Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Fréttir Svíum revnist erfiðast allra Norðurlandaþjóða að komast á vín- veitingahús. Þar í landi er eitt vínveitingahús á hverja 3.125 íbúa. Finnum reynist auðveldara að kom- ast á vertshús þar sem 1.600 íbúar eru um hvert veitingahús og í Dan- mörku er heimsókn á vínveitinga- stað hreinn bamaleikur. I Danmörku em 568 íbúar um hverja krá. Þessar upplýsingar er að finna í tímaritinu Economist þar sem fjallað er um áfengisneyslu á Norðurlönd- um. Til samanburðar má geta þess að hér á landi hafa verið gefin út 120 vínveitingaleyfi en það þýðir að 2000 íslendingar séu um hvert vín- veitingahús. Fjöldi útsölustaða áfengis í þessum löndum er einnig afar mismunandi. I Svíþjóð er ein vínbúð á hverja 26.000 íbúa, í Finnlandi ein útsala á hverja 28.000 íbúa en í Danmörku er talið að aðeins 300 íbúar séu um hvem útsölustað áfengis. Mikill fjöldi útsölustaða í Danmörku helg- Dánartíðni vegna skorpulifrar í Evrópu 1975 -n w < > ci u: ~ o 2: -s *c • c 3 < o c- w .3' 4- o o í-' "CT 71 * ’ «33 »*•“ 3 ^ 3 "o- 2 ij'S' § m W O- w 3 » 5 a. ^ i S. • ' ■ - ■ , íslendingar geta farið á 120 vínveitingahús. Sumir blanda sjálfir. ast af þvi að þar í landi er ekki ríkissala á áfengi heldur varan seld í flestum matvöruverslunum og sölu- tumum. Á íslandi em 12 áfengisút- sölur en það er ein áfengisverslun á hveija 20.000 landsmenn. í Economist kemur fram að þrátt fyrir mismunandi skipulag á sölu áfengis á Norðurlöndum virðist bein dauðsföll af völdum ofheyslu áfengis vera áþekk að fjölda. Munurinn er einna helst sá að á meðan Svíar og Finnar deyja af bráðri áfengiseitmn er það skorpulifur sem leggur Dani í gröfina. Eða eins og segir í Ec- onomist: „Danir drekka sig hægar í hel.“ Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðarlandlæknis em handbærar tölur um dauðsfoll af völdum áfeng- iseitrunar og skorpulifúr hér á landi frá árinu 1983. Þá lést enginn úr áfengiseitrun en fjórir úr skorpulif- ur, einn karlmaður og þrjár konur. „Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna íslendingar fá síður skorpulifur en aðrar þjóðir. Ein er þó ef til vill betra næringarástand hér á landi en annars staðar. Mörg dauðsföllin af völdum skorpulifrar erlendis má eflaust rekja til manna sem eingöngu nærast á áfengi," sagði Guðjón Magnússon. -EIR Áfengi og dauði á Norðurlöndum: 2000 íslendingar um hvert vínveitingahús Nýtt þéttbýli bannað án sam- þykkis ráðherra í stjómarfrumvarpi að skipulagslögum - meðal nýmæla í stjómarfrumvarpi til skipulags- laga, sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra hefúr lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir töluverð- um breytingum á verksviði skipu- lagsstjómar ríkisins, lögð áhersla á aukið frumkvæði sveitarstjóma, meiri þátttöku almennings í ákvörð- unum um skipulag, auk fjolmargra annarra breytinga og nýmæla. Stofirun sú, sem skipulagsstjóri veitir forstöðu, og til þessa hefúr kallast Skipulag ríkisins, mun fá nafnið Skipulagsstofa ríkisins. í stað þess að skipulagsstjóri sjái um gerð skipulagsáætlana er þessi skylda lögð á herðar sveitarstjóma sem mega fela verkið starfsmönnum sínum, einkaaðilum eða Skipulags- stofu ríkisins. Með þessu á að veita sveitarstjómum aukið frumkvæði og ábyrgð. Bannað verður að stofna til nýs þéttbýlis nema með samþykki ráð- herra að fengnum umsögnum skipulagsstjöra og skipulagsstjóm- ar. Tillögu að svæðisskipulagi skal kynna íbúum. Eiga þeir og aðrir, sem hagsmuna eiga að gæta, að hafa sex vikna frest til að skila athugasemd- um. Aðalskipulagstillögu skal kynna á almennum borgarafundi áður en sveitarstjóm tekur endanlega af- stöðu til hennar. Deiliskipulag skal einnig ávallt auglýst og kynnt íbú- um. Nýjar byggingar í eldri hverfum verða ekki leyfðar nema nema fyrir liggi staðfest deiliskipulag fyrir hverfið eða reitinn. Ef sveitarstjóm gengur ekki frá aðalskipulagi innan hæfilegs frests, sem skipulagsstjóm setur, er skipu- lagsstjóm heimilt, með samþykki ráðherra, að láta semja tillögu að aðalskipulagi á kostnað sveitarfé- lagsins. Sveitarfélög verða skylduð til að endurmeta forsendur skipulagsáætl- ana á fimm ára fresti. Nýmæli er að sveitarstjómum verður heimilað að taka efnisnámur eignamámi, jafhvel í öðm sveitarfé- lagi. Kveðið er á um að eignamáms- bætur eigi ekki að miða við ætlað framtíðarverð heldur skuli meðal annars taka tillit til verðs sambæri- legra eigna á almennum markaði og hver arður hefur verið við eðlilega notkun fram að gerð skipulags eða eignamámi. -KMU Menntamálaráðherra: Dæmi ekki um iðrahlaup í Æskulýðsráði fulltrúa stærstu aðildarsamtakanna frá setu í Æskulýðsráði. „Ég hvorki treysti mér til né vil dæma um þetta iðrahlaup í Æsku- lýðsráði,“ sagði Sverrir. „Þegar frumvarpið um Æskulýðsráð verður að lögum kemst á framtíðarskipan, sem tryggir eðlilegan hlut allra, en þessi reglugerð er aðeins til bráða- birgða þar til ný lög taka gildi." Sverrir sagðist ekki reikna með því að frumvarpið færi í gegn á þessu þingi enda yrði það stutt og kosning- ar í nánd. Það ætti hins vegar ekki að gera til því tvö ár væm til næsta kjörfúndar Æskulýðsráðs. Á kjörfundinum vont kjömir þrír aðalfulltrúar í ráðið og vom það fulltrúar ÍSl, UMFÍ og skátahreyf- ingarinnar sem náðu kjöri. ÓA Reynir Karlsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sem stýrði kjörfundi í Æskulýðsráði ríkisins í fyrradag, þar sem fúlltrúar átta að- ildarsamtaka gengu af fundi, sagði í samtali við DV að vegna þess að þetta var kjörfúndur þá hefði honum ekki verið leyfilegt að opna fyrir neinar umræður eða leyfa mönnum að taka til máls á fundinum. Samkvæmt frumvarpi til laga um Æskulýðsráð ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir því að stóm aðildarfélögin fái fastafúll- trúa í ráðinu og jafnframt að fjölgað verði í ráðinu. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sagði í gær að hann hefði sett þessa reglugerð eftir að honum varð ljóst hve ósanngjamt það væri að hægt væri að útiloka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.