Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 32
.-, FRÉTTA. SKOT.IÐ I"5T*2I Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. {j Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. .(¦ fo Kærumálum frestað fram yflr helgí - óttast mikla hörku ef ekki semst um helgina Sáttafundur hófst í kjaradeilu sjó- manna og útvegsmanna kl. 13 i gærdag og stóð hann fram á kvöld. I gærkveldi var það mat manna að ef ekki næðust samningar um helg- ina myndi mikil harka færast í málið. ekki síst vegna þess að hátt í 50 togarar eru farnir til veiða með sölu erlendis i huga. Telja sjómenn að útvegsmenn séu að koma sér undan verkfalli á ólöglegan hátt. Nú þegar er tilbúinn svartur listi með nöfnum þeirra skipa sem sjó- menn telja að séu að brjóta af sér og verður fárið fram á löndunarbann á þeim skipum erlendis takist samn- ingar ekki. 011 kærumál vegna meintra verkfallsbrota verða þó geymd fram yfir helgina í von um að samningar takist. I gærdag voru vinnunefhdir samn- ingsaðila að fara yfir og meta aðrar kröfur sjómanna en höfuðkröfuna sem er hækkun skiptaprósentu. Guðjón A. Kristinsson, formaður Farmannasambandsins. og Óskar Vigfússon. formaður Sjómannasam- bandsins. voru sammála um að þetta verklag væri mjóg til bóta. Menn gætu þá betur gert sér grein fyrir stöðunni þegar kæmi að máli mál- anna. skiptaprósentunni. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagði að vel hefði unnist í gær en hann átti þó ekki von á að alvarleg lota hæfist í samningamál- unum fyrr en í dag, laugardag. Aðrir sem rætt var við á samningafundin- um virtust vera í mikilli óvissu, sögðu erfitt að meta stöðuna. Þó. voru flestir á því að ef ekki semdist um helgina eða miðaði vel í sam- komulagsátt myndi þunglega horfa í deilunni. -S.dór í* Arekstur í Hveradölum: Vél og gír- kassi hrundu á veginn Mjög harður árekstur varð í Hveradölum eftir hádegið í gær er þar skullu saman jeppi og fólksbíll með þeim afleiðingum að flytja varð þrennt á slysadeild. Var áreksturinn svo harður að vél og gírkassi jeppans hrundu í heilu lagi niður úr honum og á veginn. Tvennt af því sem flutt var á slysa- deild reyndist slasað en meiðslin voru ekki talin alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð áreksturinn með þeim hætti að jeppinn, sem var á leið austur eða upp svokallaða neðri Hveradala- brekku, snerist í hálku í brekkunni í veg fyrir fólksbíl sem var á vestur- leið í átt til Reykjavíkur. Ökumaður fólksbilsins reyndi á síðustu stundu að aka bíl sínum út af veginum en tókst það ekki alveg. Báðir bílarnir eru nær gjörónýtir. -FRI Eins og sjá má hrundu vélin og girkassinn úr jeppanum. DV-mynd S Ollu starfsfolki Háskólabíós sagtupp stöifum Öllu staifsfóiki Háskólabíós hef- ur verið sagt upp störfum frá áramótum. Að sögn eins starfs- manns bíósins er sú skýring gefm að ákveðið sé að taka upp breyttan aýningartíma sem aftur þýðir breyttan vinnutíma starfsfólksins. Flestir starfemennirnir eru með 3ja mánaða uppsagnarfrest og munu þeir ræða þetta mál í sínum hópi um miðjan janúar. -S.dór Borgarspítaiinn: í algerri óvissu „Þetta er í algerri óvissu, því miður," sagði Jóhannas Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítel- ans, í gær um malefhi meinatækna. Enginn fundur hefur verið hald- inn og enginn fundur boðaður hjá fulltrúum meinatækna- og stjórn Borgarspítalans frá þvs að 40 meinatæknar spítalans, aliir nema yfirmeinatæknir, létu af störfum um áramót vegna óánægju með kjör sín. „Við sinnum neyðartilfellura og leggjum allt kapp á að slysadeild- arþjónustu verði sinnt," sagði Jóhannes. í fréttatilkynningu sem Davíð Oddsson borgarstjóri sendi frá sér á gamlársdag segir að borgaryfir- völd muni kanna hvort ekki sé nauðsynlegt að leita atbeina dóm- stóla vegna máls þe&sa. Telur borgarstjórinn að hér sé um ólög- legar verkfallsaðgerðir að ræða. -KMU m Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. 0,BlLAST0 ÞRÖSTÚR SÍDUMÚLA10 ------..... a ¦¦¦¦¦;,—-n LOKI Stundum er nú betra að festa vélina! Veðríð á sunnudag: !,!!|É. ;i;a:;:;l!i!i!i;ii!l!!:;!:;:!;!;!!!;i!i;i!ii;:i:ii!:: msmmmm:wmmmKmmm Sunnanátt og víða skúrir Á sunnudaginn verður sunnan- eða suðvestanátt og víða skúrir. Hiti verð- ur við frostmark nema við suðurströndina. Þar verður 1-4 stiga hiti. Veðrið á mánudag: Kólnandi veður Það má gera ráð fyrir vestanátt og kólnandi veðri. Slydda eða snjóél verð- ur um sunnan- og vestanvert landið en léttir til norðaustanlands. Hiti verður á bilinu -5 til 1 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.