síðastliðinn sunnudag.
Hótanir hefðu borist jafrit skip-
verjum og Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna á Bandaríkjunum en
Hofsjökull siglir með frystan fisk
á Bandaríkjamarkað.
„Þetta eru æsifréttir. Við höfum
ekki fengið neinar hótanir, hvorki
frá Paul Watson né öðrum,“ sagði
Birgir Ómar Haraldsson, útgerðar-
stjóri skipafélagsins Jökla, í
samtali við DV. „Allt bendir til að
eldur hafi kviknað i rafgeymi not-
aðrar bifreiðar sem var í lest
skipsins. Rannsóknarlögreglan
vinnur nú að málinu og siðast þeg-
ar ég vissi voru rannsóknarmenn
á einu máli um að eldsupptök
mætti rekja til rafgeymisins.“
Hofsjökull var að koma frá Bos-
ton og lagðist að bryggju í
Hafnarfirði í gær. Um borð voru
23 skipverjar, þrjár bifreiðir, einn
snjóbíll og rækjuvinnsluvél.
„Þetta er allt skemmt. Sem betur
fer var gott í sjó þegar eldsins varð
vart, reykurinn var mikill en eld-
urinn staðbundinn. Skipverjum
gekk vel að ráða niðurlögum
hans,“ sagði Birgir Ómar Haralds-
son.
Sjóréttur vegna máls þessa verð-
ur settur í Hafharfirði í dag.
-EIR
„Storfrett" sjónvarpsins:
Búin til spenna
af engu tilefni
„Mér snarbrá, ég hélt að eitthvað
stórkostlegt væri að, náttúruham-
farir, þjóðarleiðtogi væri látinn
eða að einhver önnur stórtíðindi
hefðu orðið,“ sagði Reykvikingur
í samtali við DV í morgun þegar
hann var spurður hvemig honum
hefði orðið við þegar tilkynnt var
um mjög mikilsverða frétt sem
birtast ætti í síðari fréttum sjón-
varpsins í gærkveldi.
Þegar þætti um sjúkrahúsið i
Svartaskógi var rétt ólokið birtist
letur á skjánum þar sem tilkynnt
var um mjög mikisverða frétt sem
birtast ætti i síðari fréttum sjón-
varpsins. Fréttin var síðan um
bruna í Hofsjökli sem hugsanlega
var talinn hafa verið af manna-
völdum.
„Þetta var dæmigert atriði til að
búa til spennu af engu tilefni og
var þetta sérstaklega kjánalegt þvi
auglýsingatími var á milli sjón-
varpsmyndarinnar og frétta-
tímans," sagði viðmælandi DV.
Kona, sem sá ekki tilkynning-
una, sagði að maður sinn hefði séð
hana og verið mjög spenntur og
hefði hann búist við stórtíðindum.
„Þetta var heilmikill taugapolki
hjá honiun,“ sagði hún.
Fleira fólk, sem talað var við, var
sammála um að öllum hefði brugð-
ið mjög mikið og dottið ýmist í húg
eldgos eða samningamir. -ój