Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 7
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. 7 Fréttir Davíð vill að skipulagsvinnu Guðrúnar Ijúki 1. apríl var falið að skipuleggja „gamla bæinn“ Borgarstjórinn, Davíð Oddsson, hefur tilkynnt Teiknistofii Guðrúnar Jónsdóttur að ekki verði um frekari greiðslur til hennar að ræða eftir 1. apríl vegna vinnu við skipulagningu gömlu hverfanna í Reykjavík. Guðr- ún telur upphaflegum samningi ekki lokið fyrr en í sumar í fyrsta lagi og segir að mikilli vinnu og íjármun- um verði kastað á glæ ef klippt verði á verkið. Guðrún Jónsdóttir var forstöðu- maður Skipulagsstofu borgarinnar en var sagt upp fyrir um þrem árum. Þá var samið við hana um það í júní 1984 að annast „skipulag gamla bæjarins“ að undanskilinni Kvo- sinni og Skúlagötusvæðinu. Átti að endurskoða aðalskipulag svæðisins og gera deiliskipulag af einstökum reitum. Síðar var ákveðið að bæta inn í verkið svokölluðu hverfaskipu- lagi sem er eins konar millistig. I bréfi, sem borgarstjóri skrifaði Teiknistofú Guðrúnar 21. nóvember, er hún krafin um skil á verkefhi sínu fyrir 1. apríl og tilkynnt að eftir þann tíma fái hún ekkert greitt vegna þess. Guðrún segir í bréfi frá 19. desember að gert hafi verið ráð fyrir minnst þrem árum til þess að ljúka upphaf- lega verkinu og að aldrei hafi verið gerðar athugasemdir við eitt eða neitt sem hún hafi skilað til þessa. Hún sagði í viðtali við DV að hverfaskipulagið hefði tekið all- nokkum tíma undanfarið og þvi væri deiliskipulagið eftir. í þessu starfi fælist gífurleg gagnasöfnun þar sem gömlu hverfin hefðu ekki verið deiliskipulögð áður. Úrvinnsl- an yrði því að byggja á yfirgripsmik- illi vitneskju sem nú lægi fyrir á teiknistofú hennar. Nokkurra mán- aða vinna væri eftir og það yrði vafalaust dýrt og fyrirhafnarsamt fyrir annan aðila að ljúka þessu verki. Borgarstjórinn skrifaði Teikni- stofu Guðrúnar aftur og ítrekaði fyrri ákvörðun sína um verklok 1. apríl. Hann kynnti svo ákvörðun sina í borgarráði 30. desember. Þar flutti minnihlutinn tillögu um að haldin yrði sýning á því sem fyrir lægi frá Guðrúnu og síðan tekin ákvörðun um framhaldið. Samþykkt var að halda sýninguna en fellt með 3 atkvæðum gegn 2 að fresta ákvörð- un um framhald. -HERB Fasteignamarkaðurinn á Selfossi: Drjúg sala Yr^n Pmatnywi nV, að að ^ Það á Sama g™™i Og T___ _______ venð hefur. Makaskipti á fyrirtækjum og fast- Verslunarraannafélag Ámessýslu eignum vom þónokkur í kringum og rafiðnaðarmenn á Suðurlandi áramótin á Selfossi. Sem dæmi má eiga nú alla efstu hæð hússins að nefha að Heilsusport, líkamsræktar- Eyrarvegi 15. Félag byggingar- stöð í eigu Hafsteins Þorvaldssonar, manna, sem áður átti húsið með var seld um áramótin. Kaupandi er ofangreindum verkalýðsfélögum, Jón B. Stefánsson, framkvæmda- hefúr nú fest kaup á hálfri hæð í stjóri á Eyrarbakka. Heilsusport Árvirkjahúsinu að Eyrarvegi 29 á verður áfram til húsa á sama stað, Selfossi. það er í austurenda gamla KÁ- Loks má geta þess að nú standa hússins. yfir viðræður milli forráðamanna Þá seldi Ámi Sigursteinsson Selfossbæjar og Kaupfélags Árnes- Gúmmívinnustofú Selfoss um ára- inga um kaup bæjarins á gamla mótin: Ámi hefur rekið fyrirtækið í verslunarhúsi Kaupfélagsins. Skrif- áraraðir. Kaupandi er Sólning hf. í stofúr Selfossbæjar eru nú í mjög Kópavogi. Þetta fyrirtæki verður óhentugu húsnæði og er brýn þörf á einnig áfram á sama stað og er áætl- úrbótum. íslandsflug erlendra flugfélaga: Flugmálayfirvöld engin gögn fengið „Ég hef ekkert séð. Þessi flugfélög verða að sinna, að leggja fram bæði hafa engin gögn lagt fram, hvorki flugáætlun sína og fargjöld. Við hér né í samgönguráðuneytinu," þurfúm að sjá hvort þau em sam- sagði Þórður öm Sigurðsson, frarn- kvæmt þvi sem samtök flugfélaga kvæmdastjóri alþjóðamála hjá gera ráð fyrir á þessari leið,“ sagði Flugmálastjóm, er DV spurði hvort Þórður Öm. upplýsingar hefðu borist um íslands- Lufthansa hefur þegar sett ísland ílug þýska flugfélagsins Lufthansa á bráðabirgðaflugáætlun fyrir næsta eða breska flugfélagsins British sumar. British Midland hefui4 einnig Midland. boðað íslandsflug. „Þetta er formsatriði sem þau -KMU Fanginn verður að vera bötaþegi Maki fanga getur aðeins fengið að fyrirbyggja hugsanlegan mis- mæðralaun ef fanginn er bótaþegi skilning á frétt DV síðastliðinn samkvæmt almannatryggingalög- mánudag. um. Þar var skýrt frá því að Alþingi Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í hefði fyrir jólafrí rýmkað rétt til heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- mæðralauna. neytinu, vildi að þetta kæmi fram til -KMU Neskaupstaður: Jólin kvödd með brennu Þorgeröur Malmqmst, DV, Neskaupslaö; Á þrettándanum var álfabrenna haldin í Neskaupstað. Það var Li- onsklúbburinn Osk sem stóð fyrir brennunni ásamt félögum úr íþrótta- félaginu Þrótti. Kór Lionsmanna söng. Fjöldi bæjarbúa var við brennuna og mæltist þetta vel fyrir. Álfa- kóngur og álfadrottning voru í fararbroddi og á eftir fylgdu álfar og púkar ásamt börnum í íúrðule- gustu búningiun. Björgunarsveitin Gerpir sá svo Norðfirðingum fyrir hinni veglegustu flugeldasýningu. Verður var mjög gott á Norðfirði á þrettándanum og átti það sinn þátt í sð skapa góða stemningu. DV-mynd S. Vagnstjorar kvavta um aðbúnað á Lækjartorgi - sáttir við Hlemminn Vagnstjórar Strætisvagna Reykja- víkur hafa. kvartað mjög yfir því húsnæði sem þeir hafa til afnota á Lækjartorgi. Þeir telja það of þröngt og þar eru reykingar leyfðar. Þetta var meðal annars eitt af því sem þeir vildu fá lagfært þegar þeir voru með mótmæli í haust. „Það er alveg rétt að þessu húsnæði er ábótavant, einkanlega vegna þess hve þröngt það er, en því miður virð- ist lausn ekki í sjónmáli fyrr en ný stöð strætisvagnanna verður byggð. samkvæmt nýja skipulaginu. á homi Hafnarstrætis og Kalkofnsvegar." sagði Hörður Gíslason skrifetofustjóri Strætisvagna Revkjavíkm'. Hörður sagði að þegar vaktaskipti ættu sér stað í þessu húsnæði væri vandamálið mest. Á sjálfum vöktunum eru þetta einn til þrír menn inni og það sagði hann í lagi. en þegar þeir væm 6 til 7 þá vandaðist málið.Hann sagði stjómendur fyrirtækisins hafa áhyggjur af málinu. en því miður virt- ist erfitt að finna lausn á.því. Aðbúnaðurinn í húsi því sem vagn- stjórar hafa til afnota við Hlemmtorg er aftur á móti orðinn viðunandi. Þama er um gamalt hús að ræða sem nýtur verndar hvað brevtingum við- kemur. en innan le>-filegra marka hefur aðbúnaðurinn verið lagfærður og má teljast góður. sagði Hörður. -S.dór GLÆSIVAGNAR Peugeot 505 GRD, 7 manna disilbif- reiö, árgerö 1985, ekin 109 þús. km, sjálfskipt, vökvastýri, útvarp/segulband, lltur brúnsans. Ath. sklpti á ódýrari bifreiö, einnig má ath. fasteignatryggö skuldabréf. Verö 800 þús. Audi 100 CC árgerö 1985, ekin aö- eins 21 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, álfelgur, tvöfaldur dekkjagangur, litaö gler, litur d- blár, metallic, gulHalleg, sem ný. Ath. skipti á ódýrari bifreiö. Verö 880 þús. Greiðslukjör við flestra hæfi. Mercedes Benz 190E árgerð 1984, ekin 38 þús. km, sjálfskipt, vökvastýri, bein innspýting, rafmagnsrúöur og -speglar, topp- lúga, höfuöpúöar aftur i, litur gullsans. Ath. skipti á ódvrari bHreió. Veró 930 bús. Honda Accord EX ðrgerð 1985, ekin aöeins 10 þús., km, 5 gira, vökvastýri, rafmagn í rúóum, útvarp/segulband, sumar- dekk/vetrardekk, litur blár, metallic, ath. skipti á ódýrari bHreió. Veró 580 þús. Nissan Patrol TURBO dísil, lengri geró, árg. 1985, ekin aöeins 23 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, white spoke felgur, ný dekk, brettaútvikkanir, grind aó framan og Ijóskast- arar, bein sala. Veró 980 þús. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: veró. Audi coupé GT árg. 1983 ...............670 þús. Audi Quadro GTE 4x4 árg................970 þús. Biuebird LX árg 1986...................540 þús. Charade Turbo árg. ’86 & '87...........420 þús. Cherry 1500 GL árg. 1986......„........370 þús. Corolla 1300 árg. 1986 ............„....350 þús. Corolia TWIN CAM GTI árg. 1985 ........570 þús. Escort 1300 LASER árg. 1986 ...........390 þús. Honda Prelude EX árg. 1984 ............560 þús. Mazda 626 2000 GLX árg.1985...........510 þús. Nissan Micra árg. 1987.................295 þús. Pjaero bensin, stuttur, árg. 1983 .....570 þús. Níssan Patrol Turbo dísil, langur, árg.’86 .....................................1.150 þús. Nissan Sunny Coupé SGX árg. '87........480 þús. Sierra 1600 árg. 1986..................520 þús. Subaru 1800 station, 4x4, allar árgeróír. Subaru Justy 4x4 árg. 1986.............315þús. Toyota Tercel 4x4 árg. 1984............450 þús. Mikið úrval bifreiða á söluskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.