Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 9
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987.
9
Utlönd
Flugvöllurinn í Beirút
lokaður vegna bardaga
Loka várð flugvellinum í Beirút,
eina alþjóðlega flugvellinum í Líban-
on, vegna harðra bardaga milli
múslima og kristinna í gær. Mannlaus
farþegaþota af gerðinni Boeing 707
eyðilagðist í stórskotahríð þar sem
hún stóð á flugvellinum.
Annars beindist skothríðin á víxl
aðallega að austurhluta borgarinnar,
sem er á valdi kristinna, og vestur-
hlutanum, sem er á valdi múslima. Sex
menn féllu í austurhlutanum og íjórir
í múhameðska borgarhverfinu. Einn
maður særðist á flugvellinum.
Vegna þessarar orrahríðar varð að
beina allri flugumferð til nágranna-
landa. Er þetta í fyrsta sinn síðan í
ágúst 1985 sem loka verður Beirút-
flugvelli en í það sinn var sömuleiðis
eyðilögð farþegaþota frá flugfélagi
Austurlanda nær (MEA). - Flugvöll-
urinn er í Vestur-Beirút.
Ahdullah Rassi innanríkisráðherra
fordæmdi þessa nýju bardagahrinu og
ságði hana hð í samsærinu til þess að
spilla fyrir því að landið verði friðað.
Jafnan þegar einhver skriður kemst á
samninga til friðunar hafa öfgaöflin
lag á að hleypa öllu í bál og brand að
nýju.
Forsetamir, Amin Gemayel í Líban-
on og Hafez Al-Assad í Sýrlandi, hafa
að undanfömu skipst á sendimönnum
til undirbúnings því að þeir sjálfir hitt-
ist til þess að ræða friðarsamninga.
Höfðu menn þar eystra gert sér góðar
vonir um árangur slíks fundar.
Þær vonir hafa nú dofriað mjög eftir
Enn bólar ekki á því, að stríðshrjáðir íbúar Líbanons fái nolið friðar í bráð. bardagahnnuna í gær.
Vlldi ekki láta bamlð
eftir meðgönguna
Fyrir rétti í New York er nú rekið
mál sem spratt upp af þvi að kona, er
gengist hafði undir tæknifrjóvgun og
meðgöngu fyrir önnur hjón gegn 10
þúsund dala greiðslu, afþakkaði
greiðsluna og neitaði að láta bamið
af hendi þegar það var fætt.
Grátandi stóð Mary Beth Whitehead
í vitnastúkunni í gær og lýsti þvi
hvemig lögreglan hefði verið send til
heimilis hennar til þess að taka af
henni barnið með valdi. - „Ég ætlaði
mér aldrei að gera neinum illt,“ sagði
hún snöktandi. „En ég vissi strax og
Sara litla kom i heiminn að ég mundi
aldrei geta látið hana frá mér.“
Sara fæddist í mars síðasta og samd-
ist þá svo við hin bamlausu hjón,
William og Elizabeth Stem, að Mary
Beth tæki hvítvoðunginn með sér
heim í vikutíma af fæðingardeildinni.
Það var þá sem henni snerist hugur.
Vikan teygðist upp í mánuð og eigin-
maður hennar, Rick, og tvö börn
þeirra (10 og 12 ára) urðu strax hug-
tekin af Söm.
I maí komu Stem-hjónin til þess að
sækja meybamið en Mary Beth reyndi
að forða sér á hlaupum með bamið á
arminum.
Málareksturinn snýst nú um það
hvor hjónin skuli hafa umráðaréttinn
yfir baminu.
Belgar krefjast
lægri flugfargjalda
Neytendur eiga að njóta lægri flug-
fargjalda í löndum Efnahagsbanda-
lagsins og brjóta skal á bak aftur
tilraunir flugfélaga til að hafa samráð
um verðlagningu. Samgöngumálaráð-
herra Belgíu, Herman De Croo, hefur
krafist þess að flugfélög í löndum
Efriahagsbandalagsins verði skikkuð
til aukinnar samkeppni sín á milli.
Tilgangurinn er sá að fá flugfélögin
til að lækka verðið á fargjöldum sín-
um.
I nóvember siðastliðnum mistókst
samgöngumálaráðherrum Efriahags-
bandalagsins að ná samkomulagi um
reglugerð sem miðaði að þvi að veita
flugfélögum meira aðhald. Sex lönd
bandalagsins beittu neitunarvaldi sínu
gegn reglugerðinni.
Belgar, sem nú sitja í forsæti ráð-
herranefndar bandalagsins. ætla að
beita nýium samþykktum fyrir sér,
sem takmarka neitunarvald einstakra
aðildaríkja, til að knýja fram reglu-
gerð um starfsemi flugfélaga.
Leiddur fyrir rétt
fyrir að mála á múrinn
Tuttugu og þriggja ára gamall
Vestur-Þjóðverji, Wolfram Hasch að
nafni, var leiddur fyrir rétt í Austur-
Berlín í gær. Var hann sakaður um
að hafa læðst yfir til Austur-Berlínar
og málað hvíta línu á Berlínarmúr-
inn.
Var Hasch gripinn þann 4. nóv-
ember síðastliðinn af landamæra-
vörðum sem stóðu hann að verki.
Hann á yfir höfði sér allt að átta ára
fangelsisvist fyrir að hafa farið á
ólöglegan hátt yfir til Austur-Berlín-
ar.
Hasch, sem áður var Austur-Þjóð-
verji, er einn margra listamanna sem
hafa málað slagorð og annað á Ber-
línarmúrinn að undanfömu. Hann
er aftur á móti sá fyrsti sem leiddur
er fyrir rétt.
Tveimur vikum eftir að Hasch var
handtekinn gripu landamæraverðir
Bandaríkjamanninn John Runnings
er hann var á gangi á múmum.
Runnings hafði verið gripinn nokkr-
um sinnum áður en alltaf sendur til
Vestur-Berlínar eftir nokkra daga.
Að sögn bandarískra embættis-
manna er hann enn í haldi.
SMURT BRAUÐ
Afgreiðum allar tegundir af smurðu brauði fyrir
margs konar tilefni.
Kaffisnittur kr. 35/-
Cocktailsnittur kr. 30/-
Cocktaiipinnar kr. 25/-
Brauðtertur kr. 850/- , 12 manna.
Einnig heilar og hálfar brauðsneiðar.
Heilar kr. 200/-
Hálfar kr. 100/-
LEITIÐ TILBOÐA
B
VEITINGAMAÐURINN HF
BÍLDSHÖFÐA 16 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 686880
Ný byrjendanámskeið hefjast 12. jan.
Innritun og upplýsingar í síma 83295
alla virka daga frá kl. 13-22.
JMÓDEILD MMANNS, ÁRMÚLA j