Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Side 28
40
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987.
Andlát
Guðrún I. Jónsdóttir frá Engey,
Vestmannaeyjum, síðar Sólheimum
25, Reykjavík, lést í Borgarspítalan-
um 1. janúar sl. Hún fæddist í
Vestmannaeyjum 13. október 1929.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson
og Sigríður Sigurðardóttir frá Eng-
ey. Hún lætur eftir sig þrjú börn og
eiginmann, Hjálmar I. Jónsson. Út-
för hennar verður gerð frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 12. janúar kl.
13.30.
Jón Sigurðsson, fv. borgarlæknir,
lést 28. desember sl. Hann fæddist í
Reykjavík 29. júní 1906. Foreldrar
hans voru Sigurður Jónsson og
Margrét Guðmundsdóttir. Jón lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1926 og síðan kandí-
datsprófi í læknisfræði frá Háskóla
íslands árið 1933. Hann sigldi til
Danmerkur til frekara náms og
dvaldist þar í nokkur ár við nám og
síðan vinnu en hélt heim og vann
landi sínu og þjóð meðan starfskraft-
ar entust. Eftirlifandi eiginkona
hans er Ragna Sigurðsson. Þau hjón-
in eignuðust einn son. Útför Jóns
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Útför Ingveldar Svanhildar Páls-
dóttur fer fram frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 10. janúar kl. 14.
Eyvindur Júlíusson lést 27. des-
ember sl. Hann fæddist á Gaul í
Staðarsveit 3. ágúst 1898. Foreldar
hans voru Sólveig Ólafsdóttir og
Júlíus Jónasson. Eyvindur var tví-
kvæntur. Árið 1926 kvæntist hann
Laufeyju Óskarsdóttur en hún lést
árið 1928. Hann átti með henni tvær
dætur. Síðar giftist hann Katrínu
Jósefsdóttur en hún lést árið 1957.
Þau eignuðust þrjú börn. Útför Ey-
vindar verður gerð frá kapellunni í
Hafnarfjarðarkirkjugarði í dag kl.
15.
Adolf Sigurjónsson, bifreiðastjóri,
Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum, sem
andaðist 3. janúar sl., verður jarðs-
unginn laugardaginn 10. janúar kl.
14 frá Landakirkju, Vestmannaeyj-
um.
Andrés G. Þormar, fyrrverandi
aðalgjaldkeri Landssíma íslands,
verður jarðsunginn í Fossvogskap-
ellu þriðjudaginn 13. janúar kl. 15.
Útför Helga Jónassonar, fyrrum
bónda, Seljalandsseli, V-Eyjafjalla-
hreppi, fer fram frá Stóradalskirkju
laugardaginn 10. janúar kl. 14.
Jón Magnússon, Hafnargötu 11,
Stvkkishólmi, verður jarðsunginn
frá Stykkishólmskirkju laugardag-
inn 9. janúar kl. 16.
Pundir
Hátíðarfundur Kvenfélags
Kópavogs
verður fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30
í félagsheimilinu. Skemmtidagskrá. Mælst
er til að þær konur sem geta mæti á ís-
lenskum búningi Takið með ykkur gesti.
Kvenfélag Bústaðasóknar
heldur fund mánudaginn 12. jan. kl. 20.30
í safnaðarheimili kirkjunnar. Spiluð verð-
ur félagsvist. Félagskonur fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Tapað-fundið
Gleraugu töpuðust
Þann 15. desember sl. töpuðust gleraugu
í hvítu hulstri, líklegast á Bárugötu, Vest-
urgötu eða Bræðraborgarstíg. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 15526. Fundar-
laun.
Steindór flytur sig um set
Steindór, sendibílar, hafa flutt starfsemi
sína úr Hafnarstræti 2 að Vitatorgi. Er
það bráðabirgðahúsnæði meðan beðið er
eftir endanlegum frágangi á lóð við Bílds-
höfða. Stöðin hefur verið starfrækt með
núverandi hætti sl. tvö ár og hefur rekst-
urinn vaxið gífurlega. Nú starfa hjá
stöðinni um 80 bílar af öllum stærðum.
Steindór býður upp á ódýrasta sendingar-
mátann með Greiðabílum. Símanúmer
stöðvarinnar verður óbreytt fyrst um sinn
og er það 11580.
1 ■ 1 m Heilsuverndarstoð Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis
verða lokuð föstudaginn 9. janúar 1987 frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar
dr. med. Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi borgarlæknis.
Heilbrigðisráð Reykjavíkur.
í gærkvöldi
Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASI:
„Halda
Að vera beðin um hugleiðingu
dagskrár útvarps og sjónvarps seint
á fimmtudagskvöld kom mér í opna
skjöldu, ég hafði nefnilega hvorki
hlustað á útvarp né horft á sjónvarp
þann daginn, enda fimmtudagskvöld
og ríkissjónvarpið í fríi. „Gerðu þá
það að umræðuefni," sagði blaða-
konan og þar við sat. Ég byrjaði að
sjálfsögðu á því að kveikja á útvarp-
inu, náði seinustu mínútunum í
þætti Jónínu Leósdóttur þar sem
hún ræddi við hjónin Bernharð Guð-
mundsson og Rannveigu Sigur-
bjömsdóttur. Þáttur sem ég hafði
ætlað mér að hlusta á. Síminn hafði
ekki stoppað og því ekki orðið af því
að kveikt hefði verið á útvarpi.
Bemharður Guðmundsson er einn
okkar skemmtilegasti útvarpsmað-
ur, fróður, lífsreyndur og segir
skemmtilega frá. Ég minnist sérstak-
lega jólahugleiðingar fyrir nokkrum
árum þegar hann sagði frá því
hvernig það hefði verið að koma frá
New York rétt fyrir ein jólin í verk-
falli flugafgreiðslumanna að mig
merkinu
Lára V. Júlíusdóttir.
minnir og fara heim til Súðavíkur í
kyrrðina við Isafjarðardjúp. Þar var
hann þá þjónandi prestur. Hjartnæm
á lofd“
lýsing sem snart jólastrengina í
brjóstinu. Jónína Leósdóttir og
Ragnheiður Davíðsdóttir hafa báðar
gott vald á .viðtalsþáttum sínum og
tekst að halda uppi skemmtilegum
samræðum án þess þó að vera of
áberandi í hlutverkum sínum. Það
er því slæmt að þættir þeirra skuli
vera sendir út á sama tíma.
Fimmtudagar með sínu sjónvarps-
leysi valda því að smáfólkið á
heimilinu fer að setja fram kröfur
um heimsókn í einhverja spólustöð-
ina og undan var látið í gærkvöldi.
Með íjölmiðlabyltingunni verða
meiri breytingar á heimilishögunum
en við gerum okkur grein fyrir. Áður
fóru bömin í bíó. Nú er sótt spóla
og setið heima. Það hefúr gert það
að verkum að dregið hefur úr sjón-
varpsglápi hjá mér og tíminn nýttur
til annars.
í lokin langar mig að óska Bylgj-
unni til hamingju. Það hefúr tekist
vel í byrjun og það fólk sem þar
starfar er margt úrvalsfólk sem held-
ur merkinu á lofti.
Happdrætti
Ósóttur vinningur hjá
Knattspyrnufélaginu Víkingi
Ósóttur er vinningur síðan í nóvember í
bílahappdrætti knattspyrnufélagsins Vík-
ings. Vinningsnúmerið er 465. Upplýsing-
ar í síma 687310.
Tilkyniungar
Verum samtaka í jólaumferð-
inni
Oft er þörf en nú er nauðsyn að vegfarend-
ur sýni aðgát og tillitssemi í umferðinni.
f svartasta skammdeginu bendir umferð-
arráð á að gangandi vegfarendur geta
aukið öryggi sitt verulega með því að nota
endurskynsmerki. Þau fást t.d. í apótekum
um allt land. Þeir sem ganga mikið ættu
Styrkveiting úr Minningar-
sjóði Gunnars Thoroddsen
Sunnudaginn 3. janúar sl. fór fram fyrsta
styrkveiting úr Minningarsjóði Gunnars
Thoroddsen. Sjóðurinn var stofnaður af
hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29.
desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá
fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu
borgarstjórans í Reykjavík sem ákveður
úthlutun úr honum að höfðu samráði við
frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins
er að veita styrki til einstaklinga eða hópa,
stofnana eða félaga, eða veita verðlaun
eða lán í sambandi við rannsóknir, til-
raunir eða skylda starfsemi á sviði
mannúðarmála, heilbrigðismála eða
menningarmála, sem Gunnar Thoroddsen
skilyrðislaust að fá sér búnað til hálku-
varna sem flestir skósmiðir hafa á boðstól-
um. Ökumenn þurfa nú að ætla sér meiri
tíma til ferða en endranær og eiga að nota
ökuljósin allan sólarhringinn. Ljósabún-
aður verður að vera í fullkomnu lagi,
annars minnkar notagildi hans verulega.
Að marggefnu tilefni beinir Umferðarráð
því sérstaklega til ökumanna að þeir noti
bíla sína alls ekki nema þeir séu með til-
skyldum vetrarbúnaði. Grófmynstraðir
hjólbarðar duga oft en nú eru víða skil-
yrði til aksturs þannig að þeir verða að
vera negldir. Keðjur þurfa menn einnig
að hafa tiltækar. Þá minnir Umferðarráð
á að svo kölluð „jólaglögg" og hvers kon-
ar áfengir drykkir er alls ekki það sem
vegfarendur þarfnast til þess að bæta sig
í umferðinni, þvert á móti. Umferðarráð
væntir þess að allir landsmenn stuðli að
slysalausri umferð um jólahátíðina með
skilningi á þeim erfiðu aðstæðum sem nú
eru víða fyrir hendi og sýni ýtrustu vark-
ámi.
Iét sérstaklega til sín taka sem borgar-
stjóri. Fyrsti styrkþegi sjóðsins er Jóhann
Pétur Sveinsson lögfræðingur, Hátúni 12,
Reykjavík. I bréfi borgarstjóra til Jóhanns
segir: „Með þrotlausu starfi og óbilandi
kjarki hafið þér lokið embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla Islands og hafið störf í
starfsgrein yðar, m.a. í þágu öryrkja. Sem
viðurkenningu fyrir þetta afrek er yður
hér með veittur styrkur úr Minningarsjóði
Gunnars Thoroddsen. Fjárhæðin nemur
kr. 100.000. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn
sem úthlutað er úr sjóðnum. Frú Vala
Thoroddsen afhenti styrkinn en athöfnin
fór fram á heimili hennar. Á myndinni
eru: Valgarð og Benta Briem, Vala Thor-
oddsen, Jóhann Pétur Sveinsson, Davíð
Oddsson og Ástríður Thorarensen.
Gunnlaugur Stefánsson
kjörinn prestur í Heydölum
Prestskosning fór fram í Heydalapre-
stakalli í Austíjarðaprófastsdæmi sl.
sunnudag. Umsækjandi var einn, Gunn-
laugur Stefánsson cand theol. Átkvæði
voru talin á Biskupsstofu. Á kjörskrá voru
540, atkvæði greiddu 375 eða tæplega 70%.
Umsækjandi hlaut 367 atkvæði, auðir
seðlar voru 8. Kosningin er lögmæt. Gunn-
laugur Stefánsson er 34 ára, Hafnfirðing-
ur, sonur hjónanna Margrétar
Guðmundsdóttur og Stefáns Gunnlaugs-
sonar, sendiráðsfulltrúa í London. Hann
lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands
1982 og hefur síðan verið starfsmaður
Hjálparstofnunar kirkjunnar. Kona hans
er Sjöfn Jóhannesdóttir sem ljúka mun
guðfræðiprófi í vor. Eiga þau einn son,
Stefán Má. Sr. Kristinn Hóseasson hefur
þjónað Heydalaprestakalli I nær 40 ár en
hlaut lausn frá embætti vegna aldurs nú
um áramótin. Hann hefur verið prófastur
Austfirðinga undanfarin ár. Hann hefur
kvatt söfnuði sína í Stöðvarfjarðar- og
Heydalasókn og er að flytjast til Reykja-
víkur ásamt konu sinni Önnu Þorsteins-
dóttur.
Kvenréttindafélag íslands 80
ára
Þann 27. janúar nk. verða 80 ár liðin frá
stofnun Kvenréttindafélag Islands. Ætlar
félagið að minnast þessara tímamóta með
margvíslegum hætti. Á sjálfan afmælis-
daginn, kl. 18, verður boðið til síðdegis-
veislu í nýinnréttuðum samkomusal í
kjallara kvennaheimilisins Hallveigar-
staða við Túngötu en það hús er í eigu
KRFÍ og annarra kvennasamtaka sem þar
hafa aðsetur. Til veislunnar verður boðið
öllum félögum auk íjölda gesta. í tilefni
afmælisins gengst félagið einnig fyrir sýn-
ingu á myndlistarverkum eftir konur í
áðurnefndum samkomusal. Verður sýn-
ingin opnuð laugardaginn 23. janúar og
stendur til 8. febrúar. Á sýningunni, sem
jafnframt er sölusýning, verða ný og eldri
verk núlifandi myndlistarkvenna, teikn-
ingar, grafík, textíl og málverk. Ætlunin
er að meginviðfangsefni flestra verkanna
snerti konur á einhvern hátt. Þess skal
getið að þær konur, sem hafa áhuga á að
taka þátt í sýningunni, skulu skila inn
verkum sínum að Hallveigarstöðum
mánudaginn 12. janúar nk. frá kl. 17-19
ásamt upplýsingum um þau og sjálfar sig.
Sýningarnefnd undir formennsku Hrafn-
hildar Schram mun síðan velja úr verkum
sem berast. Upplýsingar eru veittar á
skrifstofu KRFI í síma 18156.
Afmæli
70 ára er í dag, 9. janúar, Óskar
Sigurvin Ólafsson bifvélavirki,
Fannborg 1, Kópavogi. Hann erí dag
staddur á heimili dóttur sinnar í
Vestmannaeyjum, að Illugagötu 57.
Otur GK:
Skílaði mönnum
af sér
Togarinn Otur GK, sem verið hef-
ur á veiðum undanfarið, kom til
Þorlákshafiiar sl. miðvikudag eins
og skýrt var frá í DV í gær. I frétt-
inni sagði að togarinn hefði verið
að sækja nýtt troll en það var á
misskilningi byggt. Togarinn var að
skila af sér mönnum áður en hann
lagði af stað í siglingu með aflann.
Otur GK selur ytra á mánudaginn
í land
kemur. Það olli deilu hjá samninga-
nefnd Sjómannasambandsins hvort
stöðva hefði átt skipið eða ekki.
Sumir héldu því fram að veiðiferð
væri lokið þegar skipið kæmi til
hafnar en aðrir að skipið ætti lög-
lega pantaðan söludag og því væri
veiðiferð ekki lokið fyrr en eftir sölu.
Síðamefnda sjónarmiðið varð ofan
á. -S.dór