Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 5
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987.
5
Fréttir
Drengur brenndist af smásprengju:
Eiginlega allt þetta
dót er varasamt
- segir Einar Sigurjónsson
var kveikt, á ungum dreng sem
brenndist nokkuð, eins og greint var
írá í DV í gær.
Sagði Einar að margítrekað væri að
allir flugeldar og sprengjur og annað
þess háttar, sem selt væri fyrir áramót-
in, væri meira og minna varasamt og
fólk hvatt til þess að gæta ýtrustu
varúðar við meðferð þessara hluta.
Benti Einar á að það sem fólki fyndist
öruggast, stærstu og dýrustu flugeld-
amir, væri í raun oft það varasamasta,
því þessar sprengjur yllu mestu tjóni,
yrði eitthvað óhapp.
Varðandi smásprengju þá sem
drengurinn brenndist af og kölluð er
„Colourful Bird“ sagði Einar að þær
hefðu verið seldar í 17 til 18 ár án
óhappa, enda væru þessar sprengjur
vinsælar og ekki hvað síst hjá yngri
kynslóðinni. Hins vegar væri aldrei
of varlega farið. Tók Einar fram að
enda þótt ýmsir skoteldar væru merkt-
ir sérstaklega með vamaðarorðum á
íslensku, þá væri leiðarvísir i hveijum
pakka með leiðbeiningum um meðferð
skoteldanna. Ekki taldi Einar að um-
rædd sprengja væri varasamari en
annað það sem selt væri fyrir áramót,
heldur að hér hafi verið um óhappatil-
vik að ræða. -ói
„Það er hægt að segja að eiginlega lands. Hjá einni þessara sveita,
allt þetta dót sé varasamt," sagði Ein- Fiskakletti í Hafnarfirði, var keyptur
arSigurjónssonsemhefurumsjónmeð svokallaður „fjölskyldupakki" fyrir
innkaupum á flugeldum fyrir nokkrar áramótin, en ein smásprengjan úr
björgunarsveitir Slysavamafélags Is- pakkanum hafhaði, eftir að í henni
Sprengja af gerðinni „Colourful Bird“, sams konar og drengurinn brennd-
ist af á gamlárskvöld. Svo sem sjá má er hún ívið minni en eidspýtustokkur
og heldur sakleysisleg útlits. DV-myndir Ragnar S
Drengurinn hlaut 1. og 2. stigs brunasár og á myndinni má sjá úlpu hans
og peysu og er hvort tveggja nokkuð brunnið.
Ferðaárátta í íslendingum:
Utanlandsreisur
ótrúlega margar
Aldrei fyrr hafa íslendingar ferðast
eins mikið til útlanda og í fyrra. A
árinu 1986 var skráð 111.621 koma ís-
lendings úr utanlandsferð, samkvæmt
tölum Útlendingaeftirlitsins um far-
þega til landsins með skipum og
flugvélum.
íslenska þjóðin var 244.700 einstakl-
ingar um áramót. Tölumar samsvara
því að tæp 46% þjóðarinnar hafi farið
til útlanda í fyrra.
Aukningin er 16,7% milli ára. Á ár-
inu á undan vom skráðar 95.662
komur Islendinga til landsins.
Ferðaárátta þjóðarinnar hefur stöð-
ugt verið að ágerast. Sést það til dæmis
á því að árið 1980 lögðu 69.270 íslend-
ingar leið sína út fyrir landsteinana.
A þessum sex árum hefúr utanlands-
ferðunum því fjölgað um 61%.
-KMU
Tæpur helmingur þjóðarinnar fór i utanlandsferð á nýliðnu ári
Bíóstjórínn á Siglufirði:
Ók öllum frumsýn-
ingargestunum heim
Jón G. Haukssan, DV, ökureyii
Bíóstjórinn á Siglufirði, Steingrímur
Kristinsson, ók öllum frumsýningar-
gestunum ásamt dyraverði heim í
fólksbíl, að lokinni sýningu myndar-
innar Otello um jólin. Steingrímur
hafði rými fyrir einn í viðbót í bílnum
þar sem fiumsýningargestimir vom
aðeins tveir, mæðgur úr suðurbænum
á Siglufirði.
„Þetta var fmmsýning á Otello á
íslandi. Ég fékk myndina í Háskólabí-
ói, en þeir ætla að sýna hana á
næstunni," sagði Steingrímur við DV.
Otello byggir á ópem Verdis og er
enginn annar en hinn þekkti söngvari
Placido Domingo í aðalhlutverki
myndarinnar. „Ég sýndi myndina tvi-
svar, en það komu sextán í seinna
skiptið. Meðal þeirra var önnur konan
sem var á frumsýningunni," sagði
Steingrímur.
„Eftir það sendi ég myndina suður
í hvelli. Siglfirðingar hafa ekkert við
svona myndir að gera. Mig langaði
að breyta til um jólin en það er nokk-
uð öruggt að ég reyni ekki svona
menningarmyndir aftur.“