Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Spumingin Finnst þér okur refsivert athæfi? Ósk Gunnarsdóttir kennari: Já, al- veg tvímælalaust og algjörlega siðlaust. Mér finnst einnig alveg hrikaleg staðreynd, sem nú blasir við, að þetta skuii fá að viðgangast hérlendis án þess að nokkuð sé að gert. Jón Hildiberg: Já, það verður að telj- ast siðlaust að hagnast á kostnað annarra og koma fólki á kaldan klaka. Mér finnst mjög óeðlilegt að Jón úti í bæ ákveði vaxtaprósent- una. Bankarnir eiga að sjá um hverjir eru hæstu löglegu vextirnir hverju sinfúT ' ~~ ------ Einar Guðbjartsson verkstjóri: Ég tel okur refsivert athæfi og stemma eigi stigu við því. Mér finnst að Seðla- bankinn eigi að auglýsa hæstu löglegu vextina en var engu að síður óánægður með niðurstöðu Hæsta- réttar í okurmálinu. Marianna Jónasdóttir, starfar hjá Þjóðhagsstofnun: Já, það tel ég. Eng- inn á að græða á annarra manna bágindum eða notfæra sér þau. Mér finnst það vera hlutverk löggjafans að setja strangari og skýrari reglur er lúta að hæstu löglegu vöxtunum. Steinunn Kristin Jónsdóttir: Það finnst mér. Mér finnst mjög óæski- legt að mönnum sé frjálst að okra á þeim er minna mega sín. Löggjafinn verður að ákveða hæstu löglegu vextina til að stemma stigu við slíku. Ég er því mjög ósátt við hæstaréttar- dóminn. Lesendur______________________ix Stuðlað að okurstarfsemi Seðlabankinn átti að auglýsa hæstu löglegu vextina, það fellur undir verkahring bankans að sjá um það og koma þannig í veg fyrir alvarlegar afleiðingar okurstarfseminnar. Ólafur Indriðason skrifar: Mig langaði að fjalla um okurmál- ið sem ekki hefur verið nærri nóg fjallað um eftir að hæstaréttardóm- urinn féll. Fáir trúa að ríkisstjómin í heild hafi ætlað að heimila okurstarfsemi þegar vextir voru gefnir „fijálsir“. Almenningur hvorki vildi né bjóst við að okurstarfsemin hæfist og vitna ég þar m.a. til umræðna í fjöl- miðlum og annars staðar þegar upplýst varð um okurmálið. Almennar hugmyndir (hvað sem líður hugmyndum braskara) um hvað sé okur og hvað ekki eru nokk- uð ákveðnar - það sem er umfram „almenna" vexti banka og sparisjóða er okur. Skilgreiningin á „almenn- um“ vöxtum er tiltölulega nákvæm og „almennir“ vextir em langt fyrir neðan „vaxtakjörin" sem upplýst var um í okurmálinu. Bankar og spari- sjóðir hafa verið með nokkuð svipuð vaxtakjör innbyrðis og ekki má gleyma þvi að öll eða flest almenn lán hafa verið rækilega verðtryggð undanfarin ár, svo lítil afsökun er fyrir okri. F n hver á þá sökina á því hvemig komið er, þ.e.a.s. að allt í einu er ekki hægt að dæma menn sem að dómi almennings hafa gerst sekir um ótvíræð lagabrot skv. lögum sem hafa lengi og allt fram á síðustu daga verið í fullu gildi? Rétt er að minnast þess að þama er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Vissu bankastjórar og lögfræðing- ar Seðlabankans nákvæmlega hvað þeir vom að gera þegar þeir hættu að auglýsa hæstu löglegu vexti? Hafi yfirvöld ekki vitað hvaða af- leiðingar þetta gat haft í för með sér átti Seðlabankinn að sjálfsögðu að upplýsa - það hlýtur að vera eitt af hlutverkum hans. Seðlabankinn hef- ur umsjón með framkvæmd banka- og peningamála og breyti hann tæknilegum atriðum, sem sumum virðast e.t.v. smáatriði en geta haft alvarlegar afleiðingar, ber honum að upplýsa viðkomandi yfirvöld. Er hitt e.t.v. raunin að Seðlabank- inn geri sér alls ekki grein fyrir hvað gat átt sér stað þegar hætt var að auglýsa hæstu lögleyfðu vexti? Þá er það varla von að yfirvöld væm upplýst um máhð. Það er ekki lítil klípa sem Hæsti- réttur hefur komið Seðlabankanum í - en hvers vegna? Bréfritari biður foreldra að brýna fyrir börnum stnum að teika ekki. Krakkar, ekki teika! Ökumaður hringdi: Ég vonast bara til að einhver lesi þessi orð mín því bömin hafa oft ekki vit fyrir sér og verða þá þeir er hafa forsjá bamsins oft að sjá til þess að bömin fari sér ekki að voða. Mér finnst því miður orðin æ algeng- ari sjón að sjá böm hanga aftan í bílum þegar snjór er og bifreiðin er á ferð. Þessu varð ég sjálfur fyrir nýlega og ég hefði kannski ekki skrifað um þetta leiðinlega atvik nema af því það vildi svo illa til að annar drengjanna slasaði sig fyrir vikið. Vil ég því beina þeim tilmælum til foreldra eða annarra er hafa umsjón með bömunum að gera þeim grein fyrir hversu hættulegt það getur reynst að teika. Ég vona bara að þann- ig sé hægt að koma í veg fyrir að slys geti hlotist af þessu. Félagslegt vandamálaklám Aksturslag Reykvíkinga til sóma Freyr Sigurðsson skrifar: svífast einskis til þess að koma sög- Já, nú er F.S. hissa. 3 stk. utar um um slæmt aksturslag yfir á (utanbæjarmenn), sem vissu greini- saklausan borgarbúann. 6358-2514 lega upp á sig skömmina, bragðust ræðst gegn öllum innanbæjarmönn- skjótt við og skrifuðu greinar í blöð- um frá Reykjavík eða Akureyri. G.D. in til þess að reyna að verja kynstofii segir að það sé stressandi að aka í sinn, homo? Eitt er sameiginlegt í Reykjavík þegar allir séu flautandi bréftmum, þeir era allir sammála um og svínandi hver fyrir annan. Skyldu að borgarbúar aki illa úti á landi Reykvíkingar þurfa að flauta á aum- og skilst mér því að utamir aki illa ingja bænduma ef þeir ækju eins og í bænum i refsingarskyni fyrir akstur menn. Það að innanbæjarmenn taki bæjarfólks í sveitinni. Kona að vest- hæftiispróf áður en þeir aka út fyrir an segist hafa rannsakað aksturslag bæjarmörkin er góð hugmynd. Það Reykvíkinga. Hún segist hafa ekið ætti eftir að fækka slysum og útaf- bæði á bifreið með utanbæjamúmeri keyrslum stórlega ef bæjarfólk lærði og eins með R númeri. Hún er ekki að bregðast rétt við þegar það mætir ein um að hafa ekið í bænum með R snarvitlausum sveitamanninum á númeri. Fjölmargir utar kaupa bíla vegum úti. Það er allt annað en í Reykjavík og aka þeim á R númeri auðvelt að halda ró sinni þegar mað- í nokkra mánuði, bæði hér á höfuð- ur mætir einhveijum staurblindum borgarsvæðinu og auðvitað líka bóndanum höktandi á miðjum vegi heima í sveitinni. Allir greinahöf- á dráttarvél. Margur skelkaður inn- undar tala um að bílum með R anbæjarmaðurinn hefur öragglega númeri sé ekið hræðilega bæði í forðað sér út í skurð þess vegna. sveitinni og hér í höfuðborginni. Ég er alveg sannfærður um að þama í lokin má geta þess að í Reykja- eru einmitt komnir þeir utar sem aka vík er ein laxveiðiá og er Reykvík- á R númerum, þar á meðal konan ingum ftillkunnugt um það að í að vestan. Þetta eru því alls ekki henni er fiskur. Það er því óþarfi að höfúðborgarbúar sem aka svona illa leggja sig í hættu með því að fara heldur dulbúnir sveitamenn sem upp í sveit til að skoða fisk. Nóg að hafa Stöð 2 Húsmóðir úr vesturbænum skrifar: Nú get ég ekki á mér setið lengur vegna sýningar á leikritinu Líf til ein- hvers, eftir Nínu Björk Ámadóttur. Var það mér og fleirum til sárra von- brigða á nýársdag. Fyrir minn smekk, og ég veit að ég tala fyrir munn margra, var þetta leikrit alveg þráð- laust og ég veit ekki hvemig heilvita maður hefur átt að fá botn í þetta, nema ef höfundur hefði gefið leið- beiningar með. Að draga þessi félagslegu vandamál svona upp ftnnst mér ákaflega subbu- leg vinnubrögð því þetta var orðið svona eins konar félagslegt vandamál- aklám. En ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það mikill löstur hjá ríkissjónvarpinu að vanda ekki valið meira og hafa þá kannski til viðmið- unar hvaða dagur sé. Hví sýnir rikissjónvarpið önnur eins leikrit fyrir alþjóð og það á nýársdag? Gísli Bjarnarsson hringdi: Ég er nýbúinn að fó mér afruglara og ég verð nú að viðurkenna að ég var orðinn mjög langþreyttur á biðinni að fá afgreiddan einn slíkan því mér ftnnst þessar bíómyndir hjá ríkissjón- varpinu, á það sérstaklega við hel- gamar, haugryðgaðar austantjalds- myndir sem enginn hefúr áhuga á að sjá. Ég er hálfgerður „sjónvarpssjúkl- ingur“ ef svo má að orði komast og vil koma þakklæti mínu á framfæri við Stöðina, hún uppfyllir mína þörf algjörlega. Ég er mjög ánægður með hana að öllu leyti og finnst hún hafa staðið sig mjög vel. „Ég er hálfgerður „sjónvarpssjúkling- ur“ en Stöð 2 uppfyllir algjörlega mfna þörf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.