Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 7 Menning Bakgrunnur Halldórs Laxness Ámi Sigurjónsson: Laxness og Þjóðlifið. 1. bindi. Vaka-Helgafell, 1986, 147 bls. Þetta er íslenskuð og umsamin gerð doktorsrits Áma sem hann samdi á sænsku. í formála segir Ámi meðal annars um bók sína: „Markmið hennar er að auka skilning lesenda á bókmenntum og bókmenntahugmyndum hér- lendis á árunum milli stríða með sérstakri hliðsjón af verkum Halldórs Laxness á þeim tíma. Bókin fjallar sem sé ekki aðallega um bækur Halldórs sjálfs, heldur um stjómmál, bókmenntaskoðanir og bókmenntir tímabilsins yfirleitt. [•••] Þótt ég hafi kynnt mér skrif ýmissa fræðimanna um efriið er bókin ekki skrifuð sem gagnrýni á eldri kenningar heldur er komið milliliðalaust að því sem fjallað er um.“ (bls. 11) Þetta síðara atriði virðist mér mjög hæpin stefna og raunar óframkvæm- anleg. Um bókarefnið hefur verið fjallað það mikið að það hlýtur að hafa opnað augu þessa fræðimanns fyrir ýmsu. Þess ber þá að geta, þó svo að hann hafi síðan lesið frumfieimild- ir. Enda þróast fræðimennska áfram í vixlræðu við það sem áður hefur verið sagt. Svo ég taki dæmi sem ég þekki, þá er doktorsrit mitt um bókmennta- hreyfingu vinstrimanna talið í heim- ildaskrá, en hvergi vitnað til þess. En það held ég að Árni hefði átt að gera amk. á bls. 101, um andstöðu Halldórs gegn nýtískum ljóðum 1939. Hitt er þó miklu meira mál að hvergi í þess- ari bók er Peter Hallberg nefndur hvað þá að vitnað sé til hins mikla rits hans um Halldór Laxness sem út hefur komið í fjórum bindum á ís- lensku. Ég held að það sé óhugsandi að skrifað verði um Halldór Laxness án þess að byggja í miklum mæli á því riti. Og slíks verður að geta. Sé það svo víða stoð, að ekki taki að nefna það hverju sinni, þá verður að gera skilmerkilega grein fyrir því í formála. Þetta er grundvallaratriði í fræðimennsku. Þrennskonar bakgrunnur Bókin skiptist síðan í þrjá hluta, hinn fyrsti er um efnahags- og stjórn- málaástand íslands á árunum milli stríða, annar um bókmenntakenning- ar á því méli, en lokahlutinn fjallar um skáldrit tímabilsins, einkum skáld- sögur. Fyrsti hlutinn er í rauninni aðeins sextán síður, og of stuttur að mínu viti, til að geta gert það þjóðfélag skilj- anlegt, sem birtist í skáldsögum Halldórs. „Á þessum tíma var efna- hagsástand slæmt í landinu vegna heimskreppunnar miklu“ (bls. 17) er t.d. allt og sumt sem Ámi hefur um kreppuna að segja. Megináherslu leggur hann á fólksflutninga úr sveit- um til bæja, enda beinist sviðsljósið einkum að Sjálfstæðu fólki, mun fremur en að Sölku Völku. Bókmenntakenningar er meginhluti ritsins, 73 bls. Og hér er ákaflega mikinn fróðleik að hafa, því Ámi virðist hafa lesið allt sem hann komst höndum yfir um fagur- fræði- og raunar um hvers kyns spekimál á þessu tímabili. Ekki hefi ég tölu á öllum þeim höfundum sem Ámi tekur hér fyrir, hvað þá ritum þeirra. En þetta er einstakt yfirlit, og mikill fengur að þvi. Framsetning verður ævinlega mikið vandamál, þegar svo umfangsmikið efni er meðhöndlað, sem kenhingar tuga manna á tveimur áratugum um hvemig bókmenntir eigi að vera. Hvemig á að raða efninu? Oft að- hyllast menn sögulega framsetningu, fylgja tímaröð og reyna að skýra breytingar í efhinu með utanaðkom- andi breytingum og innri átökum. Þetta virðist þó ekki við eiga nema miklar sögulegar breytingar eigi sér stað, og mér sýnist slík framsetning ekki henta þessu efrii á þessum tíma. Sjálfur held ég að raða ætti eftir því hvað sagt var um efnið. Það skiptir hér miklu fremur máli, en hver sagði hvað. Enda ætti það þá að koma í ljós ef einhver höfúndur hefur sérstöðu vegna yfirgripsmikilla, frumlegra kenninga. Þessi röðun ætti líka að sýna hverjir vom miður frumlegir, talsmenn ríkjandi viðhorfa, eða at- kvæðalitlir. Ámi tekur þann kost að raða eftir höfundum, hefur hvem sér, þó svo að þeir séu flokkaðir saman eftir skyld- leika í stefnu og tíma. Fljótt á litið gæti það virst ákjósanlegt til að fá glöggt yfirlit um stefnu hvers höfund- ar. En nánar að gætt leiðir þetta til endurtekninga í framsetningu, því auðvitað sögðu margir þessara höf- unda hið sama - eða, ef fræðimaðurinn vill forðast endurtekningar, þá verður hætt við götum í því sem segir um ýmsa þeirra. Og raunar hvort eð er, því þessi aðferð beinist að alhliða yfir- liti um hvem höfund, þá verður tilhneiging til að takmarka lengdina, og hætt við að hið sérstæðasta fari forgörðum. Verst er, að þetta tak- markar úrvinnslu, meira ber á endur- sögn. Andúð á erlendu tískuefni Hér er auðvitað ekki svigrúm til að fara í saumana á þessu efni, en þó hlýt ég að taka dæmi, og nefhi Guð- mund Finnbogason, sem fjallaði m.a. um fagurfræði í doktorsriti sínu, sem er síðari hluti bókar hans, Hugur og heimur. Sú bók var flutt sem al- þýðufyrirlestrar í Reykjavík veturinn 1910-11, við mikla aðsókn, og vakti ákafa athygli. Það er því afar þýðing- armikið að gefa því gaum sem þar segir um bókmenntasköpun. Ámi Sigurjónsson. Guðmundur leggur þar áherslu á - ekki að skáldið stundi eftirlíkingu, eins og ætla mætti af Áma (bls. 38), heldur á innlifun ímyndunaraflsins, Bókmeimtir Öm Ólafsson að skáldið lifi sig irrn í annarleg kjör, skapi úr sundurlausum minningabrot- um og ímyndun sinni persónur sem það hefur aldrei kvnnst, síðan geti saga þeirra þróast eftir áður ókunnum leiðum. „Og þessar persónur em ekki heldur það sem skáldið var. heldur það sem það hefði getað orðið eða viljað verða,“ jafnvel skapa skáldin persónur sem þau þykjast alls ekki vera andlega skyld. Skáldið verður að skapa jafnvel landið sjálft í verkum sínum. ..Þar skal verða nvr himinn og ný jörð" (bls. 334-5, 342). Nær hefði Áma verið að gera grein fyrir þessu en að rekja kenningar Guðmundur um stjómarfar og annað þvílíkt, enda skýrir þessi áhersla á ímyndunaraflið m.a. það sem Árni kallar íhaldssemi Guðmundar, þ.e. andúð á ómeltu efrii í skáldskap - t.d. erlendu tískuefni. Bókmenntir Hér gerir Ámi grein fyrir helstu skáldsögum tímabilsins, og nokkrum smásögum. Aftur verð ég að segja að þetta er fróðlegt yfirlit, fengur að því, en ýmislegt vantar í. Árni segir (bls. 103). „Bókmenntafræðingar hafa oft fjallað um það hvemig höfundar verða fyrir áhrifum af skáldskap annarra og líkja eftir honum. En í seinni tíð hafa margir bent á að þetta er harla einfólduð mynd af samspili bókmenntatexta. Það er aðeins í miðlungsbókmenntum og þaðan af lakari sem samband vngri texta við hinn eldri getur verið svo einfalt. Að öðm leyti er sú regla líklega algengari að skáld revmi að melta verk fyrri skálda á virkan hátt og taka gagruýna afstöðu til þeirra.“ í rauninni gerir Ámi svo ekki mikið meira en endursegja söguþráð sagn- anna með sérstökum samanburði við Sjálfstætt fólk. einkum með tilliti til aðalpersónu. Skrítið er að hann skuli ekki nefna Höllu og heiðarbýlið, sem er þó alkunna að Halldór tók meðvitað afstöðu til með Sjálfstæðu fólki. það er miklu ótvíræðara en um ýmsar bækur sem Ámi telur upp. og síður var ástæða til að víkja að. en að sög- unni Brennumenn eftir Hagalín og leikritinu Stormar eftir Stein Sig- urðsson. sem hann nefnir ekki. Þegar mörg skáldverk em borin saman. hlýtur það að verða nokkuð einhliða. menn leggja áherslu á einn þátt öðrum fremur. En hér þvkir mér of mikil áhersla lögð á málflutning í skáldverkum. t.d. er Kristrún í Hamravík fyTÍr annað merkilegri. Og afgreiðslan á skáldverkunum finnst mér stundum of mikil fljótaskrift. Ávöntun i úrvinnslunni Þar tek ég dæmi af sögu Sigurðar Helgasonar, Ber er hver að baki, sem birtist 1936. Þetta er nokkuð hefð- bundin saga af örbirgð og eymd sveitafjölskyldu, og skilst, þótt ekki sé sagt berum orðum. að þessar að- stæður valda þvi hve frumkvæðislaus fjölskyldufaðirinn er, hann hafði verið niðursetningur. Gagnvart þessu leiðir hjálpsemi sumra granna til sömu nið- urstöðu og gerræði annarra. og lesendur fá engar lausnir, svo þeir neyðast til að brjóta heilann sjálfir um orsakir. afleiðingar og möguleika í þessu stéttasamfélagi. Þessvegna er þessi saga að mínum dómi mun meira byltingarverk en sósíalrealískar sögur með fyrirmyndarhetjum. En Ámi segir (bls. Í31): ’ „Einar bóndi er rola og lítill dugn- aðarmaður. Þess vegna er varla' líklegt að lesendur setji sig rak- leitt í spor hans fremur en í spor Hauks bónda og Bjarts í Sumar- húsum. [...] Þar sem pólitískar skýringar þrýtur verður lesandinn þá að gera ráð fyrir að það séu örlögin sem gera lítilmagnanum Einari lifið leitt. eins og hann ályktar sjálfur (134). En um slíka lausn er ekki að ræða í Sjálfstæðu fólki. enda hæpið að slík niður- staða ali af sér vilja til raunvirkrar baráttu og umbótastarfs." Athugasemdir mætti stundum gera við orðalag. er t.d. ekki beinlínis rangt að segja: „Gunnar Benediktsson lenti í talsverðum málaferlum vegna sög- unnar Við þjóðveginn" (bls. 109)? Annað mál er að hann lenti í þjarki. Enn mætti margt telja sem ég er ósáttur við. en rými mitt er þrotið. Niðurstaða mín er sú. að þetta sé fróðlegt verk. enda mikið efni dregið saman af miklum lærdómi. en töluvert vanti á að úmnnsla sé fullnægjandi. NÝR OPNUNAR TIMI Frá 2. janúar verður opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. Húsgögn - blóm og gjafavörur. SJMýja <Bólsturgorðin Gróórarstöóin 58 GARÐSHORN 85 Suðwrftííð 35 • Fossvoqi • Sími 40500 ~ Athugið! pr ovinn fí'á kl. 10-16 í dag er opinn Aðrar deildir lokaðar . vegna vörntalningn^ V7SÁ E /a a a a a a CLC.— Z3 auSJ _ z_r jkjooajii ___„ _3 l-HJDQj HH" Jón Loftsson hf. . Hringbraut 121 Sinii 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.