Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1987. j hálendisferðum getur ýmislegt gerst og eins gott að hafa allan nauðsynlegan útbúnað meðferðis. Hér hefur jeppinn fest sig í krapaelg, en samferðamaður Hafþórs vinnur hörðum höndum við moksturinn. Algjör fjallafrík rætt við Hafþór Ferdinandsson - Hafþór Ferdinandson heitir hann, maðurinn sem fór með jólin til Hveravalla. Undanfarin fjögur ár hefur hann séð um að koma jólavarningi til veðurathugunar- fólksins á Hveravöllum fyrir veðurstofuna. Þær eru orðnar ansi margar ferðirnar upp á Hvera- velli, því auk jólaferðanna hefur Hafþór farið fjölda ferða milli jóla, bæði fyrir veðurstofuna og eins sjálfum sér til ánægju. Hann er oft kallaður Hveravalla- skreppurinn því þó Hveravellir séu inni í miðju landi talar Hafþór ein- att um að skreppa til Hveravalla. Hann segir líka sjálfur að hann sé búinn að fara þetta svo oft að í hans augum sé þetta rétt eins og að fara Þingvallahringinn. Algjör fjallafrík „Ég er ekki ao fara þessar ferðir til þess að verða ríkur af því, það er klárt mál," segir Hafþór. „Ég geri þetta fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Ég hef mikinn áhuga á há- lendin j og þar að auki mikinn áhuga á veðri og öllu sem tengist því. Eg ætlaði mér að verða veðurfræðingur þegar ég var lítill. Eg er algjör fjallafrík. Það er eins og það sé eitthvað sem togar í aftu- rendann á manni, sem dregur mann inn á fjöll." Hafþór segir að rútubílstjórar og jeppakarlar hafi verið hans hetjur þegar hann var krakki. „Þegar ég var að selja blöð sem strákur seldi ég rútubílstjórum alltaf blöðin með afslætti, ég gaf þeim það sem ég fékk sjálfur fyrir að selja blaðið. Þetta voru mínir menn. Það var yfir þeim einhver ævintýraljómi og ég dáðist mjög að þeim," segir Hafþór. Þegar Hafþór var tólf ára keypti Hallvarður bróðir hans sér nýjan jeppa og þá hófust fyrstu kynni Haf- þórs af hálendinu og jeppaferðum. Hann fór með bróður sínum í stuttar ferðir inn á hálendið og sennilega hefur fjallaveikin gripið hann þá og hún hefur ekki sleppt tökunum á honum síðan. Sinn fyrsta bíl keypti Hafþór sext- án ára gamall. Það var Willys blæjujeppi sem stóð í hálft ár á bak við hús og beið þess að eigandinn yrði nógu gamall til þess að mega keyra. „Og að sjálfsögðu fór maður á hverjum degi og sópaði af honum snjóinn og strauk hátt og lágt," seg- ir Hafþór. Snjómaöurinn ógurlegi ETns og sagði hér að ofan hefur Hafþór ekki aðeins áhuga á hálend- inu og jeppaakstri, hann hefur líka, Það er hreinlega eins og eitthvað togi í afturendann á manni og dragi mann inn á fjöll, segir Hafþór Ferdinandsson fjallakappi. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.